Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 ÆTTFRÆÐI Kjartan Hauksson SÉRFRÆÐINGUR Í FJÁRMÁLARÁÐUNEYTINU Kjartan fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, lengst af í Seljahverfi í Breið- holtinu. Hann var í Seljaskóla og í Drottninghögskolan í Svíþjóð, lauk stúdentsprófi frá MR 1990, stundaði nám við Háskólann á Bifröst og út- skrifaðist þaðan sem viðskiptafræð- ingur 1995, stundaði nám við Við- skiptaháskólann í Árósum og lauk þaðan prófi sem rekstrarhagfræðing- ur með áherslu á fjármál 1997. Kjartan starfaði í verslun afa síns, Kjartansbúð, á unglingsárunum, var aðstoðarverslunarstjóri í Miklagarði 1990-91, sölustjóri hjá 10-11 búð- unum 1993-94, starfaði hjá Nordea Bank í Kaupmannahöfn 1998-2000, var sérfræðingur  á Verðbréfasviði Landsbankans 2000-2008 en er nú sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu. Kjartan var gjaldkeri nemenda- félags Háskólans á Bifröst, gjaldkeri Íslendingafélagsins í Árósum, for- maður íþróttafélagsins Guðrúnar í Kaupmannahöfn, formaður íþrótta- nefndar starfsmannafélags Lands- bankans og formaður golfklúbbs fé- lagsins og var ritari Félags fagfólks á fjármálamarkaði fyrir hönd Lands- bankans 2003-2008. Fjölskylda Eiginkona Kjartans er Karina Peder- sen, f. 9.7. 1971, iðjuþjálfi við Sjálfs- bjargarheimilið. Dóttir Kjartans frá því áður er Sara Rut Kjartansdóttir, f. 18.12. 1996. Börn Kjartans og Karinu eru Selma Kjartansdóttir, f. 6.11. 2001; Magnús Kjartansson, f. 2.4. 2004; Ág- úst Þór Kjartansson, f. 4.9. 2009. Hálfbræður Kjartans, sammæðra, eru Pétur Sigurðsson, f. 23.9. 1971, dr. í lífaflfræði og kennari við HR en kona hans er Harpa Sigurðardóttir og eru börn þeirra Sigurður Alex Pét- ursson, f. 20.11. 1999, Elísa Sól Pét- ursdóttir, f. 28.2. 2003, og Sóley Lilja Pétursdóttir, f. 27.3. 2007; Gunnar Þór Sigurðsson, f. 8.6. 1980, nemi í hátækniverkfræði við HR. Hálfsystkini Kjartans, samfeðra, eru Ingi Þór Hauksson, f. 26.8. 1970, læknir í Osló; Hulda Hauksdóttir, f. 3.4. 1973, upplýsingafulltrúi Garða- bæjar; Steinunn Hauksdóttir, f. 9.8. 1974, læknir í Svíþjóð; Helga Hauks- dóttir, f. 20.4. 1980, líffræðingur í Reykjavík. Foreldrar Kjartans eru Anna Kjartansdóttir, f. 4.11. 1949, starfs- maður við Landsbankann, og Haukur Sveinsson, f. 20.1. 1949, íþróttakennari við MR. Fósturfað- ir Kjartans var Sigurður O. Péturs- son, f. 2.7. 1949, d. 9.1. 2000, banka- starfsmaður. Ætt Haukur er sonur Sveins, vélstjóra, kennara og framkvæmdastjóra Jóns- sonar, smiðs í Vestmannaeyjum Jónssonar, hreppstjóra og formanns í Þorlákshöfn Jónssonar, hrepp- stjóra í Þorlákshöfn Jónssonar, b. á Syðsta-Klekki Sturlaugssonar, b. á Eystra-Rauðarhóli Jónssonar, b. á Grjótlæk Bergssonar, ættföður Berg- sættar, Sturlaugssonar. Móðir Jóns smiðs var Þórunn Jónsdóttir, dbrm. og hreppstjóra í Þorlákshöfn Árna- sonar, dbrm. og hreppstjóra í Þor- lákshöfn Magnússonar, formanns og hreppstjóra í Þorlákshöfn Bein- teinssonar, lrm. á Breiðabólstað, bróður Jóns á Grjótlæk. Móðir Sveins var Þorbjörg, rjómabússtýra Svein- björnsdóttir, sparisjóðsstjóra á Eyr- arbakka, Ólafssonar, b. í Hjálmholti Þormóðssonar. Móðir Hauks er Esther Lovísa Sigurbjörnsdóttir, b. á Krossalandi í Lóni, Jónssonar og Þórunnar Bjarna- dóttur. Anna er systir Vilhjálms Þórs verkfræðings og Magnúsar, leið- sögumanns og ferðafrömuðar. Anna er dóttir Kjartans, bróður Jóhannes- ar kaupmanns, föður Skúla í Tékk- Kristal, afa Unnar Birnu Vilhjálms- dóttur alheimsfegurðardrottningar. Systir Kjartans var Rósbjörg Beck, móðir Þórólfs Beck knattspyrnu- kappa. Kjartan var sonur Magnúsar, sjómanns á Hellissandi og í Reykja- vík, Sigurðssonar, útvegsb. í Ólafs- vík, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar var Anna Pálsdóttir, b. í Vindási Jóns- sonar, bróður Ingveldar, langömmu Bryndísar, ömmu Geirs Hallgríms- sonar forsætisráðherra. Móðir Kjart- ans kaupmanns var Guðrún Jóhann- esdóttir, b. í Vindási í Eyrarsveit, Bjarnasonar. Móðir Önnu er Guðrún, hálf- systir Óskars, fyrsta garðyrkjustjóra Reykjavíkur. Guðrún er dóttir Vil- hjálms, húsasmíðameistara í Reykja- vík, hálfbróður Gróu, móður Helga Sigurðssonar, fyrsta hitaveitustjóra Reykjavíkur. Vilhjálmur var sonur Árna, b. á Ausu, Jónssonar, b. þar Pálssonar, b. í Ártúni á Kjalarnesi, bróður Tómasar í Auðsholti í Bisk- upstungum, afa Steinunnar, móður Tómasar Guðmundssonar skálds. Móðir Vilhjálms var Ingibjörg Teits- dóttir, ættföður Teitsættar Símonar- sonar. Móðir Guðrúnar var Þórey, systir Klemensar, hreppstjóra og skólastjóra á Álftanesi, og Ísleifs, föður Jóns söngstjóra og organista í Neskirkju. Þórey var dóttir Jóns, b. í Jórvík í Álftaveri, Jónssonar, og Guð- ríðar Klemensdóttur. 30 ÁRA n Nirut Thongpraphan Engihjalla 25, Kópavogi n Lukasz Robert Czura Heiðarholti 30d, Reykjanesbæ n Sindri Birgisson Bergstaðastræti 30, Reykjavík n Þóra Margrét Þorgeirsdóttir Garðastræti 9, Reykjavík n Sigurður Frosti Baldvinsson Stórholti 45, Reykjavík n Ágúst Freyr Ágústsson Heiðarhvammi 3d, Reykjanesbæ n Margrét Bessadóttir Barmahlíð 7, Reykjavík n Anna Karen Ingibjargardóttir Arahólum 2, Reykjavík n Evert Rúnar Snorrason Kórsölum 1, Kópavogi n Kristín Ólína Kristjánsdóttir Kjartansgötu 10, Reykjavík n Bryndís Þóra Guðmundsdóttir Álfaborgum 25, Reykjavík n Eiríkur Karl Ólafsson Smith Eggertsgötu 12, Reykjavík n Birgir Páll Auðunsson Bergstaðastræti 9a, Reykjavík 40 ÁRA n Michal Jerzy Bikielec Vallargötu 19, Reykjanesbæ n Sonja Suska Hvammi 2, Blönduósi n Bjarnheiður G. Jónsdóttir Furugrund 32, Selfossi n Rósmundur Örn Sævarsson Búagrund 10a, Reykjavík n Haukur Hrafnsson Rjúpnasölum 14, Kópavogi n Sigríður Hvönn Karlsdóttir Lundarbrekku 10, Kópavogi n Hugrún Elísdóttir Grundargötu 6, Grundarfirði n Stefán Torfi Sigurðsson Hrannargötu 4, Ísafirði 50 ÁRA n Óðinn Þröstur Guðbrandsson Suðurhólum 28, Reykjavík n Sigrún Birgisdóttir Háaleitisbraut 18, Reykjavík n Birgir Heiðar Þórisson Geitlandi 23, Reykjavík n Elísabet Einarsdóttir Heiðarbrún 59, Hveragerði n Jóna Arnfríður Imsland Smyrlahrauni 38, Hafnarfirði n Björn Eysteinsson Skeiðarvogi 81, Reykjavík n Þorsteinn Sigurðsson Drekavogi 4, Reykjavík n Karl Þór Hreggviðsson Óseyri, Eyrarbakka n Rannveig Kr. Brynjólfsdóttir Kjarnagötu 30, Akureyri n Oddgeir Eysteinsson Njarðargötu 39, Reykjavík n Þorsteinn G. Sigurðsson Skeiðarvogi 23, Reykjavík n Helena Sólbrá Kristinsdóttir Fannafold 69, Reykjavík n Gunnar Þór Eyþórsson Flétturima 10, Reykjavík 60 ÁRA n Sædís Guðmundsdóttir Heiðargerði 24, Vogum n Þorbjörg Halldórsdóttir Furugerði 9, Reykjavík n Steinunn Kristín Árnadóttir Vatnaseli 3, Reykjavík n Auður Bergsteinsdóttir Lækjarseli 9, Reykjavík n Einar V. Ingimundarson Fjölnisvegi 5, Reykjavík n Helga Kristmundsdóttir Hátúni 10a, Reykjavík n Árni Pálsson Naustabryggju 7, Reykjavík n Þórunn Sigríður Einarsdóttir Baughúsum 28, Reykjavík n Kari Mette Johansen Blásölum 24, Kópavogi 70 ÁRA n Ingibjörg Þórhallsdóttir Hafnargötu 17, Bakkafirði n Þorsteinn Friðþjófsson Fjarðarási 17, Reykjavík n Hólmfríður Sigurðardóttir Hólagötu 34, Vestmannaeyjum n Ólafur J. Sigurðsson Þjóttuseli 2, Reykjavík n Björn Egilsson Túngötu 1, Reyðarfirði n Jóhanna Gísladóttir Reykjavíkurvegi 52a, Hafnarfirði 75 ÁRA n Helgi Magnús Símonarson Flatahrauni 1, Hafnarfirði n Arndís Árnadóttir Skógarseli 13, Reykjavík n Finnur Kristján Finnsson Logafold 20, Reykjavík 80 ÁRA n Kristín Óla Karlsdóttir Háfi 1, Hellu n Sigurgeir Þorkelsson Klyfjaseli 24, Reykjavík n Halla Bjarnadóttir Víkurbraut 30, Höfn í Hornafirði n Þorsteinn Sigurðsson Norðurbrún 1, Reykjavík n Þorlákur Tómasson Kjarnagötu 12, Akureyri n Kristjana Sigurðardóttir Furugerði 1, Reykjavík 85 ÁRA n Kristín Þorleifsdóttir Hjallabraut 33, Hafnarfirði 90 ÁRA n Ólafur H. Finsen Vesturgötu 50a, Reykjavík n Ágústa Sveinsdóttir Kleppsvegi 32, Reykjavík 40 ÁRA Á MORGUN 30 ÁRA n Hrafnhildur Ósk Þórsdóttir Tjarnabraut 18, Reykjanesbæ n Anna María Dolores de Jesus Hamraborg 32, Kópavogi n Hjördís Kristinsdóttir Þorláksgeisla 19, Reykjavík n Jónas Haukur Arngrímsson Teigaseli 7, Reykjavík n Elmar Már Einarsson Andrésbrunni 7, Reykjavík n Auður Björg Jónsdóttir Kirkjuvöllum 9, Hafnarfirði n Þórður Sigtryggsson Framnesvegi 63, Reykjavík n Guðný Guðnadóttir Hraunbæ 32, Reykjavík n Helgi Dagur Þórhallsson Lækjasmára 82, Kópavogi 40 ÁRA n Jaroslaw Pawlik Seljabraut 30, Reykjavík n Franciscus Wilhelmus Aarnink Lindargötu 20, Reykjavík n Hulda Birna Helgadóttir Miðbraut 8, Seltjarnarnesi n Magnús Sveinsson Þambárvöllum 2, Stað n Björn Víðisson Hraunhólum 16, Garðabæ n Ægir Þór Þórsson Holtsgötu 20, Reykjavík n Helga Björg Helgadóttir Jörundarholti 196, Akranesi n Guðmundur R. Guðjónsson Melgötu 7, Grenivík n Signý Björk Ólafsdóttir Smárarima 1, Reykjavík n Guðríður Arnardóttir Fífulind 2, Kópavogi n Tyrfingur Þórarinsson Hraunbæ 122, Reykjavík n María Guðrún Þórisdóttir Hraunbæ 136, Reykjavík 50 ÁRA n Vilborg Jónsdóttir Reykjabyggð 30, Mosfellsbæ n Soffía Bryndís Jónsdóttir Rituhólum 3, Reykjavík n Helena Sjöfn Guðjónsdóttir Gónhóli 27, Reykjanesbæ n Jai Khorchai Reykjabraut 1, Þorlákshöfn n Hanna Ragnheiður Björnsdóttir Búhamri 60, Vestmannaeyjum n Þórey Agnarsdóttir Melateigi 37, Akureyri n Halldór Þorlákur Sigurðsson Bakkastöðum 23, Reykjavík n Hjörtur Ásgeirsson Fjóluhvammi 7, Hafnarfirði 60 ÁRA n Auðunn Karlsson Daggarvöllum 13, Hafnarfirði n Elín Helga Þórisdóttir Arnarkletti 30, Borgarnesi n Hermundur Ármannsson Fellstúni 11, Sauðárkróki n Edda R. Erlendsdóttir Leiðhömrum 54, Reykjavík n Ásta Níelsdóttir Hörðukór 3, Kópavogi n Þórdís Sigurðardóttir Dallandi, Mosfellsbæ n Ragnheiður Alfonsdóttir Hrauntúni 40, Vestmannaeyjum n Viðar Helgason Jörfabakka 26, Reykjavík n Ólafur Guðnason Bjólfsgötu 6, Seyðisfirði n Álfhildur Vilhjálmsdóttir Fosslandi 5, Akureyri 70 ÁRA n Ólína K. Sveinbjörnsdóttir Þangbakka 8, Reykjavík n Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir Strandvegi 2, Garðabæ n Hafsteinn Guðmundsson Vesturtúni 36, Álftanesi n Oddný Björgvinsdóttir Holtsbúð 91, Garðabæ 75 ÁRA n Arthur Pétursson Syðri-Vík, Vopnafirði n Þórður Magnússon Akurgerði 10, Akranesi n Steinunn Bjarnadóttir Hraunbæ 54, Reykjavík n Magnús Gíslason Miðleiti 1, Reykjavík 80 ÁRA n Sigríður María Níelsdóttir Sunnugerði 7, Reyðarfirði n Jóhanna H. Guðmundsdóttir Bjarnahóli 3, Höfn í Hornafirði n Karl Hannes Hannesson Túngötu 10, Húsavík n Unnur Kjartansdóttir Hvassaleiti 18, Reykjavík n María Kjartansdóttir Grænumörk 2, Selfossi 85 ÁRA n Sigríður Jónsdóttir Brekkubyggð 51, Garðabæ n Þórhalla Guðnadóttir Lindargötu 57, Reykjavík n Halldór B. Ibsen Hraunvangi 7, Hafnarfirði n Ragna Ólöf Wolfram Gullsmára 9, Kópavogi 90 ÁRA n Bergþór Smári Hvassaleiti 125, Reykjavík TIL HAMINGJU INGJU AFMÆLI 24. FEBRÚAR 70 ÁRA Á MORGUN Björgvin fæddist í Reykjavík og ólst fyrst þar upp, en fór ungur vestur í Dali og ólst þar upp hjá systkinun- um Halldóru Ingiríði Ólafsdóttur og Guðmundi Ólafssyni, bónda á Ytra-Felli, og fóstursyni þeirra, Þor- steini B. Péturssyni, en þau eru nú öll látin. Björgvin hefur ætíð haldið sambandi við þessar æskustöðv- ar sínar og litið á Ytra-Fell sem sitt annað heimili. Björgvin lærði bif- vélavirkjun hjá Ræsi hf. og starf- aði þar um átján ára skeið. Þá var hann starfsmaður Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur um árabil en er nú starfandi leigubifreiðastjóri í Reykjavík. Fjölskylda Björgvin kvæntist 29.12. 1962 Jónínu Margréti Guðmundsdóttur, f. 26.10. 1944, leigubifreiðastjóra. Hún er dóttir Guðmundar Hjörv- ars Jónssonar sem lést 1984, og Sól- borgar Jónsdóttur. Börn Björgvins og Jónínu Mar- grétar eru Sigríður Steinunn, f. 23.4. 1963, prentsmiður í Reykja- vík, en maður hennar er Stef- án Þorsteinsson offsetprentari og eiga þau þrjár dætur og fjög- ur barnabörn; Inga Dóra, f. 14.2. 1965, húsmóðir í Reykjavik, en unnusti hennar er Kristinn Ragn- arsson og á hún þrjár dætur; Guð- mundur, f. 19.5.1970, d. 1998, bif- reiðastjóri í Reykjavík; Björgvin, f. 19.5.1970, bifreiðastjóri í Reykja- vík en eiginkona hans er Ner- inga Björgvinsson og á hann tvö fósturbörn; Magnús Jón, f. 1.12. 1971, verkstjóri í Reykjavík, en eiginkona hans er Guðrún Sigríð- ur Kristjánsdóttir og eiga þau tvö börn; Kristinn, f. 26.1. 1974, smið- ur í Vogum á Vatnsleysuströnd, en eiginkona hans er Brynja Krist- mannsdóttir og eiga þau tvö börn auk þess sem Kristinn á einn son frá því áður. Systkini Björgvins: Erla, f. 1929, d. 1995, húsmóðir í Reykjavík; Helgi, f. 1934, lengst af járnabind- ingamaður í Reykjavík; Jónína Brynja, f. 1935, d. 1987, húsmóðir í Reykjavík; Karólina Borg, f. 1936, nú látin, húsmóðir í Reykjavík.. Foreldrar Björgvins voru Krist- inn J. B. Helgason, f. 11.9. 1910, d. 1976, vörubifreiðastjóri í Reykjavík, og Ólafía Margrét Brynjólfsdóttir, f. 21.6. 1908, d. 1941, húsmóðir. Björgvin og fjölskylda taka á móti ættingjum og vinum í sal Ás- kirkju við Vesturbrún á afmælis- daginn, milli kl. 17.00 og 20.00. Björgvin Hafsteinn Kristinsson LEIGUBIFREIÐASTJÓRI Í REYKJAVÍK TIL HAMINGJU AFMÆLI 25. FEBRÚAR Smáauglýsingasíminn er:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.