Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 7
MánUDAGUR 9. ágúst 2010 fréttir 7 Flest bendir til þess að Landsbankinn og Vestia, dótturfélag bankans, hafi afskrifað á annan milljarð króna þeg- ar það seldi fyrirtækið Parlogis í lok júlí. Kaupandinn var Lyfjaþjónust- an ehf., sem er að fullu í eigu Kristj- áns Jóhannssonar lektors við Háskóla Íslands. Samkvæmt skrá yfir álagða skatta og gjöld er Kristján tekjuhæsti háskólamaður landsins með um 2,2 milljónir króna á mánuði. Kaupverð Parlogis var 250 milljón- ir króna og var kaupverðið greitt í einu lagi. Margt bendir til þess að Lands- bankinn hafi lánað kaupandanum fyrir kaupunum. Parlogis er lyfjadreifingarfyrirtæki með aðsetur á Krókhálsi í Reykja- vík og hjá fyrirtækinu vinna um 50 manns. Fyrirtækið er með nærri þriðjungs hlutdeild í lyfjadreifingu í landinu. Formlegt söluferli hófst snemma í maí, en Vestia, dótturfélag Landsbankans átti 80 prósenta hlut í því og Atorka 20 prósent. Á brauðfótum um langt skeið Í raun hefur rekstur Parlogis verið í gjörgæslu síðan Landsbankinn seldi félagið í skuldsettri yfirtöku árið 2007. Landsbankinn hefur tvívegis lánað mikið fé vegna eigendaskipta á fé- laginu síðan þá, fyrst mönnum sem stóðu á bak við Dreifingarmiðstöðina ehf. (DM). Samkvæmt ársreikningi Parlogis árið 2008 greiddu eigend- ur sér um 160 milljóna króna arð og er varla að sjá að það hafi samrýmst hagsmunum Landsbankans og var félaginu lýst sem fjárvana fyrirtæki á þeim tíma í Viðskiptablaðinu 8. okt- óber 2009. Eftir að DM var lýst gjald- þrota í fyrra tók Landsbankinn við rekstri Parlogis. Rekstrartap Parlogis árið 2008 nam nærri 1.260 milljónum króna og var eigið fé þess neikvætt um nánast sömu upphæð. Skuldir námu um 2,4 milljörðum króna. Í ársreikningi Parlogis fyrir árið 2009 kemur fram að hlutafé félagsins hafi verið aukið um 1.253 milljónir króna með skuldbreytingu lána fyrir síðustu áramót. Samkvæmt sölugögnum Fyrir- tækjaráðgjafar Landsbankans eru yfir 70 prósent tekna Parlogis til komnar vegna sölu og dreifingar á vörum frá Icepharma sem einnig var í meiri- hlutaeign Kristjáns Jóhannssonar. Í gögnunum kemur fram að Parlog- is beri mikla áhættu, meðal annars gengisáhættu vegna vöruinnflutn- ings, í samningum sínum við Icep- harma. Jafnframt kemur fram að sölu- samningar Parlogis og Icepharma gilda til loka næsta árs. Af þessu leiðir að þeir sem höfðu á annað borð hug á að kaupa Parlogis af Landsbankanum / Vestia urðu að gera tilboð með fyr- irvara um endurskoðun og framleng- ingu samninga við Icepharma. Að öðrum kosti mætti líta svo á að Par- logis væri nánast ósöluhæft. Lánaði bankinn fyrir kaupunum? Af framangreindum ástæðum voru Icepharma og Kristján Jóhannsson í yfirburða stöðu til þess að kaupa Par- logis þar sem hann hélt í alla enda. Með öðrum orðum voru Kristján og Icepharma nánast í lykilstöðu til þess að losa Landsbankann við Par- logis. Þess má geta að Landsbank- inn er einnig viðskiptabanki Icep- harma. Heimildarmenn DV telja að þar af leiðandi hafi söluferlið á veg- um Landsbankans og Vestia verið hálfgert sjónarspil. Salan var aðeins opin svokölluðum fagfjárfestum sem hindraði áhuga á kaupum á lyfjadreif- ingarfyrirtækinu. Í tilkynningu segir að 12 aðilar hefðu fengið kynningargögn en ekk- ert gefið upp um hversu margir hefðu lagt fram skuldbindandi tilboð. Í tilkynningunni frá Vestia um sölu Parlogis kemur ekki fram hverjir eig- endur Lyfjaþjónustunnar ehf. eru, en það fyrirtæki staðgreiddi 250 milljónir króna fyrir Parlogis. Samkvæmt hluta- félagaskrá er Kristján Jóhannsson lektor eini eigandi félagsins. Kristján er jafnframt stjórnarformaður og að- aleigandi Icepharma í gegn um eign- arhaldsfélögin Akurey ehf. og Lyng ehf. Kristján á helmingshlut í Akur- ey á móti Ingu Rósu Guðmundsdótt- ur. Akurey er aftur meirihlutaeigandi í Lyngi ehf. sem á Icepharma að öllu leyti. Akurey var stofnað árið 2007 í tengslum við skuldsetta yfirtöku á Ic- epharma. Inga Rósa er lyfjafræðingur og eftir því sem DV kemst næst er hún starfsmaður Lyfjastofnunar Íslands sem gæti valdið hagsmunaárekstrum gagnvart eignarhaldi hennar í lyfja- dreifingu. Fréttablaðið greindi frá því þann 10. júní síðastliðinn að Akurey ehf. hefði aldrei frá upphafi skilað árs- reikningum. Kristján var þá nýskip- aður fulltrúi Bankasýslunnar (ríkis- ins) í stjórn Arionbanka. Kristján kom af fjöllum og taldi að um handvömm hefði verið að ræða. Ársreikningum Akureyjar hefur nú verið skilað. Þar kemur fram að eigið fé félagsins var neikvætt um nærri 1,3 milljarð króna í árslok 2008. Á sama tíma var eigið fé Lyngs ehf. neikvætt um nánast jafn háa upphæð eða 1,1 milljarð króna. Bankinn á þremur stöðum við borðið Varla er um það að ræða að Akurey, Lyng eða Icepharma hafi getað lagt fram fé til kaupanna á Parlogis nú. Þannig er því ósvarað hvernig Lyfja- þjónustan ehf., sem er algerlega í eigu Kristjáns, hafi getað staðgreitt 250 milljónir króna við kaupin á Parlogis fyrir skemmstu. DV tókst ekki að afla upplýsinga um það við vinnslu frétta- rinnar hvort Landsbankinn hefði lán- að Kristjáni fyrir kaupverðinu. Miðað við skuldir Parlogis og stöðu félagsins áætla heimildarmenn DV að Landsbankinn hafi afskrifað 1 til 1,5 milljarð króna um leið og Par- logis var selt. Landsbankinn tengist Kristjáni með margvíslegum hætti í viðskipt- um með áðurgreind félög. Bankinn er viðskiptabanki Icepharma sem Kristján á meirihluta í. Landsbank- inn er því í senn eigandi, seljandi og viðskiptabanki Kristjáns, sem virðist alla tíð hafa gegnt lykilstöðu sem mögulegur kaupandi Parlogis. Heimildir eru og fyrir því að Lands- bankinn hafi fyrirfram talið sig hafa mestan hag af því að Icepharma kæmist yfir Parlogis til þess að styrkja rekstur fyrirtækisins. Þetta styður grunsemdir um að söluferlið hafi í rauninni verið einhvers konar leik- þáttur og aðrir bjóðendur hafi ekki átt raunhæfa möguleika til að kom- ast yfir fyrirtækið. Allt bendir til þess að Landsbankinn hafi afskrifað 1 til 1,5 milljarð króna þegar hann seldi fyrirtæki í eigu Kristjáns Jóhannssonar lektors lyfjadreifingarfyrirtækið Parlogis ehf. fyrir skemmstu. Ýmsir þeir sem fengu gögn um söluna og sýndu áhuga á kaupum telja að salan hafi verið nánast fyrirfram ákveðin og að sett hafi verið upp leiksýning af hálfu bankans til að fullnægja formsat- riðum um opið söluferli. FÉKK FYRIRTÆKI Á SILFURFATI er því í senn eigandi, seljandi og við- skiptabanki Kristjáns, sem virðist alla tíð hafa gegnt lykilstöðu sem mögulegur kaupandi Parlogis. EIgnARhALdSFÉLAgIð AKUREY EhF. Kristján Jóhannsson - 50 prósent Inga Rósa Guðmundsdóttir - 50 prósent EIgnARhALdSFÉLAgIð LYng EhF. Akurey ehf. - 61 prósent Margrét Guðmundsd. - 18 prósent Karl Þór Sigurðson - 12 prósent Aðrir - 9 prósent IcEphARmA EhF. Lyng ehf. - 100 prósent LYFjAþjónUSTAn EhF. Kristján Jóhannsson lektor - 100 prósent pARLogIS EhF. Lyfjaþjónustan ehf. - 100 prósent Jóhann hauKsson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Þriðjungur lyfjadreifingar- innar. Áætlað er að Landsbankinn hafi afskrifað 1 til 1,5 milljarð króna þegar hann seldi á dögunum lyfjadreifingarfyr- irtækið Parlogis sömu aðilum og reka Icepharma. Launahæsti háskólamaðurinn Kristján Jóhannsson staðgreiddi 250 milljónir króna þegar Lyfjaþjónust- an ehf. í hans eigu keypti Parlogis af Landsbankanum. Ríkisbankinn. Landsbankinn er í eigu ríkisins. Efasemdir eru um trúverðugleika söluferlis bankans á lyfjadreifingarfyrirtækinu Parlogis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.