Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Page 17
FYLGIST ÞÚ ENN ÞÁ MEÐ ICESAVE-MÁLINU? „Já, ég fylgist enn þá með því. Ég viðurkenni að ég er hins vegar orðinn leiður á þessu. Ég vildi klára þetta um áramótin. Ég segi að þjóðin hafi tapað á þessari bið.“ ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON, 70 ÁRA, A-DÓMARI Í GLÍMU „Ég sef nú alveg rólegur þrátt fyrir Icesave.“ RÖGNVALDUR ÓLAFSSON, 61 ÁRS, A-DÓMARI Í GLÍMU „Ég held að það þurfi að gera greinarmun á því að fylgjast með málinu og vera kominn með leið á því.“ GARÐAR ERLENDSSON, 67 ÁRA, A-DÓMARI Í GLÍMU „Já, að sjálfsögðu fylgist ég enn þá með því alvarlega máli.“ HÖRÐUR GUNNARSSON, 71 ÁRS, A-DÓMARI Í GLÍMU GÍSLI SIGURBERGSSON verðlags- stjóri Fjarðarkaupa er fyrst og fremst þakklátur starfsfólki sínu en Fjarðarkaup hlaut hæstu einkunn allra fyrirtækja frá upphafi mælinga Íslensku ánægjuvogarinnar. Fjarðarkaup hlaut 91,3 af 100 mögulegum. Gísli er mikill fjölskyldu- maður og golfari með fimm í forgjöf. FJÖLSKYLDAN OG FJARÐARKAUP „Nei, mjög lítið. Ég er orðin leið á Icesave. Þetta er orðið svolítið þreytt.“ KATRÍN ÖSP ÞORSTEINSDÓTTIR, 20 ÁRA, STARFSMAÐUR HJÁ PÓSTINUM Er ekki hægt að ætlast til þess að önnur yfirsýn og önnur fræði en svo- nefnd skipulagshagfræði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, ráði örlögum þjóðarinnar í Icesave-málinu? Fyrir liggur í samningaumleitun- um við Hollendinga og Breta að for- ystumenn flokkanna hljóta að semja á þeim forsendum sem um samd- ist á fundi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, Bjarna Benedikts- sonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, og Sigmundar með Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, og Paul Myners, bankamálaráð- herra Bretlands, 29. jan- úar síðastliðinn. Grundvöllurinn var og er fjórþættur og hefði átt að hindra geðþóttaköst Sigmundar Davíðs og afvegaleiðandi fundi hans með Ind- efence-klúbbnum sem venjulega ræður yfir innherjaupplýsingum um gang mála. Í fyrsta lagi hafa þeir Bjarni og Sig- mundur fallist á að greiða alla skuld- ina, 20.887 evrur að lágmarki, fyrir hvern reikning Icesa- ve-innstæðna, samtals um 700 milljarða króna. Á móti þeirri skuld standa nú þegar 630 milljarð- ar króna í þrotabúi Lands- bankans. Allt í röngum hlutföllum Hvaða steinrunna tregða veldur því að framsóknar- menn gæla þrátt fyrir þetta við það að unnt sé að skrifa undir skuldaviðurkenn- ingu án þess að veita með henni einhverjar ábyrgðir? Bókstaflega allt sem bank- arnir íslensku gerðu eða létu ógert var með vitund, vilja og samþykki íslenskra stjórnvalda. Á þeim grund- velli hvílir ábyrgð sið- menntaðrar þjóðar. Í öðru lagi var skilyrt að allir forystumenn stjórnmálanna kæmu samhentir að málinu. Í þriðja lagi var áskilið að saming- ar gengju fljótt og vel. Í fjórða og síðasta lagi var sæst á að Íslendingar fengju afslátt á vaxa- kjörum frá fyrri samningi. Eftir viðræður, bréfaskriftir og tilboð, hleypur Sigmundur Davíð út undan sér, væntanlega eftir að hafa orðið fyrir hughrifum frá Indefence- -mönnum frekar en mönnum eins og Guðmundi Steingrímssyni fram- sóknarþingmanni, sem vill semja strax og samþykkja sanngjarnari lánskjör. Sagðar hafa verið fréttir af því að Hollendingar og Bretar séu til í að falla frá vöxtum af heildarupp- hæðinni árin 2009 og 2010, sem næmu samtals um 70 milljörðum króna. Að vextir verði þeir sömu og á norrænum lánum til Íslands vegna endurreisnarinnar en þó með 2,75 prósenta álagi. Sérkennilegt er að heyra íslenska stjórnmálamenn rífast um vexti og vaxtaálag á alþjóðamarkaði sem boðið hafa fyrirtækjum og heimilum hreinræktað vaxtaokur undanfarin mörg ár. Svo mjög að Ísland var sem mykjuskán fyrir spákaupmannamý veraldarinnar um margra ára skeið og sogaði til sín þá sem gera vildu út á vexti og íslenska krónu. Með hörmulegum afleiðingum. Skaðlegir duttlungar Gunnlaugur Jónsson rekstrarhag- fræðingur ritaði fróðlega grein í Fréttablaðið 29. janúar síðastliðinn. Hann reiknaði út að með hreinni stöðnun, við gætum einnig sagt skorti á 3 prósenta árlegum hagvexti, næmi varanlegt tap þjóðarinnar 75 milljörðum króna á mánuði. Hann sýndi einnig fram á að kyrrstaðan væri þjóðinni dýr mæld í hörmung- um á borð við atvinnuleysi og land- flótta. Gunnlaugur gaf sér ekkert um þátt Icesave-deilnanna í þessum hörmungum eða hversu dýrar tafir á lausn málsins í 8 mánuði hefðu reynst. Hann benti engu að síður á að upphæð Icesave-skuldabréfsins næmi um þriggja mánaða kyrrstöðu að gefnum ofangreindum forsend- um. Áætlanir vísa einmitt til þess að Icesave-reikningurinn sé í heild um 230 milljarðar króna, þar af eru vextir um 150 milljarðar miðað við lög- festan samninginn frá 30. desember síðastliðnum. Eins og úr hefur spilast; vald Hollendinga og Breta innan Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og tafir á endurskoðun endurreisnaráætl- unar sjóðsins gagnvart Íslandi, skert lánshæfismat og fleira, er augljóst að skaðinn er mikill jafn- vel þótt Icesave-vandinn skýrði aðeins 15 prósent stöðnunarinnar. Það samsvarar 90 milljarða króna tapi samkvæmt útreikningum Gunnlaugs. Hvernig ætlar Sigmundur Davíð að réttlæta þennan kostnað sökum tafanna? Duga honum ekki þekk- ingarmolar skipulagshagfræðinnar til þess að slá mati á ávinning að frádregnum kostnaði? Með því að fara eins langt og unnt er að komast í samningum við Breta og Hollend- inga verður sennilega aldrei unnt að vega upp það tap sem duttlungar framsóknarforingjans unga hafa valdið þjóðinni. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar „Bókstaflega allt sem bankarnir íslensku gerðu eða létu ógert var með vitund, vilja og samþykki íslenskra stjórnvalda.“ UMRÆÐA 24. febrúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 17 Strokkur skartar sínu fegursta Náttúra Íslands er ekki síður falleg á veturna en á sumrin. Ljósmyndarinn Bragi Þór Jósefsson tók þessa fallegu mynd á köldu síðdegi fyrir fáeinum dögum. 1 DEITAÐI FLUGMANN SEM REYND-IST VERA KLÁMMYNDALEIKARI Þorbjörg Marinósdóttir blaðakona segist hafa átt í ástarsambandi við klámmyndaleikara. 2 DULARFULLT MÁL Í ODDEYRAR-SKÓLA: STARFSMAÐUR HANDTEKINN Starfsmaður Oddeyrarskóla á Akureyri var handtekinn í skólanum. 3 GUÐFAÐIR ICESAVE Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans skemmti sér á Gerplu. 4 NENNTI EKKI Í RÖÐINA OG VANN 10,8 MILLJÓNIR Karlmaður ákvað að kaupa sér lottó- miða því hann nennti ekki að bíða í röð. 5 SKÓLASTJÓRI TJÁIR SIG EKKI UM HANDTEKINN STARFSMANN „Þetta er lögreglumál og ég hef ekkert um þetta að segja,“ segir skólastjóri Oddeyrarskóla. 6 STÆRSTI FLUGVÉLA KIRKJUGARÐ-UR HEIMS Í miðri eyðimörk er að finna stærsta flugvélakirkjugarð heims. 7 DV BIRTIR TÖLVUPÓSTA HANNESAR OG HREINS DV birti tölvupóstsamskipti Hannes- ar Hólmsteins og Hreins Loftssonar. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Gísli Þór Sigurbergsson, titlaður verðlagsstjóri Fjarðarkaupa.“ Hvaðan ertu? „Ég er Gaflari.“ Hvað drífur þig áfram? „Fjölskyldan, Fjarðarkaup og lífið sjálft – það er skemmtilegt.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Ég sat í einhverri hengirólu í eldhúsinu heima og mamma var að gefa mér rúsínur.“ Hver er þín fyrirmynd? „Foreldrar mínir, hafa alltaf verið. Ég verð líka að segja stóri bróðir.“ Hver eru þín áhugamál? „Fjölskyldan og golf.“ Hver er forgjöfin? „Hún er fimm.“ Hvaða bók er á náttborðinu? „Hún heitir Hönd í hönd. Við misstum móður okkar 7. desember og þetta eru leiðbeiningar fyrir syrgjendur.“ Hver er eftirminnilegasta kvikmynd sem þú hefur séð? „Ég hef horft oftast á Dirty Dancing af öllum myndum. Það er samt konan mín sem ber ábyrgð á því.“ Haukar eða FH? „Haukar.“ Hvað þýðir þetta fyrir Fjarðarkaup? „Þetta er bara hvatning til að gera betur. Hvatning til að halda áfram á sömu braut. Þetta eru líka þakkir til starfsfólks- ins, það er fyrst og fremst starfsfólkið sem er að skila þessu til okkar.“ Er erfitt að kljást við risana á matvælamarkaði? „Nei, nei, ég held að það sé ekkert erfitt.“ MAÐUR DAGSINS DÓMSTÓLL GÖTUNNAR KJALLARI Skaðlegir duttlungar formannsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.