Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. janúar 2010 FRÉTTIR Ásbjörn Óttarsson, þigmaður Sjálf- stæðisflokksins úr Snæfellsbæ, greiddi árið 2008 sér og Margréti Scheving, eiginkonu sinni, 65 millj- óna króna arð úr útgerðar- og fisk- vinnslufélaginu Nesveri ehf. á Rifi. Þetta var gert þrátt fyrir að félag- ið hefði tapað 574 milljónum króna þetta sama ár og bókfært eigið fé hafi í árslok verið neikvætt um 157 milljón- ir króna. Núverandi stjórnarmenn í Nes- veri eru Friðbjörn Ásbjörnsson, son- ur Ásbjörns, og móðir hans. Margrét. Þar sem Ásbjörn og Margrét voru einu eigendur Nesvers ehf. árið 2008 voru þau ein bær til þess að taka ákvarð- anir um arðgreiðsluna, en hún nem- ur 3.200 prósentum af hlutafé sam- kvæmt ársreikningi félagsins 2008. Sama ár og ákvörðun um að greiða 65 milljóna króna arð var tekin nam bókfært tap Nesvers 574 milljónum króna. Ári áður greiddu Ásbjörn og Margét sér aðeins 20 milljónir króna í arð eða sem nemur 1.000 prósentum af tveggja milljóna króna hlutafé. Það árið hagnaðist félagið hins vegar um 558 milljónir króna. Löglegt? Lögfræðingar, sem DV hefur leitað til, telja vafa leika á því að heimilt sé að úthluta arði úr einkahlutafélögum þegar skuldir eru langt umfram eign- ir, enda geti það gengið á hlut lánar- drottna. Strangt til tekið er fyrirtæki gjaldþrota sem á ekki lengur eignir fyrir skludum. Í lögum um einkahlutafélög seg- ir meðal annars í 74 grein: „Einungis er heimilt að úthluta sem arði hagn- aði samkvæmt samþykktum ársreikn- ingi síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum eða félags- samþykktum skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa.“ Ársskýrslan var undirrituð af endurskoðanda fyrir réttu ári, eða skömmu áður en Ásbjörn fór í fram- boð. „Þetta er arðgreiðsla af hagnaði ársins á undan. Það er nauðsynlegt að það komi fram. Ákvörðunin var tek- in í febrúar árið 2008,“ segir Ásbjörn í samtali við DV. Skortur á gögnum Ásbjörn Óttarsson var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvest- urkjördæmi í þingkosningum í apríl á síðasta ári. Ljóst er á þessum tíma- punkti að Nesver ehf., sem hann átti 75 prósenta hlut árið 2008, er stór- skuldugt og rís varla undir skuldum. Í áritun óháðs endurskoðanda Deloitte segir meðal annars að mjög óvenju- legar og sérstakar aðstæður hafi skap- ast á fjármálamarkaði með setningu neyðarlaganna árið 2008. „Þar af leið- andi gátum við ekki aflað allra þeirra gagna sem við töldum nauðsynlegt til að staðfesta virði eigna og skulda félagsins auk þess sem óvissa er um hæfi félagsins til að geta staðið við skuldbindingar sínar í náinni framtíð við þessar sérstöku aðstæður á fjár- málamarkaði.“ Í lok árs 2008 skuldaði Nesver ehf. nærri 1,3 milljarða króna, þar af voru langtímaskuldir við bankana á ann- an milljarð króna. „Þetta eru miklar skuldir, en við eigum fyrir afborgun- um af lánum næstu 18 mánuði,“ seg- ir Ásbjörn. Þess má geta að samkvæmt árs- reikningi þurfti Nesver að óbreyttu að greiða 74 milljónir króna af lang- stímaskuldum í fyrra og upp undir annað eins af skammtímaskuldum. Afborganir Nesvers af langtímaskuld- um árið 2008 námu hins vegar um 250 milljónum króna og voru upp undir tífalt meiri en árið áður. Engar tekjur annars staðar Í skrá Alþingis um hagsmunatengsl þingmanna segir að Ásbjörn þiggi engin laun fyrir stjórnarsetu í einka- reknum eða opinberum félögum. Ekki er að sjá að hann vinni önnur störf samhliða starfi þingmanns sem gefur honum tekjur eða félagi sem hann á sjálfur í. Tekið er fram að hann hafi enga eftirgjöf fengið eða ívilnandi breytingar á skilmálum samninga við lánardrottna. Í skránni kemur fram að hann eigi nú 50 prósenta hlut í Nes- veri ehf. á Rifi og jafnstóran hlut í Hlíðarfossi ehf. á sama stað. Jafnframt er hann sagður eigandi Fiskmarkaðar Íslands hf. Hlíðarfoss gerði út Herdísi SH 174, sex tonna plastbát, sem brann og sökk úti fyrir Bjargtöngum seint í maí í fyrra. Tveir menn voru á bátnum og fóru þeir í gúmmíbjörgunarbát og var bjargað. Eftir því sem næst verður komist er Hlíðarfoss óvirkt félag og hafa eignir, þar á meðal aflaheimildir verið flutt- ar til Nesvers, en það gerir út Tryggva Edvalds, tólf tonna fiskiskip. „Þetta er í höndum sonar míns og útgerðin gengur ágætlega,“ segir Ás- björn. Árið sem bankakerfið hrundi var bókfært verð aflaheimilda Nesvers tæpar 950 milljónir króna og því ljóst að kvótinn er helsta en um leið óefnis- leg eign félagins. Athyglisvert er að 26 prósent aflaheimildanna eru skráðar sem ósundurliðaðar aflaheimildir, en hlutdeild útgerða í heildarkvóta verð- ur ávallt að tilgreina í tegundum við úthlutun. Útgerðarfélagið Nesver ehf. í eigu Ás- björns Óttarssonar alþingismanns var illa statt í árslok 2008. Það skuldaði bönk- unum á annan milljarð króna og tapaði það árið hátt í 600 milljónum króna með þeim afleiðingum að skuldir urðu rúmlega 150 milljónum krónum meiri en eignir. Engu að síður greiddi Ásbjörn sér 65 milljóna króna arð út úr félaginu. TÓK SÉR 65 MILLJÓNIR Í ARÐ Í MIÐRI KREPPU Þar sem Ásbjörn og Margrét voru einu eigendur Nesvers ehf árið 2008 voru þau ein bær til þess að taka ákvarðanir um arð- greiðsluna, en hún nem- ur 3.200 prósentum af hlutafé félagsins. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Ólafsvík Ásbjörn sigraði í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Norðvesturkjördæmi í fyrra og skipaði efsta sæti listans í kjördæminu fyrir þingkosningarnar í lok apríl í fyrra. Arður úr taprekstri Ásbjörn Óttarsson ákvað að greiða sér og eiginkonu sinni 65 milljóna króna arð úr Nesveri þótt skuldir félagsins væru langt umfram eignir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.