Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Side 12
12 fréttir 9. ágúst 2010 mánudagur Tuttugu og þrír hópar hafa kom- ið hingað til lands á vegum Evrópu- sambandsins vegna undirbúnings að aðildarviðræðum Íslands við sambandið. Að sama skapi hafa að minnsta kosti sjö hópar á vegum ís- lenskra stjórnvalda farið til útlanda vegna umsóknarinnar. Þetta kem- ur fram í samantekt utanríkisráðu- neytisins á embættisferðum vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópu- sambandinu. Talið er að þessi fjöldi ferða sé mjög varlega áætlaður. Inni í þessum tölum eru til að mynda ekki ferðir sem hafa verið farnar til og frá Íslandi þar sem aðildarumsóknin hefur ekki verið meginástæða þeirra þótt þær hafi komið þar til tals. Olli Rehn kom fyrstur Olli Rehn, fyrrverandi stækkunar- stjóri Evrópusambandsins, var fyrsti fulltrúi Evrópusambandsins sem gerði sér ferð til landsins eftir að umsóknarferlið hófst. Hann afhenti Össuri Skarphéðinssyni utanríkis- ráðherra um 2.500 spurningar sem stjórnvöld þurftu að svara vegna að- ildarferlisins. Fjöldi aðila hefur komið hingað til lands allt frá upphafi umsóknar- ferlisins frá hinum ýmsu stofnun- um Evrópusambandsins en einnig á vegum landsþinga aðildarríkja sam- bandsins. Evrópunefnd þýska þings- ins gerði sér ferð til Íslands í mars til að kynna sér stjórnkerfi Íslands og dvaldi í fjóra daga. Þá kom í apr- íl sendinefnd frá eistneskum stjórn- völdum sem deildu upplýsingum um aðildarumsókn Eistlands að Evr- ópusambandinu. Í maí komu hing- að til lands tuttugu og þrír fulltrúar úr stækkunarhópi ráðherraráðs Evr- ópusambandsins. Ár liðið frá upphafi ferlisins Mismunandi sendinefndir hafa lagt leið sína út á vegum íslenskra stjórn- valda vegna tiltekinna málaflokka. Flestar ferðirnar hafa verið farnar til Brussel, þar sem höfuðstöðvar Evr- ópusambandsins eru staðsettar, en einnig til einstakra aðildarríkja. Í yf- irliti utanríkisráðuneytisins er ekki tekið tillit til þeirra ferða sem hafa til að mynda verið farnar út í boði framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Þar hefur bæði verið boð- ið út hugsmunaaðilum í atvinnu- rekstri og fjölmiðlafólki, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Evrópusambandið einnig kostað ferðir blaðamanna til Íslands og komu fjórtán slíkir hing- að til lands undir þeim formerkjum í lok júní. Össur afhenti Carl Bildt, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, umsókn Íslands um aðild að Evrópusam- bandinu þann 23. júlí í fyrra, en Sví- ar voru þá í formennsku hjá sam- bandinu. Ári síðar upp á dag hófust formlegar aðildarviðræður milli Evrópusambandsins og Íslands. Ís- land hefur þegar tekið upp tíu kafla löggjafar Evrópusambandsins að fullu og ellefu að mestu leyti í gegn- um samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið, samkvæmt áliti fram- kvæmdastjórnar sambandsins. Óljós kostnaður Utanríkisráðuneytið hefur áætl- að að kostnaður vegna aðildarum- sóknar Íslands að Evrópusamband- inu geti orðið 990 milljónir króna árin 2009 til 2012. Um 250 milljón- um króna var úthlutað á fjárlögum ársins 2010 vegna kostnaðar við umsóknina og má gera ráð fyrir um 150 milljónum vegna fjárlaga 2011. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu stór hluti þessa kostnaðar er ferðakostnaður. Kristján Guy Burgess, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, gerir ráð fyrir því að flestir funda samninga- hópanna fari fram í Brussel nú þeg- ar formlegt ferli samningaviðræðna er hafið. Þó hafi íslensk stjórnvöld farið þess á leit við fulltrúa Evrópu- sambandsins að einhverjir fund- anna fari fram hérlendis. Hann telur ekki ólíklegt að kostnaður vegna slíkra ferða aukist nú þeg- ar samningaviðræðurnar hefjast. „Fyrst verður farið yfir alla löggjöf á Íslandi og hvað hefur þegar ver- ið tekið upp í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen. Þar verður áfram safnað gögnum og farið yfir hvaða sviðum þarf að taka á. Síðan hefjast samn- ingaviðræðurnar sjálfar. Þá verður opnað fyrir viðræður um kafla lög- gjafar Evrópusambandsins og rætt um þá í tiltekinni röð,“ segir Kristj- án. Heimsóknir til Íslands 8. - 9. september 2009 Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóri ESB, afhendir íslenskum stjórnvöldum spurningalista ESB. 8. - 10 september 2009 Heimsókn fulltrúa stækkunarskrifstofu ESB vegna IPA (aðstoð við umsóknarríki). 21. - 23. september 2009 Heimsókn frá stækkunarskrifstofu ESB, byggðaskrifstofu ESB, landbúnaðarskrif- stofu og félags- og vinnumálaskrifstofu vegna IPA. 14. október 2009 Formaður stækkunarmála í utanríkismálanefnd neðri deildar franska þingsins. 16. - 17. nóvember 2009 Heimsókn frá Eurostat. 26. - 28. nóvember 2009 Heimsókn frá stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB. 18. febrúar 2010 Diane Wallis, varaforseti Evrópuþingsins. 8. - 12. mars 2010 Evrópunefnd þýska þingsins. 22. - 23. mars 2010 Heimsókn frá finnskum stjórnvöldum varðandi upplýsingamál. 7. - 9. apríl 2010 Heimsókn þýsks og fransks þingmanns. 12. - 13. apríl 2010 Sendinefnd á vegum eistneska utanríkisráðuneytisins deildi reynslu sinni af undirbúningi samningaferlis. 15. - 16. apríl 2010 Ráðstefna um stuðning ESB við atvinnu- og byggðaþróun; fulltúrar framkvæmda- stjórnar ESB og fyrirlesarar frá Möltu, Finnlandi, Danmörku og Eistlandi. 13. apríl 2010 Fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB kynna TAIEX, aðstoð við umsóknarríki. 13. - 16. apríl 2010 Heimsókn þingmannahóps úr frönsku öldungadeildinni, meðlimir Evrópumála- nefndar. 12. - 15. maí 2010 Nefnd frá stækkunarhópi ráðherraráðs Evrópusambandsins. Alls komu 23 fulltrúar frá 19 löndum. 17. - 18. maí 2010 Heimsókn frá Eurostat. 24. - 27. maí 2010 Christian Dan Preda, þingmaður Evrópuþingsins, fræðsluferð vegna skýrslu um Ísland sem umsóknarríki. 25. - 28. maí 2010 Sendinefnd frá umhverfismálanefnd Evrópuþingsins. 31.maí - 1.júní Fulltrúar fjárlagadeildar og stækkunardeildar ESB. 7. júní 2010 Sérfræðingar í matvælaöryggi hjá framkvæmdastjórn ESB. 10. - 11. júní 2010. Sérfræðingar frá Eurostat og sjávarútvegsdeild ESB. 22. - 23. júní 2010 Írskir þingmenn vegna ESB. 29. - 30. júní 2010 Þingmannasendinefnd úr vináttuhópi Íslands frá neðri deild franska þjóðþingsins. Heimsóknir frá Íslandi 25. - 26. febrúar Fulltrúar fjárhagshóps til Brussel vegna tolla- og skattamála. 4. - 5. mars 2010 Fulltrúar landbúnaðarhóps til Finnlands vegna landbúnaðarmála. 11. - 12. mars 2010 Fulltrúar landbúnaðarhóps til Skotlands vegna landbúnaðarmála. 15. - 16. mars 2010 Fulltrúar utanríkisviðskiptahóps til Brussel vegna utanríkisviðskiptastefnu ESB. 12. - 16. apríl 2010 Íslenskir sendifulltrúar til belgíska utanríkisráðuneytisins vegna formennsku þeirra í ESB. 24.- 25. apríl 2010 Fulltrúar sjávarútvegshóps til Brussel til fundar um sjávarútvegsmál. 14. - 16. júní 2010 Fulltrúar samninganefndar og ráðuneyta til Svíþjóðar og Finnlands vegna byggðamála. 30 ferðir vegna umsóknarinnar Fulltrúar íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins hafa far- ið að minnsta kosti þrjátíu embættisferðir til að funda um aðild- arumsókn Íslands að sambandinu. Íslensk stjórnvöld hafa tekið á móti tuttugu og þremur hópum vegna aðildarumsóknarinnar. Fulltrúar íslenskra stjórnvalda hafa að minnsta kosti farið í sjö embættisferðir, samkvæmt samantekt utanríkisráðuneytisins. Þá verður opn-að fyrir viðræð- ur um kafla löggjafar Evrópusambandsins og rætt um þá í tiltekinni röð. RÓbeRt HlynuR balduRssOn blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Ferð Jóhönnu ekki á listanum Utanríkisráðuneytið tekur meðal annars ekki tillit til ferðar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Brussel í febrúar. Þar hitti hún José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. ekki tæmandi listi Vænt- anlega hafa þó nokkuð fleiri ferðir verið farnar vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins hefur sem dæmi boðið hagsmuna- aðilum í atvinnurekstri og fjölmiðlafólki út til Brussel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.