Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Blaðsíða 15
gefin væru um 80 til 90 prósent
þeirra fæðubótarefna sem flutt eru til
landsins.
Ljóst er að veltan hér á Íslandi í
fæðubótarheiminum er gríðarleg.
Þessi 600 tonn sem flutt hafa verið
til landsins undanfarið ár hafa kost-
að um 910 milljónir, eða hátt í einn
milljarð króna. Söluverðmætið er lík-
lega töluvert meira.
Ólafur segir að peningarnir í þess-
um heimi séu miklir. „Þú trúir ekki
hvað margir fæðubótarefnafram-
leiðendur hafa komið að máli við
mig síðan ég fór að starfa sem nær-
ingarfræðingur. Ég væri orðinn tug-
milljónamæringur ef ég hefði lát-
ið undan einhverjum þeirra,“ segir
hann. Hann segir alltaf eitthvað um
að næringarfærðingar láti kaupa sig
til að taka þátt í markaðssetningu
á vörum sem þeir viti ef til vill sjálf-
ir að séu gangslausar flestum. „Þetta
fólk kann þetta og veit hvað býr að
baki. Við vitum að fæðubótarefni
geta hjálpað þeim sem líða skort á
ákveðnum næringarefnum en þetta
er nánast allt bara markaðssetning,“
segir Ólafur.
„Þetta er bara bull“
Blaðamaður DV bar nokkrar full-
yrðingar og auglýsingar fæðubótar-
efna undir Ólaf. Nánast allar þeirra
reyndust þvæla að mati Ólafs. Í einni
þeirra var því til dæmis haldið fram
að mysuprótein „frásogist hraðar en
nokkur önnur prótein og það geti
aukið efnaskipti próteina um allt að
68 prósent“ að því er stóð í auglýs-
ingu. „Þetta er bara bull og það er
sorglegt. Mysuprótein er bara und-
anrennuprótein. Áður fyrr var þetta
notað sem skepnufóður. Ef fólk
vill fá þetta prótein þá drekkur
það bara undanrennu,“ seg-
ir Ólafur og ítrekar að ráð-
lögð neysla próteins fyrir
meðalmann sé 0,8 grömm
á hvert líkamskíló á dag.
„Ráðlagður dagskammtur
er langt fyrir ofan meðal-
þörf manna. Ráðlagð-
ur dagskammtur þýðir
að enginn maður þarf
á meiru að halda,“ út-
skýrir hann. Hann segir að þeir sem
séu í mjög mikilli og strangri þjálfun
geti þurft allt upp í 1,6 til 1,7 grömm á
dag á hvert líkamskíló. Fyrir 100 kílóa
manna eru það 160 til 170 grömm
á dag. „Ein lítil skyrdós gefur 20
grömm af próteinum og mjólkurglas
sirka 10. Fjórar ostsneiðar gefa um 15
grömm. Það er svo barnalega auðvelt
fyrir okkur að fá nóg af próteinum. Í
langflestum tilvikum er þetta pen-
ingaaustur,“ segir Ólafur.
Fáum feikinóg af línólsýru
Efni sem innihalda glútamín eru afar
algeng í hillum verslana sem selja
fæðubótarefni. Ólafur segist vera
búinn að skoða margar rannsókn-
ir á þessu efni sem og öðrum am-
ínósýrum. Sumar bendi til þess að
neysla efnisins geti verið jákvæð fyrir
þá sem stundi grimma þjálfun, eins
og maraþonhlaup. Aðrar rannsóknir
sýni að efnið hafi engin áhrif. Efnið
hafi ekki sannað gildi sitt.
Svokölluð brennsluefni, efni sem
innihalda línólsýru (ómega-6) og/
eða línólensýru (ómega-3), eru fyr-
irferðarmikil í verslunum sem selja
fæðubótarefni. Ólafur segir að neysla
Íslendinga og nánast allra þjóða
heimsins á línólsýru sé svo feiki-
mikil að það sé fáránlegt að kaupa
og eyða formúu í þetta efni í formi
fæðubótarefna. „Ég hef ekki séð eina
einustu rannsókn sem sýnir fram á
að aukin inntaka línólsýru geti aukið
fitubrennslu á nokkurn hátt. Þetta er
bara sorglegt,“ segir Ólafur.
NEYTENDUR 20. janúar 2010 MIÐVIKDAGUR 15
TANDURHREINN ÖRBYLGJUOFN Settu nokkrar
sítrónusneiðar í vatnsskál og settu hana í örbylgjuofninn.
Láttu hann ganga á fullu í um það bil 10 mínútur. Þegar
tíminn er liðinn þarftu rétt að strjúka yfir ofninn með rakri
tusku. Óhreinindin nánast leka af og lyktin verður fersk.
LÁTTU ÍSMOLANA ENDAST
Ísmolar bráðna býsna fljótt og þá safnast
vatn fyrir á botni skálarinnar þannig að
klakarnir bráðna enn hraðar. Leggðu litla
skál á hvolf í ísskálina. Vatnið safnast fyrir
undir henni, en ísmolarnir liggja á þurru og
duga mun lengur fyrir bragðið.
HÆTTULEG FÆÐUBÓTAREFNI
Ungt fólk á spítala
„Hér á Íslandi hefur talsvert af
ungu fólki hlotið bráðainnlögn á
sjúkrahús vegna hjartsláttartrufl-
ana sem raktar hafa verið til fæðu-
bótarefna. Sérstaklega undanfar-
ið ár,“ segir Magnús Jóhannsson
læknir og prófessor í lyfja- og eit-
urefnafræði við læknadeild Há-
skóla Íslands.
Magnús segir mörg dæmi þess
að fæðubótarefni hafi farið illa í
fólk. „Fyrir þremur árum fékk ung
kona sem var í stífri líkamsrækt
skyndilega heilablæðingu. Líkleg-
asta orsökin sem kom til greina
var fitubrennsluefni, sem þá var
reyndar ólöglegt,“ segir Magnús og
bætir við að reynslan hafi sýnt að
þessi efni geti verið mjög varasöm.
Lítið eftirlit
Eins og fram kemur í greininni hér
til hliðar getur ofneysla á fæðu-
bótarefnum haft alvarleg áhrif á
heilsu fólks. Dæmi eru um lifr-
ar- og nýrnaskemmdir hjá annars
fullhraustu fólki auk þess sem of-
neysla eins næringarefnis getur
leitt til skorts á öðrum mikilvæg-
um næringarefnum. Magnús seg-
ir aðspurður að það sé áhyggjuefni
að hver sem er geti ráðlagt fólki að
taka fæðubótarefni. Ekkert sé sem
banni slíkt. „Eftir því sem ég best
veit þurfa þeir sem flytja þetta inn
að hafa sams konar leyfi og mat-
vælainnflytjendur. Þeir geta flutt
inn hvað sem þeim sýnist en þeir
eiga að tilkynna það til Matvæla-
stofnunar,“ segir hann og segir
mögulegt að þar sé pottur brotinn.
Innihald þess sem flutt sé inn sé
ekki skoðað umfram önnur mat-
væli.
Spilling og plat
Víða á spjallsíðum og heimasíðum
óviðurkenndra aðila má finna aug-
lýsingar um hin og þessi lyf sem
lækna eigi allt mögulegt. Land-
læknisembættið birti til að mynda
viðvörun frá Eitrunarmiðstöð
Landspítalans í síðustu viku vegna
svokallaðrar kraftaverkalausnar,
MMS, sem getur valdið alvarleg-
um veikindum og jafnvel dauða.
Lausninni er meðal annars ætlað
að lækna marga sjúkdóma, allt frá
alnæmi til berkla, en engin vísinda-
leg gögn liggja fyrir sem styðja þær
fullyrðingar. Magnús efast um að
MMS hafi verið tilkynnt samkvæmt
reglum. Efnið innihaldi natríum
klórít sem geti haft alvarleg áhrif á
blóðrauðann með þeim hætti að
hann hætti að geta flutt súrefni.
Hann segist líka hafa séð vef-
síður sem auglýsa undralausnina
JanFe, sem eigi að lækna fólk af alls
kyns kvillum.
„Eins og ég lít á þetta gengur
þetta allt út á að plata peninga af
fólki. Til eru erlendar rannsóknir
sem sýna að almenningur borg-
ar álíka mikið fyrir fæðubótar- og
náttúruefni og fyrir lyf. Það eru
ansi margir milljarðar á ári,“ seg-
ir Magnús og bætir við: „Þetta er
mjög grimmur markaður því það
eru svo miklir peningar í spilinu.
Þeir opna oft leiðina fyrir spillingu
og plat,“ segir Magnús.
Notfæra sér veikindi fólks
Eins og fram kemur í máli Ólafs
Gunnars hafa honum margoft ver-
ið boðnar fúlgur fjár fyrir að taka
þátt í markaðssetningu á vafasöm-
um fæðubótarefnum. Magnús seg-
ir að slíkt heiti einfaldlega mútur á
íslensku. „Stóri vandinn við þenn-
an heim eru þeir miklu peningar
sem um er að tefla. Mér finnst verst
þegar óprúttnir náungar nota veik-
indi og erfiðleika fólks til að plata
út úr því peninga,“ segir hann.
Herbalife er afar vinsælt fæðu-
bótarefni víða um heim, meðal
annars á Íslandi. Magnús segir að
í virtum erlendum læknisfræði-
tímaritum hafi birst greinar þar
sem sýnt hafi verið fram á að
minnsta kosti 28 tilfelli alvarlegra
lifrarskemmda vegna Herbalife-
vara. „Það eru bara tölur úr nokkr-
um löndum. Sumar vörurnar frá
Herbalife innihalda eitraðar jurtir
en ég veit ekki til þess að þær séu
í umferð hér á Íslandi. Flestar vör-
urnar frá Herbalife eru sauðmein-
lausar en innan um eru varasöm
efni,“ útskýrir hann.
„Þetta er ekki hollt“
Magnús ráðleggur þeim sem
íhuga að kaupa sér fæðubótar-
efni að ráðfæra sig við lækni, sér-
staklega þeir sem veikir séu fyrir.
Hann segir að stundum segi fólk
læknum sínum ekki frá þeim efn-
um sem það notar og það geti ver-
ið varasamt, sér í lagi geti það haft
slæm áhrif hjá þeim sem taka lyf
að staðaldri. Spurður hvort heil-
brigt fólk eigi að leita læknis áður
en það kaupir fæðubótarefni gríp-
ur Magnús orðið og segir: „Fólk
við góða heilsu hefur enga ástæðu
til að taka fæðubótarefni. Það eru
mjög mikil áhöld um ávinning og
þeir sem þurfa fæðubótarefni eru
yfirleitt sjúklingar. Ég ráðlegg öllu
frísku fólki að halda sig frá svona.
Þetta er ekki hollt,“ segir Magnús.
Hann segir að hollt og fjöl-
breytt mataræði skili miklu betri
árangri. „Þessi efni eiga að flýta
fyrir árangri en út frá læknisfræði-
legu sjónarmiði er það ekki hægt.
Ef fólk vill til dæmis mikið prótein
á það að borða meiri fisk eða kjöt,“
segir hann og bendir á að aukinni
próteinnotkun fylgi óhjákvæmi-
lega kalktap, svo dæmi sé tekið.
Fræðsla fyrir almenning
Magnús segir að búið sé að stofna
óformlegan starfshóp ýmissa full-
trúa úr heilbrigðiskerfinu og Há-
skóla Íslands. Verið sé að undirbúa
að setja upp og miðla fræðsluefni
um fæðubótarefni fyrir almenn-
ing. „Við teljum gagnlegast að efla
hlutlausa fræðslu því margt af
þessu sem er aðgengilegt fyrir fólk
er komið frá framleiðendunum
sjálfum og söluaðilum,“ segir hann
að lokum.
baldur@dv.is
Talsvert af fullfrísku fólki hefur verið lagt inn á sjúkrahús
vegna hjartsláttartruflana og annarra kvilla sem raktir hafa
verið til fæðubótarefna. Magnús Jóhannsson segir að fólk
eigi ekki að neyta fæðubótarefna nema í samráði við lækni.
Ungt fólk á spítala Magnús Jóhannsson, læknir og prófessor í lyfjafræði,
segir þó nokkur dæmi um að ungt fólk hafi verið lagt inn bráðainnlögn vegna
hjartsláttartruflana sem raktar eru til fæðubótarefna. MYND RAKEL ÓSK
Mér finnst verst þegar óprúttnir
náungar nota veikindi
og erfiðleika fólks til
að plata út úr því pen-
inga.
Boðnar formúur fjár Ólafur
Gunnar Sæmundsson næring-
arfræðingur upplýsir að honum
hafi margoft verið boðnar
milljónir fyrir að taka þátt í mark-
aðssetningu fæðubótarefna.
Innflutningsland Tonn
n Bandaríkin 120
n Danmörk 94
n Holland 82
n Bretland 69
n Ítalía 61
n Frakkland 60
n Belgía 56
n Þýskaland 26
n Pólland 12
n Svíþjóð 07
n Noregur 02
*Síðustu 12 mánuði
Innflutt fæðubótarefni