Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 20
Strand hjá SÍM SÍM-ari mánaðarins í ágúst (3. - 31.) er Heidi Strand. Hún sýnir níu text- ílmyndverk, unnin með blandaðri tækni. Heidi lauk listnámi í Þránd- heimi árið 1978. Hún hefur haldið 25 einkasýningar á Íslandi og á öll- um Norðurlöndunum og tekið þátt í 34 samsýningum víða um heim. SÍM-salurinn er staðsettur í Hafnar- stræti 16 og er bent á vefsíðuna sim. is til að nálgast upplýsingar um opn- unartíma. KoSSar og KanSónur Tríóið Sopranos kemur fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næsta þriðjudagskvöld klukk- an 20.30. Um er að ræða létta og skemmtilega sumartónleika, undir nafinu Kossar og kansónur. Sopranos-tríóið skipa þær Hörn Hrafnsdóttir mezzósópran, Margrét Grétarsdóttir og Svana Berglind Karlsdóttir sópransöng- konur ásamt Hólmfríði Sigurðar- dóttur píanóleikara. Þær flytja og leika íslenskar og erlend- ar kossavísur úr ýmsum áttum sem í glaðværð sinni vega upp á móti hinum ódauðlegu ítölsku kansónum sem fjalla um ástir og örlög. Tónleikarnir spanna allan tilfinningaskala rómantíkurinnar – allt frá ástsjúkum ungmennum til mölbrotinna hjartna: Fyrsti kossinn, Arrivederci Roma, Il bacio og fleiri perlur í glænýjum útsetningum. danShátÍð á tveiMur StöðuM Arctic Lindy Exchange-danshátíðin verður haldin í annað sinn vikuna 9.-15. ágúst í Reykjavík og á Ísafirði. Það er gaman að segja frá að Arctic Lindy er talin fyrsta og eina danshá- tíðin í heiminum sem er ekki haldin eingöngu í einni borg heldur gefst þátttakendum tækifæri til að ferð- ast með hátíðinni, skoða sig um og skemmta sér í öðru umhverfi. Því má segja að hátíðin sé nokkurs kon- ar farandhátíð. Í ár var ákveðið að fara til Ísafjarðar. 20 fókus 9. ágúst 2010 mánudagur artFart Í dag Hvernig var þinn dagur? Lifandi stuttmynd. Oft á tíðum koma upp atvik snemma á morgnana sem setja ef til vill allan daginn úr skorðum. Hvernig ætla ég að takast á við daginn? Hvernig ætlar áhorfandinn að fara í gegnum minn dag? Höfundar: Ásta Margrét Jónsdóttir, Kara Hergils og Vala Gestsdóttir. Sýnt í Útgerðinni. Sýningartímar: 9. ágúst kl. 21.00, 10. ágúst kl 21.00 verð: 1.200 krónur hvað heitir lagið? „Hey you with the pretty face, welcome to the human race.“ Svar: The elecTric lighT OrchesTra (elO) - Mr. Blue sky. FöStudagur 13. ágÚSt Silfurtorg Ísafirði Kl. 15.00. JOHNNY SLÆR Í GEGN - TRÚÐLEIKUR Leikari, höfundur, búningar: Ársæll Níelsson Leikstjórn: Ole Brekke austurvöllur Ísafirði Kl. 17.00 HUGLEIÐINGAR Á AUSTURVELLI Austurvöllur, garðurinn við hliðina á sundhöllinni Hörður Torfa edinborgarhúsið Ísafirði Kl. 20.00 LONG, LONG AGO.... Leikari: Makka Kleist Leikstjórn: Svenn B. Syrin Silamiut-leikhúsið á Grænlandi edinborgarhúsið Ísafirði Kl. 22.00 I‘M A COP Leikari, höfundur, leikstjórn: Smári Gunnarsson Laugardagur 14. ágÚSt við pollinn Ísafirði Kl. 12.09 KRAPP, SVÍNASTEIK OG PÍKUSÖGUR Brönsleikhús Við pollinn Ísafirði Flytjendur: Leynigestir edinborgarhúsið Kl. 15.00 LUZ Dansari: Henna Riikka Nurmi edinborgarhúsið Kl. 17.00 HETJA Leikari: Kári Viðarsson Höfundar, leikmynd/búningar: Kári Viðarsson og Víkingur Kristjánsson Leikstjórn: Víkingur Kristjánsson Frystiklefinn, Snæfellsbæ edinborgarhúsið Kl. 20.00 VÖLUSPÁ Leikari: Pétur Eggerz Tónleikari: Birgir Bragason Höfundur: Þórarinn Eldjárn Leikmynd/búningar: Anette Werenskiold Leikstjórn: Peter Holst Möguleikhúsið edinborgarhúsið Kl. 22.00 PÓLITÍK Leikari: Davíð Þór Jónsson Höfundar: Davíð Þór Jónsson, Ricky Gervais Sunnudagur 15. ágÚSt gíslastaðir Haukadal í dýrafirði Kl. 15.00 SKÚLI MENNSKI Flytjandi: Skúli Þórðarson Leiklistarhátíðin Act alone hefst um næstu helgi á Ísafirði: EinlEikir leiklistarhátíðin Act alone hefst formlega á Ísafirði um næstu helgi. Síðustu árin hefur Ísafjörður sinnt ein- leiknum á einleikin hátt með því að halda sérstaka leiklistarhátíð helg- aða einleik sem heitir einfaldlega Act alone. Nú er enn á ný blásið í einleikslúðrana í einleiksbænum og sjöunda Act alone-hátíðin er hand- an við hornið. Í gegnum árin hafa fjölmargir innlendir og erlendir ein- leikarar sýnt listir sínar á hátíðinni en hátt í níutíu sýningar hafa ver- ið sýndar á Act alone til þessa. Það kennir margra grasa á Act alone í ár og er óhætt að segja að fjölbreyti- leiki formsins sé í aðalhlutverki. Trúðleikur, uppistand, dans, söng- ur, eins manns leikrit og allt þar á milli. Meðal sýninga má nefna Hetju, Völuspá, Pólitík og sérstaka gestasýningu frá Silamiut-leikhús- inu á Grænlandi, Long, Long Ago.... Sýningarstaðir Act alone verða bæði úti og inni. Leikurinn hefst á Silfur- torgi í hjarta Ísafjarðar með trúðs- leik fyrir alla fjölskylduna. Eftir það verður skundað á Austurvöll á Ísa- firði og þaðan liggur svo leiðin í Ed- inborgarhúsið þar sem leikurinn hefst með sérstakri gestasýningu frá Grænlandi. Einnig verður boð- ið upp á Brönsleikhús á veitinga- staðnum Við pollinn á Ísafirði og á sunnudag lýkur hátíðinni með eins manns tónleikum á Gíslastöðum í Haukadal í Dýrafirði. Það ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi á Act alone. Dagskrá Act alone er að finna á heimasíðunni actalone.net en þar má einnig finna allar upplýs- ingar um hátíðina frá upphafi sem og ýmiss konar fróðleik um einleiks- formið. Það er Elfar Logi Hannesson sem er listrænn stjórnandi Act alone en stjórn hátíðarinnar skipa Jón Páll Hreinsson, Jón Viðar Jónsson, Mars- ibil G. Kristjánsdóttir og Rebekka A. Ingimundardóttir. í aðalhlutverki dagskrá act alonE 2010 elfar Logi Hannesson Listrænn stjórnandi Act alone. Makka Kleist Græn- lenskur leikhúsfrömuður mætir á hátíðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.