Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 9. ágúst 2010 MÁNUDAGUR • Hindrar blöðrumyndun – verndar fætur • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka • Gervihúð sem andar Compeed plásturinn Miklu færri komast að en vilja í nám til kennsluréttinda: Hundruð umsækjenda Háskóli Íslands þurfti að hafna rétt um tvö hundruð einstaklingum sem sóttu um nám til kennslurétt- inda í haust. Samkvæmt upplýsing- um frá menntavísindasviði skólans sóttu þrjú hundruð manns um nám til kennsluréttinda hjá skólanum. Menntavísindasvið samþykkti að- eins níutíu af þessum umsóknum. Því samþykkti skólinn aðeins einn þriðja þessara umsókna. Þar var til að mynda strax tekin sú stefna að fara ekki yfir umsóknir sem bárust eftir að umsóknarfrestur til námsins rann út. Hjá Háskólanum á Akureyri bár- ust 225 umsóknir vegna náms til kennsluréttinda. Samkvæmt upplýs- ingum frá skólanum fengu þar af 168 manns inni og hafa 120 þegar greitt skólagjöld fyrir næsta vetur. Þar var sú stefna tekin að leggjast á eitt til að koma til móts við nemendur. Í ág- úst tekur skólinn í notkun nýja bygg- ingu. Þar er meðal annars stór fyrir- lestrarsalur sem gerir það að verkum að tök eru á að taka á móti fleirum en annars yrði. Hann getur tekið allt að þrjú hundruð manns í sæti. Sam- kvæmt upplýsingum frá skólanum hafa aldrei eins margir sótt um nám til kennsluréttinda að hausti. rhb@dv.is Aðeins þriðjungur inni Háskóli Íslands samþykkti aðeins níutíu umsóknir af um þrjú hundruð vegna náms til kennsluréttinda. Háskólinn á Akureyri samþykkti mun fleiri. Tafir vegna áreksturs Nokkurra bíla árekstur varð á þjóð- vegi 1 um Bólstaðarhlíð, við Bólu, rétt við Öxnadalsheiði um miðjan dag á sunnudag. Þjóðvegurinn var lokaður um stund af þessum sökum og tók um það bil klukkustund að koma umferðinni af stað aftur. Engin alvarleg slys urðu á fólki í árekstr- inum. Lögreglan á Sauðárkróki fer með rannsókn málsins, en ekki lá fyrir á sunnudag hverning slysið at- vikaðist. Stunginn í bakið á Dalvík Piltur um tvítugt var stunginn í bakið á Dalvík á sunnudagsmorgun en þar í bæ fór fram Fiskidagurinn mikli nú um helgina. Pilturinn mun ekki vera alvarlega slasaður en annar piltur á svipuðum aldri hefur verið handtek- inn grunaður um verknaðinn. Þá féll átján ára piltur í sjóinn og var kaldur og blautur en fékk að- hlynningu björgunarsveitarmanna. Fyrir utan þessi tvö atvik, pústra og ölvunarlæti, þá mun hátíðin hafa farið vel fram. Kirkjan vill minni niðurskurð Kirkjuþing vill að miðað verði við fimm prósenta niðurskurð í rekstri Þjóðkirkjunnar á árinu 2011 í stað níu prósenta, eins og ríkisstjórnin hefur gert kröfu um. Á aukakirkju- þingi sem haldið var um helgina var því beint til kirkjuráðs að það skyldi ganga til samninga við ríkisvaldið um væntanlegan niðurskurð. Niður- skurðartillögurnar séu síðan háðar samþykki kirkjuþings og Alþingis. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, HÍ, sat í stjórn Glitn- ir Globe, undirsjóðs Save & Sa- ve-innistæðusjóðs Glitnis, sem Glitnir stofnaði fyrir bankahrun. Sjóðurinn var hugsaður sem mót- vægi við Icesave-innistæðureikn- inga Landsbankans sem frægir eru orðnir. Með stjórnarsetu sinni í Glitnissjóðnum bætist Kristín í hóp annarra háskólarektora sem tengj- ast fjármálageiranum á góðæris- tímum fyrir hrun með einhverjum hætti. Á þessum tímum taumlítill- ar gróðahyggju bankamanna sat Svafa Grönfeldt, fyrrverandi rekt- or Háskólans í Reykjavík, í stjórn Landsbankans og þá hlaut Runólf- ur Ágústsson, fyrrverandi rektor háskólans á Bifröst, einnig hundr- uð milljóna kúlulán til hlutabréfa- kaupa í Icebank. Athyglisvert er að þrír rektorar sem sinntu störfum sínum á árunum fyrir hrun virðast því hafa tengst fjármálageiranum með einum eða öðrum hætti. Flott stjórn Ákveðið framlag úr Save & Save- innistæðusjóðnum, 0,1 prósent af vöxtum innistæða, var eyrnamerkt umhverfissjóðnum Glitnir Globe. Kristín rektor var fengin til að sitja þar í stjórn ásamt norska skauta- kappanum Johann Olav Koss og dr. Rajendra Pachauri, formanni lofts- lagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Save & Save-reikningarnir voru stofnaðir árið 2008 en innláns- söfnun á þá hóf Glitnir ekki fyrr en um mitt ár 2008. Sökum þess þótti rannsóknarnefnd Alþingis ekki ástæða til að taka þá ítarlega til skoðunar, líkt og gert var með hina áþekku Icesave-reikninga Lands- bankans. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra hefur ákveðið að veita eina milljón króna til Rann- sóknarstofu um Háskóla, sem Páll Skúlason, fyrrverandi rektor HÍ, veitir forstöðu til þess að rannsaka sérstaklega þátt háskólanna á góð- æristímum fyrir bankahrun. Óheppileg tengsl Seta Kristínar rektors í stjórn Glitn- ir Globe gæti orðið eitt af því sem Rannsóknarstofa Páls mun rann- saka. Hann kemur reyndar til með að rannsaka tímabil þar sem hann sjálfur sat sem rektor HÍ og þarf að gæta sín á óheppilegum hags- munaárekstrum við þá skoðun. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis var komist að þeirri niður- stöðu að líkt og margir, til að mynda fjölmiðlar, hefðu háskólamenn get- að lagt mun meira af mörkum í op- inberri umræðu á grundvelli sér- fræðiþekkingar sinnar. Þrátt fyrir slæm móttökuskilyrði fyrir gagnrýni á tímum góðærisins hefðu sérfræð- ingar háskólanna átt að halda á lofti þeim hættumerkjum sem blöstu við. Góð málefni Kristín staðfestir setu sína í banka- sjóðnum og bendir á að stjórnar- mennirnir hafi eingöngu verið fag- aðilar sem ekki höfðu fjárhagslega ábyrgð. Hún segir fjarstæðukennt að tengja sig við fjármálageirann fyrir hrun með stjórnarsetunni. „Save & Save var ný sparnaðarleið sem átti að fara af stað og mótframlög frá bankanum áttu að leggja áherslu á umhverfismál, endurnýjanlega orku og sjávarútveg. Til mín var leitað að sitja í fagráði fyrir sjóðinn, aðeins ráðgefandi um meðferð þessa sjóðs til þessara málaflokka. Ég þáði boð- ið í ljósi þess að þarna átti að styrkja áhugaverð málefni sem við hjá skól- anum höfum lagt mikla áherslu á. Þetta var fagráð sem bar enga fjár- hagslega ábyrgð og því fjarstæðu- kennt að tengja mig við fjármála- markaði út frá þessu,“ segir Kristín. „Umræðan um þátt háskólanna í bankahruninu á fyllilega rétt á sér. Við verðum hins vegar að muna að ýmislegt var sagt af háskólakennur- um sem ekki fékk hljómgrunn. Eftir á að hyggja er alveg hægt að segja að meira hefði mátt vara við en þegar það er skoðað má sjá að ansi margir sem vöruðu við án þess að hlustað væri á þá.“ DV1008069524 Rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, sat í stjórn umhverfissjóðs á vegum Glitnis sem stofnaður var út frá Save & Save-innistæðureikningum bankans, hliðstæðu Icesave-reikninga Landsbankans. Á sama tíma höfðu tveir aðrir háskólarektorar bein tengsl við fjármálageirann fyrir bankahrun, þau Runólfur Ágústsson og Svafa Grön- feldt. Öðrum fyrrverandi rektor, Páli Skúlasyni, hefur verið falið að rannsaka þátt háskólanna á góðæristímunum fyrir hrun. KRISTÍN REKTOR SAT Í STJÓRN BANKASJÓÐS TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Þetta var fagr-áð sem bar enga fjárhagslega ábyrgð og því fjarstæðukennt að tengja mig við fjármála- markaði útfrá þessu. Sat í stjórn Kristín sat í stjórn umhverfissjóðs Glitnis fyrir bankahrunið. Þar segist hún eingöngu hafa átt að vera ráðgefandi um fjármuni sjóðsins en ekki bera fjárhagslega ábyrgð. MYND VILHELM GUNNARSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.