Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Blaðsíða 11
14. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 11
Já, þetta er svona vitlaust. Og svo
lagði ég á.“
Samskipti við forsætisráðherra
Geir Haarde, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, hefur unnið mikið með
Davíð Oddssyni í gegnum tíðina
og sagði í skýrslutöku rannsóknar-
nefndar að vinskapur þeirra næði
fjörutíu ár aftur í tímann. Geir sagði
að Davíð væri óútreiknanlegur. „Og
það má segja að það hafi flækt okk-
ar samstarf, vegna þess að maður gat
ekki alltaf áttað sig á því hvenær var
hann að tala við mann, sem hann er
búinn að þekkja svona lengi og hef-
ur sopið marga fjöruna saman með?
Hvenær var hann að tala við mig sem
minn forveri í starfi út af einhverju
sem hann vissi? Og hvenær var hann
embættismaðurinn að ráðleggja for-
sætisráðherranum? Þetta var flók-
ið, sérstaklega vegna þess að hon-
um hættir til að vera stóryrtur, taka
djúpt í árinni, „dramatísera“ og gera
hlutina jafnvel leikrænt þegar hann
[er] í „essinu“ sínu og þetta gerði það
að verkum að maður gat ekki alltaf,
maður vissi ekki alltaf í hvoru hlut-
verkinu maður var eða hann.“
Lamdi fast í borðið
Þriðjudaginn 30. september 2008
kynnti Davíð Oddsson sér lánabók
Glitnis. Í skýrslutöku rannsóknar-
nefndarinnar sagði Davíð þetta:
„Ég varð nú eiginlega fyrir „sjokki“
þarna daginn eftir að menn ætla
að taka Glitni yfir, þá sé ég í fyrsta
skipti svona útdrátt úr lánabók, um
stærstu skuldara, og þá sé ég að eig-
andi bankans virðist í þeim tölum
skulda 170 milljarða, en reyndar
reyndust það nú vera 300 og eitt-
hvað milljarðar. Þá er forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins staddur í bankan-
um og mér varð svo mikið um þetta
að ég hljóp niður á 1. hæðina, þar
sem hann var, og kallaði hann yfir
í næsta herbergi og sýndi honum
þessar tölur, þar sem var sko Baug-
ur, Gaumur og FL Group og Landic
Property og bara 360... þá sagði for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins: „Þú mis-
skilur þetta, þetta eru ekkert sömu
aðilarnir.“ Þá lamdi ég nú fast í borð-
ið og sagði: „Þú talar ekki svona við
mig drengur.“ En ég áttaði mig ekk-
ert á því... mér fannst hann vera að
gera grín að mér. En þetta var miklu
verra því að svo voru þarna nöfn,
sem ég hafði ekki þekkingu á, að
voru sömu aðilarnir.“
200.000 króna rauðvín
Í skýrslunni er mikið fjallað um
kröfu breska seðlabankans um að
íslensk stjórnvöld myndu fara í það
að minnka bankakerfið. Davíð hafði
þetta um þau mál að segja fyrir rann-
sóknarnefndinni: „Meginskýring-
in var sú að þeir menn sem þarna
þurfti að taka á, þeir voru búnir að
vera stórkostlegir gleðigjafar fyrir
þjóðfélagið. Stórkostlegir gleðigjaf-
ar fyrir þjóðfélagið, m.a.s. að þegar
var verið að hugsa um framhaldið þá
var alltaf Sigurður Einarsson kallað-
ur til og gerður að stjórnarformanni
í einhverjum nefndum sem áttu að
undirbúa framhaldið, hvernig sem
að hann hafði – núna tala menn um
ofurlaun – hvernig sem hann hafði
borgað sér 500 til 600 milljónir. Þó
að allir þessir menn vissu að hann
væri opnandi rauðvínsflöskur sem
kostuðu 200.000 krónur, flösku eftir
flösku eftir flösku.“
„ÞÚ TALAR EKKI SVONA
VIÐ MIG DRENGUR“
Fræg mynd Margt af því sem kemur fram í skýrslum sem
teknar voru af Davíð Oddssyni var sagt fyrst á þessum tíma
þegar hann var í ökumannssætinu á leið út úr Seðlabank-
anum um það leyti sem Glitnir féll. MYND RÓBERT REYNISSON
Rannsóknarnefnd Alþingis bar vanrækslusyndir á Davíð
Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóra, í átta liðum. Aðeins
nokkrir þeirra rötuðu inn í niðurstöður rannsóknarskýrsl-
unnar með rökstuðningi um vanrækslu.
„Hvergi mistök
eða vanræksla“
Alls fengu tólf einstaklingar bréf
frá rannsóknarnefnd Alþingis í
febrúar síðastliðnum, fjórir ráð-
herrar og átta embættismenn. Þeir
fengu frest til andmæla svo sem lög
bjóða.
Nefndin sendi Davíð Oddssyni,
fyrrverandi formanni bankastjórn-
ar Seðlabankans, bréf um átta mis-
munandi athugunarefni sem hvert
um sig flokkast sem mistök eða
vanræksla af hálfu hans.
Í fyrsta lagi rakti nefndin álita-
mál varðandi veðlán Seðlabankans
til fjármálafyrirtækja, einkum Icea-
bank. Telur rannsóknarnefndin að
bankarnir hafi farið í kringum þá
reglu Seðlabankans að lán séu ekki
veitt gegn veði í eigin skuldabréf-
um bankanna. Eins og menn muna
tapaði Seðlabankinn hundruð-
um milljarða á lánveitingum gegn
ófullnægjandi veðum.
Í endanlegri gerð skýrslunnar er
ekki að sjá að rannsóknarnefndin
hafi talið þessi áhættusömu útlán
Seðlabankans til vanrækslusynda
eða mistaka. Undir lokin voru
bankarnir komnir fram á hengi-
flug. „Bankarnir áttu þá ekkert til
(...) bankarnir voru að deyja,“ sagði
Davíð í skýrslutöku.
Glitnir og Landsbanki
Í öðru lagi athugaði rannsóknar-
nefndin hvort seðlabankastjórn-
in hefði gerst sek um vanrækslu
eða mistök þegar bankinn afl-
aði ekki upplýsinga um skipt-
ingu innlána erlendra aðila milli
útibúa erlendis og starfsstöðva
bankanna hér á landi. Nefndin
taldi það vera lykilatriði að Seðla-
bankinn aflaði sér upplýsinga til
að geta betur mætt útgreiðslum
ef áhlaup yrði.
Í þriðja lagi athugaði rann-
sóknarnefndin viðbúnað varð-
andi söfnun innlána erlendis og
stöðu Tryggingasjóðs innstæðu-
eigenda og fjárfesta. Svo var að
sjá sem Seðlabankinn fylgdist illa
með tilraunum til þess að flytja
Icesave-innlán Landsbankans í
breska lögsögu þótt augljóslega
drægi það úr áhættu og yki fjár-
málastöðugleika.
Nefndin spurðist í fjórða lagi
fyrir um beiðni Landsbankans um
2,5 milljarða punda, jafnvirði 390
milljarða króna fyrirgreiðslu í ág-
úst 2008 til þess að flytja Icesave
í dótturfyrirtæki. Athugaði rann-
sóknarnefndin hvort það gæti tal-
ist vanræksla af hálfu Seðlabank-
ans að sinna illa svo alvarlegu
erindi en reyna þess í stað frekar
á þolrif breska fjármálaeftirlitsins
sem virtist hafa miklar áhyggjur
af Icesave líkt og Bank of England.
Þetta atriði og síðari liðir, sem
varða yfirtöku Seðlabankans á
Glitni, fjalla um meintar van-
rækslusyndir stjórnar Seðlabank-
ans, en þeir eru hluti af endanlegri
niðurstöðu rannsóknarnefndar-
innar.
Reynir á manndóm
nefndarmanna
Davíð andmælti nefndinni með
48 blaðsíðna greinargerð. Þar
er langt mál um mögulegt van-
hæfi tveggja rannsóknarnefndar-
manna, Sigríðar Benediktsdóttur
og Tryggva Gunnarssonar.
Í einum töluliðanna átta seg-
ir Davíð meðal annars: „Nú er það
svo að hver læs maður sér það í
sviphendingu að ekkert þeirra at-
riða sem til „athugunar“ er í tölu-
liðum 1 – 8 hafa „öðru fremur“ haft
þýðingu fyrir þá atburðarás sem
leiddi til falls bankanna.“
Hann bætir við á öðrum stað:
„Eins og áður er tekið fram virðast
allmörg „athugunarefni“ nefnd-
arinnar byggð á því að hægt sé að
teygja verkefni Seðlabankans um
fjármálastöðugleika langt út fyrir
það sem lög landsins og athuga-
semdir við lagafrumvörp marka þó
bankanum með skýrum hætti.“
Í lokin segir Davíð ennfrem-
ur: „Þegar þetta tvennt er skoðað
saman, að ekkert „athugunarefn-
anna“ er til komið vegna brota á
hinum tilgreindu lögum, sem Al-
þingi hefur falið nefndinni að huga
sérstaklega að og hitt sem nefnd-
in gefur sér sem forsendu, að þau
skuli „öðru fremur“ hafa haft þýð-
ingu fyrir fall bankanna, getur nið-
urstaðan aðeins orðið ein. Eina
málefnalega og sanngjarna nið-
urstaðan sem hægt er að komast
að er að bankastjórnin þáverandi
hafi hvergi gerst sek um mistök
eða vanrækslu sem hægt er að fella
undir þessi skilyrði. Reynir nú að-
eins á manndóm nefndarmanna
og að þeir séu ráðnir í að láta ekki
annað en málefnaleg sjónarmið
hafa áhrif á orð sín og gerðir.“
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Eina málefnalega og sanngjarna niður-staðan sem hægt er að komast að er að
bankastjórnin þáverandi hafi hvergi gerst sek
um mistök eða vanrækslu sem hægt er að fella
undir þessi skilyrði.
Glitnir yfirtekinn „Nú er það svo að hver læs maður sér það í sviphendingu að ekkert þeirra atriða sem til „athugunar“ er í
töluliðum 1 – 8 hafa... þýðingu fyrir þá atburðarás sem leiddi til falls bankanna,“ andmælir Davíð Oddsson.
Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónu-
lega sjá til þess að þér verði
ólíft á Íslandi það sem eftir er.