Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 Þó svo að útrásarvíkingar og eigendur og stjórnendur viðskiptabankanna færi lögheimili sín til annarra landa kem- ur það þeim ekki undan íslenskri rétt- vísi, hafi þeir gerst brotlegir við lög hér á landi. Pálmi Haraldsson, oftast kenndur Þó svo að útrásarvíkingar og eig- endur og stjórnendur viðskipta- bankanna færi lögheimili sín til annarra landa kemur það þeim ekki undan íslenskri réttvísi, hafi þeir gerst brotlegir við lög hér á landi. Pálmi Haraldsson, oftast kennd- ur við Fons og einn af aðaleigend- um Glitnis fyrir bankahrun, hefur flutt lögheimili sitt úr landi, nán- ar til tekið til Bretlands. Það gerði hann í desember síðastliðnum með formlegri tilkynningu til Þjóð- skrár og gekk breytingin í gegn 31. desember. Þar með bættist Pálmi í glæstan hóp útrásarvíkinga og lykilpersóna í aðdraganda íslenska bankahruns- ins sem flutt hafa lögheimili sín. Skömmu síðar fluttu auðhjónin Jón Ásgeir Jóhannesson, annar aðaleig- enda Glitnis, og Ingibjörg Pálma- dóttir lögheimili sitt til Bretlands. Það gerðu þau formlega í janúar síðastliðnum. Samkvæmt Þjóðskrá færði Jón Ásgeir lögheimili sitt þann 22. janú- ar en Ingibjörg skráði breytinguna viku síðar. Þessi breyting á lögheim- ili þeirra hjóna gæti orðið til þess að ekki verði hægt að stefna þeim hérlendis vegna riftunar fjármála- gjörninga eða koma þeim í gjald- þrot hjá dómstólum hér á landi. Þannig gæti Pálmi líka sloppið. Glæstur hópur Fyrir í breska konungsveldinu var að finna bankamennina Ágúst Guðmundsson, starfandi stjórnar- formann Exista og stóran hluthafa í Kaupþingi, Ármann Harra Þor- valdsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupthing Singer & Friedlander í London, Björgólf Thor Björgólfs- son, athafnamann og einn aðal- eiganda Landsbankans fyrir hrun, Hannes Smárason, fyrrverandi for- stjóra FL Group og einn eigenda Glitnis, Jón Þorstein Jónsson, fyrr- verandi stjórnarformann Byrs, Lár- us Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lýð Guðmundsson, for- stjóra Exista og stóran hluthafa í Kaupþingi, og Sigurð Einarsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings. Íslensku bankamennina er að finna víðar í veröldinni en á Bret- landi. Þannig býr Halldór J. Krist- jánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, í Kanada, Hreið- ar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, býr í Lúx- emborg, Ólafur Ólafsson, einn af kaupendum Búnaðarbankans í einkavæðingu ríkisbankanna, í Sviss og Magnús Þorsteinsson, einn af aðaleigendum Landsbankans, í Rússlandi. Ofurlaunamenn Stærstu eigendur allra stóru bank- anna fengu óeðlilega greiðan að- gang að lánsfé hjá þeim banka sem þeir áttu, að því er virðist í krafti eignarhalds síns. Á sama tíma greiddu stjórnendur bankanna sér ofurlaun og bónusa. Bankastjór- TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is ÍSLAND n 48 MILLJÓNIR Á MÁNUÐI Bjarni Ármannsson var með nærri 50 milljónir króna á mánuði sem bankastjóri Glitnis. Flutti til Noregs fyrir bankahrunið en býr nú á Íslandi. Festi kaup á súkkulaðiverksmiðju en lítið annað er vitað um ferðir hans. Hluti skulda hans var afskrifaður við fall Glitnis, eða rúmlega 800 milljónir króna, og lýsti hann því þá yfir að það hefði verið óábyrg meðferð á fé hefði hann borgað skuldina. n KVIKNAÐI Í KOKTEILBOÐI Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórn- arformaður Landsbankans, segir hugmyndina að kaupum bankans hafa kviknað í kokteilboði í Lundúnum. Hann hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna 96 milljarða króna skulda. Þegar staða Björgólfs var sem best voru eignir hans metnar á 169 millj- arða en þær þurrkuðust nær upp í bankahruninu. n ENN VIÐ VÖLD Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus og einn eigenda Glitnis, er meðal þeirra sem rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkunum í skjóli eigendavalds síns. Sjálfur hefur hann fullyrt að hann og fjölskylda hans ætli að borga allar sínar skuldir. Baugur Group var úrskurðað gjaldþrota í mars síðastliðnum og fjallað hefur verið um gífurlegar skuldir fyrirtækisins. n 30 MILLJÓNIR Á MÁNUÐI Ef tekið er mið af nafnbreytingu launa hækkuðu laun Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, áttfalt á fjögurra ára tímabili. Árið 2004 hafði hann rúmar 40 milljónir í laun á meðan árslaun hans árið 2008 voru komin upp í rúmar 355 milljónir króna. Hann stofnaði ráðgjafarfyrirtæki og kenndi námskeið í háskólum eftir bankahrunið. Er undir rannsókn hjá Fjármála- eftirlitinu vegna kúlu- láns og hjá sérstökum saksóknara vegna Ímon-málsins. ENGLAND n ÓEÐLILEG FYRIRGREIÐSLA Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Baugs og einn aðaleigenda Glitnis, er talinn hafa misnotað eigendavald sitt og hefur honum verið stefnt af þeim sökum. Sjálfur hefur hann sagst hafa verið að grínast þegar hann lét skína í vald sitt. Sem eigandi banka telur rannsóknarnefnd Alþingis hann hafa notið óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu líkt og aðrir eigendur bankanna. n STEFNT AF ÞROTABÚI Áhættuskuldbindingar vegna Fons og tengdra félaga þess, í eigu Pálma Haraldssonar, eins af aðaleigendum Glitnis, námu 24 milljörðum króna við bankahrunið. Það kom rannsóknar- nefnd Alþingis á óvart hversu viljugur Glitnir var að lána félögum Pálma, án trygginga. Pálmi stendur höllum fæti eftir að eignarhaldsfélag hans, Fons ehf., var úrskurðað gjaldþrota með tuttugu milljarða á bakinu. Efnahagsbrotadeild rannsakar hvort Pálmi hafi grætt milljarða á kostnað hluthafa í FL Group. n RYKSUGUÐU BANKANA Starfandi stjórnarformaður Exista, Ágúst Guð- mundsson, var stór hluthafi í Kaupþingi en eigendur stóru bankanna eru sakaðir um að hafa ryksugað bankana innan frá. Þannig hafi eigendurnir hlotið óeðlilega lánafyrirgreiðslu en auk þess að vera eigendur bankanna var þá flesta að finna meðal stærstu skuldara bankanna. n ÁTTI AÐ KÆRA TIL LÖGREGLU Kæra átti Landsbankann til lögreglu. Það er mat rannsóknarnefndar Alþingis vegna brota á lögum um fjármálafyrirtæki þar sem skuld- bindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar gagnvart bankanum hafi verið allt of háar. Fulltrúar rannsóknarnefndarinnar telja ljóst að kæra hefði mátt Landsbankann til lögreglu fyrir brot sín. Samkvæmt lögum getur refsing við slíkum brotum numið allt að tveggja ára fangelsisvist. Hann var jafnframt meðal stærstu skuldara Landsbankans við fall bankans. n TUGMILLJARÐA SKULDIR Skuldir Hannesar Smárasonar, fyrrverandi forstjóra FL Group og eins eigenda Glitnis fyrir hrun, nema hátt í 45 milljörðum króna. Hann er til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild vegna FL Group og skattalagabrota. Eignir Hannesar, sem námu 30 milljörðum fyrir aðeins einu og hálfu ári, eru nánast verðlausar í dag. Í viðtali árið 2007, þegar allt gekk svo vel, sagði Hannes: „Kannski er maður pínulítið að sýna umheiminum fram á það að við Íslendingar getum gert eitthvað.“ n 33 MILLJÓNIR Á MÁNUÐI Lárus Welding fékk greiddar 300 milljónir króna fyrir að byrja í vinnunni sem forstjóri Glitnis eftir að Bjarni Ármannsson hætti. Skömmu fyrir hrun sagði hann að bankinn væri í fínum málum en hreinsaði á sama tíma eigin reikninga. Hann skipti um nafn eftir bankahrunið og heitir nú Lárus W. Snorrason. Þegar undirmenn Lárusar báðu ítrekað um launahækkanir svaraði hann meðal annars: „Hættið þið bara að kaupa ykkur Porsche og drekka svona mikið brennivín og þá líður ykkur betur, hættið að skipta um eiginkonur, það mun spara ykkur mikla peninga.“ n STÓR SKULDARI Forstjóri Exista og stór eigandi í Kaupþingi. Í gegnum eignarhlutann í bankanum komst Lýður Guðmundsson, og félagar hans hjá Exista, yfir mikið lánsfé og við fall Kaupþings var fyrirtækið annar stærsti skuldarinn við bankann. n ÓHEYRILEGA LÁG LAUN Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaup- þings, ákvað launabónus undirmanns í stuttu tölvuskeyti upp á tæpar 200 milljónir króna. Í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis lét hann hafa eftir sér: „Við erum í samkeppni um starfsmenn á sumum stöðvunum þar sem við erum að borga mjög lág laun þó að þau, í samhengi hér heima, þættu alveg óheyrilega há. Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyrilega lág. Það er nefnilega þannig.“ KANADA n 12 MILLJÓNIR Á MÁNUÐI Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson, var með tæpar 34 milljónir í árslaun 2004 en laun hans höfðu fjórfaldast fjórum árum síðar. Þá var hann með nærri 140 milljónir króna í árslaun. Halldór er farinn af landi brott og fluttur til Kanada. Hann starfar þar sem framkvæmdastjóri hjá kanadísku orku- og fjárfestingafyrirtæki. VÍKINGAR UM VÍÐA VERÖLD Pálmi Haraldsson í Fons flutti nýverið lögheimili sitt til Bret- lands. Það gerðu auðhjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ás- geir Jóhannesson líka í janúarmánuði síðastliðnum. Slíkur flutningur gæti orðið til þess að ekki verði hægt að stefna þeim hérlendis. Þau bætast þar með í glæstan hóp bankamanna sem skráðir eru erlendis. OFURLAUNAMENN FLÝJA LAND Flutt Jón Ásgeir Jóhannesson og eigin- kona hans Ingibjörg Pálmadóttir færðu lögheimili sitt þann 22. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.