Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2010, Síða 30
FYRIRLIÐINN LÆSTUR ÚTI KÁRI ÁRSÆLSSON: Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks í knattspyrnu, keypti sér fyrir nokkrum vik- um forláta BMW-bifreið. Silfraðan glæsikagga sem Kári tók sig vel út í á götum Kópavogs. Fyrir nokkrum vikum mætti Kári á æfingu og lagði bílnum uppi á kanti þar sem oft er erftt að fá stæði á háannatíma í Fífunni, en þar æfir öll hersingin í Breiðabliki. Á meðan Kári var á æfingu fór einhver óprúttinn aðili inn í klefa meistaraflokks karla og rændi og ru- plaði. Tók þjófurinn, eða þjófarnir, með- al annars jakka fyrirliðans. Í honum voru meðal annars bíllyklarnir að nýja kagg- anum og þurfti Kári því að fá far heim. Bíllinn hefur staðið óhreyfður síðan því Kári átti aðeins einn lykil. Lyklar af þessari tegund eru dýrir enda þjófavarn- arkerfið í BMW-glæsibifreiðum ekkert slor. Kosta svona lyklar allt að 50 þúsund krónum og er ekki hlaupið að því fyrir unga námsmenn að reiða fram slíka upp- hæð. Því miður fyrir Kára er bílnum ekki sérstaklega vel lagt eins og sést á mynd- inni en honum er eflaust fyrirgefið það enda fyrirliði bikarmeistaraliðs Breiða- bliks. Hann þarf ekki að hafa miklar áhyggj- ur af bílnum því mikið og gott öryggis- kerfi með myndavélum er úti um allt við Smárann og Fífuna. Það er því lán í óláni að kagginn standi óhreyfður þar en ekki á óvöktuðum stað. Ekki hefur náðst í Kára sökum þess að síminn hans er læstur inni í bílnum. benni@dv.is Kári Ársælsson, fyrirliði bikarmeistara Breiðabliks í knatt- spyrnu, getur ekki keyrt nýjan BMW-bíl sinn. Hann varð fyrir því óláni að jakkanum hans var stolið á æfingu með bíllyklun- um í. Bíllinn hefur staðið óhreyfður í tæpar tvær vikur. Sjónvarpsþulan fagra Katrín Brynja Hermannsdóttir eignaðist dreng á laugardaginn. Fyrir áttu þau hjónin tvo stráka, Mána Frey sjö ára og Nóa Bald- ur tveggja ára. Drengurinn var rúm- ar 11 merkur og samkvæmt heimild- um blaðsins lá honum ansi mikið á að komast í heiminn en samkvæmt sömu heimildum hafa mæðginin það gott heima fyrir. Katrín Brynja sagðist, í við- tali við blaðið rétt áður en drengurinn kom í heiminn, hafa það gott. „Ég hef það ofsalega fínt og það fyndna er að þetta er auðveldasta meðgangan hing- að til. Það er gaman að vera ófrísk og ég æfi hjá þeim í Fullfrísk í Sporthús- inu, sem er frábært. Ég þarf fjör og helst læti, er ekki þessi jógatýpa,“ sagði þulan í viðtalinu. Mikil barnasprengja er á RÚV þessa dagana. Auk Katrínar Brynju eiga þul- urnar Matthildur Magnúsdóttir og Anna Rún Frímannsdóttir einnig von á barni sem og kynnar Söngvakeppni Sjónvarpsins, Ragnhildur Steinunn og Eva María Jónsdóttir. Eva María með kærastanum sínum, hjartalækninum Sigurpáli Scheving, en Ragnhildur með sínum kærasta, knattspyrnustjörnunni Hauki Inga Guðnasyni. Fréttakonan Lillý Valgerður Pétursdóttir á Stöð 2 er einnig ófrísk en hún á að eiga í maí. Katrín Brynja birtist landsmönnum á skjánum fram á síðasta dag en það er spurning hvort hún eigi eftir að birtast aftur í þuluhlutverkinu þar sem öllum þulunum hefur verið sagt upp störfum. ÞRIÐJI SONURINN FÆDDUR FYRSTA RÚV-BARNIÐ KOMIÐ Í HEIMINN: 30 MIÐVIKUDAGUR 24. febrúar 2010 FÓLKIÐ Fegursta kona Íslands um þessar mundir, Guðrún Dögg Rún- arsdóttir ungfrú Ísland 2009, er einhleyp á ný eftir að sambandi hennar og Björns Bergmann Sig- urðssonar lauk nýverið. Parið var á forsíðu Séð og Heyrt í janúar en þar sagði Guðrún þau ekki láta það aftra sér þótt Björn væri búsettur í Noregi þar sem hann leikur með Lilleström. Björn, sem Séð og Heyrt nefnir Beck- ham Íslands, er frá Akranesi, líkt og Guðrún, en samband þeirra hófst um jólin og var því nokkuð skammlíft. EINHLEYP Á NÝ „Ég er búinn að vera lengi með byssuleyfi og búinn að skjóta frá því ég man eftir mér. Ég á samt ekki vopn í þetta. Ég fæ það lán- að,“ segir Skjöldur Sigurjónsson, eigandi verslunarinnar Kormáks og Skjaldar, en hann var einn af þeim heppnu sem fengu hrein- dýraleyfi úthlutað þegar Um- hverfisstofnun dró úr umsókn- um. Skjöldur hefur oft sótt um að fá að veiða hreindýr áður en aldrei fengið fyrr en nú. „Ég hef farið á hreindýraveiðar áður, en ekki skotið dýr. Ég hef farið með og fundist mjög gaman,“ segir Skjöldur en hann mun væntan- lega slá í gegn uppi á heiði, enda þekktur fyrir að klæðast flottum fötum – hvar og hvenær sem er. FÉKK HREINDÝR SKJÖLDUR Þriðji sonurinn Katrín Brynja ásamt þeim Mána Frey og Nóa Baldri. Nú hefur þriðji sonurinn bæst í hópinn og eflaust mikil hamingja á heimilinu. Óheppinn fyrirliði Kári Ársælsson grætur bíllykl- ana og jakkann sem stolið var úr klefa Breiðabliks. BMW-inn Bíll Kára hefur staðið fyrir utan vel vaktaða Fífuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.