Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Page 16
Verkamannaflokkurinn, undir forystu Gordons Brown, missti 92 þingsæti í nýafstöðnum kosningum í Bretlandi og bendir flest til þess að Brown hætti sem forsætisráðherra eftir þriggja ára setu. Frjálslyndir demókratar fengu 57 sæti sem er fimm sætum færra en í síðustu kosningum. Íhaldsflokkur- inn er hins vegar ótvíræður sigur- vegari kosninganna; bætti við sig 98 þingsætum sem varð til þess að Dav- id Cameron fékk umboð til að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Frjálsir fái ráðherrastóla Eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar á föstudag hófust viðræður milli Íhalds- flokksins og Frjálsyndra demókrata. Lítið hefur frést af framgangi við- ræðnanna og hafa Nick Glegg, leið- togi Frjálsyndra demókrata, og David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, lít- ið viljað gefa út um hvenær ný ríkis- stjórn verður mynduð. Stóra málið í viðræðum flokkanna, og það sem talið er geta siglt þeim í strand, er breytingar á kosningakerf- inu. Frjálslyndir demókratar vilja af- nema svokallaða einmenningskjör- dæmaskipan en það er eitthvað sem David Cameron er ekki reiðubúinn að gera. Hefur hann lagt til að nefnd verði skipuð til að fjalla um breyting- arnar á kosningareglum og jafnvel boðið frjálslyndum demókrötum ráð- herraembætti. Að því er fram kom í vefútgáfu Da- ily Mail í gær er Cameron undir þrýst- ingi frá öðrum flokksmönnum um að beygja sig ekki undir kröfur frjáls- lyndra. Þannig segir Heseltine lávarð- ur, sem gegndi ráðherraembætti fyrir Íhaldsflokkinn fyrir margt löngu, að staða Camerons eftir kosningarnar sé það sterk að hann þurfi ekki að gefa tommu eftir í viðræðunum við frjáls- lynda.Hann muni verða forsætisráð- herra sama hvernig fer. Brown gefst ekki upp Þó svo að útlitið sé svart fyrir Gord- on Brown hefur hann neitað að gefast upp. Ríkisstjórn hans situr enn og ætl- ar hann ekki að segja af sér fyrr en nið- urstaða er fengin í viðræður Camer- ons og Cleggs. Hefur Brown boðið frjálslyndum demókrötum til við- ræðna ef upp úr viðræðum þeirra við Íhaldsflokkinn slitnar. Síðdegis í gær bárust svo fréttir af því að Clegg og Brown hafi átt fund saman en ekki lá fyrir á sunnudagskvöld hvað fór þeim á milli. Ekki er talið ólíklegt að Clegg hafi verið að upplýsa Brown um gang viðræðnanna við Íhaldsflokkinn. Michael Gove, einn af stórlöx- unum í Íhaldsflokknum, hefur verið nefndur sem hugsanlegur mennta- málaráðherra fyrir flokkinn. Á sunnu- dag sagðist hann þó vera reiðubú- inn að gefa ráðherraembættið eftir til frjálslyndra demókrata ef það myndi hjálpa til við myndum nýrrar stjórn- ar og þvinga þannig Brown úr Dow- ningsstræti 10. Það er því ljóst að Íhaldsmenn eru tilbúnir að ganga langt til að koma Verkamannaflokkn- um frá völdum. Erfitt verkefni David Cameron hefur verið nokk- uð brattur í viðtölum við breska 16 MÁNUDAGUR 10. maí 2010 FRÉTTIR Útlit er fyrir að Gordon Brown, maðurinn sem setti Ísland á lista með hryðjuverkasam- tökum, stígi til hliðar eftir að niðurstöður bresku þingkosninganna urðu ljósar. Íhalds- flokkurinn undir forystu Davids Camerons og Frjálslyndir demókratar undir forystu Nicks Gleggs eiga í viðræðum þessa dagana um myndun nýrrar ríkisstjórnar. EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaðamaður skrifar: einar@dv.is BLESS, BLESS, BROWN Virðast Bret-ar vera á þeirri skoðun að tími Browns sé liðinn. Kennari með kanínufælni Kennari frá bænum Vechta í Þýska- landi hefur höfðað mál á hendur fjórtán ára gömlum nemanda sín- um eftir að hún teiknaði mynd af kanínu og skildi hana eftir á borðinu hjá henni. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir það að kenn- arinn þjáist af kanínufælni; verður logandi hrædd í hvert skipti sem hún sér kanínu. Konan var nýbúin að hefja störf í öðrum skóla og hitti þar fyrir gamlan nemanda sinn sem sagði samnemendum sínum frá ótta kennarans. Kennarinn hefur nú farið fram á háar bætur vegna málsins. Skuggalegur kennari 29 ára gömlum íþróttakennara frá Stuttgart í Þýskalandi hefur verið hótað uppsögn eftir að í ljós kom að hann er meðlimur í svæsinni dauða- rokkhljómsveit. Hljómsveitin sem um ræðir heitir Debauchery og er sveitin þekkt fyrir líflega sviðsfram- komu. Þekktust er hún þó fyrir að hafa fáklæddar konur á sviðinu sem eru útaðar í blóði. Kennarinn, sem heitir Thomas Gurrath, segir að það sé óskiljanlegt að honum séu settir afar- kostir vegna málsins. „Ég myndi aldrei gefa tónlistarferil minn upp á bátinn bara vegna þess að menntamálayfir- völd krefjast þess,“ segir hann. Hættulegt kynlíf Um það bil átján milljónir Breta, eða einn af hverjum þremur fullorðn- um, hafa slasað sig í ástarleikjum undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýrri könnun. Flestir hafa tognað, meitt sig í bakinu eða fengið slink á hálsinn. Um það bil fimm prósent sem tóku þátt í könnuninni sögð- ust hafa meitt sig það illa að þeir þurftu að taka sér frí frá vinnu. Tvö prósent aðspurðra viðurkenndu að hafa beinbrotnað í ástarleikjum. Þá kom í ljós í könnuninni að hættuleg- usti staðurinn til að stunda kynlíf á er sófinn. Í næstu sætum þar á eftir komu stigar, bílar og sturtur. Heldur ekki með Bandaríkjunum Yfirmaður lögreglunnar í Suður-Afr- íku á þá ósk heitasta að Bandaríkja- menn falli snemma úr leik á Heims- meistaramótinu í knattspyrnu sem þar fer fram í sumar. Ástæðan er sú að von er á Barack Obama Banda- ríkjaforseta til landsins komist liðið í útsláttarkeppnina og óttast lögreglu- foringinn, Bheki Cele, álagið sem því muni fylgja. Fjörutíu og þrír þjóð- arleiðtogar hafa þegar boðað komu sína á mótið en Cele segir að álagið á lögreglumenn muni tvöfaldast komi Obama til landsins. Útlitið skiptir meira máli en þjónustan: Stærri brjóst, meira þjórfé Gengilbeinur með stór brjóst fá meira þjórfé frá viðskiptavinum sín- um en stöllur þeirra sem eru með lítil eða meðalstór brjóst. Þetta leiðir rannsókn sem Michael Lynn, próf- essor við Cornell-háskóla, fram- kvæmdi meðal 374 gengilbeina. Rannsóknir hafa áður sýnt að það sem skiptir mestu máli hjá kúnnum sé þjónustan en sam- kvæmt rannsókn Lynn skiptir útlitið langmestu máli. Það voru ekki ein- ungis gengilbeinur með stór brjóst sem fengu hærra þjórfé; ljóshærðar fengu meira þjórfé en dökkhærðar og grannar meira þjórfé en feitar. Lynn segir að rannsóknin sé mik- ilvæg fyrir vinnuveitendur því með henni fái þeir betri vísbendingu um hvaða starfsfólk sé æskilegast að ráða. „Starfsfólk sem fær meira þjórfé er líklegra til að endast lengur í starfi og viðskiptavinir sem greiða meira þjórfé eru líklegri til að koma aftur,“ segir hann. Lynn bendir á raunverulegt dæmi þessu til staðfestingar. Hoot- ers-veitingahúsakeðjan í Banda- ríkjunum nýtur mikilla vinsælda, ekki síst í ljósi þess að þar starfa ein- ungis föngulegar gengilbeinur sem þykja myndarlegri en meðalkonan. Þar greiða viðskiptavinir að jafnaði hærra þjórfé en á öðrum veitinga- húsum. Lynn segir að hægt sé að yfirfæra rannsóknina yfir á fleiri þætti dag- legs lífs og bendir á rannsóknir sem sýna fram á að aðlaðandi fólk fær jafnan hærri laun en annað, ekki svo aðlaðandi, fólk. einar@dv.is Downingsstræti 10 Búist er við að Gordon Brown verði ekki forsætisráð- herra mikið lengur. Hærra þjórfé Gengilbeinur með stór brjóst þéna meira en gengilbeinur með lítil eða meðalstór brjóst. MYND PHOTOS.COM Clegg og Cameron Ræða saman þessa dagana um myndun nýrrar stjórnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.