Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Page 18
Jóhann Smári og Kurt Kopecky flytja verk eftir Franz Schubert:
VETRARFERÐIN Í ÓPERUNNI
NÝR STJÓRNANDI Ágota Joó hefur
verið ráðin nýr stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur.
Ágota tók við stjórn kórsins í janúar en hún leysti
þar af hólmi Sigrúnu Þorgeirsdóttur, en Sigrún hafði
stjórnað kórnum í rúm 12 ár við góðan orðstír. Ágota
er fædd í Ungverjalandi en fluttist til Íslands árið
1988. Hún er hefur áður gegnt starfi kórstýru, bæði
hjá Kvennakór Suðurnesja og hjá kórnum Eldeyjar.
Á MI ÐVIKUDEGI
18 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 FÓKUS
CORNELIS
VREESWIJK Í
NORRÆNA HÚSINU
Í Norræna húsinu verður næsta
miðvikudagskvöld tileinkað söngva-
skáldinu Cornelis Vreeswijk. Það eru
þau Guðrún Gunnarsdóttir og Aðal-
steinn Ásberg sem munu flytja úrval
úr verkum hans í tali og tónum, en
Gunnar Gunnarsson píanóleikari
og Jón Rafnsson kontrabassaleik-
ari sem munu aðstoða við flutning-
inn. Vreeswijk var meðal fremstu
söngvaskálda Svíia og á marga aðdá-
endur víðs vegar. Tónleikarnir hefj-
ast klukkan 21 og er aðgangseyrir
2.500 krónur. Miðar á midi.is.
ÁRSTÍÐIR Á
RÓSENBERG
Hljómsveitin Árstíðir verður með
tónleika næstkomandi fimmtu-
dag á Kaffi Rósenberg. Vinsældir
bandsins aukast jafnt og þétt og
er nú verið að vinna að nýjum
lögum í samstarfi við upptöku-
stjórana Aron Árnason og Styrmi
Hauksson og tónlistarmann-
inn Ólaf Arnalds auk þess sem
tónleikaferðalag er í undirbún-
ingi. Tónleikarnir hefjast klukkan
22.00 og kostar 1.000 krónur inn.
UNI OG JÓN
TRYGGVI Á PRIKINU
Trúbadorarnir og söngvaskáld-
in Unnur Arndísardóttir, eða Uni,
og Jón Tryggvi efna til tónleika á
Prikinu á Laugavegi næstkomandi
fimmtudagskvöld klukkan 21. Uni og
Jón Tryggvi gáfu bæði út sína fyrstu
sólóplötu í desember síðastliðnum
og munu þau leika lög af þeim. Þau
ætla síðan að leggja land undir fót
og fara í tónleikaferð um Bandarík-
in, en þau hlutu styrk frá Reykjavík
Loftbrú til fararinnar. Frítt er inn á
atburðinn.
Jóhann Smári Sævarsson bassi og Kurt
Kopecky píanóleikari flytja verkið Vetr-
arferðin eftir eftir Franz Schubert í Ís-
lensku óperunni á sunnudag. Nánar
tiltekið klukkan 20.00. Aðeins er þessi
eini flutningur áætlaður á verkinu en
þar er áhrifamikil ljóðatónlist flutt í
leikinni útfærslu. Það er ekki á hverjum
degi sem Jóhann Smári heldur tónleika
hér á landi en hann á að baki glæsileg-
an feril þar sem hann hefur á 17 árum
sungið tugi aðalhlutverka úti um alla
Evrópu.
Kopecky ætti að vera óperuunn-
endum kunnur en hann var um árabil
tónlistarstjóri Íslensku óperunnar og
hefur stjórnað óperum á borð við La
Traviata, Ariadne á Naxos, Rake‘s Prog-
ress, Brottnámið úr kvennabúrinu, Ca-
valleria Rusticana og Pagliacci. Kurt er
nú búsettur í Finnlandi þar sem hann
starfar við finnsku þjóðaróperuna í
Helsinki, þar sem hann stjórnaði með-
al annars uppfærslu á Töfraflautunni
eftir W.A. Mozart.
Jóhann Smári frumflutti verkið
við óperuna í Regensburg árið 2004 í
leikstjórn Doris Buske. Sýningin náði
miklum vinsældum og var því endur-
upptekin á árinu 2005 og var flutt alls
þrettán sinnum fyrir fullu húsi. Haustið
2008 endurtók hann leikinn ásamt Kurt
Kopecky í Íslensku óperunni. Sviðsetn-
ing var í höndum Stefáns Baldurssonar
leikstjóra, Þórunnar Sigríðar Þorgríms-
dóttur leikmyndahöfundar og Páls
Ragnarssonar ljósahönnuðar. Ákveðið
var að gefa út geisladisk með Vetrar-
ferðinni í flutningi Jóhanns Smára og
Kurts Kopecky og eru þessir tónleikar
nú eins konar útgáfutónleikar disksins.
Miðaverð á tónleikana er 2.000
krónur og hægt er að kaupa miða á
midi.is og á opera.is.Vetrarferðin Í flutningi Jóhanns Smára og Kurts Kopecky.
Það hafa ófáir beðið eftir Heavy Rain
með mikilli eftirvæntingu enda hafa
gagnrýnendur keppst við að fara lof-
samlegum orðum um leikinn. Það
verður þó að viðurkennast að und-
irritaður var fullur efasemda þegar
hann fékk leikinn í hendurnar. Það
er kannski ekki síst vegna þess að
fyrirtækið sem framleiðir leikinn er
franskt og hefur ekki verið áberandi á
tölvuleikjamarkaðnum á undanförn-
um árum. Þegar spilun leiksins hófst
voru efasemdaraddirnar þó fljótar
að kafna í ævintýralegum söguþræði
sem nær tökum á þér frá byrjun.
Í Heavy Rain seturðu þig í hlut-
verk fjögurra persóna sem eru með
mjög svo ólíkan bakgrunn. Þær eiga
það þó allar sameiginlegt að vera að
elta raðmorðingja sem gengur und-
ir nafninu The Origami Killer. Að-
eins fjórir dagar eru til stefnu áður
en næsta fórnarlamb morðingjans
lætur lífið og elta sögupersónurnar
eigin vísbendingar í gegnum leikinn.
Heavy Rain er einstakur að því
leyti að þú ræður algjörlega ferð-
inni og skapar í raun örlög þeirr-
ar persónu sem þú ert hverju sinni.
Það sem þú segir og þær ákvarðan-
ir sem þú tekur hverju sinni geta því
haft áhrif á framvindu leiksins. Þetta
kann að hljóma flókið en er það alls
ekki. Spilun leiksins er tiltölulega
einföld; þú færð að vita nákvæmlega
hvað á að gera á hverjum stað fyrir
sig og þarft aldrei að pirra þig á því
að vera fastur.
Grafíkin og hljóðið í Heavy Rain
eru til fyrirmyndar og óþarfi að fara
of mörgum orðum um þá þætti.
En þó að leikurinn sé að mestu
gallalaus getur stjórnun hans á köfl-
um verið flókin og hálfpirrandi. Þú
notar R2 til að ganga áfram og við
vissar aðstæður krefst leikurinn
þess að þú haldir inni býsna mörg-
um tökkum í einu. Það getur verið
pirrandi á köflum, sérstaklega þeg-
ar manni tekst illa til. Annar galli
við stjórnun hans er sá að þegar þú
gengur á hluti; stól, borð, annað
fólk, á sögupersónan það til að snúa
skyndilega við.
Undirritaður hefur aldrei spil-
að tölvuleik sem nær jafngóðum
tengslum við þann sem spilar hann.
Þú kynnist sögupersónunum vel
og stendur aldrei á sama um örlög
þeirra. Að því leytinu til er Heavy
Rain eins og góð bíómynd en það er
ekki til sú bíómynd þar sem þú getur
haft áhrif á atburðarásina.
Það er hægt að mæla með Heavy
Rain við alla þá sem vilja upplifa eitt-
hvað öðruvísi. Þetta er ekki dæmi-
gerður skotleikur og ekki dæmigerð-
ur hlutverkaleikur. Heavy Rain er
leikur þar sem þú ræður algjörlega
ferðinni og er þeim kostur gædd-
ur að þú getur spilað hann aftur og
fengið annan endi en þegar þú spil-
aðir hann fyrst. Heavy Rain er upplif-
un sem óhætt er að mæla með.
Einar Þór Sigurðsson
ÞÚ RÆÐUR
FERÐINNI
HEAVY RAIN
Tegund: Ævintýraleikur
Spilast á: PS3
TÖLVULEIKIR
Öðruvísi leikur Heavy
Rain er leikur fyrir þá sem
vilja gera eitthvað öðruvísi.
Stórkostleg upplifun
Í Heavy Rain skapar þú
örlög sögupersónanna.