Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 VIÐTAL Uppgötvaði lífið EFTIR ÁRALANGA INNILOKUN É g var óðum að nálgast 100 kílóin og leið ekki vel. Þetta er allt annað líf,“ segir útvarpskonan Sig- ríður Lund Hermanns- dóttir sem er aldeilis glæsileg eftir að hafa breytt um lífsstíl og misst 20 kíló. Sigga viðurkennir að hafa slegið slöku við um jólin en er harðákveð- in í að halda púlinu áfram enda rétt að byrja og hún stefnir að því að vera búin að ná lokatakmarkinu í apr- íl.  „Þetta byrjaði sem áskorun hjá okkur í þættinum og við ákváðum að prófa CrossFit. Það hentar mér rosa- lega vel og í dag er ég hætt að pæla í kílóum og einbeiti mér frekar að því að vera heilbrigð sál í heilbrigðum líkama.“ Byrjaði í kristilegu útvarpi Sigga Lund hefur vakið athygli fyrir að ræða einkalíf sitt og sér í lagi kyn- líf á afar opinskáan hátt í útvarps- þættinum Zúúber á FM 957 þar sem hún ræður ríkjum ásamt þeim félög- um Gassa og Svala. Hún viðurkennir að það sé langur vegur á milli vinn- unnar og þess lífsmáta sem hún að- hylltist áður en hún hóf störf á FM. Sigga var og er mjög trúuð og kemur úr kristilegu umhverfi og byrjaði sinn útvarpsferil á kristilegu stöðinni Alfa. „Ég heyrði auglýsingu á Alfa þar sem auglýst var eftir nýjum rödd- um og áhugi minn kviknaði. Ég var strax ráðin og byrjaði með þáttinn Á góðri stund með Siggu Lund,“ segir Sigga sem einnig vann á Stjörnunni þegar sú stöð var kristileg. Árið 2002 fór hún að leysa af á útvarpsstöðinni Létt 967 og fékk þar fulla vinnu árið eftir og kom að lokum inn í þáttinn hjá strákunum 2006 en félagarnir höfðu þá verið með Zúúber í loftinu í eitt ár. Gifti sig hrein mey Sigga ólst upp í Vestmannaeyjum þar sem hún fór ung að mæta í sunnu- dagaskólann. „Ég heillaðist af kirkju- starfinu og var ekki nema nema 12, 13 ára gömul þegar ég ákvað að ætla að tileinka Jesú líf mitt. Í minni barnslegu einlægni vildi ég láta gott af mér leiða og breyta heiminum,“ segir Sigga sem lifði eftir boðorðum kirkjunnar. „Ég var 18 ára, hrein mey, þegar ég gifti mig og svaf hjá eigin- manninum í fyrsta skiptið á brúð- kaupsnóttina. Við eignuðumst okk- ar barn í hjónabandi,“ segir hún en hjónabandið entist í sex ár. „Ég var bara óharðnaður ungl- ingur en var allt í einu trúlofuð, gift, komin með bíl, íbúð og loks barn. Þetta var allt of mikið fyrir litla ungl- ingsstúlku sem vissi ekkert um lífið eða tilveruna þótt slíkt geti örugglega gengið í einhverjum tilfellum,“ segir hún og bætir aðspurð við að eigin- maðurinn hafi einnig verið úr kirkj- unni. „Þetta er góður maður en við vorum of ung. Skilnaðir eru illa liðn- ir og ég öðlaðist ekki hugrekki til að skilja fyrr en sex árum síðar.“ Byrjaði að drekka 31 árs Árið 1995 gekk Sigga til liðs við frí- kirkjuna Frelsið þar sem fagnaðarer- indið var boðað á nýstárlegan og nú- tímalegan hátt. Um sex ára skeið ára snérist öll hennar tilvera um Frelsið þar til upp komst um fjölda hneyksla í tengslum við forstöðufólkið sem olli því að starfið rann út í sandinn. „Þegar allt hrundi var eins og fót- unum hefði verið kippt undan mér og allt öryggið sem ég þekkti var horfið. Við tók mikið mótþróaskeið þar sem ég gerði og prófaði allt sem ég hafði ekki mátt gera. Alla ævi hafði ég verið góða stelpan, hafði aldrei drukkið eða reykt og við vinkonurn- ar tókum til við að stunda djammlífið stíft og ég fór að sofa hjá eftir sex ára þurrkatíð,“ segir Sigga sem datt í það í fyrsta skiptið 31 árs. „Þetta var mjög erfiður tími og í upphafi vildi ég ekkert frekar en komast aftur í öryggið og leitaði í það sem ég þekkti, trúna. Hins vegar upplifði ég mikil svik og fannst ekki bara mennirnir hafa brugðist held- ur Guð líka,“ segir Sigga en bætir við að smám saman hafi hún sæst við Guð og gert sér grein fyrir hverslags stjórnun hefði átt sér stað í Frelsinu sem hefði frekar mátt líkja við sértrú- arsöfnuð en fríkirkju. „Frelsið var frekar fangelsi en söfnuður. Við urðum að hlýða í einu og öllu og til að mynda var ég nánast hætt að umgangast fjölskyldu mína. Allt snérist um Frelsið. Ég var lengi að jafna mig eftir þessa reynslu en ég sé ekki eftir þessum árum þótt það hefði verið ágætt að nýta þau í eitt- hvað meira uppbyggilegt. Ég vel hins vegar að lifa ekki í biturleika og horfi ekki til baka með reiði í hjarta.“ Gengur oft of langt Sigga ætlaði sér alltaf að verða margra barna móðir en á einn tví- tugan son. Hún segist eiga í góðum samskiptum við soninn sem er ný- fluttur að heiman. „Við erum fínir vinir og mér fannst mjög erfitt þegar hann flutti út,“ segir hún og bætir að- spurð við að hann hlusti ekki mikið á mömmu sína í útvarpi. „Stundum verður umræðan of opinská og það hefur komið fyrir að honum líki ekki vel það sem ég ræði í útvarpinu. Það er bara svo oft mikil stemning hjá okkur í stúdíóinu að ég gleymi mér stundum og geng of langt. Það hefur oft komið fyrir að mig langi að ganga með hauspoka heilu vikurnar. Þátturinn hjálpaði mér samt að vinna í mínum málum. Þar fann ég mig og fór að uppgötva lífið eftir alla þessa innilokun í kirkjunni. Það er mjög frelsandi að ræða málin opin- skátt svo þátturinn virkar stundum eins og sálfræðitími. Ég upplifi eitt- hvað, segi frá, hlustendur hringja og sitt sýnist hverjum og málin eru kruf- in. Ég var mjög lengi feimin og inni í mér en þátturinn gaf mér færi á að tjá mig eftir að hafa verið lokuð inni í sjálfri mér í mörg ár,“ segir hún og bætir við að strákarnir í þættinum hafi einnig staðið við bakið á henni. „Ég hef eignast vini fyrir lífstíð og mér þykir óendanlega vænt um þessa stráka. Í gegnum allt sem gengið hef- ur á í mínu lífi síðastliðin ár hafa þeir alltaf verið til staðar og hlusta á mig og gefa mér góð, og slæm, ráð. Þeir tukta mig líka til ef þess þarf.“ Kynfræðingurinn heillar Sigga, sem verður fertug á árinu, vinnur í útvarpi þar sem markhóp- urinn er ungt fólk. Hún viðurkennir að hafa oft velt fyrir sér hvort hún sé eitthvað seinþroska. „Ég er mjög ung í anda og vinkonur mínar, fyrir utan æskuvinkonur, eru tíu árum yngri en ég. Það er samt fólk á öllum aldri sem hlustar á þáttinn og samkvæmt könnun hlusta 75% Íslendinga undir 40 ára eitthvað í hverri viku. Á með- al hlustenda sem hringja reglulega inn eru 46 ára og 55 ára konur og enn önnur 53 ára nuddari á Spáni sem segist aldrei fara á stofuna fyrr en þátturinn okkar er búinn. Annars hefur ungt fólk alltaf átt hjarta mitt og markmið mitt í Frels- inu var að ná til ungs fólks. Ég fíla mig vel á þessari stöð og er ekkert að fara í bráð, en ég ætla auðvitað ekki að verða hér elliær. Mig dreymir til dæmis alltaf um að fara í sjónvarp- ið,“ segir Sigga sem er einnig byrj- uð að syngja og ætlar að halda tón- leika í apríl. „Ég var alltaf að syngja þegar ég var yngri en hætti því þegar tilveran hrundi með Frelsinu. Fyrir stuttu ákvað ég að skella mér í söng- nám og er að skipuleggja rómantíska djasstónleika og er svakalega spennt yfir því.“ Sigga er með fleiri járn í eldinum en hún kláraði stúdentsprófið á síð- asta ári eftir langa fjarveru frá skóla og tók auk þess þátt í keppninni Sterkasta kona Íslands á síðasta ári en um áskorun tengda útvarpsþætt- inum var að ræða. Á næstu dögum mun hún opna heimasíðu sína, sigg- alund.is, þar sem hún ætlar að vera með vídeóblogg og annað skemmti- legt. Hún segir frekara nám óákveðið en það sé margt sem heilli. „Pæling- in var alltaf að fara í kynfræðinginn í Ástralíu en maður fer líklega ekki að hoppa út í það í þessu árferði. Ann- ars heyrði ég að það ætti að fara að kenna þetta í Háskóla Íslands í haust, svo hver veit hvað maður gerir,  það er allt opið.“ Sjálfsöryggi heillar Varðandi karlamálin segist Sigga komin á fast. „Kærastinn er sveita- strákur í húð og hár, fæddur og upp- alinn á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og býr á Egilsstöðum. Sveitastrákar eru bestir,“ segir hún og bætir við að þau hafi kynnst þegar Zúúber hafi verið að skemmta í Valaskjálf á Egilsstöð- um í sumar. „Hann er yngri en ég, það mun- ar 13 árum, en hann er einn þrosk- aðasti maður sem ég hef hitt. Við erum voðalega ný í þessu en við fljúgum reglulega á milli og not- um auk þess Skype-ið. Þetta hefur gengið vel hingað til og bleika skýið varir lengur vegna fjarlægðarinnar. Það hefur samt alveg komið til tals að hann flytji í bæinn,“ segir hún brosandi og bætir við að karlmenn séu oft lafhræddir við hana. „Þeir leita gjarnan samþykkis míns áður en þeir stíga í vænginn við mig. Konur fíla það ekki. Hins vegar vita þeir ekki að ég hef alltaf verið skít- hrædd við þá. Sveitastrákurinn var ekkert hræddur og það fannst mér frábært,“ segir hún. Aðspurð segir hún sjálfsöryggi í fari karlmanna heilla. „Hann verð- ur líka að vera í tengslum við til- finningar sínar, sannur og einlæg- ur. Ég þoli ekki þetta endalausa yfirskin. Menn verða að vera nátt- úrulegir töffarar, ekki tilbúnir,“ seg- ir hún og bætir við að hroki og yfir- borðskennd séu fráhrindandi. Hún segir allt of snemmt að segja til um hvort barneignir séu á planinu. „Ég ætlaði ekki að eignast fleiri börn, komin á þennan aldur, en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég var svo ung þegar ég varð ófrísk og hlutirnir eru gjör- breyttir í dag,“ segir hún og bætir við að hún sé mjög hamingjusöm með tilveruna akkúrat eins og lífið er í dag. „Framtíðin er spennandi og það verður forvitnilegt að sjá hvað þetta nýja ár ber í skauti sér, þrátt fyrir kreppu.“ indiana@dv.is Dugleg í ræktinni Sigga stundar crossfit grimmt og er hætt að telja kílóin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.