Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Blaðsíða 3
var mjög merkilegt og gott framtak og var að leggja mikið af mörkum... Mér fannst sjálfsagt að fá far með henni,“ segir Ingibjörg. Aðspurð hvort henni finnist ekkert athugavert við það almennt séð, og án tillits til þessa tiltekna einkaþotuflugs hennar, að stjórnmálamenn fljúgi í einkaþotum auðmanna segir Ingi- björg að henni finnist það ekki. „Nei, ég geri það ekki í þessu tilfelli. Ef ég hefði verið að gera það til að njóta góðs af því prívat og persónulega þá hefði það horft öðruvísi við. Það var ég ekki að gera. Þetta var til að fylgja eftir verk- efni sem hún Kristín átti aðild að og ís- lenska ríkið,“ segir Ingibjörg Sólrún. Ekki rætt í skýrslunni Einkaþotuflug Ingibjargar Sólrúnar er ekki rætt í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Eini stjórnmálamaðurinn sem sagður er hafa flogið með einka- þotu auðmanna eða banka í skýrslunni er Bjarni Benediktsson, núverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins og þáver- andi þingmaður flokksins og stjórnar- formaður N1. Aðspurð af hverju hún telji að ekki ekki hafi verið minnst á einkaþotuflug hennar í skýrslunni seg- ir Ingibjörg: „Ég var ekki spurð um eitt eða neitt af þessu tagi. Þeir hafa bara fengið einhverja lista með nöfnum far- þega sem flugu í einkaþotum. Annars veit ég ekki hvernig þeir unnu þetta,“ segir Ingibjörg. Einkaþotuflug Ingibjargar á milli Barbados og Jamaíka sýnir því fram á að vel getur verið að fleiri íslenskir stjórnmálamenn hafi þegið far í einka- þotum íslenskra auðmanna á árunum fyrir bankahrunið jafnvel þó að nöfn þeirra komi ekki fram á þeim listum sem rannsóknarnefnd Alþingis hafði aðgang að þegar skýrsla nefndarinnar var skrifuð. FRÉTTIR 10. maí 2010 MÁNUDAGUR 3 MEÐ ÞOTU KRISTÍNAR AF FUNDI UM FÁTÆKA Í einkaþotu í boði Björgólfs Ingibjörg Sólrún sér ekkert athugavert við það að hafa flogið í einkaþotu í boði eiginkonu Björgólfs Thors Björg ólfssonar árið 2008. Ingibjörg flaug í þot- unni af ráðstefnu um þróunarríki og til Jamaíka til að kynna sér starf UNIFEM þar í landi. Rannsóknarnefnd Alþingis ræðir um flug stjórnmálamanna og opin- berra aðila í einkaþotum banka og auðmanna á árunum fyrir banka- hrunið í skýrslunni sem kom út fyrir nokkru. Ekki er rætt um flug Ingibjargar með Kristínu Ólafs- dóttur í skýrslunni. Eini stjórn- málamaðurinn sem nefndur er á nafn í tengslum við einkaþotuflug er Bjarni Benediktsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, en hann flaug á vegum Glitnis til Skotlands. Rannsóknarnefndin ræð- ir einnig um flug Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, með einkaþotum auðmanna og seg- ir að athugun nefndarinnar á far- þegalistunum hafi verið ónákvæm vegna þess hversu sjaldan nafn forsetans kemur upp á farþegalist- anum. Um þetta segir í skýrslunni: „Forseti Íslands og forsetaritari flugu 4. maí 2007 með Ingibjörgu Pálmadóttur og Skarphéðni Stein- arssyni hjá Baugi frá Kaupmanna- höfn til Reykjavíkur. Leigð var einkaþota til fararinnar. Það má hafa til marks um ónákvæmni þeirra gagna sem vinnuhópurinn hafði undir höndum að forsetinn sást ekki á fleiri farþegalistum. Snemma árs 2009 sendi Frétta- blaðið fyrirspurn til forsetaemb- ættisins um það hversu oft forset- inn hefði flogið með einkaþotum í eigu eða leigu íslenskra fyrirtækja á tímabilinu 2005–2008. Samkvæmt svari embættisins flaug forsetinn níu sinnum með slíkum aðilum til ýmissa landa, þar á meðal til Kína og Búlgaríu. Vélarnar voru meðal annars í eigu eða leigu Kaupþings, Actavis, Glitnis, Novator, FL Group og Eimskipafélags Íslands.“ Þessi umfjöllun rannsókn- arnefndarinnar sýnir, svo ekki verður um villst, að nefndin var meðvituð um að hennar eigin at- hugun á flugi stjórnmálamanna með einkaþotunum var langt í frá fullkomin. Einkaþotuflug Ingi- bjargar rennir enn frekar stoðum undir þessa ályktun rannsókn- arnefndarinnar enda var það svo í hennar tilfelli að flogið var frá erlendum flugvelli til annars er- lends flugvallar í leigðri einka- þotu. Rannsóknarnefndin hafði, eins og gefur að skilja, engan að- gang að upplýsingum um slík flug stjórnmálamanna í einkaþotun- um. Því gæti vel verið að fleiri stjórnmálamenn hafi flogið með einkaþotum auðmannanna jafn- vel þótt það ekki komi ekki fram á listum þeim sem rannsóknar- nefndin skoðaði enda segir einn stjórnmálamaður sem DV ræddi við að bankarnir og auðmennirnir hafi stöðugt verið að bjóða stjórn- málamönnum landsins að ferðast í þotunum. Rannsóknarnefnd Alþingis viðurkennir annmarka: Ónákvæm athugun á einkaþotuflugi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.