Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2010, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 14. apríl 2010 Björn Ingi Hrafnsson, Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson eru þeir þrír fjölmiðlamenn sem skulduðu bönkunum meira en eitt hundrað milljónir króna á árunum 2005 til 2008. Þetta kemur fram í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Björn Ingi, sem var þar til á mánudag ritstjóri vefmiðilsins Pressunnar, hafði i lok september 2008, örfáum dögum fyrir hrun, 563 milljónir króna að láni frá Kaupþingi. Samdi í september 2008 Fram kemur að lánin til Björns Inga hafi öll verið veitt af Kaupþingi. „Annars vegar voru lánin til Björns beint en þau voru hæst í lok sept- ember 2008, rúmar 100 milljónir króna. Hins vegar voru lán veitt til félags í hans eigu, Caramba-hug- myndir og Orð ehf. Þau lán voru því sem næst öll í formi framvirkra samninga um hlutabréf. Þau hluta- bréf sem hæstu samningarnir voru um voru í Kaupþingi, Exista, Bakka- vör og Spron,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að athyglivert sé að í september 2008 hafi félagið gert nýja samninga um kaup á hluta- bréfum í Exista, sem hafi numið 230 milljónum króna. „Við gerð þeirra samninga ríflega tvöfölduðust skuldir félagsins,“ segir í skýrslunni. Skuldaði líka hálfan milljarð Óli Björn Kárason skuldaði litlu minna en Björn Ingi. Hann skuld- aði, síðla árs 2005, 478 milljón- ir króna en á þeim tíma var hann eigandi og útgáfustjóri Viðskipta- blaðsins. Lánin voru öll veitt frá Kaupþingi og voru flest veitt til ÓB- fjárfestingar (í eigu Óla Björns) og félaga í meirihlutaeigu þess félags. Eitt þeirra félaga gaf út Viðskipta- blaðið. Óli Björn sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna þess sem fram kemur í skýrslunni að um eðlileg bankaviðskipti hafi ver- ið að ræða og lánin hafi snúist um endurfjármögnun fyrirtækja í hans eigu, meðal annars vegna útgáfu Viðskiptablaðsins. Sjálfur hafi hann ekki verið blaðamaður eða ritstjóri á þeim tíma. Hann segir að lokum að hann hafi í ársbyrjun 2007 selt hluti sína í Framtíðarsýn og Fiski- fréttum og þar með hafi viðskipta- sambandi hans við Kaupþing lokið. Styrmir Gunnarsson, fyrrver- andi ritstjóri Morgunblaðsins, skuldaði mest í ársbyrjun 2006, eða 154 milljónir króna. Fram kemur að lánin hafi verið í öllum stóru bönk- unum þremur. „Frá miðju ári 2007 voru lán hans við bankana þrjá undir 100 milljónum króna,“ að því er segir í skýrslunni. Í lax og gisti á Radisson Björn Ingi kemur raunar víðar við í skýrslunni. Í kaflanum um styrki og fríðindi til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna segir að íslensk- ir stjórnmálamenn virðist ekki hafa þegið boðsferðir frá bönkunum í miklum mæli. Björn Ingi Hrafns- son flaug þó til London, gisti á Rad- isson Edwarian í byrjun árs 2007 og var í veislu á Claridge's Hotel vegna Kaupthing Singer & Friedlander. „Björn Ingi Hrafnsson veiddi líka í boði Glitnis í Laxá í Leirársveit dag- ana 10.-11. júlí 2007, sem stjórn- armaður í Orkuveitunni,“ segir í skýrslunni. Segist aldrei hafa verið boðið í lax Í yfirlýsingu sem Björn Ingi birti á Pressunni á þriðjudag segir með- al annars: „Hið rétta í málinu er nefnilega auðvitað, að hér er ekk- ert ólöglegt á ferðinni. Ég hef aldrei þegið far í einkaþotu af bönkum eða öðrum stórfyrirtækjum, aldrei þegið boð í laxveiði frá fyrirtækj- um, á enga erlenda reikninga og hef aldrei tekið stöðu gegn krón- unni og þótt fyrirtæki í eigu minni og konu minnar, sem er löggiltur verðbréfamiðlari og sérfræðingur á þessu sviði, hafi átt í hlutabréfavið- skiptum og tekið lán í þeim tilgangi, eins og þúsundir annarra sambæri- legra félaga, þýðir það ekki að neitt óeðlilegt hafi verið á ferðinni,“ skrif- aði Björn Ingi Hrafnsson, um leið og hann tilkynnti um að hann myndi tímabundið stíga til hliðar sem rit- stjóri miðilsins. Fullyrðing hans um að hafa aldrei þegið laxveiðar frá fyrirtækj- um stangast á við það sem fram kemur í skýrslunni þar sem fullyrt er að Björn Ingi hafi veitt í Laxá í Leir- ársveit í boði Glitnis, sumarið 2007. „Töpuðum öllum okkar sparnaði“ Björn Ingi segist enn fremur í yfir- lýsingunni aldrei hafa fengið krónu afskrifaða í íslensku bankakerfi og að hann standi ekki vel fjárhagslega í dag, frekar en margir aðrir lands- menn. „Við hjónin töpuðum öllum okkar sparnaði og miklu meira en það í hruninu,“ segir Björn og segir það taka af öll tvímæli um að hann hafi vitað að bankarnir væru að fara í þrot. „Ég er að þessu sögðu vitaskuld jafnsannfærður og fyrr um að nafn mitt verði hreinsað og mun vinna að því ásamt mínum lögmanni,“ segir hann. Engir leynireikningar Björn Ingi vildi í samtali við DV engu svara til um það hvernig á því stæði að hann skuldaði bönkun- um hálfa milljarðinn; sagði raunar að það væri ekki hann sem skuld- aði þetta heldur félög í hans eigu. Í áðurnefndri yfirlýsingu vitn- ar Björn Ingi í gamla bloggfærslu þar sem fram kemur að hugmynd þeirra hjóna með fjárfestingum Caramba ehf. hafi auðvitað ver- ið að búa til sparnað og varasjóð. Áhætta þeirra hafi verið umtals- verð enda væru þau í persónuleg- um ábyrgðum fyrir félagið. „Félagið tók þátt í hefðbundnum og eðlileg- um verðbréfaviðskiptum, keypti og seldi hlutabréf, stundum gegn láni. Smám saman myndaðist nokkuð eigið fé,“ segir Björn Ingi. Hann segir hins vegar að skemmst sé frá því að segja að draumurinn um fjárhagslegt sjálf- stæði hafi gersamlega snúist upp í andhverfu sína. Félagið hafi tap- að öllu sínu og skuldirnar séu langt umfram verðlausar eignir. Þau hafi ekki verið svo forsjál að selja síðustu dagana fyrir hrun, eins og einhverj- ir hafi haft vit á að gera. „Við eigum engar innistæður í bönkum, enga fjármuni fengið gefins, enga leyni- reikninga í útlöndum og engar aðr- ar eignir. Höfum ekki breytt eignar- haldi á heimili okkar, verðum bara að takast á við okkar fjárhagslegu erfiðleika eins og aðrir og reyna að sigrast á þeim. Sama á við um bar- áttuna fram undan hjá svo fjöl- mörgum í þessu landi.“ SKULDUGIR RITSTJÓRAR Samanlagt skulduðu fjölmiðlamennirnir Björn Ingi Hrafnsson og Óli Björn Kárason milljarð króna fyrir bankahrunið. Björn Ingi fullyrðir að hann hafi aldrei þegið boð í laxveiði, en það stangast á við niður- stöðu nefndarinnar um að hann hafi farið í laxveiði í boði Glitnis sumarið 2007. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, skuldaði 154 milljónir króna. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is HEIMILD: SKÝRSLA RANNSÓKNARNEFNDAR ALÞINGIS. NAFN HÁMARKSSTAÐA STARF Björn Ingi Hrafnsson 563 m.kr. þann 30. september 2008 Ritstjóri Pressunnar Óli Björn Kárason 478 m.kr. þann 31. ágúst 2005 Útgáfustjóri og eigandi Viðskiptablaðsins Styrmir Gunnarsson 154 m.kr. þann 30. júní 2006 Ritstjóri Þeir fjölmiðlamenn sem höfðu yfir 100 milljóna lán (eigin, maka eða félaga þeirra) á árunum 2005 til falls bankanna 2008. Lán til fjölmiðlamanna Styrmir Gunnarsson Ritstjórinn skuldaði 154 milljónir króna sumarið 2006. Hálfur milljarður Óli Björn skuldaði liðlega 500 milljónir þegar hann stýrði Viðskiptablaðinu. Skuldaði hálfan milljarð Björn Ingi segist standa illa fjárhagslega enda sé hann í persónulegum ábyrgðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.