Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Page 11
FRÉTTIR 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 11
Sjálfstæðisflokkurinn greinir ekki frá því hvaðan framlögin komu sem bárust flokknum á árunum 2002 til
ársins 2006, en samtals námu þau um 330 milljónum króna. Ekkert er gefið upp um fjárhag 85 undirfélaga
flokksins, en fjáröflun þeirra er umtalsverð, ekki síst fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar.
LEYND YFIR FRAM-
LÖGUM FYRIRTÆKJA
Á fimm ára tímabili, árin 2002 til
2006, lét ónafngreint fyrirtæki 44
milljónir króna renna til flokksskrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins. Sam-
kvæmt framtali flokksins til Rík-
isendurskoðunar um síðastliðin
áramót tók Sjálfstæðisflokkurinn við
30 milljóna króna framlagi frá tveim-
ur aðilum árið 2006, síðasta árið
áður en ný lög um fjármál stjórn-
málaflokkanna tóku gildi. Gerð
hefur verið grein fyrir slíkum fram-
lögum frá FL Group og Landsbank-
anum það ár. Þau ollu hneyksli fyrir
þingkosningarnar á síðastliðnu ári.
Geir H. Haarde, fyrrverandi formað-
ur flokksins, kvaðst bera ábyrgð á
móttöku fjárins í lok árs 2006 og hét
Bjarni Benediktsson, nýkjörinn for-
maður flokksins, að því yrði skilað.
Margt bendir til þess að milljón-
irnar 44 hafi komið frá Landsbank-
anum, en í bankaráðinu sat Kjart-
an Gunnarsson, framkvæmdastjóri
flokksins á þeim tíma.
Samkvæmt sérstökum lögum
frá því í fyrra var til þess ætlast að
stjórnmálaflokkarnir gerðu opin-
berlega grein fyrir fjárreiðum sínum
síðustu fimm árin fyrir gildistöku
nýju laganna. Auk þess var gert ráð
fyrir því að einstakir frambjóðendur
gerðu grein fyrir framlögum vegna
prófkjara og kosningabaráttu árin
2005 og 2006.
Sjálfstæðisflokkurinn skilaði
eins og aðrir stjórnmálaflokkar yf-
irliti fyrir lok síðasta árs um fram-
lög á árunum 2002 til ársins 2006.
Ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum
gerði Sjálfstæðisflokkurinn ekki
grein fyrir því hvaða fyrirtæki og
einstaklingar létu fé af hendi rakna
á framangreindu tímabili. Saman-
lögð framlög til flokksskrifstofunnar
í Reykjavík námu um 330 milljónum
króna samkvæmt gögnum ríkisend-
urskoðanda.
Að gefa og þiggja
Við þetta má bæta 17,9 milljónum
króna frá einstökum frambjóðend-
um í Reykjavík árið 2006. Sá listi
er ekki tæmandi og er aðeins birt-
ur útdráttur á vefsíðu Ríkisendur-
skoðunar um framlög til einstakra
frambjóðenda. Þannig er að finna
greinargerð, þótt ófullnægjandi sé,
fyrir um 348 milljónum króna.
Ljóst er að formenn flokka og
flokksskrifstofa bera ábyrgð á mót-
töku fjár og jafnvel því að afþakka
fé eða gjafir ef svo ber undir. Geir
H. Haarde axlaði í fyrra ábyrgð á 55
milljóna króna framlögunum frá
Landsbankanum og FL Group árið
2006 eins og áður greinir. Af því leiðir
að flokksformenn og framkvæmda-
stjórar stjórnmálaflokkanna bera
að líkindum endanlega
ábyrgð á viðtöku framlaga,
að minnsta kosti til aðal-
skrifstofu flokkanna eða
höfuðstöðva.
Árin 2002 til 2005 var
Davíð Oddsson formað-
ur Sjálfstæðisflokksins.
Kjartan Gunnarsson var
framkvæmdastjóri flokks-
ins og Hanna Birna Krist-
jánsdóttir varafram-
kvæmdastjóri. Á þessu
tímabili tók aðalskrifstof-
an við 225 milljónum
króna.
Árið 2006, síðasta árið
áður en nýju lögin um
fjármál stjórnmálaflokk-
anna tóku gildi, var Geir
H. Haarde orðinn for-
maður. Kjartan Gunn-
arsson var áfram fram-
kvæmdastjóri en Andri
Óttarsson tók við af
honum. Reyndar sagði
Andri Óttarsson starfi
sínu lausu er upp komst
um stóru framlögin frá FL Group og
Landsbankanum í fyrra. Þetta ár tók
aðalskrifstofa Sjálfstæðisflokksins
við liðlega 104 milljónum króna.
Meira en milljarður?
Þegar Ríkisendurskoðun birti
gögn þau sem henni hafa borist frá
stjórnmálaflokkunum lögum sam-
kvæmt veltu menn því fyrir sér hver
fjárhagur einstakra flokksfélaga,
hverfisfélaga, landshlutafélaga eða
ungliðahreyfinga væru, en ekkert er
að finna um þau í gögnunum. Ljóst
má vera að framlögin sem hér hafa
verið tilgreind eru að mestu leyti til
flokksskrifstofu Sjálfstæðisflokks-
ins.
Innan vébanda flokksins er að
finna um 85 undirfélög sjálfstæð-
iskvenna, ungliða, fulltrúaráða og
hverfisfélaga. Um 70 þessara félaga
geta hæglega haft sjálfstæðan fjár-
hag sem hverfisfélög eða staðbund-
in flokksfélög eða fulltrúaráð um
land allt. Fjárráð annarra félaga er
að verulegum hluta tengt aðalskrif-
stofu flokksins.
Á tímabilinu 2002 til 2006 voru
þingkosningar 2003 og sveitar-
stjórnarkosningar árin 2002 og
2006, en fjáröflun er meiri á kosn-
ingaárum, ekki síst á snærum stað-
bundinna félaga þau ár sem sveitar-
stjórnarkosningar fara fram.
Ef gefið er að hvert þessara 70 fé-
laga hafi aflað 5 milljóna króna að
jafnaði á tímabilinu 2002 til 2006
jafngildir það um 350 milljónum
króna samtals. Hafi þau aflað að
meðaltali 10 milljóna króna tvöfald-
ast upphæðin og verður 700 millj-
ónir króna.
Varlega má því áætla að heildar-
framlög til Sjálfstæðisflokksins frá
einstaklingum og fyrirtækjum árin
2002 til 2006 hafi verið á bilinu 700
til 1.100 milljónir króna.
n Vörður – fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
n Félag sjálfstæðismanna í Vesturbæ og Miðbæ
n Félag sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri
n Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi
n Félag sjálfstæðismanna í Lauganes- og Túnahverfi
n Félag sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi
n Félag sjálfstæðismanna í Langholtshverfi
n Félag sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi
n Félag sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi
n Félag sjálfstæðismanna í Árbæ, Selás og Ártúnsholti
n Félag sjálfstæðismanna á Kjalarnesi
n Félag sjálfstæðismanna í Grafarholti
n Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi
n Félag sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi
n Félag sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi
n Félag sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi
n Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík
n Málfundafélagið Óðinn
n Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík
n Samband ungra sjálfstæðismanna
n Samtök eldri sjálfstæðismanna
n Landssamband sjálfstæðiskvenna
n Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins
n Sjálfstæðisfélag A-Skaftafellssýslu
n Félag ungra sjálfstæðismanna á Hornafirði
n Fulltrúaráðið Árnessýslu
n Sjálfstæðisfélag Hveragerðis
n Sjálfstæðisfélagið Huginn
n Sjálfstæðisfélagið Óðinn, Selfossi
n Sjálfstæðisfélagið Trausti í Flóa
n Sjálfstæðisfélagið Muninn
n Sjálfstæðisfélagið Ægir
n Sjálfstæðisfélag Eyrarbakka
n Sjálfstæðisfélag Stokkseyrar
n Sjálfstæðiskvenfélag Árnessýslu
n Hersir, félag ungra sjálfstæðismanna í Árnessýslu
n Sjálfstæðisfélagið Fróði, Hellu
n Sjálfstæðisfélag Kári, Hvolsvelli
n Fjölnir, félag ungra sjálfstæðismanna
n Fulltrúaráð V-Skaftafellssýslu
n Sjálfstæðisfélag V-Skaftafellssýslu
n Fulltrúaráðið Vestmannaeyjum
n Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja
n Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna
n Fulltrúaráð Grindavíkur
n Fulltrúaráðið Gullbringusýslu
n Sjálfstæðisfélag Grindavík
n Sjálfstæðisfélag Sandgerðis
n Sjálfstæðisfélagið Garður
n Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í Reykjanesbæ
n Sjálfstæðisfélag Keflavíkur
n FUS Heimir, Reykjanesbær
n Sjálfstæðisfélagið Njarðvíkingur
n Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn
n FUS Loki, Garði, Sandgerði og Vogum
n FUS Freyja, Grindavík
n Sjálfstæðisfélagið Þór, Akranesi
n Sjálfstæðisfélagið Egill, Borgarnesi
n Sjálfstæðisfélagið Forseti, Snæfellsbæ
n Sjálfstæðisfélagið Gjafi, Grundarfirði
n Sjálfstæðisfélagið Sif, Stykkishólmi
n Sjálfstæðisfélagið Fylkir, Ísafirði
n Sjálfstæðisfélagið Mímir, Norður-Ísafjarðarsýslu
n Sjálfstæðisfélagið Bersi, Vestur-Húnavatnssýslu
n Sjálfstæðisfélagið Jörundur, Austur-Húnavatnssýslu
n Sjálfstæðisfélagið Víkingur, Sauðárkróki
n Sjálfstæðisfélagið Vörður, Akureyri
n Sjálfstæðisfélagið Verðandi, Dalvík
n Sjálfstæðisfélagið Mjölnir, Húsavík
n Sjálfstæðisfélagið Lögurinn, Egilsstöðum
n Sjálfstæðisfélagið Óðinn, Seyðisfirði
n Sjálfstæðisfélagið Hávarr, Fjarðabyggð
n Sjálfstæðisfélagið Stefnir, Hafnarfirði
n FUS Bessastaðahreppi
n Sjálfstæðisfélagið Huginn, Garðabæ
n Sjálfstæðisfélagið Týr, Kópavogi
n Sjálfstæðisfélagið Baldur, Seltjarnarnesi
n Sjálfstæðisfélagið Viljinn, Mosfellsbæ
n Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
n Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
n Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
n Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
n Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Ekkert er vitað um fjármál undirfélaga Sjálfstæðisflokksins
Hafi 70 neðangreindra félaga hlotið að meðaltali 10 milljónir króna
samtals á árunum 2002 til 2006 bætast 700 milljónir við önnur óþekkt
framlög til flokksins á tímabilinu.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Afrit úr gögnum Ríkisendurskoðunar Eins og sjá má er aðeins að finna stafina NN við hvert framlag til Sjálfstæðisflokksins öll árin 2002 til 2006.
Axlaði ábyrgð á stórframlögum
„Við höfum ekki neitt að fela í þessu
og höfum aldrei haft,“ sagði Geir H.
Haarde er hann kynnti blaðamönnum
samkomulag um fjármál stjórnmála-
flokkanna 22. nóvember 2006.