Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Side 17
FRÉTTIR 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 17 Síðbúin jól Skoska konan Kay Ure sem varð strandaglópur eftir að hafa, þann 23. desember, farið frá heimili sínu á Wrath-höfða í skosku hálöndunum til Inverness til að kaupa jólakalkún er loksins komin heim, tæpum mán- uði síðar. Vegna fannfergis neyddist Kay til að leita skjóls í hjólhýsi vinafólks í Durness þegar hún átti sautján kílómetra eftir ófarna heim. Það varð ekki fyrr en aðstæður skánuðu að eiginmaður hennar gat komist til Durness og náð í eiginkonuna seinheppnu. Að sögn eiginmanns- ins nutu hjónin síðbúinna jóla þegar heim var komið. Reitir þingmenn til reiði Afganskir þingmenn brugðust reið- ir við á þriðjudaginn þegar Hamid Karzai forseti skipaði í ráðherra- embætti menn sem þingheimur hafnaði fyrir örfáum dögum. Á laug- ardaginn samþykkti þing landsins sjö ráðherratillögur Karzais, en tíu ráðherraefnum var hafnað. Á þriðjudaginn skipaði Karzai nokkra af þeim tíu sem hafnað hafði verið sem ráðherra eða aðstoðarráð- herra í ríkisstjórninni. Mirwise Yasini þingforseti sagði að Karzai hefði með ákvörðun sinni sýnt afgönsku þjóðinni og fulltrúum hennar vanvirðingu. Þrátefli Google og Kína Samkvæmt upplýsingum frá félags- skap erlendra fréttaritara í Kína hafa erlendir fréttaritarar að minnsta kosti tveggja fréttastofa í Peking í Kína orðið fyrir árásum á Google- netfang þeirra, og póstur frá þeim verið áframsendur til dularfulls net- fangs. Á vefsíðu erlendra fréttaritara í Kína er meðlimum ráðlagt að athuga hvort farið hafi verið inn á Gmail- netfang þeirra og þeir varaðir við því að smella á hlekki eða viðhengi. Mikið þrátefli hefur verið á milli Google og kínverskra stjórnvalda undanfarið vegna meintra aðgerða þeirra síðarnefndu gegn kínverskum aðgerðasinnum. 35 prósent, á Spáni er hlutfallið 10 prósent, 16,5 prósent í Þýskalandi og 23 prósent í Frakklandi. Meðaltalið innan Evrópusambandsins er 29 pró- sent. Enn fremur sagði í La Stampa að um fjórðungur Ítala sem býr í for- eldrahúsum gerði það vegna þess að þeir væru í námi, en helmingur segð- ist gera það af „fjárhagslegum ástæð- um“. Renato Brunetta grunar hins veg- ar að þægindin hafi mesta aðdráttar- aflið og fjölda Ítala líki einfaldlega að fá þvott sinn þveginn, mat á borðið, að ekki sé talað um umbúið rúm, allt í boði mömmu. Ævilangur dómur Í máli Giancarlos Casagranda komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að for- eldrum, fráskyldum eða ekki, bæri skylda til að sjá börnum sínum far- borða „þar til þau væru sjálfum sér nóg“. Casagranda var einnig gert að greiða gjaldfallnar greiðslur, samtals 12.000 evrur. Á vefsíðu The Times er haft eftir ít- ölskum félagsfræðingi, Chiara Sara- ceno, að í sumum tilfellum væru for- eldrar skyldir til framfærslu barna sinna til eilífðar og þetta kerfi gæti komið í veg fyrir að fólk tæki ábyrgð á sjálfu sér. Roberto Calderoli, ráðherra sem vinnur að einföldun laga, er þeirr- ar skoðunar að dómur í máli Casa- granda gangi í bága við „almenna skynsemi“, en slíkt hið sama geri til- laga Renatos Brunetta. Í hundrað kílómetra fjarlægð frá hinni rústuðu höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, liggur fjöldi ferða- manna og sleikir sólina. Á vefsíðu aftonbladet.se segir að skemmti- ferðaskipið Independence of the Seas hafi komið til Haítí á föstudag- inn. Á Labadee-ströndinni geng- ur lífið sinn vanagang þrátt fyrir að Haítar glími við verstu og mann- skæðustu náttúruhamfarir sem riðið hafa yfir landið. Á meðan björgunarfólk legg- ur nótt við dag í leit að fólki sem hugsanlega er enn á lífi í rústum húsa er von á öðru skemmtiferða- skipi, Mariner of the Seas. Með því koma fleiri þúsund bandarísk- ir ferðamenn til strandarinnar. Því má teljast ljóst að það þarf meira til en náttúruhamfarir til að fólk fresti fríi sínu. Grillveislur og gleði Það er bandaríska ferðaskrifstof- an Royal Carribean sem sér um að koma sólþyrstum Bandaríkja- mönnum til Haítí. Í USA Today seg- ir að ferðamennirnir leiki sér á sæ- þotum, haldi grillveislur og sleiki sólina í innan við 100 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans sem lagði höfuðborgina og fleiri staði í rúst. Haft er eftir talsmanni Royal Carribean að eftir að ljóst var að La- badee hefði ekki beðið tjón vegna jarðskjálftans hefði ekki verið erfitt að taka ákvörðun um að sigla Mar- iner of the Seas til Haítí. Hann und- irstrikaði að skipið myndi einnig koma með hjálpargögn sem yrði útdeilt. En ákvörðunin um að halda áfram siglingum til Haítí hefur vak- ið misjöfn viðbrögð sem hafa með- al annars birst á heimasíðunni Critic Cruise. Þar segir einn að hann geti ekki hugsað sér að sóla sig, leika sér í sjónum og njóta grillmatar og drykkja á sama tíma og tugir þús- unda Haíta liggi liðin lík á götum og þeir sem lifðu skjálftann af leiti örvæntingarfullir að mat og drykkj- arvatni. Annar segir að það hafi ver- ið nógu erfitt fyrir hamfarirnar að njóta lífsins á Labadee-strönd vit- andi hve margir Haítar lifðu við sult og seyru. Blessun Sameinuðu þjóðanna Skipstjóri Mariner of the Seas, Norðmaðurinn Erik Standal, sagði í viðtali við aftonbladet.se að hann gæti vel skilið að ákvörðunin um að sigla til Haítí með ferðamenn ylli reiði hjá mörgum. „Þetta er það besta sem Royal Carribean getur gert til að hjálpa hinum bágstöddu. Ég hef strangt til tekið ekki fleira að segja annað en það að Labadee mun fá alla þá hjálp sem þarf. Þar er fjöldi góðs fólks og þetta er heljar harmleikur,“ sagði Standal. Leslie Voltaire, sendifulltrúi Haítí hjá Sameinuðu þjóðunum, sér ekkert athugavert við ákvörð- un Royal Carribean og sagði að sá fjárhagslegi ávinningur sem koma skipanna hefði í för með sér fyrir Labadee yrði vel þeginn. Enn er mörgum í fersku minni ljósmyndir sem birtust eftir flóð- bylgjuna í Taílandi 2004 sem sýndu fólk í sólbaði nánast innan um lík þeirra sem fórust. Frakkar hafa sakað Bandaríkjamenn um að ætla að hernema Haítí í stað þess að veita hinni hrjáðu þjóð að- stoð. Þúsundir bandarískra hermanna hafa streymt til höfuðborgarinnar Port-au-Prince í kjölfar tilkynning- ar Baracks Obama Bandaríkjafor- seta um að hann hefði fyrirskipað skjótar aðgerðir til að koma milljón- um heimilislausra íbúa eyjunnar til hjálpar. Sex dögum eftir skjálftann berst Haítum þó sáralítil aðstoð og lít- ill hluti hjálpargagna kemst út fyr- ir flugvallarsvæðið og reynslumikl- ar hjálparstofnanir kvarta yfir því að flugvélum á þeirra vegum sé mein- uð lending á flugvellinum. Á meðal þeirra flugvéla sem var snúið við af bandarískum flugum- ferðarstjórum á flugvellinum í Port- au Prince var frönsk Airbus-vél sem var með færanlegt hersjúkrahús innanborðs. Flugstjórar vélarinnar fengu lendingarleyfi daginn eftir en þá hafði franski ráðherrann Alain Joyandet lagt fram kvörtun vegna ákvörðunar bandarísku flugvallaryf- irstjórnarinnar. Joyandet sagði í útvarpsviðtali að Sameinuðu þjóðirnar yrðu að út- skýra hlutverk Bandaríkjamanna í hjálparstarfinu á Haítí. „Þetta varð- ar aðstoð við Haítí, ekki hernám Ha- ítí,“ sagði Alain Joyandet, en hann fer með yfirumsjón aðstoðar Frakka. Talið er víst að ummæli Joyand- ets munu ekki falla í góðan jarðveg í Hvíta húsinu þrátt fyrir að Bern- ard Kouchner, utanríkisráðherra Frakka, reyndi að milda áhrif þeirra. Hann bað ríkisstjórnir beggja landa og hjálparsamtök að láta af hnútu- kasti á meðan reynt væri að koma neyðaraðstoð til haítískra borgara. „Það sem er mikilvægt er örlög Ha- ítí,“ sagði Kouchner. Deilur setja svip sinn á neyðaraðstoð við hrjáða íbúa Haítí: Frakkar og Bandaríkjamenn í hár saman Frönsk flugvél á flugvellinum í Port- au-Prince Bandaríkjamenn hafa tekið stjórn vallarins í sínar hendur. MYND AFP ÍTALSKIR HEIMALNINGAR Þrátt fyrir að fólk berjist fyrir lífi sínu og sinna í Port-au-Prince streyma ferðamenn með skemmtiferðaskipum til Labadee- strandar á Haítí til að sóla sig, grilla og leika sér í sjónum. SÓLBAÐ Á SKJÁLFTA- SLÓÐUM Á meðan björg-unarfólk á Haítí leggur nótt við dag í leit að fólki sem hugsan- lega er enn á lífi í rúst- um húsa er von á öðru skemmtiferðaskipi, Mariner of the Seas. Independence of the Seas Kom með fleiri þúsund farþega til Haítí á föstudaginn. MYND AFPUngur maður og bifhjól Ný lög gætu neytt ítalska karlmenn úr móðurfaðmi. MYND AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.