Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Qupperneq 30
Yfir FM-hnakkinn Ásgeir Kol-
beinsson gerði heiðarlega tilraun
til að skrifa handa sér stærra hlut-
verk í myndinni Bjarnfreðarson
sem bindur endahnút á vakta-
seríurnar þrjár. Ásgeir fékk það
einfalda hlutverk að heilsa Ólafi
Ragnari (karakter Péturs Jóhanns
Sigfússonar) en sjálfur vildi hann
meira. Heimildir DV herma að
Ásgeir hafi mætt með 2-3 blað-
síður þéttskrifaðar af efni með
hugmyndum um stærra hlutverk
handa sjálfum sér í myndinni.
Ragnar Bragason, leikstjóri mynd-
arinnar og þáttanna, tók ekkert
of vel í hugmyndir Ásgeirs og bað
hann vinsamlegast bara um að
heilsa manninum. Var þetta aðal-
spaugið á tökustað enda fór svo að
Ásgeir lét kveðjuna nægja.
„Hún kemur ekki út fyrir jólin. Það var held ég
búið að senda út fréttatilkynningu um þetta,“
segir Ævar Örn Jósepsson rithöfundur um
bókina sem hann hefur verið að vinna að síð-
asta árið. Vinnuheitið hefur verið Önnur líf,
hvort sem það verður titillinn þegar hún kem-
ur út eður ei, og var ætlunin að leyfa aðdáend-
um Ævars að njóta þessarar nýjustu afurðar
hans um þessi jól.
Ævar segir ekki hafa verið ákveðið hvenær
bókin komi út. „Við þurfum bara að skoða það
hvernig við tæklum það dæmi. Ég klára bók-
ina bara fyrst í rólegheitunum og svo ákveðum
við með útgáfuna þegar nær dregur.“
Ævar er kunnur fyrir að vilja hafa atburða-
rás í bókum sínum sem endurómar svolítið at-
burði sem gerst hafa í þjóðfélaginu, og þá ekki
síst nýorðna atburði. Þannig endurskrifaði
hann hluta bókar sinnar Land tækifæranna
sem kom út í fyrra eftir að fjármálakerfið ís-
lenska hrundi eins og spilaborg. Bókin kom
enda út nánast korteri fyrir jól. Þegar Ævar er
spurður hvort hann hafi verið kominn með
marga nýskeða atburði inn í Önnur líf segir
hann eitthvað af slíku þar. Hann þurfti hins
vegar að slíta samtalinu vegna anna áður
en blaðamaður gat spurt hvort banki í bók-
inni bæri til dæmis nafnið Arion eða formað-
ur stjórnmálaflokks væri í meintu fasteigna-
braski í Makaó. kristjanh@dv.is
Vildi
stærra
hlutVerk
Hosmany Ramos:
Fyrirsætan og athafnakonan
Ásdís Rán Gunnarsdóttir var
hér á landi fyrir tveimur vikum
þar sem hún lék meðal annars í
vinsælli auglýsingaherferð fyrir
Íslenskar getraunir. Ekki voru
þó allir á eitt sáttir við viðkomu
hennar í auglýsingunum eins og
DV greindi frá. Ásdís sat einnig
fyrir í undirfataherferð Valencia-
nærfata sem seld eru í Hagkaup-
um. Á vefsvæði sínu á Press-
unni birtir hún myndirnar sem
meðal annars skarta eiginmanni
hennar, knattspyrnumanninum
Garðari Gunnlaugssyni. Þar seg-
ir Ásdís að með henni á mynd-
unum sé maðurinn sinn, eða
frekar folinn sinn, og á þar við
Garðar sem sjálfur er þaulvanur
módelstörfum enda fyrrverandi
herra Ísland.
kallar
Garðar
folann
30 mánudaGur 14. desember 2009 fólkið
Brasilíski lýtalæknirinn Hosmany
Ramos leitar að íslenskri konu
til þess að hefja sambúð með.
Ramos var dæmdur í 53 ára fang-
elsi í Brasilíu árið 1981 og sat inni
í 27 ár. Hann flúði land í jólaleyfi
í fyrra og eftir viðkomu í Kanada
og Noregi var hann handtekinn
við komu sína til Íslands. Hann
situr nú inni í Hegningarhúsinu á
Skólavörðustíg þar sem hann unir
hag sínum vel. Hann hefur meðal
annars tengst súpuþjófnum Jónasi
Bjarka Gunnarssyni góðum vin-
áttuböndum.
Þar sem enginn framsalssamn-
ingur er á milli Íslands og Brasilíu
gæti Ramos verið hér á landi lengi,
og það er ætlunin. Hann vill vera
hér í það minnsta næstu fimm-
tán árin og stunda vinnu sína sem
lýtalæknir en í bréfi sem hann
sendi DV segir hann lækningar
köllun sína.
Í sama bréfi lýsir hann því yfir
að hann sé nú farinn að leita sér
að konu til þess að hefja nýtt líf
með. Hann segist trúa mikið á
örlögin og að þau hafi leitt hann
til landsins. Hann segist leita að
konu til þess að kvænast til lífstíð-
ar og setjast hér að með, eignast
svo börn, hvort sem það er með
hefðbundinni leið eða með ætt-
leiðingu.
Konan sem kvænist Ramos
þarf þó að vera undirbúin að lifa
stjörnulífi eins og hann skrifar
í bréfinu: „Þetta er opið bréf til
einmana sálu. Ef þessi skilaboð
snerta hjarta þitt og þú ert kona
sem er tilbúin til að verða strax
fræg, vera alltaf í sviðsljósinu
og á síðum slúðurblaðanna þá
ert þú konan sem ég leita að. Ég
veit hvað ég vil í lífinu og hef ekki
tíma í eitthvert internet-spjall.
Ég er með greindarvísitölu upp
á 172 sem er sannað, reyki ekki,
drekk ekki, neyti ekki eiturlyfja
og trúi á guð,“ segir í bréfinu en
í öðru bréfi sem hann sendi DV
segist Ramos ætla að snúast til
lúterskrar trúar en eins og aðr-
ir Brasilíumenn er hann ramm-
kaþólskur.
Ramos sem á sínum tíma
var stjarna í heimalandinu og
djammaði meðal annars með
Pelé og Mick Jagger biður þær
konur sem hafa áhuga að hafa
samband við sig í Hegningarhús-
ið á Skólavörðustíg 9, annaðhvort
með símtali eða bréfi.
Lýtalæknirinn Hosmany Ramos sem
dæmdur hefur verið fyrir tvö morð og
situr inni í Hegningarhúsinu á Skóla-
vörðustíg leitar að íslenskri konu til
að hefja farsælt samband með. Hann
ætlar að fara alla leið og skipta um
trú og vill eignast börn.
LeitaR að konu
Hosmany Ramos skrifar
smásögur í fangelsinu á
meðan hann bíður eftir
að finna konu.
MyndaRLeguR Ramos
ólst upp í Brasilíu og var
þar stjarna og lifði VIP-lífi.
Mynd ÚR einkasafni
LýtaLæknirinn
Leitar að konu
óVíst hVenær bók
æVars ke ur út
NýjaSta SpeNNuSaga ÆvaRs aRnaR JósepssonaR kemur ekki út fyrir jóL: