Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2010, Page 18
HREIÐAR SKYGGIR Á n Stolt Stykkishólms hefur sjaldan risið hærra en í þarsíðustu viku þegar körfuknattleikslið Snæfells varð Íslandsmeistari. Þúsund manna byggðarlög geta sjaldan státað af slíkri upphefð. Viku síðar kom hins vegar skuggi yfir bæinn. Þá var áður dáðasti son- ur Stykkishólms, Hreiðar Már Sigurðsson, handtekinn og síðan hnepptur í gæsluvarðhald. Hreiðar er skipstjórasonur og ólst upp í Stykkishólmi, en flutti þaðan til að hefja nám í Verzlunarskóla Íslands, þar sem hann mun ekki hafa farið leynt með stolt sitt af því að vera frá Stykkishólmi. HEYKVÍSL EGILS n Stríð er hafið milli ofurbloggarans Egils Helgasonar og vefmiðilsins Pressunnar. Upphafið var að Egill benti á að fjöldi frétta á Pressunni hefði verið birtur um að vafasamt sé að hneppa menn í gæsluvarðhald, líkt og í tilfelli Hreiðars Más Sigurðssonar. Kaffistofa Pressunnar svaraði í langri og reiðilegri færslu undir fyrirsögn- inni „Maðurinn með heykvíslina“, þar sem hann var vændur um samsæris- kenningar og múgæsingu. Heykvíslin virðist hafa hitt á veikan blett. Svar Egils var að benda á tengsl upphafs- manns síðunnar og ritstjóra hennar við Halldór Ásgrímsson. Sá fyrri, Björn Ingi Hrafnsson, var aðstoðarmaður Halldórs en hinn, Steingrímur Sævarr Ólafsson, var upplýsingafulltrúi. HALLDÓR ÁN EFTIRSJÁR n Halldór Ásgrímsson var sem draugur fortíðar þegar hann sneri aftur í íslenska þjóðfélagsumræðu í Kastljós- inu án eftirsjár. Færri vita að hann hafði hitað upp í öðru viðtali tveimur vikum fyrr, þá hjá Pressunni.is. Þar kvað við svipaðan tón. Spurður um gagnrýni á einkavæðingu bankanna var svar hans: „Sitt sýnist hverjum“. Að mati Halldórs voru ekki einu sinni mistök að skipa Davíð Oddsson seðlabankastjóra, því Davíð hefði haft „alla þá þekkingu sem þurfti til að sinna því starfi“. Eina vandamálið að mati Halldórs var að það hafi skort traust og samstöðu. „ÓGEÐSLEGA SORGLEGT“ n Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ristjóri Morgunblaðsins, þótti vera einna dramatískastur í rannsóknar- skýrslu Alþingis þegar hann sagði Ísland hafa verið „ógeðslegt samfé- lag“ þar sem væru engin prinsipp og aðeins tækifær- ismennska. Í gær birtist hann í Silfri Egils og sagðist þrátt fyrir allt telja handtökur þeirra sem grunaðir eru um ógeðfelldar blekkingar gegn markaðnum og þjóðinni vera sorglegar. Fram kom í þættinum að ný bók væri væntanleg frá Styrmi í þessari viku. Svarthöfði er þeirri ótrúlegu nátturu gæddur að geta brugðið sér í allra kvikinda líki til að auðvelda sér að átta sig á blessuðu mannfólkinu. Þannig tókst Svarthöfða fyrir skemmstu, á einhvern undraverðan hátt, að vera samtímis örlítil fluga á vegg í tveimur mismunandi fæðingum í tveimur heimshlutum. Á fæðingardeild Landspít-alans í Reykjavík fylgdist Svarthöfði með femínistan-um Sóleyju Tómasdóttur, oddvita vinstri grænna í borgarstjórn, ala heilbrigt og fallegt sveinbarn með gráti og gnístran tanna. Á sama augnabliki sá hann vonbrigðin í andliti Osama Bin Ladens þegar ein af fjölmörgum eiginkonum hans kreisti út úr sér enn eitt meybarnið á óþekktum felustað öfgamúslímans í fjöllunum í vesturhluta Afganistan. Bæði hefðu þau Sóley og Osama viljað eignast börn af öðru kyni en allt kom fyrir ekki: Lífið sjálft tekur ekki mið af hugmyndafræði foreldranna. Vonbrigði Sóleyjar með kyn barnsins sem hún ól komu þó ekki fram í dagsljósið fyrr en seinna þegar hún upp- lýsti að hún hefði verið lengi að jafna sig á því að eiga strák. Hún sagðist hafa þurft að læra að það væri nú ekki eins hræðilegt og hún hefði haldið að eignast afkvæmi af því kyninu. „Fyrst og fremst hef ég lært að það er ekkert hræðilegt við það að eiga strák eins og ég hélt fyrst,“ sagði Sóley. Sárindi Bin Ladens leyndu sér hins vegar ekki og hann strunsaði út úr herberginu þar sem konan hans barnunga hafði nokkrum mínútum áður alið honum stúlkuna og skellti á eftir sér hurðinni. Hann vissi sem var að meiri kostnaður fylgdi því að eignast stúlku en dreng. Og hver ætti eiginlega að halda áfram baráttunni við hin illu öfl í vestri ef öngva eignaðist hann drengina til að taka við kyndlinum af sér. Stúlkur væru einfaldlega óæðri verur í samfélögum mús- líma. Osama nagaði sig í handarbökin fyrir að hafa sætt konuna þetta kvöld fyrir níu mánuðum. Hann náði í hríðskotabyss- una sína og fór út úr kofanum að plaffa dósir á örfoka mel úti í auðninni til að dreifa huganum. Svarthöfði hugsaði um óánægju þeirra Sóleyjar og Bin Ladens með lífið sem rétt var nýbúið að líta dagsins ljós og klóraði sér svo síðan í hjálminum. Svarthöfði veit að hann er ekkert sér- staklega flókinn maður eða djúpur en hann hélt í einfeldni sinni að allt líf væri jafngott, hvort svo sem það er karlkyns eða kvenkyns. Hann hélt að jafnréttisbarátta tuttugustu aldar- innar hefði meðal annars skilað þess- ari niðurstöðu inn í lífsspeki þorra fólks og að það heyrði sögunni til að hugmyndafræði fólks yrði til þess valdandi að það kæmist að annarri skoðun. Sama hversu mjög Svarthöfði reyndi að brjóta heilann gat hann bara ekki með nokkrum rökum skilið sárindi þeirra Sóleyjar og Bin Ladens með kyn barna þeirra. Mannfólkið er stundum bara svo skrítið og órökrétt að ekki einu sinni sjálfur Svarthöfði getur skilið tiktúrur þess. Svarthöfði prísaði sig samt sæl-an með eitt og lofaði almættið sjálft fyrir ráðvendni þess og visku: Að Sóley og Bin Laden hefðu ekki ruglað saman reitum sín- um og eignast saman börn. Þá hefðu Sóley og Bin Laden aldrei getað bæði getað orðið ánægð með þau börn sem þau hefðu eignast, sama hvers kyns sem þau hefðu verið. Ef þau hefðu eignast strák hefði Sóleyju þótt það „hræði- legt“ og ef þau hefðu eignast stúlku hefði Bin Laden orðið ósáttur og skellt hurðum. Börn þeirra hefðu því aldrei verið metin fyllilega að verðleikum af báðum foreldr- um sínum því kyn þeirra hefði alltaf komið í veg fyrir það. BÖRN SÓLEYJAR OG BIN LADENS „Nei, ég myndi nú ekki kalla þetta spaug,“ segir Gunnlaugur Finnbogason, útgerðarmaður frá Ísafirði. Hann kveðst hafa tapað liðlega einni milljón króna með því að hlýða lögum og koma með allan afla í land. Hann hefur fengið liðlega 2,5 milljóna króna reikning vegna umframafla á skötusel á síðasta ári. Að hans sögn hefði hann grætt á því að henda skötuselnum. ER ÞETTA DÝRT SPAUG? „Ég vissi alltaf að hún yrði frægt módel.“ n Eygló Gunnþórsdóttir, móðir Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur, fyrirsætu og söngkonu. Ásdís hefur svo sannarlega gert það gott sem módel um allan heim. - DV „Þetta er einhver þreyttasta spurn- ing í heimi.“ n Guðjón Davíð Karlsson leikari, oftar en ekki kallaður Gói, um þá spurningu hvort hann ætli ekki að gerast prestur. Pabbi hans er Karl Sigurbjörnsson biskup en afi hans Sigurbjörn Einarsson var einnig biskup. - Mannlíf „Hreiðar var djöfullinn í dulargervi.“ n Tony Shearer, sem var forstjóri Singer og Friedlander árið 2005 þegar Kaupþing keypti bankann, um Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Kaupþings. - DV.is „Maður er bara algjörlega að niðurlotum kominn.“ n Ágúst Oddur Kjartansson er á sjötugsaldri og hefur verið atvinnulaus mánuðum saman eftir að hafa unnið hörðum höndum frá 13 ára aldri. - DV „Hnéskelin fór helvíti langt út á hlið.“ n Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, sem kom Oddi Inga Guðmundssyni, leikmanni Fylkis, til hjálpar þegar sá síðarnefndi meiddist á hné á æfingu í vikunni. Ólafur kom skelinni á sinn stað. - Fréttablaðið Skúrkar sleppa Umræður um sakleysi eða sekt fólks í stjórnmálum og viðskipt-um einkennast öðru fremur af einelti. Ákveðnir aðilar eru gerðir að skotspónum á meðan aðrir sem bera svipaða ábyrgð sleppa. Í fjölda skipta hafa mótmælendur safnast sam- an fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur alþing- ismanns og krafist afsagnar hennar. Steinunn þáði í tveim- ur prófkjörum háa styrki frá einkafyrirtækjum og bönk- um. Deilt er um siðferði þing- mannsins í tengslum við að þiggja styrkina sem eru, að því best er vitað, löglegir þótt siðlaus- ir kunni að vera. Í framhaldi af mótmælastöðunni hjá Steinunni hafa reiðir mótmæl- endur safn- ast saman við heimili Guð- laugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns, sem þáði hæsta styrki allra og krafist afsagnar hans líka. Mismununin felst í því að allir aðrir styrk- þegar hafa verið látnir í friði. Það er enginn fyrir utan hjá Gísla Marteini Baldurssyni borg- arfulltrúa, sem þáði háa styrki og fór í boðsferð- ir sem orka tvímælis. Sömuleiðis eru látnir í friði þeir þingmenn sem eiga að baki fortíð lög- brota og siðleysis. Enginn mætir fyrir utan heimili þeirra. Enginn mótmælir í grennd við Davíð Odds- son, fyrrverandi for- sætisráð- herra og seðlabankastjóra, sem er stimplaður vanrækslumaður í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis og er klárlega höf- undur siðleysis í aðdraganda hrunsins. Davíð hefur í hugleysi sínu þagað eftir að skýrslan kom út. Bæði Steinunn Valdís og Guðlaugur Þór hafa tjáð sig við fjölmiðla þótt svörin séu þunn en þögulir skúrkar sleppa. Deilt er um réttmæti þess að mótmæla við heimili fólks í opinberri þjónustu. Burt- séð frá því verða mótmælendur að gæta sanngirni þegar þeir láta í ljósi hug sinn. Er Steinunn Valdís sekari en Gísli Marteinn? Er meiri ástæða til að mótmæla setu Guð- laugs Þórs á Alþingi en því að Ásbjörn Ótt- arsson og Tryggvi Þór Herbertsson sitji þar áfram? Hvar eru mörkin þegar um styrki er að ræða? Á sá sem fékk 25 milljónir króna í styrki að víkja meðan sá sem fékk sex millj- ónir króna skal sitja áfram. Þarna vantar skynsamleg viðmið. Allir þeir sem standa að aðgerðum gegn þingmönnum eða öðrum verða að finna reiði sinni réttlátan farveg. Það dugir ekki að skjóta fyrst en spyrja svo. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Davíð hefur í hugleysi sínu þagað 18 MÁNUDAGUR 10. maí 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.