Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 9 87 FALLNIR FANGAR Mér líður náttúrulega hrikalega illa með það að ár eftir ár þurfi maður að sjá á eftir góðum vinum sínum í gröfina. Sjálfur er ég búinn að vera lengi inni og því búinn að kynnast mörgum þessum drengjum býsna vel. Það hefur verið mjög sárt að horfa á eftir þessum ofboðslega mikla fjölda vina,“ segir Þór Óliver. „Þetta eru 87 menn sem eru dánir. Því miður er maður farinn að gera ráð fyrir því að fá reglulegar fréttir af andlátum fanga. Tölurn- ar tala hreinlega sínu máli og sýna fram á hina miklu neyð sem ís- lenskir fangar búa við. Kerfið hérna er óvirkt með öllu. Það er fárán- legt að í kringum 15 fangar láti líf- ið á hverju ári því þetta eru allt ein- staklingar í mikilli neyð. Á rúmum mánuði horfði ég á eftir 6 félögum mínum af Litla-Hrauni ofan í gröf- ina.“ Sonur minn tekinn af lífi Hálfdán Guðröðarson, faðir Sig- urðar Júlíusar Hálfdánarson- ar, sem ríflega þrítugur lét lífið á Litla-Hrauni 22. september 2007, sagðist í viðtali við DV sannfærð- ur um að alvarleg mistök starfs- manna fangelsins hafi leitt til dauða sonar hans . Hann telur að andlátum fanga sé of mikið haldið leyndum hér á landi. „Ég get lítið annað en syrgt son minn og verið argur út í kerfið. Syni mínum voru gefin lyf án nokkurrar heimildar, lyf sem hann hefur aldrei þurft að nota, og starfsmenn hirtu ekki um hann þegar hann var orðinn mjög sljór og slappur vegna lyfj- anna. Hefðu starfsmennirnir vilj- að hefðu þeir getað bjargað hon- um. Ég segi það fullum fetum að sonur minn var einfaldlega tek- inn af lífi í fangelsinu því í mínum augum lítur þetta ekki út fyrir að vera annað en aftaka. Ég talaði við Sigurð kvöldið áður en hann lést, hann var allur hinn hressasti og hlakkaði til að koma til mín vest- ur þegar hann losnaði. Það er nú líkast til, hann var orðinn jákvæð- ur og hafði gengið vel í vinnu. Ég er sannfærður um að hann átti framtíð fyrir sér og ég syrgi góðan dreng. Ég er fyrst og fremst sár og hryggur.“ SIGURÐUR JÚLÍUS HÁLFDÁNARSON Fæddur 8. september 1972 Dáinn 22. september 2007 n Láta lífið 11% n Fara aftur á Litla-Hraun 82% n Spjara sig á ný 7% AFDRIF FANGA Tugir fallnir Samkvæmt talningu fanga á Litla-Hrauni hafa tugir félaga þeirra látið lífið eftir afplánun, á meðan þeir sátu inni eða voru á leið í afplánun. Hótelrekendur Hótels Djúpuvíkur, Ás- björn Þorgilsson og Eva Sigurbjörns- dóttir, undirbúa kæru á hendur Krist- jáni Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, fyrir að halda veginum til þeirra ekki opnum að vetrarlagi. Að öllum líkindum fara þau með málið beint til dómstóla þar sem þau telja ráðherrann sitja við báða enda borðsins. Í hagræðingarskyni ákvað sam- gönguráðuneytið, ásamt Vegagerð- inni, að draga úr snjómokstri í Ár- neshreppi og það segir Ásbjörn koma nokkuð niður á rekstri hótelsins sem hann hafi verið að byggja upp síð- ustu tvo áratugi. Vegna ófærðar segist hann hafa þurft að vísa hótelgestum frá, meðal annars danska kvikmynda- leikaranum Viggo Mortensen nýver- ið. Hótelhjónin hafa nú ráðið sér lög- fræðing og ætla að leita réttar síns. Alltaf opið Ásbjörn leggur á það áherslu að hót- elið sé algjörlega einangrað lokist veg- urinn og þar sem opið sé hjá þeim allt árið lítur hann svo á að stjórnvöld- um sé skylt að halda veginum opnum með snjómokstri. „Mig varðar ekk- ert um það hvort allur hreppurinn sé mokaður en þeir verða, samkvæmt stjórnsýslulögum, að halda opn- um veginum til okkar. Við erum með opið allt árið og förum fram á að það sé haldið opnu milli Bjarnarfjarðar og okkar,“ segir Ásbjörn. „Við höfum ekki tengingu við flug- samgöngur og erum því gjörsamlega einangruð hérna. Þótt það sé kreppa förum við fram á, vegna samkeppnis- sjónarmiða og jafnræðisreglunnar, að okkur sé haldið í vegasambandi. Það má ekki mismuna fólki. Við höfum verið svo heppin að stóran hluta vetr- ar hefur verið fært en núna er allt lok- að og við höfum þurft að neita gestum um gistingu, meðal annars frægum gesti sem hefur áður komið til okkar.“ Ætlar að kæra Ásbjörn bendir á að þegar vegurinn sé lokaður séu þau hjónin algjörlega einangruð. Hann á von á því að kæra beint til dómstóla á næstunni. „Ég lít svo á að stjórnvöldum beri að halda veginum opnum. Þolandi slíkra að- gerða verður að njóta vafans og nú höfum við fengið okkur lögmann til að sækja málið. Við teljum á okkur brotið en vandinn er sá að við vitum ekki alveg hvert við eigum að kæra. Nú eru bæði samgöngu- og sveitarstjórn- armálin undir sama ráðuneytinu og því getum við ekki kært ráðuneyt- ið til sjálfs sín. Ráðherrann er því all- an hringinn um borðið. Líklega þurf- um við því að fara með málið beint til dómstóla.“ Við vinnslu fréttarinnar var leitað viðbragða hjá Kristjáni Möller, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, en hjá ráðuneytinu fengust þær upplýs- ingar að hann tjáði sig ekki um málið fyrr en formleg kæra kæmi fram. Ásbjörn Þorgilsson, hótelrekandi í Djúpuvík, undirbýr kæru á hend- ur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Hann á von á því að leita beint til dómstóla því hann telur ráðherra sitja beggja vegna borðs. Snjómokstur til hótelsins var skorinn niður í hagræðingarskyni. VÍSUÐU VIGGO BURT 65 ára gangavörður við Oddeyrar- skóla á Akureyri var yfirheyrður af lögreglunni á þriðjudag og er með- al annars grunaður um vörslu á barnaklámi. „Þetta er náttúrlega of- túlkað mikið í fréttunum. Ég svara ekki meiru um málið. Því miður,“ segir hinn 65 ára gamli gangavörð- ur í samtali við DV. Að öðru leyti beindi hann öllum spurningum til lögfræðings síns. Hinn grunaði hef- ur verið sendur í leyfi frá störfum sínum við Oddeyrarskóla meðan á rannsókn lögreglunnar stendur. Manninum var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í gær. Tölvubúnaður í fórum mannsins var meðal annars gerður upptækur og sagði Gunnar Jóhannsson, yfir- maður rannsóknardeildar lögregl- unnar á Akureyri, að málið væri ekki stórtækt og ekki alvarlegs eðl- is. Í samtali við Stöð 2 á þriðjudag- vildi maðurinn ekki viðurkenna að myndefnið sem hann hefði haft undir höndum flokkaðist und- ir barnaklám en viðurkenndi að myndefnið væri á gráu svæði. Stjórnendur Oddeyrarskóla sendu foreldrum nemenda við skólann tölvupóst eftir að lögreglan hafði afskipti af manninum. Í póst- inum kom fram að ekki væri grun- ur um að hegðun mannsins snerti börnin við skólann. Á þriðjudag var fundað með 7. til 10. bekkjar nemendum Oddeyrarskóla ásamt barnaverndarfulltrúa og skólasál- fræðingi. Samkvæmt heimildum DV hafa fyrrverandi og núverandi nemendur Oddeyrarskóla ítrekað kvartað yfir gangaverðinum. Sam- kvæmt heimildum DV hefur hann áður fengið áminningu í starfi. as@dv.is TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Við teljum á okkur brotið en vandinn er sá að við vitum ekki alveg hvert við eigum að kæra. Líklega þurfum við því að fara með málið beint til dómstóla. 65 ára gangavörður grunaður um vörslu barnakláms: Myndefnið á gráu svæði Vísað frá Danski kvik- myndaleikarinn Viggo Mortensen hefur áður gist hjá Ásbirni en var nú vísað frá vegna ófærðar. Undirbýr kæru Hótelrekandinn undirbýr nú kæru á hendur Kristjáni Möller fyrir að gæta ekki samkeppnissjónarmiða og jafn- ræðisreglu fyrir snjómokstur í kreppunni. 65 ára gangavörður Maðurinn sem handtekinn var á mánudag grunaður um vörslu á barnaklámi starfaði sem gangavörður við Oddeyrarskóla á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.