Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Síða 15
FRÉTTIR 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 15 Landsmenn eru eindregið hvattir til að láta bólusetja sig gegn svínainflúensu á næstu dögum og vikum til að verjast veikinni enda eru miklar líkur á nýju áhlaupi inflúensunnar síðar á þessu ári eða því næsta. Best er að verjast svínainflúensunni með bólusetningu og það strax enda nóg til af bóluefni í landinu. Við boðum bólusetningarátak um allt land! � Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú gengið inn á næstu heilsugæslustöð á almennum þjónustutíma alla virka daga og látið bólusetja sig. Ekki þarf lengur að skrá sig í bólusetningu fyrir fram! � Áfram þarf hins vegar að panta tíma í bólusetningu á heilsugæslustöðvum utan höfuðborgarsvæðisins. Tveir Íslendingar af hverjum fimm hafa látið sprauta sig gegn svínainflúensu á undanförum mánuðum sem er eitt hæsta hlutfall sem þekkist meðal þjóða. Íslendingar eiga hrós skilið fyrir að bregðast hratt og ákveðið við inflúensufaraldrinum með því að mæta til bólusetningar, tileinka sér tíða handþvotta, bera spritt á hendur, nota pappírsklúta og gera fleira sem stuðlar að heilsuvernd. Fullvíst er að allar þessar ráðstafanir hafa komið í veg fyrir að tugir þúsunda Íslendinga sýktust af svínainflúensunni fyrr í vetur. Verjumst nýju áhlaupi svínainflúensunnar A(H1N1)! Nánari upplýsingar um bóluefnið og bólusetningu vegna svínainflúensu A(H1N1) er að finna á influensa.is. Tilkynningar og upplýsingar um viðbúnað vegna inflúensu A(H1N1) eru á influensa.is og á almannavarnir.is. Landlæknisembættið sóttvarnalæknir Ríkislögreglustjórinn almannavarnadeild Veggspjald fjarlægt? Samkvæmt rússnesku vefsíðunni nr2.ru var í bænum Omsk fjarlægt veggspjald sem á stóð „Við bíðum eftir þér káti dvergur“ rétt áður en Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, sótti bæinn heim. Umrætt veggspjald var auglýsing fyrir barnasýningu og var fjarlægt við götu eina sem forset- inn og fylgdarlið hans myndu fara um í heimsókninni, sem átti sér stað 12. febrúar. Samkvæmt þarlendum miðlum er Dmitry Medvedev 165 sentimetrar á hæð. Leikföng á ferðalagi Ný tékknesk ferðaskrifstofa, Toy Tra- veling, býður upp á ferðir fyrir for- dekruð leikföng. Á vefsíðu Reuters segir frá leikfangaferðaskrifstofu sem var sett á laggirnar vegna áhrifa frá kvikmyndinni „Amelie frá Montmar- tre“ þar sem aðalhetjan sendir föður sínum ljósmyndir af garðálfi föðurins í grennd við fræg kennileiti víða um lönd. Fólki býðst að senda uppáhalds- leikfangið til ferðaskrifstofunnar og starfsmenn hennar munu „sýna“ því það helsta í Prag og taka af því ljós- myndir á vinsælum viðkomustöðum. Kostnaðurinn er frá 90 evrum til 150 evra, eða um 15 til 26 þúsund krónur. Fjölgar í hópi þeirra sem grunaðir eru um morðið á Hamas-liðanum Mahmoud al-Mabhouh í Dúbaí: FLEIRI BRESK VEGABRÉF FÖLSUÐ FYRIR MORÐIN Í ljós hefur komið að átta fölsuð bresk vegabréf voru notuð við laun- morðið á Hamas-liðanum Mah- moud al-Mabhouh í Dúbaí í janúar. Áður var talið að sex bresk vega- bréf hefðu verið notuð. Ekki lá fyr- ir á þriðjudag hvort þau tvö bresku vegabréf sem tengjast launmorð- inu, auk hinna sex, séu afrit af raun- verulegum vegabréfum eða ekki. Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu fengið upplýsingar frá yfirvöldum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þess eðlis að þau hefðu hnotið um upplýsingar sem bentu til þess að tveir í viðbót grun- aðir um aðild að morðinu hefðu notað bresk vegabréf. Írsk stjórn- völd höfðu svipaða sögu að segja og höfðu fengið viðlíka upplýsing- ar frá Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Hvað írsku vegabréf- in áhrærir höfðu þau raunveruleg vegabréfsnúmer en uppdiktuð nöfn og falsaðar ljósmyndir. Upphaflega var talið að ell- efu manns hefðu verið viðriðnir morðið á Mahmoud al-Mabhouh. Sex voru með breskt vegabréf, þrír notuðu írskt vegabréf, einn notaði þýskt vegabréf og einn franskt. Nú er vitað um átta bresk vega- bréf sem koma við sögu og fimm írsk og í ljósi síðustu upplýsinga er ekki talið útilokað að vegabréf fleiri Breta hafi verið fölsuð. Ísraelsk yfirvöld sæta mikl- um þrýstingi af hálfu Evrópusam- bandsins um að sýna samstarfsvilja vegna málsins. Lítið vantaði upp á að tuttugu og sjö evrópskir utan- ríkisráðherrar fullyrtu að Ísrael ætti einhvern hlut að máli og fordæmdu ráðherrarnir notkun falsaðra evr- ópskra vegabréfa við glæpinn. Ísra- elsk stjórnvöld hafa neitað að segja af eða á hvað varðar aðkomu að málinu. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Ellefu meintir launmorðingjar Talið er að tilræðismennirnir hafi verið fleiri en upphaflega var ætlað. Meint morðkvendi skráir sig inn Stilla úr eftirlitsmyndavél hótels í Dúbaí. MYNDIR AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.