Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 9 Á innanhússpóstvef Háskóla Íslands lýsa kennarar ósætti vegna ráðningar Ástu Möller, fyrrverandi þingkonu, sem forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Efast er um faglegan grunn hennar til að sinna rannsóknum og stjórnmálatengsl hennar eru gagnrýnd. KVARTA YFIR RÁÐNINGU Ráðning Ástu Möller, fráfarandi þing- konu, sem forstöðumanns Stofnun- ar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, HÍ, hefur kom- ið af stað deilum á innanhússpóstvef skólans. Háskólakennarar gagnrýna ráðninguna og segja það áhyggju- efni hverslu lágar kröfur eru gerðar við ráðningu forstöðumanna rann- sóknastofnana háskólans. Ásta hefur störf í vikunni sem for- stöðumaður stofnunarinnar og mun þá jafnframt hefja kennslu við stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands. Hún hafði áður sinnt kennslu við hjúkrunarfræðideild skólans en hún lauk BS-námi í hjúkrunarfræði árið 1980 og meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við HÍ árið 2006. Hún var þingmaður og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug og tengsl hennar við stjórnmálin eru meðal þeirra þrætuefna sem kennarar HÍ kasta fram ásamt því að hún hafi tak- markaða rannsóknareynslu á sviði stofnunarinnar. Fagleg gagnrýni Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands, rit- aði pistil inn á vefsvæðið þar sem hann gagnrýndi takmarkaðar kröf- ur skólans sem væru ekki til þess fallnar að koma skólanum í fremstu röð. Aðspurður viðurkennir hann að ráðning Ástu hafi verið kveikj- an að pistlinum. „Í sjálfu sér eru til- efni pistilsins of mörg en þetta er eitt þeirra. Háskólinn gerir of lágar kröfur og ég tel eðlilegt að gerðar séu meiri kröfur til forstöðumanna stofnana. Í kringum okkur miða há- skólar iðulega við doktorsmenntun og rannsóknareynslu en það gerum við ekki,“ segir Rúnar. „Að gera aðeins kröfu um meist- aranám er of lág krafa. Ráðning Ástu er eitt af þeim dæmum sem vakti mig til umhugsunar því við höfum sett okkur þá stefnu að kom- ast í röð 100 bestu háskóla heims. Það krefst þess að við gerum okkur strangar kröfur við svona ráðningar og það verðum við að gera.“ Of reynslulítil og of pólitísk Ólafur Páll Jónsson, dósent í heim- speki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, gagnrýnir ráðninguna og þakkar Rúnari fyrir að hafa kom- ið umræðunni af stað. Hann setur út á reynsluleysi Ástu þegar kem- ur að rannsóknum og veltir fyrir sér of nánum tengslum við stjórnmál- in. „Úr því að stofnunin er öðrum þræði rannsóknarstofnun, þá hefði ég haldið að nær væri að ráða mann- eskju sem hefði reynslu af rannsókn- arstarfi á þessum vettvangi en því er ekki að dreifa hjá hinum nýráðna for- stöðumanni ef marka má náms- og starfsferil,“ segir Ólafur Páll og bæt- ir við: „Og úr því að viðfangsefni stofn- unarinnar er öðrum þræði stjórn- mál, þá hefði ég haldið að óheppilegt væri að ráð jafnpólitíska manneskju í þetta starf og hinn nýráðni forstöðu- maður er.“ Sent beint Rúnar segist hafa fengið jákvæð við- brögð meðal samkennara við pistli sínum en bendir á að þeir hafi nær allir svarað honum persónulega í stað þess að tjá sig inni á fjöldapóst- vef kennaranna. Hann tekur und- ir gagnrýni á pólitískan bakgrunn Ástu. „Það orkar alltaf tvímælis þeg- ar stjórnmálamenn eru ráðnir við háskóla. Ásta Möller hefur ekki þá rannsóknarþjálfun sem ég tel nauð- synlega og heldur ekki doktors- menntun. Kennarar undrast þetta og ég hef fengið svarpósta til mín, alla jákvæða um mín almennu sjónar- mið. Þeir eru hins vegar allir til mín persónulega en ég hefði kosið að við ræddum þetta á vefnum,“ segir Rún- ar. Ásta segir efasemdir háskóla- kennaranna koma flatt upp á sig og telur faglegt mat hafa ráðið för við ráðninguna þar sem hún hafi upp- fyllt öll skyrði til starfsins. „Ég sótti um starfið og faglegt mat lá til grund- vallar ráðningunni. Ég hef mikla reynslu úr opinberri stjórnsýslu og tel þvert á móti heppilegt að hafa langan pólitískan feril. Það tel ég að hljóti að hafa verið talið mér til tekna. Þar sem ég var ráðin uppfylli ég greinilega kröfurnar og það eru reglur háskólans sem þar ráða um,“ segir Ásta. Fagleg ráðning Ásta segir faglegt mat ráða för enda hafi hún uppfyllt allar kröfur samkvæmt reglum Háskóla Íslands. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Þar sem ég var ráðin uppfylli ég greinilega kröfurnar og það eru reglur háskólans sem þar ráða um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.