Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 26
Íslenska rokksveitin Dikta mun koma fram í London, nánar til- tekið á Hoxton Square Bar And Kitchen, sem staðsettur er í hinu funheita Hoxton-hverfi. Kvöld- ið sem hljómsveitin spilar ber yfirskriftina Cut to the Chase og er haldið af RAM Entertain- ment, en það er enginn annar en tónleikafrömuðurinn Róbert Aron Magnússon sem er á bak við það. Ásamt Diktu munu plötusnúðarnir Fair Ohs, Chapt- er 23 og Hear We Dance einnig koma fram. Eftir tónleika mun Dikta spila ásamt The Kooks og The Courteeners í Berlín og svo halda í stutt tónleikaferðalag um Evrópu. Íslenska söngkonan Björk Guð- mundsdóttir er á hraðri leið inn á lista yfir verst klæddu konur heims, í annað skipti, ef marka má umfjöllun breska blaðsins The Daily Mail. Blaðið birtir ljósmynd af Björk sem var tekin þegar hún mætti á frumsýningu Moomins And The Comet Chase í Finnlandi ásamt dóttur sinni Isadoru. Björk var klædd í stóran grænan skokk og segja blaðamenn Daily Mail að innblásturinn að klæðnaðin- um gæti allt eins verið fenginn frá hetjunni The Inc- redible Hulk. Ekki aðeins vegna litar flíkurinnar, heldur einnig vegna mót- andi áhrifa sem hún hefur á líkama Bjarkar, sem virð- ist vera vöðvatröll á myndinni. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Björk vekur hreinlega upp reiði blaðamanna vegna klæðarburð- ar síns. En eftir að hún mætti á Óskarsverð- launahátíðina árið 2001 klædd í svanakjólinn fræga, var hún á milli tannanna á tískulögg- um og blaðamönnum um margra ára bil og má eiginlega segja að í hvert einasta skipti sem listi er tekinn sam- an yfir misheppnaðan klæðaburð stjarnanna þá sé minnst á svaninn. Klædd eins og HulK Blaðamenn The Daily mail hneykslasT á Björk: Jónsi úr Sigur Rós er um þess- ar mundir í löngu tónleika- ferðalagi sem hófst í lok júlí. Á ferðalaginu heimsækir hann bæði Bandaríkin og Evrópu, en hann spilar á fjölmörgum stöðum í september og okt- óber. Núna heimsækir hann hinsvegar lönd á borð við Austurríki, Sviss, Frakkland og Pólland. En fyrr í sum- ar var hann í Þýskalandi og Bretlandi. Jónsi flytur lög úr sóló-verkefni sínu, Go, og á meðan hvíla félagar hans í Sig- ur Rós sig. Einnig er verið að gera kvikmynd um þá félaga og tónleika þeirra í Bretlandi árið 2008. 26 fólkið 9. ágúst 2010 mánudagur Erna gunnþórsdóttir: dikta í london Jónsi á ferðalagi Komst eKKi á milli ljósastaura fyrirsætan Erna Gunnþórsdóttir þyngdist um tæp 30 kíló á sinni fyrstu meðgöngu og varð ólétt aftur áður en líkami hennar náði að jafna sig almennilega eftir meðgönguna. Eftir að hún átti sitt annað barn ákvað hún að segja þyngdinni stríð á hendur. Eins og DV hefur áður sagt frá hefur Erna snúið aftur til fyrirsætustarfa við góðar undirtektir enda í frábæru formi. „Þegar ég varð ófrísk þá pældi ég ekkert í þessu ég fór úr því að vera 57 kg. upp í 86 kg. þegar ég átti eldri strákinn, það er mjög hressileg þyngd- araukning. Ég varð aftur ólétt af yngri stráknum mínum þegar sá eldri var fimm mánaða. Líkami minn náði ekki að jafna sig eftir fyrri fæðinguna. Þegar ég var búin að eignast yngri gullmolann minn þá ákvað ég að taka mig á. Ég var búin að vera meira og minna ólétt í tvö ár og langaði svo að komast í fötin mín,“ segir Erna á bloggsíðu sinni. Hún var sannarlega fljót að ná árangri en á aðeins 5 mánuðum skóf hún af sér 15 kíló. Eins og mynd- irnar sem teknar voru af fyrirsætunni nýverið sýna, er hún í fantaformi. Skokk og vatnsmelónur Erna segir enga töfralausn að baki árangrinum, heldur hafi hún lagt mikið á sig til þess að komast í form. „Ég er ein af þeim sem þarf að passa hvað ég set ofan í mig, ef ég geri það ekki þá er ég fljót að fitna eins og flestallir. Það sem virkar fyrir mig er að vera dugleg að hreyfa mig, halda hitaeiningafjölda fæðunnar innan þeirra marka sem hentar mér og borða alltaf á svipuðum tíma dags. Það virðist ekki skipta neinu máli fyrir mig hvort ég éti 500 kaloríur af súkku- laði eða brauði. Ég er rosalega hrifin af vatnsmelónum og fór að borða mikið af þeim. Ég fór að hlaupa úti í byrjum desember, oft snemma á morgnana og lét veður aldrei stoppa mig. Mér fannst þetta hrikalega erfitt, ég gat ekki hlaupið milli ljósastaura en ég gafst ekki upp og í dag hleyp ég allavega 7 kílómetra þegar ég fer út að hlaupa,“ segir hún og bætir við: „Það var engin töfralausn á bak við það að ég næði mínu markmiði. Bara mikil vinna. Fyrstu þrjá mánuðina gerðist voða- lega lítið og ég held að fólk gefist upp rétt áður en þetta fer að virka. Þegar erfiðið fer loksins að skila sér er svo gaman! Það er ekkert jafngef- andi eins og að ná einhverju settu marki.“ Erna Gunnþórsdóttir kom sér í ótrúlegt form á skömmum tíma: Þokkafull Erna Gunnþórsdótt ir er komin í fyrirsætustörfin ef tir að hafa komið sér í fantaform . mynd Arnór HAlldórSS on Björk Guðmunds- dóttir Þekkt fyrir sérstakan klæðaburð. Hulk Er tvífari Bjark ar að mati The Daily Mail.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.