Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 FRÉTTIR Yfirheyrslurnar yfir starfsmönnum Milestone hjá sérstökum saksókn- ara, Ólafi Haukssyni, sem fóru fram á mánudaginn snérust að langmestu leyti um viðskiptafléttu sem tengist eignarhaldsfélaginu Vafningi. Við- skiptin í gegnum Vafning áttu sér að mestu leyti stað í febrúar 2008 og snérust um endurfjármögnun á er- lendum lánum dótturfélaga Mile- stone og viðskiptafélaga þeirra, Ein- ars og Benedikts Sveinssona. Heimildarmaður blaðsins orðar það sem svo að yfirheyrslurnar snúist að mestu leyti um þessi viðskipti. „Ef þú ferð yfir þetta þá sérðu að það eru þessi viðskipti sem þarf að skoða sér- staklega,“ segir heimildarmaðurinn. Grunur um misnotkun á Sjóvá DV hefur áður greint frá Vafnings- fléttunni frá því í febrúar 2008 en með henni voru um 45 milljarðar króna fengnir að láni úr íslenska fjármála- kerfinu, frá Sjóvá, Glitni og Kaup- þingi, sem síðan runnu í gegnum fé- laganet Milestone og til bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stan- ley. Með við- skiptunum var með- al ann- ars gengið á bótasjóð Sjóvár og eignasafn en fjárfest- ingasjóður- inn KCAJ og íbúða- turn í Makaó voru færðir út úr fé- laginu gegn skuldaviðurkenningu frá Vafningi. Þetta var gert til að búa til veðhæfi svo Vafningur ætti eignir til að veðsetja fyrir láninu frá Glitni. DV hefur ekki heimildir fyr- ir því hvaða angar febrúarvið- skiptanna eru sérstaklega til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara en reikna má með að rannsóknin beinist að við- skiptum Milestone með eignir Sjóvár og lánveitingum út úr félag- inu. „Það er talið að þarna hafi ver- ið framin umboðssvik og að menn hafi misfarið með peninga Sjóvár,“ segir heimildarmað- urinn. Vafningsvið- skiptin urðu með- al annars til þess að íslenska ríkið þurfti að leggja Sjóvá til 12 milljarða króna síð- astliðið sum- ar því áðurnefnda upphæð vantaði í eigna- safn Sjóvár til að tryggingafélagið ætti fyrir vátryggingaskuldbindingum sín- um. Rannsóknin beinist að lægra settum starfsmönnum Samkvæmt heimildum DV hefur embætti sérstaks saksóknara rætt við innan við tíu einstaklinga vegna rann- sóknar á Sjóvár-málinu. Áður hefur verið greint frá því að eigendur Mil- estone, Karl og Steingrímur Werners- synir, Guðmundur Ólason, forstjóri félagsins, og Þór Sigfússon, fyrrver- andi forstjóri Sjóvár, hafi verið yfir- heyrðir. Guðmundur Ólason var yfirheyrð- ur aftur í vikunni enda benda fyrri yf- irheyrslurnar í málinu til þess að hann hafi verið heilinn í samstæðunni því hann gat greint ítarlega frá ástæðum einstakra ákvarðana í Vafningsflétt- unni. DV hefur ekki náð tali af Guð- mundi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Yfirheyrslurnar í vikunni benda hins vegar til að embætti sérstaks sak- sóknara sé einnig farið að beina rann- sókn sinni að lægra settum starfs- mönnum Milestone. Þó munu ekki allir sem rætt hefur verið við hafa rétt- arstöðu grunaðra því sumir þeirra munu vera vitni í málinu. Jóhannes neitar að tjá sig Heimildir DV herma að embætti saksóknara hafi meðal annars rætt við Jóhannes Sigurðsson, fyrrver- andi aðstoðarforstjóra Milestone, og hugsanlega einnig yfirlögfræð- ing Milestone, Gunnar Gunnars- son. DV hafði samband við Jóhannes til að ræða við hann um málið en hann vildi ekki tjá sig um það. „Ég ætla að kjósa það að tjá mig ekki við Dagblað- ið um málefni sem að mér snúa...,“ sagði Jóhannes. Samkvæmt vitnis- burði Steingríms Wernerssonar hjá sérstökum saksóknara frá því í fyrra voru það Karl, Guðmundur og Jó- hannes sem stjórnuðu fjárfestingum Milestone og Sjóvár. Ekki er því óeðli- legt að embættið hafi viljað ræða við Jóhannes. DV reyndi að ná tali af nokkrum öðrum starfsmönnum Milestone á þriðjudag en það gekk ekki vel. Hall- dór Benjamín Þorbergsson vildi til að mynda ekki ræða um hvort emb- ætti saksóknara hefði rætt við hann og svaraði því hvorki játandi né neitandi. Halldór, líkt og ýmsir aðrir starfsmenn Milestone, myndi þó örugglega aldrei vera annað en vitni í slíkri rannsókn. Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmda- stjóri rekstrar- og fjárfestingaverk- efna, neitaði því í samtali við DV að saksóknari hefði rætt við hana. Rætt við Einar Heimildir DV herma að embætti sérstaks saksóknara hafi einnig rætt við Einar Sveinsson, sem var einn af hluthöfum Vafnings. Einar og Bene- dikt bróðir hans áttu minnihluta í fé- laginu. Þann 29. mars 2008, eftir að Vafn- ingsviðskiptin áttu sér stað, sat Ein- ar stjórnarfund í Vafningi þar sem ákveðið var að það þyrfti samþykki beggja stjórnarmanna félagsins til að skuldbinda félagið. Einar sat þá í stjórn Vafnings ásamt Guðmundi Ólasyni. Þetta bendir til að hugsan- legt sé að fyrir þessa ákvörðun hafi Guðmundur einn getað skuldbund- ið félagið. Hugsanlegt er því að Einar hafi ekki verið með í ráðum varðandi ákvarðanir Vafnings sem teknar voru fyrir þann tíma. DV hefur ekki náð í Einar til að ræða við hann um mál- ið en telja verður líklegt að Sérstakur saksóknari yfirheyrði starfsmenn Milestone vegna Vafningsmálsins á mánudaginn. Rannsóknin á misnotkun Sjóvár beinist í auknum mæli að óbreyttum starfsmönnum Milestone og tengdum aðilum, meðal annars Jóhannesi Sigurðssyni og Bene- dikt Sveinssyni. Bjarni Benediktsson hefur ekki verið yfirheyrður. Starfsmenn Milestone og eigendur sumarið 2008: n Arnar Guðmundsson, fjármálastjóri Milestone. n Guðjón Ásmundsson, endurskoðandi. n Guðmundur Arason, framkvæmdastjóri. n Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone. Yfirheyrður. n Gunnar Gunnarsson, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs. Yfirheyrður. n Halldór Benjamín Þorbergsson, verkefnisstjóri. n Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjárfestingaverkefna. n Jóhannes Sigurðsson, Aðstoðarforstjóri Milestone. Yfirheyrður. n Karl Wernersson, eigandi Milestone. Yfirheyrður. n Óskar Garðarsson, framkvæmdastjóri. n Steingrímur Wernersson, eigandi Milestone. Yfirheyrður. Milestone 2008 Turninn í Makaó var meðal þeirra eigna sem Milestone lét færa frá Sjóvá inn í Vafning gegn skuldaviðurkenningu. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Aftur rætt við Guð- mund Embætti sérstaks saksóknara ræddi aftur við Guðmund Ólason, fyrrver- andi forstjóra Milestone, í vikunni en ekki við Karl og Steingrím Wernerssyni. Rannsóknin hefur í auknum mæli beinst að starfsmönn- um Milestone, eins og Jóhannesi Sigurðssyni og Gunnari Gunnarssyni. Ekki á radar saksóknara Bjarni Benediktsson er ekki á radar saksóknara, Ólafs Haukssonar, vegna Vafn- ingsmálsins. Bjarni veðsetti Vafningsbréf fjölskyldu sinnar þann 8. febrúar 2008. YFIRHEYRÐIR UM VAFNING Karl Wernersson og Einar Sveinsson, fyrir eigin hönd og tengdra aðila, gerðu með sér samkomulag um samstarf þann 2. maí 2007. Þetta var í kjölfarið á sölu þeirra á hlutabréfum í Glitni í apríl 2007 þegar FL Group náði stjórn á bankanum. Það var vegna þessa samstarfs sem Karl og Steingrímur áttu í Vafningsviðskipt- unum með Einari og Benedikt bróður hans árið 2008 því að í samkomulaginu var kveðið á um að þeir héldu eftir sjö prósenta hlut í Glitni. Þessi hlutur var inni í félaginu Þætti International sem tók lán frá Morgan Stanley fyrir bréfunum sem síðar var endurfjármagnað með peningum frá Glitni sem runnu í gegnum Vafning. Með samkomulaginu var ákveðið að stofna skyldi Þátt International. Samningur Milestone og Engeyinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.