Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 9. ágúst 2010 mánudagur VERKALÝÐSFORINGJAR MEÐ MILLJÓNIR Í LAUN Flestir af helstu baráttumönnum launafólks þiggja fyrir starf sitt margföld mánaðarlaun eigin félagsmanna. Þannig hafa til að mynda þeir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, áttföld laun félagsmanna á lágmarkslaun- um. Flestir verkalýðsforkólfar landsins geta vel við unað þegar kemur að þeirri upphæð sem launaumslag þeirra geymir um hver mánaðarmót. Á meðan þeir berjast fyrir betri laun- um sinna félagsmanna eru þeir sjálf- ir með mörg hundruð þúsunda í laun á mánuði. Sá launahæsti, Guðmund- ur Gunnarsson, formaður Rafiðnað- arsambands Íslands, er með tæpa 1,5 milljón á mánuði. Hinum megin við samningaborðið situr síðan Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, með hátt í tvær milljónir í mánaðarlaun. Þeir eru fleiri verkalýðsforingjarn- ir sem eru með yfir milljón á mán- uði í laun. Fast á hæla Guðmundar kemur Kristján Gunnarsson, for- maður Starfsgreinasambands Ís- lands, með rúma 1,3 milljón. Þá eru þeir tveir með rúma milljón, Guð- mundur Ragnarsson, formaður Fé- lags vélstjóra og málmtæknimanna, og Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda. Fleiri velborgaðir Það eru fleiri baráttumenn stétt- arfélaga sem þiggja góð laun fyrir vinnu sína. Tæpa milljón er að finna í launaumslagi Elsu Bjarkar Friðfinns- dóttur, formanns Félags hjúkrun- arfræðinga, á meðan byrjunarlaun hjúkrunarfræðings eru tæpar 250 þúsund krónur á mánuði. Á með- an sjúkraþjálfi hefur aðeins minna í byrjunarlaun heldur en hjúkrunar- fræðingur hefur formaður stéttarfé- lagsins, Kristín E. Hólmgeirsdóttir, rúmar 600 þúsund krónur á mánuði. Almennt verkafólk undir verka- lýðsfélögunum Framsýn á Húsa- vík, Afls - Starfsgreinafélags Aust- urlands og Einingar-Iðju er með tæpar 160 þúsund krónur í byrjun- arlaun. Formenn félaganna eru aft- ur á móti með hátt í 700 þúsund í mánaðarlaun. Þeir Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, Björn Snæbjörnsson, formaður Ein- ingar-Iðju, og Sverrir Mar Alberts- son, framkvæmdastjóri Afls eru með nærri 680 þúsund á mánuði. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs er þar rétt á eftir með tæpar 630 þús- unda mánaðarlaun. Margföld verkamannalaun Flestir forkólfarnir eru því með margföld mánaðarlaun á við það sem félagsmenn þeirra hafa á mán- uði. Áðurnefndur Vilhjálmur, for- maður SA, er með nærri tólfföld laun verkamanns á byrjunarlaunum samkvæmt launatölfu samtakanna. Kristján, formaður Starfsgreinasam- bandsins, er með yfir áttföld laun verkamannsins og svipaða sögu er að segja af Guðmundi, formanni Fé- lags vélstjóra og málmtæknimanna. Guðmundur, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, er aftur á móti með ríflega sexföld laun rafiðnaðarmanns á lágmarkslaunum. Formaður Landssambands smá- bátaeigenda, Arthur Bogason, er sömuleiðis með nærri sexföld laun sumra félagsmanna sinna. Sömu sögu er að segja af Gylfa Arnbjörns- syni, forseta Alþýðusambands Ís- lands. Þeir og Eiríkur Jónsson, for- maður Kennarasambands Íslands, Kristinn Örn Jóhannesson, formað- ur Verslunarmannafélags Íslands, og Sigurður Bessason, formaður Efling- ar, hafa í kringum fimmföld byrjun- arlaun sumra félagsmanna. tRausti haFsteinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, 1.838.965 krónur ByrjunarlaunsamkvæmtlaunatöfluSamtaka atvinnulífsinseru157.752krónurámánuði. Vilhjálmurberstfyriratvinnurekendurog fyrirþábaráttufærhannnæstumtvær milljónirílaun,háttítólfföldlauneinstaklingssemþiggur byrjunarlaunin. guðmundur gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, 1.439.390 krónur Guðmundurformaðurhefurrúmlega sexföldlágmarkslaunrafiðnaðarmannssem lokiðhefursveinsprófi.Hannfærtæpa1,5 milljónámánuðiámeðanrafiðnaðarmaður- innfær227.974krónurílágmarkslaun. Kristján gunnarsson, formaður starfsgreinasambands Íslands, 1.317.214 krónur VerkamaðuríStarfsgreinasambandinufær 157.752krónuríbyrjunarlaunámánuði, miðaðviðfyrstalaunaflokk.Kristjánberst fyrirþeimlaunumogfærfyrirþaðámánuði yfiráttföldlaunverkamannsins. guðmundur ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, 1.022.368 krónur Byrjunarlaunmálmtæknimanns,samkvæmt samningiviðFélagsveitarfélaga,eru 132.912krónurámánuði.Guðmundur formaðurhefurhinsvegarháttíáttföldlaun viðkomandimálmtæknimanns. arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, 1.015.291 krónur Efhorftertilkauptryggingarbeitinga- manns,félagsmannshjáArthuri,másjáað viðkomandihefurmánaðarlegatryggingu fyrirlaunumaðupphæð176.523krónur. Formaðurfélagsinserhinsvegarmeðyfirmilljónámánuði semernærrisexföldlaunbeitingamannsins,miðaðvið kauptryggingunaámánuði. gylfi arnbjörnsson, forseti asÍ, 973.442 krónur SamkvæmtlaunatöfluSamtakaatvinnulífs- insmásjáaðfélagsmaðurhjáGylfahefur 157.752krónurímánaðarlaun.ForsetiASÍ færörlítiðmeiraílauneðaríflegasexföld byrjunarlaunfélagsmannsins. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, 912.239 krónur Eiríkurhefurlengibaristfyrirlaunum kennara.Baráttanhefurskilaðsérí191.442 krónabyrjunarlaunumgrunnskólakennara, yngrien30ára.Ásamatímahefurhann sjálfurnærrifimmföldlaunungsbyrjandaí grunnskóla. Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, 857.948 krónur Afgreiðslufólkíverslunumermeð162.450 krónuríbyrjunarlaun.KristinnÖrn, formaðurVR,erafturámótimeðtæp900 þúsundámánuði,ríflegafimmföldlaun afgreiðslufólks. Sigurður Bessason, formaður eflingar, 708.930 krónur Sigurðurformaðurhefurháttífimmföld launalmennsfélagsmannsEflingar.Sáhinn samihefur157.752krónuríbyrjunarlaun samkvæmtlaunatöfluSamtakaatvinnulífs- insámeðanformaðurinnermeðyfir700 þúsund. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags akraness, 658.469 krónur SamkvæmtlaunatöfluSamtakaatvinnulífs- insmásjáaðfélagsmaðurhjáVilhjálmihefur 157.752krónurímánaðarlaun.Formað- urinnfæraðeinsmeiraeðaríflegafjórföld byrjunarlaunfélagsmannsins. *SamkvæmtálagningarskráRíkisskattstjóra. Laun nokkurra baráttumanna árið 2009:* Mikill munur Talsverður munurerábyrjunar-og lágmarkslaunumverkafólks ogmánaðarlaunumforystu- mannabaráttusamtakaog verkalýðsfélaga. Þeir eru fleiri verkalýðsforingj- arnir sem eru með yfir milljón á mánuði í laun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.