Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2010, Qupperneq 5
FRÉTTIR 20. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 5 Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavík- ur, ÍTR, hefur fellt niður spurninga- keppni grunnskólanna, Nema hvað?, í ár sökum niðurskurðar. Grunnskóla- nemendur eru ekki sáttir með þá ákvörðun þar sem keppnislið sumra skólanna hafa verið að æfa stíft fyrir keppnina frá því í haust. Nema hvað? er spurningakeppni ÍTR fyrir unglingadeildir grunnskól- anna í Reykjavík. Þriggja manna lið keppir fyrir hönd hvers skóla um far- andgripinn Mímisbrunn auk þess sem sigurliðið fær bikar til eignar að launum. Keppnin er útsláttarkeppni þar sem meistarar hvers borgarhluta komast í undanúrslitakeppnina. Lið Foldaskóla sigraði í keppninni í fyrra en í ár hefur spurningakeppnin verið felld niður. Vildu verja titilinn Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fulltrúi í Nemendafélagi Hagaskóla, seg- ir nemendur og ekki síst meðlimi keppnisliðs skólans hundfúla yfir niðurfellingu spurningakeppninnar í ár. Henni líst illa á að niðurskurður borgarinnar bitni á ungmennum með þessum hætti. „Við erum mjög ósátt með þetta enda hefur liðið okkar ver- ið að æfa frá því í haust. Við tökum þessa keppni mjög alvarlega og því eru keppendurnir ekki hrifnir. Okkur hjá nemendaráðinu var tilkynnt þetta nýlega og hérna eru allir brjálaðir held ég,“ segir Sólveig Vaka. „Þegar við tilkynnum þetta yfir skólann býst ég við mikilli óánægju meðal nemenda. Undir allar keppnir undirbúum við okkur snemma. Það var valið í liðið í haust og það hefur verið að æfa síðan. ÍTR hefur lagt mik- ið í þetta en það hafa skólarnir líka gert. Við vorum orðin mjög spennt fyrir keppninni enda ætluðum við að ná aftur í titilinn.“ Mikið niðurbrot Keppnislið Foldaskóla sigraði keppn- ina í fyrra, liðið atti kappi við lið Hagaskóla í úrslitaviðureigninni en Hagskælingar sigruðu árið á und- an. Davíð Örn Arnarsson, stuðn- ingsfulltrúi í Foldaskóla, hefur hald- ið utan um keppnisliðið og segir sitt fólk brjálað yfir ákvörðuninni. Þegar leitað hefur verið skýringa innan ÍTR segir hann að þar á bæ bendi menn á borgarráð. „Krakkarnir eru hundfúlir því þetta er orðinn fastur liður í skóla- starfinu og við höfum verið að byggja upp mikla starfsemi í kringum þessa keppni,“ segir Davíð Örn. „Mér finnst því miður hægt að draga úr bruðli hjá ÍTR í stað þess að láta niðurskurðinn bitna á ungling- unum. Þá finnst mér líka skrítið að taka bara þessa keppni út en ræðu- keppni og hæfileikakeppni haldið inni. Þar fyrir utan var ekki haft neitt samráð um þessa ákvörðun heldur þessu bara skellt allt í einu á okkur. Óánægjan hjá nemendunum er mjög mikil enda hafa þeir verið að æfa í marga mánuði.“ Sársaukafullt Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri tóm- stundamála ÍTR, segir stöðuna ein- faldlega þannig að skera þurfi niður og keppnin hafi orðið fyrir valinu í ár. Hún segir mun fleiri þátttakendur í hæfileikakeppni grunnskólanna en þessari og því hafi þeirri keppni verið haldið inni. „Því miður þurftum við að skera keppnina niður og hún fer nú í biðstöðu. Keppnin er rosalega skemmtileg og ákvörðunin er sárs- aukafull. Eðlilega eru nemendurn- ir sárir yfir þessu enda bárust svörin of seint til þeirra. Það er allt í lagi að gagnrýna okkur fyrir það,“ segir Soff- ía. „Við þurftum að draga saman segl- in og vildum halda úti grunnþjónust- unni. Okkur var hins vegar gert að hagræða með ákveðnum hætti. Þegar við stóðum frammi fyrir því að þurfa kannski að loka félagsmiðstöðvum og segja upp fólki eða leggja nið- ur keppnina þá var þetta ekki mikill valkostur fyrir okkur. Við höfum ekki mikið kjöt eftir til að taka af beinun- um. Fyrir nemendurna er það að sjálfsögðu slæmt að keppnin falli nið- ur og ef ég mætti ráða myndi ég vilja halda allar keppnirnar. Við erum alls ekki að skera niður með bros á vör.“ UNGLINGAR MISSA SPURNINGAKEPPNI Ákvörðun Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, ÍTR, um að fella niður spurninga- keppni grunnskólanna í ár fellur í grýttan jarðveg hjá nemendum. Sum keppnisliðin hafa verið við æfingar fyrir keppnina frá því í haust og taka keppnina mjög alvarlega. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ósáttir keppendur Keppnislið Foldaskóla sigraði í fyrra og eru nem- endurnir hundfúlir yfir stöðunni í ár. Fellt niður Þrátt fyrir langan undirbúning keppnisliða hefur ÍTR ákveðið að fella niður spurningakeppni grunnskólanna í ár. Erfiðir kostir Soffía segist hafa staðið frammi fyrir erfiðum möguleikum, að loka félagsmiðstöðvum eða hætta við spurningakeppnina. Mér finnst því miður hægt að draga úr bruðli hjá ÍTR í stað þess að láta niðurskurðinn bitna á unglingunum. Geta borgað Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnir harðlega linkind Alþýðusambands Íslands. Samkvæmt kjarasamning- um áttu laun að hækka 1. janúar síðastliðinn en ASÍ samþykkti frest- un þess til 1. júní næstkomandi. Vilhjálmur gagnrýnir harðlega þessa frestun. Vilhjálmur telur fjölda fyrirtækja hérlendis, einkum útflutningsfyr- irtækin, hafa fjárhagslega burði til að hækka launin og skilur ekkert í því hvers vegna samið hafi verið um frestun launahækkana. Hann bendir á að fyrirtæki á Vesturlandi hafi nú þegar staðið við hækkanirnar og skorar hann á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 30 milljónir í kvennastörf Félags- og tryggingamálaráðu- neytið ætlar að úthluta 30 millj- ónum króna í styrki til atvinnu- mála kvenna. Slík úthlutun fer fram árlega og hefur nú ver- ið auglýst eftir umsóknum um styrki. Hluti þess fjár sem verður út- hlutað núna hefur verið eyrna- merktur atvinnulausum konum sem hafa góðar viðskiptahug- myndir, þó er sett það skilyrði að þær hafi sótt um styrk hjá Vinnu- málastofnun til að þróa eigin við- skiptahugmynd. Lagafrumvarp um siðareglur Ríkisstjórnin samþykkti á þriðju- dag frumvarp Jóhönnu Sigurð- ardóttur forsætisráðherra um lagalega umgjörð fyrir siðareglur ráðherra og starfsmanna ríkis- ins. Í frumvarpinu er lagt til að fjármálaráðherra geti staðfest almennar siðareglur fyrir ríkis- starfsmenn en forsætisráðherra siðareglur fyrir ráðherra, aðstoð- armenn ráðherra og starfsmenn stjórnarráðsins. Sameinar stofnanir Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, hefur ákveð- ið að sameina starfsemi Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands eigi síðar en um næstu áramót. Ráðherra fól samráðshópi að skoða hagkvæmni sameiningarinn- ar. Það var sameiginleg tillaga hóps- ins að sameina starfsemi Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands í eina stofnun. Miðað er við að réttindi og kjör starfsmanna haldist óbreytt við þessa breytingu og að hin samein- aða starfsemi verði í Borgartúni 21 þar sem Fasteignaskráin er til húsa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.