Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 ÚTTEKT ÞEGAR matarfíknin TEKUR Íslensk kona um fimmtugt sem hefur barist við offitu alla ævi féllst á að segja lesendum DV sögu sína. Konan er félagi í OA samtökunum og getur því ekki komið fram undir nafni eða mynd. Hún segir matinn hafa bæði stjórnað og verið að eyðileggja líf hennar. Í hvert skipti sem megrun mistókst brotnaði hluti af sjálfsmynd henn- ar. Í dag er hún í fráhaldi og hefur ekki smakkað sætindi í tíu ár. OA samtökin halda opinn afmæl- isfund annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, þar sem öllum er velkomið að koma og hlusta á reynslusögur þriggja félaga. n ÁTTU MIKIÐ AF RUSLFÆÐI HEIMA HJÁ ÞÉR? n LÍTUR SKRIFBORÐSSKÚFFAN ÞÍN ÚT EINS OG 10-11? n STUNDAR ÞÚ ENGA Í LÍKAMSRÆKT? n VAKNAR ÞÚ SEINT OG LIFIR KAÓTÍSKU LÍFI? n ERU FÖTIN ÞÍN ÚR TEYGJUEFNI SVO AÐ ÞÚ GETIR FITNAÐ Í ÞEIM? n FER FRÍTÍMI ÞINN Í SJÓNVARPSGLÁP? n BORÐARÐU ÁFRAM ÞÓTT ÞÚ SÉRT ORÐIN(N) SÖDD/SADDUR? n SNÝST FÉLAGSLÍF ÞITT UM MAT? n VELURÐU VEITINGASTAÐI SEM BJÓÐA UPP Á HLAÐBORÐ OG STÓRA SKAMMTA? Prófið er búið til af sjónvarpslækninum Dr. Phil. Samkvæmt honum ættu þeir sem svara einni eða fleiri spurningum játandi að endur- skoða líf sitt þar sem lífsstíllinn hefur neikvæð áhrif á þyngd þeirra. GERIR LÍFS- STÍLLINN ÞIG FEITARI?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.