Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Blaðsíða 6
Fjöldi starfsmanna tölvudeildar
Arion banka gaf yfirmanni sínum
falleinkunn í nýlegri starfsmanna-
könnun fyrirtækisins. Bankinn
brást við með því að senda hina
óánægðu starfsmenn í sálfræði-
viðtöl en hinn óvinsæli yfirmaður
slapp við slíka meðferð. Það eru
undirmennirnir óánægðir með og
hefur hópur óánægðra leitað til
sviðsstjóra bankans vegna máls-
ins.
Fyrir um það bil tveimur mán-
uðum var könnun framkvæmd og
þegar búið var að vinna úr gögn-
unum kom í ljós að yfirmaður
tölvudeildar bankans, Hilmar
Karlsson, fékk skell meðal undir-
manna sinna. Stjórnendur bank-
ans ákváðu að leysa málið með því
að fá sálfræðing til liðs við sig og
voru hinir óánægðu starfsmenn
sendir í viðtal til sálfræðingsins.
Hilmar þurfti ekki að fara í ráðgjöf
til sálfræðingsins og við það geta
undirmenn hans illa unað. Fyr-
ir vikið var kvartað yfir úrvinnslu
málsins til sviðsstjóra.
Skrítin viðbrögð
Svala Guðmundsdóttir, aðjunkt í
mannauðsstjórnun við viðskipta-
fræðideild Háskóla Íslands, er
hissa á úrlausn málsins og telur
það undarlegt að umræddur yfir-
maður hafi ekki verið skikkaður í
svipaða sálfræðiráðgjöf. Aðspurð
segist hún skilja vel óánægju
starfsmanna tölvudeildarinnar en
tekur fram að hún hafi ekki kynnt
sér þetta einstaka mál. „Eins og
þetta hljómar þá kemur þetta
frekar spánskt fyrir sjónir. Mér
finnst þetta einkennileg aðferð til
að leysa úr svona ágreiningi. Það
sem þyrfti að gera er að greina
gögnin mjög vel, sjá að hverju
óánægjan beinist, og síðan vinna
með báða hópana,“ segir Svala.
„Í raun er það gott skref hjá
bankanum að kalla til sálfræðing
til ráðgjafar en hún á að beinast
bæði að starfsmönnunum og yf-
irmanninum. Að mínu mati á yf-
irmaðurinn alls ekki að vera und-
anskilinn sálfræðiráðgjöfinni.
Vissulega skil ég vel óánægju
undirmannana með þessa úr-
vinnslu.“
Standa með stjórnandanum
Karl Sigurðsson, forstöðumaður á
vinnumálasviði Vinnumálastofn-
unar, er sammála því að æskilegra
hefði verið að veita öllum málsað-
ilum ráðgjöf. „Persónulega finnst
mér þessi aðferðafræði ekki góð.
Mér finnst óskynsamlega úr mál-
inu unnið því yfirmaðurinn ætti
alls ekki að vera undanskilinn.“
Friðbert Traustason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka starfs-
manna fjármálafyrirtækja, tekur í
sama streng og skilur vel óánægju
starfsmanna deildarinnar. „Mín
reynsla er sú að nauðsynlegt sé að
taka allan hópinn í ráðgjöf, fyrst
einstaklingsviðtöl og síðan hópa-
meðferð,“ segir Friðbert.
„Ég hefði talað að yfirmaður-
inn ætti að sjálfsögðu að fara líka
í ráðgjöf því það er alveg ljóst að
undirmennirnir eru ekki bara
ómögulegir. Mér koma þessi við-
brögð mjög á óvart því ég hefði
búist við betri úrvinnslu. Því mið-
ur er það stundum svo að stjórn-
endur standa með öðrum stjórn-
endum en því þyrfti að breyta.“
Starfsmaður sem DV ræddi
við staðfesti atburðinn en vildi
ekki koma fram undir nafni. Þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir fengust
hvorki svör frá Bryndísi Jóns-
dóttur, starfsmannastjóra Arion
banka, né Berghildi Erlu Bern-
harðsdóttur, upplýsingafulltrúa
Arion, við vinnslu fréttarinnar.
6 MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 FRÉTTIR
ÓÁNÆGÐIR TIL
SÁLFRÆÐINGS
Því miður er það stundum
svo að stjórnendur
standa með öðrum
stjórnendum en því
þyrfti að breyta.
Starfsmenn tölvudeildar Arion banka kvörtuðu yfir yfirmanni deildarinnar í
starfsmannakönnun. Bankinn brást við með því að senda starfsmennina í viðtöl
hjá sálfræðingi en það þurfti óvinsæli yfirmaðurinn ekki að gera. Hópur óánægðra
hefur leitað til sviðsstjóra vegna málsins.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Sendir í ráðgjöf Starfsmenn
tölvudeildar Arion voru sendir
í sálfræðiviðtöl eftir að hafa
kvartað undan yfirmanni
deildarinnar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
er að leggja lokahönd á rannsókn
sem snýr að stórfelldum eignaspjöll-
um Björns Mikaelssonar, fyrrver-
andi íbúa í Hólmatúni 44 á Álftanesi.
Hann reif íbúðarhús sitt með belta-
gröfu eftir að Frjálsi fjárfestingar-
bankinn hafði krafist útburðar og á
nú yfir höfði sér sex ára fangelsi að
hámarki.
Það var á þjóðhátíðardaginn í
fyrra, 17. júní, sem Björn reif hús-
ið sitt með beltagröfu og gróf einnig
BMW-bifreið sína í innkeyrslunni.
Eftir atburðinn hefur hann búið er-
lendis og samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni hefur það tafið rann-
sóknina. Friðrik Björgvinsson, yfir-
lögregluþjónn rannsóknardeildar
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu, segir rannsókninni nú miða
vel áfram og að málið verði fljót-
lega sent til saksóknara. Aðspurður
á hann fastlega von á ákæru í mál-
inu fyrir stórfelld eignaspjöll og seg-
ir hámarksrefsingu vera sex ára fang-
elsi. „Málið er á lokasprettinum og á
næstunni sendum við það frá okkur.
Ég reikna frekar með ákæru í málinu
þar sem brotið snýr að meiri háttar
eignaspjöllum. Á þessum tímapunkti
hafi verið allt annar eigandi að eign-
inni,“ segir Friðrik.
Sjálfur hefur Björn lýst því yfir að
hann sjái ekki eftir niðurrifi hússins
heldur hefði hann þvert á móti séð
eftir því hefði hann ekki rifið hús-
ið niður. Hann hafi einfaldlega ver-
ið kominn í þrot og engrar aðstoðar
verið að vænta frá fjármálafyrirtæk-
inu.
trausti@dv.is
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að ljúka rannsókn á niðurrifi húss á Álftanesi:
Húsbrjótur á leið til saksóknara
Meiri háttar spjöll Björn reif húsið niður með beltagröfu og gæti átt yfir höfði sér
sex ára fangelsi fyrir vikið.
Kosið í byrjun
mars
Ragna Árnadóttir, dómsmála-
og mannréttindaráðherra hefur
í samráði við landskjörstjórn
ákveðið að þjóðaratkvæða-
greiðsla skuli fara fram hinn 6.
mars 2010 um Icesave-lögin sem
Ólafur Ragnar Grímsson vísaði
til þjóðarinnar í byrjun mánað-
arins.
Kosningarétt við þjóðarat-
kvæðagreiðsluna hafa þeir kjós-
endur sem hafa kosningarétt til
Alþingis. Þjóðaratkvæðagreiðsl-
an fer fram á sömu kjörstöðum
og notast er við í almennum
kosningum.
Atkvæðagreiðsla utan kjör-
fundar hefst 28. janúar, bæði
innan lands og utan.
Íslenskur
læknir til Haítí
Friðbjörn Sigurðsson læknir
hélt á miðvikudagsmorgun
til Haítí þar sem hann starfar
með læknateymi þýska Rauða
krossins í einn mánuð. Frið-
björn vann á sjúkrahúsi á Haítí
í tvo mánuði fyrir tæpum 20
árum.
Friðbjörn fer með flugvél á
vegum utanríkisráðuneytisins
sem fer þangað til að sækja ís-
lensku alþjóðabjörgunarsveit-
ina. Hjálpargögn sem Alþjóða
Rauði krossinn hefur sérstak-
lega beðið Rauða kross Íslands
um að útvega fara einnig með
flugvélinni. Um er að ræða
1.000 skyndihjálparpakka sem
sjálfboðaliðar Rauða krossins
pökkuðu í gær, loftkælibúnað-
ur fyrir skurðstofur, dísilraf-
stöðvar og annar sjúkrabún-
aður.
Kviknaði í ísskáp
Á miðvikudaginn í síðustu viku
barst lögreglunni í Vestmanna-
eyjum tilkynning um að reyk
legði frá húsi í Búhamri.
Reyndist þarna hafa kviknað
í út frá ísskáp í bílskúr og lagði
þó nokkurn reyk frá bílskúrnum.
Slökkviliðið var kallað út og gekk
greiðlega að ráða niðurlögum
eldsins sem reyndist ekki mikill.
Eitthvert tjón hlaust hins veg-
ar af hita, reyk og sóti. Slökkvi-
liðið sá um að reykræsta bíl-
skúrinn.