Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Síða 13
FRÉTTIR 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 13 Sjóvá-Almennar líftryggingar: Mikilvægasta skref Milestone var kaupin á Sjóvá 2005. Kaupin lögðu grunninn að Milestone-veldinu. Átti félagið þar til síðasta sumar. Bótasjóður félagsins var veðsettur til að fjármagna fjárfestingar úti í heimi. Ríkið þurfti að leggja félaginu til 16 milljarða til að bjarga því frá þroti. Viðskipti Milestone í Sjóvá eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Banque Invik (Moderna AB): Milestone keypti sænska bankann Invik á 7,4 milljarða sænskra króna í apríl 2007. Kaupverðið var u.þ.b. fimmfalt yfirverð. Bankinn var síðar skírður Moderna AB og átti hann að verða stofninn í Milestone-veldinu eftir flutning eigna þess til Svíþjóðar í árslok 2007. Sænska fjármálaeftirlitið var mótfallið flutningnum. Svo kom hrunið. Askar Capital: Fjárfestingabanki á Íslandi sem ráðgert var að yrði einn sá stærsti í Evrópu. Stofnaður í árslok 2006 og laut stjórn Tryggva Þórs Herbertssonar. Fasteignaviðskipti víða um heim voru stór þáttur í rekstri bankans en einnig bílalán á Íslandi í gegnum dótturfélagið Avant. Þáttur International: Félagið hélt utan um 7 prósenta hlut eigenda Milestone og Einars og Benedikts Sveinssona í Glitni. Félagið þurfti að bjarga sér frá því í ársbyrjun 2008 að missa bréf sín í Glitni eftir að veðkall barst frá fjárfestingabankanum Morgan Stanley. Þá var búið til félag sem heitir Vafningur til að Þáttur gæti haldið hlutnum. Þegar Glitnir féll var ljóst að Milestone myndi falla. Vafningur: Félag sem búið var til vegna þess að Þátt International vantaði eignir til veðsetningar til að bjarga bréfum félagsins í Glitni. Lúxusturninum í Makaó og breska fjárfestingasjóðnum KCAJ var hent inn í félagið til að hægt væri að veðsetja lán frá Glitni til að greiða Morgan Stanley. Lyf og heilsa: Á myndina vantar lyfja- verslanirnar Lyf og heilsu sem Milestone átti í gegnum eignarhaldsfélagið L&H. Lyfjaverslanirnar voru seldar út úr Milestone og til félags í eigu Karls og Steingríms Wernerssona þann 31. mars 2008 án þess neitt eigið fé væri greitt fyrir þær. Skiptastjóri Milestone skoðar nú hvort hægt sé að rifta viðskiptunum. Milestone: Dótturfélög: Tæplega 140 Eigendur: Karl og Steingrímur Wernerssynir Forstjóri: Guðmundur Ólason Viðskipti: Vátryggingar, bankastarfsemi, fasteignafjárfestingar, verslun með eldsneyti ofl., ofl. Staða: Gjaldþrota Hápunktur: Kaupin á Sjóvá 2005 n Tæplega 140 eignarhaldsfélög í 21 landi voru í Milestone-samstæðunni í október árið 2008. Samstæðan er líklega sú flóknasta í viðskiptasögu Íslands og tók hún stöðugum breytingum eftir því sem fleiri og fleiri félög voru stofnuð og teygði hún alltaf meira og meira úr sér. n Samstæðan var með dótturfélög á Íslandi, í Svíþjóð, Lúxemborg, Hollandi, Noregi, Írlandi, Makedóníu, Frakklandi, Gíbraltar, Jersey, Þýskalandi, Belgíu, Máritíus, Bresku Jómfrúareyjum, Indlandi, Króatíu, Bretlandi, Tyrklandi, Hong Kong, Rúmeníu og Ungverjalandi. Vefur Milestone

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.