Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2010, Blaðsíða 15
FORNBÆKUR Á GJAFVERÐI Á Flateyri fyrirfinnst huggu- leg bókabúð þar sem hægt er að fá notaðar bækur á gjafverði. Þar er kílóið á litlar 1.000 krónur og ekki skiptir þar hvort keypt er meistaraverk eftir Lax- ness eða illa skrifuð kilja því allt kostar það sama. Margar fornar gersemar leynast í búðinni sem ættu að gleðja alla bókaorma gífurlega. Auðvelt er að gleyma sér í hillum þessarar litlu búðar, en auk bóka er hægt að kaupa göm- ul tímarit í topp ástandi. Tímaritin eru ýmist hasarblöð frá níunda áratugnum eða gömul húsmæðrarit, en úrvalið fer eftir framlögum til búðarinnar. Tíma- ritin kosta það sama og þau kostuðu þegar þau voru gefin út. RÖNG VERÐMERKING? Ef vara er rangt verðmerkt áttu rétt á því að fá vöruna á því verði sem hún er merkt. Þetta gildir með þeim fyrirvara að ekki sé augljóst á verðmerk- ingunni að um mistök sé að ræða, og að annar viðskiptavinur hafi ekki fært vöruna til, svo hún verði rangt verðmerkt. Mikilvægt er að vera vak- andi og að benda starfsfólki á mistökin. MÁNUDAGUR 9. ágúst 2010 NEYTENDUR 15 VELDU RÉTTA SÍMANN Síminn er úr málmi og hefur látlaust en fágað útlit sem gleður augað. Skjárinn er viðbragðsnæmur og forrit í símanum leyfa þér að nálgast hagkvæmar upplýsingar á borð við veðurspána auðveldlega. Gott viðmót er þegar vefsíður eru skoðaðar og auðvelt er að stækka myndina eða afrita texta af vefsíðum. Tónlistarspilarinn í símanum er góður, en til að njóta bestu gæða þarf að nota eigin heyrnartól í stað þeirra sem fylgja. Gallar símans eru fáir, en þar ber fyrst að nefna léleg forrit í Android-stýrikerfinu sem síminn notar. Þau eru vanalega lakari en forritin í iPhone-símanum. Myndavélin er einnig fremur léleg. BESTA VERÐ: Nova - 106.990 kr. staðgreitt, ásamt 18.000 króna inneign. Snjallsími hins vinnandi manns. Síminn hefur endingargóða rafhlöðu og er þægilegur til að svara rafpósti á ferðinni. Góð upplausn á skjánum þýðir að hægt er að horfa á myndbönd í góðum gæðum og síminn býður upp á ágætis tónlistarspilara. Lyklaborðið á símanum er vel hannað og auðvelt er að nota það. Helsta nýjungin er svokallað „trackpad“ sem auðveldar netnotkun í símanum. Helsti galli símans er stýrikerfið, sem reynst getur flókið nýjum notendum. BESTA VERÐ: Síminn - 105.900 krónur staðgreitt. Nokkurs konar eftirlíking af BlackBerry sem þó hefur upp á sitthvað að bjóða. Síminn er með 5 megapixla myndavél, útvarp og innbyggð landakort með Ovi Maps-forritinu. Mjög fljótlegt og auðvelt er að setja upp rafpóst í símanum, sem er kostur. Einnig er hægt að skipta fljótlega á milli tveggja persónusniða. Hann er fremur hraður í notkun, en býður upp á takmarkað úrval forrita. Helsti galli símans er að hann ræður ekki við mörg forrit í einu og hefur ekki í roð við snjallsíma hvað þetta varðar. BESTA VERÐ: Nova - 74.990 krónur, ásamt 18.000 krónum í inneign. Nokia E72 BlackBerry Bold 9700 HTC Legend **Síminn var á 119.000 krónur á vefsíðunni iPhone.is, en í ljósi þess að hætt er að framleiða 3GS mun hann ekki vera til sölu þar aftur. simon@dv.is Í síðustu neytendaopnu DV var gerð úttekt á farsímaþjónustu. Úttektin var byggð á niðurstöðum frá vefnum reiknivel.is, sem er á vegum Póst og fjarskiptastofn- unar. Reiknivélin finnur út kostnað við símtöl og byggir á markaðshlutdeild fyrirtækjanna. Samkvæmt útreikningum reiknivélarinnar er ódýrast að vera í viðskiptum hjá Nova ef notkunin er lítil eða mikil, en Vodafone er ódýrast ef síminn er notaður miðlungs mikið. Miðlungs notkun telst vera 65 símtöl á mánuði í 113 mínútur, og 50 SMS-skeyti. Lítil notkun telst vera 18 símtöl, 15 SMS-skeyti, en mikil notkun telst þegar 235 símtöl eru gerð og 52 SMS-skeyti eru send. Vodafone er dýrast þegar síminn er notaður lítið eða mikið, en Alterna er dýrast í miðlungs notkun. Ýmsar leiðir eru þó til þess að breyta forsendum, en það er hægt meðal annars með því að nýta sér svokallaða vini, sem þú getur hringt ókeypis í, eða með því að hringja meira innan kerfis sem er ódýrara. Til dæmis er hægt að nýta sér það að viðskiptavinir Nova hringja ókeypis innan kerfis. Ekki er tekið tillit til pakkatilboða í útreikningunum. Nánari útreikninga má sjá á síðustu neytendasíðu DV, 4-5. ágúst síðastiliðinn. Ódýrustu símafyrirtækin Í síðustu neytendaopnu DV var gerð út- tekt á verði farsímaþjónustu. BESTU FRAMLEIÐENDURNIR Á vefsíðunni mobile-phones.co.uk fá símar frá Apple, HTC og Blackberry bestu einkunn. Samsung og Nokia fá miðlungs einkunn, en Sony Ericson hefur lægstu einkunnina. Þó eru reyndar ákveðin símtæki frá Sony Ericson sem fá góða einkunn. Af þeim hæstu fær Apple bestu einkunnina, en allir símar þaðan fá fimm stjörnur, að undanskildum iPhone 3G sem fær fjórar og hálfa stjörnu. Símar frá HTC fá allt frá tveimur og hálfri stjörn og upp í fimm stjörnur, en flestir símar frá fyrirtækinu fá einkunn frá þremur stjörnum til fjögurra og hálfrar stjörnu. Blackberry-símar fá allir einkunn upp á þrjár til fjórar stjörnur. Það er þó mikilvægt að árétta að jafnvel þó að framleiðandinn hafi framleitt góð símtæki fram að þessu, er vel mögulegt að þaðan komi miður góð tæki seinna. Á meðan stjörnugjöf fyrir framleidd tæki er gott viðmið, er þó æskilegt að leita að umsögn um einstaka símtæki. Á vefsíðunni má glöggva sig á stigahæstu framleiðendunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.