Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 19
júlíus júlíusson
framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla
á Dalvík hafði varla tíma til að borða
fisk um helgina.
LítiLL tími tiL að
borða fisk
Heimur teiknimyndasagnanna er
heillandi. Sumir hafa sagt og stutt það
góðum rökum að teiknimyndasögur
séu goðsögur nútímans. Í staðin fyr-
ir Herkúles og Akkíles höfum við Hulk
og Spiderman. Alveg eins og í hinum
fornu goðsögum eru andstæðingar
hetjanna okkar einnig í brennidepli
athyglinnar. Hin ormhærða Medúsa
og skrímslið Hýdra eiga sér bræður í
Lex Luthor og Two-Face.
Andstæðingur leðurblöku-
mannsins
Two-Face er einn eftirminnilegasti
andstæðingur Leðurblökumanns-
ins. Hann er ungur og efnilegur lög-
fræðingur á uppleið en sturlast þegar
skvett er á hann sýru í réttarsal. Hann
var reyndar tæpur fyrir því að pabbi
hans beitti hann ofbeldi þar sem refs-
ingum var beitt eftir hvort fiskurinn
eða skjaldarmerkið kom upp í ein-
földu hlutkesti. Þetta situr í Tvífésa
og hann ákveður illvirki sín með hlut-
kesti. Tvífési er bandbrjálaður og hef-
ur sér til fylgilags fjölda meðreiðar-
sveina og -meyja sem fylgja honum í
blindri hlýðni.
Eggið eða hænan?
Það sem er svo skemmtilegt við goð-
sögur er að maður veit ekki hvort í
þeim megi finna raunverulegar fyr-
irmyndir, hvort þær séu eins kon-
ar samnefnari fyrir manngerðir eða
mannlega breyskleika. Eru goðsögur
skáldsögur eða eru þær handbæk-
ur um lífið og tilveruna? Þar ligg-
ur efinn. Hitt er víst að alltaf þegar
ég heyri um brjálæðinginn Tvífésa,
dettur mér í hug Bjarni Benediktsson
formaður Sjálfstæðisflokksins. Með
þessu er ég ekki að segja að Bjarni sé
bandbrjálaður þótt að b-in séu alltof
mörg í þessu samhengi. Það er bara
ansi margt líkt með þeim Tvífésa og
Bjarna Ben.
Ýmislegt sameiginlegt
Í fyrsta lagi eru þeir báðir lögfræðing-
ar sem hafa skaðast um aldur og ævi
vegna starfa sinna. Tvífési fékk á sig
gusu af sýru en Bjarni Ben fékk vafn-
ing í hausinn. Í báðum tilfellum má
segja að skaðinn sé óafturkræfur, því
Bjarni Ben losnar ekki undan flækj-
unni sem vafði hann inn í stærsta rán
Íslandssögunnar þegar hann aðstoð-
aði félaga sína og fjölskyldumeðlimi
við að ná fjármunum úr bótasjóði
stærsta tryggingafélags Íslands. Tví-
fési er afmyndaður í framan en ber
sig vel. Alveg eins og Bjarni Ben, sem
talar sperrtur í baki um siðvæðingu
viðskiptalífsins. Svo er það þetta með
peningana og að láta auðnu ráða för.
Tilviljun eða tækifærismennska?
Þegar Geir Haarde gekk af vettvangi
stjórnmálanna kom Bjarni Ben und-
ir eins fram og sagðist geta leitt Sjálf-
stæðisflokkinn á vit ESB. Nokkrum
vikum síðar var Bjarni Ben einarður
andstæðingur aðildar. Svo mjög að
hann var meira að segja á móti því
að þjóðin fengi að kjósa um málefn-
ið. Þetta mál breyttist úr því að vera
bara nokkuð sniðugt yfir í svo mikið
óhræsismál að þjóðinni væri engan
veginn treystandi til að taka afstöðu
til þess.
„Hvaða hrun?“
Sama sinnis er frændi Bjarna Ben,
Björn Bjarnason, og hinn sjálftöku-
og vandræðamaðurinn, Styrmir
Gunnarsson. Báðir fulltrúar ónýtrar
og þjóðskaðlegrar stjórnmálastefnu
en samt með kassann þaninn, með
spurnarglampa undir grásprengdum
augabrúnunum. „Hvaða hrun ert þú
að tala um?“
Bjarnabófarnir og hyski Tvífésa
En Bjarni og Tvífési eiga fleira sam-
eignlegt. Illyrmislegan hóp jábræðra
og fjárpressara sem gera hvað sem er
fyrir foringjann. Bófaflokkur Tvífésa
er hópur skuggalegra vera sem lítið er
vitað um. Meira er vitað um Bjarna-
bófana. Þar kennir ýmissa grasa og
fer sennilega Guðlaugur Þór fremstur
meðal jafningja. Illugi Gunnarsson er
þarna líka sem og Ásbjörn Óttarsson,
sem fór á svig við skattalög. Tryggvi
Þór Herbertsson er úr þessum hópi og
kúlulánadrottningin Þorgerður Katr-
ín er ekki langt undan. Eini þjófurinn
sem hefur náðst og verið gómaður af
löggunni er Árni Johnsen. Hann sat
inni um hríð en kom sterkur inn aftur.
stan lee eða Hómer?
Mér hafa alltaf þótt goðsögur heill-
andi. Líka nútímagoðsögur eins og sú
um Tvífésa. Goðsögur endurspegla
nefnilega veruleikann þótt þær séu
eftir Stan Lee en ekki úr munnmælum
aftan úr grárri forneskju.
Bjarni „Two-Face“
1 RunólfuR og RáðheRRann voRu RóttækiR Í helgarblaði DV
var nærmynd af Runólfi Ágústssyni,
sem var umboðsmaður skuldara í
einn dag.
2 PlayStation-bygging í JaPan vekuR athygli Skrifstofubygging
í Osaka í Japan minnir óneitanlega á
PlayStation 3-leikjatölvu.
3 tyRkneSkiR flugfReyJuR SendaR í megRun Tyrkneskt
flugfélag hefur skikkað flugfreyjur og
flugþjóna í megrun, annars verða þau
færð í önnur störf.
4 fRamhJáhaldSSkandall idol-StJöRnu Paula Cook sakar
Idol-stjörnuna Fantasiu Barrino um að
hafa haldið við eiginmann hennar frá
því í ágúst í fyrra.
5 tvítuguR PiltuR Stunginn í bakið á dalvík Lögreglan rannsak-
ar árás sem átti sér stað á Dalvík um
helgina.
6 lady gaga á bRJóStunum í ChiCago Söngkonan Lady Gaga er
gjörn á að hneyksla.
7 kúlulánakóngaR glitniS enn víða að StöRfum Af 16 lykilstjórn-
endum Glitnis sem fengu milljarða
kúlulán eru níu enn í dag við starfandi
sem lykilstjórnendur Íslandsbanka.
mest lesið á dv.is myndin
Hver er maðurinn?
„Dalvíkingur í húð og hár og fram-
kvæmdastjóri Fiskidagsins mikla.“
Hvað drífur þig áfram?
„Ég held að það sé jákvæðnin og
bjartsýnin.“
Hvaða þrjú orð lýsa þér best?
„Ef ég nota orð annarra, þá er ég
jákvæður, ofvirkur og kærleiksríkur.“
Áhugamál?
„Það er matseld og allt sem snýr að
henni. Hún er helsta áhugamálið.“
uppáhaldsmatur?
„Það er fiskur og ég get nefnt að mér
þykir rauðspretta mjög góð.“
Hvernig gekk Fiskidagurinn mikli
í ár?
„Bara hrikalega vel, alveg hreint. Þetta
var 10 ára afmæli dagins og samkvæmt
starfsmönnum Fiskidagsins var þetta
alveg framúrskarandi. Þetta var
ólýsanlegt.“
Hvers vegna tókstu að þér að vera
framkvæmdastjóri?
„Þegar þessi hugmynd kom upp í
upphafi var strax leitað til mín. Ég er
mjög hrifinn af ögrandi og léttgeggjuð-
um hugmyndum og á erfitt með að segja
nei við þeim.“
Hvað er skemmtilegast við daginn?
„Það er mjög margt, en ef ég á nefna eitt
þá er það þetta ótrúlega andrúmsloft
sem myndast, og svo mjög margir tala
um. Það er kærleiksríkt og rólegt and-
rúmsloft sem ríkir í kringum dagskrárliði
Fiskidagsins.“
En hvað er erfiðast við Fiskidaginn?
„Það er erfiðast að bera þessa ábyrgð á
svona stóru dæmi.“
Hvað ertu búinn að borða mikið af
fiski um helgina?
„Ég er búinn að borða mjög lítið, það
er þannig að þegar maður er svona
á fullu, þá má maður ekkert vera að
því að borða. Ég smakkaði svolítið, en
sennilega borðaði ég minnst af öllum
á svæðinu, fyrir utan þá sem ekki borða
fisk.“
Hvernig sérðu þennan dag fyrir þér
eftir fimm ár?
„Ég sé hann þróast áfram sem ljúfa
fjölskylduhátíð og ég held að eftir fimm
ár verði komið jafnvægi á gestafjölda.“
maður dagsins
kjallari
„Dásamleg!“
RAgnHEiðuR KjARTAnsdóTTiR
26 ÁRA, HóTELSTARFSmAðuR
„Jörðin þarf á henni að halda.“
BjARni VAlTÝR guðjónsson
81 ÁRS, kIRkJuORGAnISTI
„Ekki góð svona á sumrin.“
TABET MoHAMMEd
24 ÁRA, VEITInGAmAðuR
„Hún er góð.“
KRisTjÁn REzMiKoV
24 ÁRA, kOkkuR
„Hún kom mér bara á óvart.“
louis Filippo ToRREs MEzA
22 ÁRA, ÞJónn
hveRnig finnSt þéR Rigningin?
dómstóll götunnar
MánUDAGUR 9. ágúst 2010 umræða 19
„ Tvífési fékk á sig
gusu af sýru en
Bjarni Ben fékk
vafning í hausinn.“
TEiTuR ATlAson
nemi skrifar
Mynd EinAR BjARnAson
Borgarstýra Hin virðulega Salbjörg Gnarr, leikin af Jóni Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur, stal senunni á Gay Pride um helgina.
Mynd/RóBERT REynisson