Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 ÆTTFRÆÐI Frú Vigdís Finnbogadóttir FORSETI ÍSLANDS 1980–1996 Vigdís fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk stúd- entsprófi frá MR 1949, stundaði nám í frönsku og frönskum bókmennt- um við háskólann í Grenoble og Sor- bonne í París, með leikbókmenntir sem sérsvið, 1949-53, og nám í leik- listarsögu við Kaupmannahafnar- háskóla 1957-58. Auk þess lauk hún BA-prófi í ensku og frönsku við HÍ og lauk þaðan prófi í uppeldis- og kennslufræði. Vigdís var blaðafulltrúi Þjóðleik- hússins og ritstjóri leikskrár 1954- 57 og 1961-64. Hún var um skeið leiðsögumaður og kynningarfulltrúi Ferðaskrifstofu ríkisins á erlendri grund og gagnvart erlendum rithöf- undum og kvikmyndatökumönnum hér á landi, auk þess sem hún skipu- lagði námskeið fyrir leiðsögumenn á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins um árabil. Vigdís var frönskukennari við MR 1962-67, kenndi frönsku við MH 1967-72 þar sem hún skipulagði jafn- framt frönskunám skólans, sá um frönskukennslu í sjónvarpi 1970-71 og kenndi franskar leikbókmenntir við HÍ 1972-80. Vigdís var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-80. Hún var einn af stofnendum tilraunaleikhúss- ins Grímu 1962, var forseti Alliance Francaise 1975-76, sat í ráðgefandi nefnd um menningarmál Norður- landa 1976-80 og var þar formaður 1978-80. Vigdís var kjörin forseti íslenska lýðveldisins 1980 og er fyrsta konan í heiminum sem kjörin er þjóðhöfð- ingi í lýðræðislegum kosningum. Hún var endurkjörin 1984, 1988 og 1992 en gaf ekki kost á sér til endur- kjörs 1996. Frá því Vigdís lét af embætti for- seta Íslands hafa henni verið falin margvísleg trúnaðarstörf á alþjóða- vettvangi. Hún er velgjörðarsendi- herra Sameinuðu þjóðanna fyrir tungumál mannkyns og hefur ver- ið formaður Heimsráðs um siðferði i vísindum og tækni, hjá UNESCO, sem m.a. fjallar um tölvutækar upp- lýsingar. Hún var skipuð velgjörðarsendi- herra Sameinuðu þjóðanna í bar- áttu gegn kynþáttafordómum og útlendingaandúð með tilliti til und- irbúnings á heimsþingi um málefn- ið á vegum Sameinuðu þjóðanna i Suður-Afríku árið 2001 og situr nú í nýrri heimsnefnd sem fjallar um samskipti ólíkra menningarsvæða í þágu friðar. Hún átti sem stjórnarfor- maður mikilvægt frumkvæði að því að láta endurreisa hið forna pakk- hús við Grönlands Handels Plads sem aðsetur Den Nord-Atlantiske Brygge, menningar-, rannsókna- og viðskiptaseturs í Kaupmannahöfn fyrir Norðvestur-Atlantshafsþjóðirn- ar. Þá hefur hún starfað um árabil í Club de Madrid, Samtökum fyrrver- andi forseta og forsætisráðherra, og situr þar í stjórn. Rannsóknastofnun í erlendum tungumálum innan Hugvísinda- sviðs Háskóla Íslands hefur borið nafn frú Vigdísar Finnbogadóttur frá 1.10. 2001. Sú nafngift var ákveðin í tengslum við 90 ára afmæli Háskóla Íslands og Evrópska tungumálaár- ið. Vigdís hefur sjálf komið mikið að starfsemi stofnunarinnar og komið fram í hennar nafni, hér á landi en einkum erlendis. Ævisaga Vigdísar Finnbogadótt- ur, Vigdís – Kona verður forseti, kom út haustið 2009, skáð af Páli Valssyni sagnfræðingi. Fjölskylda Kjördóttir Vigdísar er Ástríður Magn- úsdóttir, f. 18.10. 1972, myndlistar- maður, en maður hennar er Eggert Elmar Þórarinsson tæknifræðing- ur og eru dætur þeirra Aþena Vigdís Eggertsdóttir, f. 21.3. 2000, Eva María Eggertsdóttir, f. 3.1. 2004, og Ásta Sig- ríður Eggertsdóttir, f. 16.10. 2009. Bróðir Vigdísar var Þorvaldur, f. 21.12. 1931, d. 3.8. 1952, verkfræði- stúdent. Foreldrar Vigdísar voru Finnbogi Rútur Þorvaldsson, f. 22.1. 1891, d. 6.1. 1973, prófessor í verkfræði við HÍ, og k.h., Sigríður Eiríksdóttir, f. 16.6. 1894, d. 23.3. 1986, hjúkrunar- kona og formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna til fjölda ára (nú Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga). Ætt Bróðir Finnboga var Búi mjólkur- fræðingur, faðir Kristjáns guðfræði- prófessors, Þorvaldar eðlisfræðings, Þórðar verkfræðings, og Magdal- enu Jórunnar hjúkrunarfræðings. Finnbogi var sonur Þorvalds, pr. í Sauðlauksdal, bróður Jóns, lang- afa Hans G. Andersen sendiherra. Annar bróðir Þorvalds var Ingi- mundur, langafi Ragnars Tómasson- ar lögfræðings. Hálfsystir Þorvalds, sammæðra, var Sigríður, langamma Friðriks Pálssonar hótelstjóra. Þorvaldur var sonur Jakobs, pr. í Steinnesi, bróður Ásgeirs, dbrm. á Lambastöðum, langafa Önnu, móð- ur Matthíasar Johannessen, skálds og fyrrv. Morgunblaðsritstjóra. Ásgeir var einnig langafi Lárus- ar Blöndal bókavarðar, föður Bene- dikts Blöndal hæstaréttadómara, Halldórs Blöndals, fyrrv. ráðherra og alþingisforseta og Haralds Blön- dal hrl. Móðir Þorvalds var Þuríður, systir Sigríðar, konu Ásgeirs. Þuríð- ur var einnig systir Guðrúnar, lang- ömmu Þorsteins Ö. Stephensen leik- ara og Guðrúnar, móður Ögmundar Jónassonar alþm. Bróðir Þuríðar var Ólafur, pr. í Viðvík, langafi Þorvald- ar í Arnarbæli, föður Ásdísar Kvar- an lögfræðings. Hálfsystir Þuríðar var Rannveig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar mennta- málaráðherra, föður Vilmundar ráð- herra og prófessoranna Þorvaldar hagfræðings og Þorsteins heimspek- ings. Þuríður var dóttir Þorvaldar, pr. og skálds í Holti Böðvarssonar, pr. i Holtaþingum, bróður Ögmundar, pr. í Krossi í Landeyjum, afa Tómas- ar Sæmundssonar Fjölnismanns, afa Jóns Helgasonar biskups. Systir Jóns biskups var Álfheiður, amma Sig- urðar Líndal lagaprófessors. Bróðir Jóns biskups var Tómas héraðslækn- ir, faðir Helga yfirlæknis, föður Tóm- asar yfirlæknis og Ragnhildar, fyrrv. alþm. og ráðherra. Böðvar var sonur Högna, prestaföður á Breiðabólstað Sigurðssonar. Móðir Finnboga Rúts var Magda- lena Jónasdóttir, b. á Hallbjarnar- eyri í Eyrarsveit Jónssonar, og Krist- ínar Bergsdóttur, b. á Hvalgröfum á Skarðsströnd Búasonar, og Kristínar Sturlaugsdóttur. Sigríður var dóttir Eiríks, trésmiðs í Reykjavík, bróður Einars, b. í Mið- dal, föður Guðmundar frá Miðdal, myndlistarmanns, föður Errós, Ara Trausta jarðfræðings og Egils arki- tekts. Dóttir Einars var Sigríður, móðir Jónínu Margrétar Guðnadótt- ur sagnfræðings og Bergs Guðnason- ar lögfræðings, föður Guðna, fyrrv. knattspyrnumanns. Önnur dóttir Einars var Karólína, móðir Hlédís- ar Guðmundsdóttur læknis. Þriðja dóttir Einars var Inga, móðir Þuríð- ar Sigurðardóttur söngkonu. Syst- ir Eiríks var Guðbjörg, móðir Gríms Norðdahl á Úlfarsfelli, og Harald- ar Norðdahl, föður Skúla Norðdahl arkitekts. Eiríkur var sonur Guð- mundar, b. í Miðdal, bróður Margrét- ar, langömmu Ólafs Kr. Magnússon- ar, ljósmyndara Morgunblaðsins, og Gunnars, föður Magnúsar for- stjóra. Margrét var einnig langamma Vilborgar Kristjánsdóttur, fyrrv. full- trúa á skrifstofu forseta Íslands, móður Heiðu arkitekts. Guðmund- ur var sonur Einars, b. á Álfsstöðum á Skeiðum, bróður Guðmundar ríka, b. í Miðdal og Haukadal, föður Jóns, ættföður Setbergsættar, föður Ing- veldar, ömmu Helenu Eyjólfsdótt- ur söngkonu og Árnu, móður Mörtu Guðjónsdóttur, fyrrv. formanns Varðar, en systir Ingveldar var Sig- ríður, langamma Harðar Sigurgests- sonar, fyrrv. forstjóra Eimskips. Ein- ar var sonur Gísla, b. á Álfsstöðum Helgasonar, bróður Ingveldar, móð- ur Ófeigs Vigfússonar ríka á Fjalli, langafa Gretars Fells, og Ingveldar, langömmu Guðríðar í Tryggvaskála, ömmu Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Móðir Einars var Ing- veldur Jónsdóttir, systir Þorsteins, langafa Hannesar Þorsteinssonar, ritstjóra og þjóðskjalavarðar, og Þor- steins Þorsteinssonar hagstofustjóra, langafa Hannesar Högna Vilhjálms- sonar, prófessors við HR. Systir Hannesar og Þorsteins var Jóhanna Þorsteinsdóttir, móðir Óskars Gísla- sonar kvikmyndagerðarmanns og Alfreðs Gíslasonar bæjarfógeta, föð- ur Gísla, fyrrv. þjóðleikhússtjóra. Jó- hanna var einnig amma Ævars Kvar- an leikara. Móðir Guðmundar var Margrét Hafliðadóttir. Móðir Eiríks Guðmundssonar, Vigdís, var systir Helgu, langömmu Jóns Eiríkssonar, oddvita í Vorsabæ á Skeiðum. Vig- dís var dóttir Eiríks, b. í Vorsabæ Haf- liðasonar, bróður Elínar, langömmu Gunnars Guðmannssonar, fyrrv. for- stjóra Laugardalshallarinnar, Sigur- geirs Guðmannssonar, fyrrv. fram- kvæmdastjóra ÍBR, og Kristbjargar, móður Sigurðar Sigurjónssonar leikara. Elín var einnig langamma Gunnlaugs, föður Jóns Steinars hæstaréttardómara. Þá var Elín lang- amma Ísleifs Jónssonar verkfræðings og amma Ólafar, ömmu Guðrún- ar Helgadóttur rithöfundar. Elín var einnig móðir Hafliða, afa Sigurliða Kristjánssonar kaupmanns. Önnur systir Eiríks í Vorsabæ var Ingveldur, amma Gísla Gunnarssonar, fyrrv. pr. í Glaumbæ, og langamma Vilhjálms, föður Manfreðs Vilhjálmssonar arki- tekts. Bróðir Eiríks var Þorsteinn, langafi Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Móðir Sigríðar Eiríksdóttur var Vilborg, systir Guðna á Keldum, langafa Björns Vignis Sigurpálsson- ar blaðamanns. Vilborg var dóttir Guðna, b. á Keldum í Mosfellssveit, bróður Þorvarðar, langafa Margrét- ar Sigurðardóttur, móður Bjarg- ar Sveinsdóttur myndlistarmanns. Guðni var sonur Guðna, b. í Saurbæ í Ölfusi, bróður Sigríðar, langömmu Halldórs Laxness og Guðna Jónsson- ar prófessors, föður prófessoranna Bjarna og Jóns. Guðni var sonur Gísla, b. í Reykjakoti i Ölfusi, bróður Guðmundar, afa Ólafs, afa Þórhalls Vilmundarsonar prófessors og lang- afa Ólafs Ólafssonar, fyrrv. landlækn- is og listfræðinganna Gunnars Kvar- an og Ólafs Kvaran. Annar bróðir Gísla var Jón, lang- afi Konráðs, langafa Júlíusar Haf- stein sendiherra. Systir Gísla var Ing- veldur, langamma Valgerðar, ömmu Guðmundar H. Garðarssonar, fyrrv. alþm. og framkvæmdastjóra Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, og Vals Valssonar bankastjóra. Gísli var son- ur Guðna, ættföður Reykjakotsættar Jónssonar. Móðir Vilborgar var Ástríður Finnsdóttir. Í tilefni afmælisins verður efnt til hátíðardagskrár í Háskólabíói undir heitinu Þú siglir alltaf til sama lands, sem er upphafslína í ættjarðarljóði eftir góðan vin Vigdísar, Þorstein heitinn Gylfason heimspekiprófess- or. Dagskráin verður opin almenn- ingi. Þar verður ljóðalestur, söngur, flutningur úr leikverkum og fleira. Sjónvarpað og útvarpað verður beint frá hátíðinni, sem ríkisstjórn- in, Reykjavíkurborg og Háskólinn efna til í samvinnu við félagasamtök og stofnanir sem tengjast starfsvett- vangi og hugðarefnum Vigdísar. Dagskráin er afmælisgjöf til Vig- dísar og gefa listamenn vinnu sína. Listrænn stjórnandi dagskrárinnar er Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri. 80 ÁRA Á MORGUN Starfsemi Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum beinist að rannsóknum í þeim tungu- málum sem kennd eru við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið stofn- unarinnar eru bókmenntir; málvís- indi, s.s. almenn málvísindi, kennsla erlendra tungumála, máltaka, sam- anburðarmálvísindi og táknfræði; menningarfræði og menningarlæsi; tungumál í tengslum við atvinnulíf, s.s. í viðskiptum og ferðaþjónustu, og þýðingarfræði. Með byggingu húss Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum hyggst stofnun- in nú setja á laggirnar alþjóðlega tungumálamiðstöð um tungumál og menningu með fullkominni að- stöðu til kennslu og rannsókna og til að miðla þekkingu um tungumál og menningu. Verkefnið hefur verið kynnt hér- lendis sem erlendis og hvarvetna hlotið góðar undirtektir. Háskólaráð hefur samþykkt að leggja 300 millj- ónir króna til verkefnisins og eina af verðmætustu lóðum sínum, ef unnt reynist að fjármagna verkefnið að öðru leyti, en tungumálamiðstöðin verður rekin innan vébanda Háskóla Íslands. Til þessa verkefnis hafa þegar fengist umtalsverðir styrkir. Fyrrver- andi aðalframkvæmdastjóri menn- ingarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, hr. Koichiro Matsuura, hefur fyrir hönd stofnunar sinn- ar mælt með verkefninu og lýst yfir stuðningi við það. Á næstu mánuð- um verður leitað eftir stuðningi við verkefnið hjá innlendum og erlend- um sjóðum, fyrirtækjum og einstakl- ingum. Með því að setja á laggirnar slíka tungumálamiðstöð á Íslandi vill Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stuðla að aukinni tungumálakunn- áttu og menningarlæsi á Íslandi og vekja athygli á heimsvísu á gildi slíkr- ar menntunar. Jafnframt vill stofn- unin auka þekkingu á tungumálum og vekja unga sem aldna til vitund- ar um veigamikið hlutverk þeirra fyrir menningu einstakra málsvæða, sem og fyrir heimsmenninguna. Í samvinnu við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir, vísindamenn og alla þá sem láta sig tungumál varða, vill stofnunin leggja sinn skerf til eflingar og viðgangs tungumála og þeirrar menningar sem þeim tengist. Þá vill stofnunin styðja við og halda áfram því brautryðjandastarfi sem Vigdís Finnbogadóttir hefur beitt sér fyrir á alþjóðavettvangi sem velgjörðarsendiherra tungumála heims hjá menningarstofnun Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO). Síðast en ekki síst er tilgangurinn að heiðra framlag Vigdísar til tungumála, bæði móðurmálsins og erlendra mála, jafnt heima sem heiman. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum: ALÞJÓÐLEG TUNGUMÁLAMIÐSTÖÐ Vigdís Finnbogadóttir Velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir tungu- mál mannkyns í góðra vina hópi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.