Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 10. maí 2010 MÁNUDAGUR 13 RADDIR FÓLKSINS HVAÐ FINNST ÞÉR UM HANDTÖKUR BANKASTJÓRANNA? „Frábært. Fyrsta skrefið í átt að réttlæti“ SAMÚEL DRENGSSON 28 ÁRA STARFSMAÐUR Í BYGGT OG BÚIÐ „Þetta eru spor í rétta átt.“ ELSA KRISTJÁNSDÓTTIR 67 ÁRA Á EFTIRLAUNUM „Ég er afskaplega ánægður. Ég átti samt von á þessu svo þetta kemur mér ekki á óvart.“ ÞÓRIR MARONSSON 73 ÁRA FYRRVERANDI LÖGREGLUMAÐUR „Ágætt svo langt sem það nær.“ RÓSA GUNNARSDÓTTIR 56 ÁRA SJÚKRALIÐI „Ég fagna því að réttlætinu verði framgengt.“ SKÚLI RÓSANTSSON 50 ÁRA VERSLUNAREIGANDI Fangar í einangrun á Litla-Hrauni dveljast í litlum og fábrotnum klefum þar sem eru aðeins rúm og rúmfatnaður og skrifborð og stóll ásamt salerni. Þeim er gert að klæðast jogging-göllum. Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson sitja við sama borð og aðrir fangar. Þeir fangar sem eru í einangrun á Litla-Hrauni lúta reglum lögreglunn- ar og þær eru mismunandi í hvert skipti fyrir sig. Gæsluvarðhaldsfang- ar sæta þeirri meðferð sem nauð- synleg er til þess að gæslan komi að gagni. Allajafna er reglan þó sú að fangar í einangrun eru inni í klefa í 23 tíma af 24 í sólarhring. Fangar í ein- angrun mega ekki taka á móti sím- tölum, heimsóknum, sjá eða hitta aðra fanga. Þeir hafa þó rétt til þess að taka á móti lögmanni og eins er fangavörðum skylt að verða við ósk- um um læknisheimsóknir og sál- fræðiaðstoð. Fangar klæðast sérstökum gæslu- varðhaldsfatnaði, jogging-göllum. Klefar þeirra eru litlir og fábrotn- ir. Þar er aðeins rúm og dýna, rúm- fatnaður, sæng og koddi, skrifborð og stóll. Salerni er einnig inni á klefum en fangarnir fá að fara í sturtu sam- kvæmt samkomulagi við fangaverði hverju sinni. Einhvern tímann á tímabilinu frá níu til fimm fá fangarnir að fara út í lítinn garð í einn klukkutíma á dag. Þessum klukkutíma er hægt að skipta í tvennt ef fangarnir óska þess. Margrét vill ekki gefa það upp hversu stór garðurinn nákvæmlega er, en segir að hann sé „nægilega stór til þess að þar sé hægt að hreyfa sig en lítill engu að síður“. Algengt er að fyrstu dagana séu fangarnir dugleg- ir að ganga um garðinn og hreyfa sig en eftir því sem líður á einangrunina dregur oft úr því, þannig að fangarn- ir hætta smám saman að hreyfa sig. Flestir þola einangrun nokkuð vel í tvær til þrjár vikur en eftir nokkrar vikur er algengt að fangarnir standi bara kyrrir og stari út í loftið þegar þeir fá að fara út. Undir stöðugu eftirliti Aðspurð segir Margrét það misjafnt hversu vel menn þola einangrun og hve lengi. „Það fer eftir einstaklingn- um.“ En fangarnir eru undir stöð- ugu eftirliti og fangaverðirnir athuga reglulega hvernig þeim líður og eru til taks ef á þarf að halda. „Það er ekki hægt að segja að fangarnir hafi fé- lagsskap af fangavörðunum en þeir passa einstaklega vel upp á þá. Þeir tala við fangana og fylgjast náið með líðan hvers og eins. Ef þeir finna að ef einhverjum líður illa og ef einhver er að brotna grípa þau til ráðstaf- ana,“ segir Margrét. Fangarnir fá mat fjórum sinnum á dag frá Rauða húsinu. Maturinn sem fangarnir fá er sá sami og fanga- verðirnir fá og flokkast sem hefð- bundinn heimilismatur, kjötbollur, fiskibollur, kótilettur og kjöt í karrý. Um helgar er maturinn aðeins betri en á virkum dögum og þá er gjarna boðið upp á lærissneiðar, læri eða steikt kjöt með brúnni sósu og græn- um baunum. Grænmeti er alltaf með matnum og grænmetisætur geta fengið grænmetisrétti. Með matnum er mjólk eða vatn. Ef fangarnir vilja fá kaffi geta þeir óskað eftir því og fá þá afhenta venjulega uppáhellingu í plastmáli í gegnum lúguna.    Lifandi vísindi vinsælust Vilja þeir fá eitthvað úr fangelsis- sjoppunni á milli mála geta þeir skrifað óskir sínar á miða og afhent fangaverði  en þeir þurfa að borga fyrir það. Flestir koma inn með vesk- in sín, annars geta lögfræðingar þeirra skilið eftir peninga sem þeir hafa til afnota. Fangarnir hafa lögbundinn rétt til þess að hafa afþreyingarefni svo sem bækur og tímarit. Það er bókasafn í fangelsinu. Gömul Séð og heyrt blöð frá árunum 2002 – 2005 eru sögð vin- sæl en ekkert er þó eins vinsælt og Lifandi vísindi. Skáldsögur eru mikið teknar og þá er Ólafur Jóhann nokk- uð vinsæll. Svo er hægt að fá bækur á erlendum tungumálum, enda nauð- synlegt þar sem 56 prósent fanga í gæsluvarðhaldi voru af erlendum uppruna. Annað efni verður lögreglan að samþykkja, eins og til dæmis tón- listina sem fangarnir hlusta á ef þeir mega á annað borð hlusta á tónlist. Í þeim tilvikum sem fangar fá að hafa tónlist með sér í einangrun ákveður lögreglan hvaða tæki þeir fá að nota til þess að spila tónlistina. Fangar í einangrun mega yfirleitt ekki horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp, en lög- reglan tekur ákvörðun um það og þá út frá rannsóknarhagsmunum. Margrét vildi ekki gefa nokkr- ar upplýsingar um þær reglur sem gilda fyrir Hreiðar Má og Magnús en sagði þó að „þeir sætu við sama borð og aðrir fangar. Það er ekki gerð- ur mannamunur á þeim sem sitja þar í fangelsi. Það eru bara ákveðn- ar reglur í húsinu og þær gilda jafnt fyrir alla, það eru allir jafnir á Litla- Hrauni“. Gífurleg niðurlæging Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðing- ur sagði í samtali við DV að rannsókn- ir hafa sýnt að einangrun valdi and- legum skaða. Björgólfur Guðmundsson var hnepptur í gæsluvarðhald vegna Haf- skipsmálsins 20. maí 1986. Þar sat hann í mánuð í einangrun. Hann lýsti þeirri reynslu í Mannlífi árið 1988 og þar segir hann meðal annars: „Það getur enginn lýst með orðum þeirri reynslu sem felst í því að vera settur í gæsluvarðhald, með einangrun slit- inn úr tengslum við alla og látinn sitja í þögninni. Það er lífsreynsla sem þú losnar ekki við sama hversu löng ævi þín verður. ... Síðan kom gæsluvarð- haldsúrskurðurinn og ég var, eins og hinir, settur inn í gluggalausan smá- klefa sem átti eftir að verða „heim- ili“ mitt í algjörri einangrun næstu vikurnar. Tilfinningarnar sem grípa mann á svona stundu eru ólýsan- legar en hugsunin um fjölskylduna verður þó öllu öðru yfirsterkari.“ Þá sagði hann einnig í viðtalinu að „það að vera sviptur frelsi þegar maður er gjörsamlega grandalaus og að vera settur undir manna hendur er gífur- leg niðurlæging. Ég vil ekki neinum óvina minna svo illt að þurfa að lenda í slíku. Maður er meðhöndlaður eins og kjötskrokkur. Gæsluvarðhaldsvist og einangrun er hræðileg pynting“.  Hættir að vera manneskja Í viðtali við Morgunblaðið árið 1998 lýsti Páll Bragi Kristjónsson, einn þeirra sem hlutu dóm í Hafskips- málinu, reynslu sinni af gæsluvarð- haldi. „Ég sat þrjár vikur í gæsluvarð- haldi. Það var óhugnanleg lífsreynsla og ekki síst sjálf handtakan. Mað- ur hættir einhvern veginn að vera manneskja þegar ráðin eru tekin svona af manni. ... er það óbærileg reynsla að vera kippt  svona fyrir- varalaust út úr lífinu með lögreglu- valdi og vera læstur inni í fjögurra fermetra klefa í þriggja vikna ein- angrun. Þessi martröð breytti náttúr- lega öllum forsendum í lífi mínu. Líf mitt var allt á hverfandi hveli.“ SAMA MEÐFERÐ OG LALLI JOHNS INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Það er ekki gerð-ur mannamun- ur á þeim sem sitja þar í fangelsi. Lúgan Ef fangar í einangrun óska þess að fá kaffi, fá þeir kaffi í plastmáli í gegnum þessa lúgu. Ferskt loft Einu sinni á dag fá fangar í einangrun að fara út í garð, klukkutíma í senn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.