Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Qupperneq 3
miðvikudagur 10. nóvember 2010 fréttir 3 „Þetta er iðnaður sem er í fullum blóma,“ segir Jón Baldvin Hanni- balsson, fyrrverandi utanríkisráð- herra og sendiherra, sem var aldrei í vafa um að Bandaríkjamenn stund- uðu njósnir hér á landi. Hann telur tilgang njósna Bandaríkjamanna um allan heim vera margþættan og hlær þegar blaðamaður spyr hvort hann telji þær nauðsynlegar fyrir öryggi sendiráða Bandaríkjanna. „Ef slíkar njósnir væru til þess að gæta öryggis starfsfólks sendiráða þá væri þetta lögmæt starfsemi en ef það er gert á laun og í óþökk við- komandi ríkis þá er það annað mál. Venjulegir borgarar vita ekkert um þetta mál.“ Jón Baldvin bendir á að njósna- stofnanir séu stærstu ríkisstofnanir Bandaríkjanna og þeim sé ætlað að gæta innra öryggis og fari starfsem- in þá fram innan Bandaríkjanna og svo sé um að ræða alþjóðlega njósnastarfsemi sem vaxið hafi frá ári til árs. „Hún nær líka til njósna á efnahagssviðinu fyrir bandarísk fyrirtæki. Á Evrópuþinginu birtist skýrsla fyrir einhverjum árum, eftir mikla rannsókn, og þar kom fram að fyrirtæki í Evrópusambandinu töpuðu tugum milljarða á ári hverju vegna njósna. Vegna tækniupplýs- inga og viðskiptaupplýsinga sem bandaríska njósnakerfið, sem í Evr- ópu hefur miðstöðvar í Bretlandi, aflar með ólöglegum hætti og kem- ur á framfæri við bandarísk fyrir- tæki til að styrkja samkeppnisstöðu þeirra. Þetta er staðreynd.“ Eftirlitssveit Laura Gritz, talsmaður bandaríska sendiráðsins á Íslandi, hefur stað- fest að hér á landi sé starfrækt eftir- litssveit, eða „surveillance detec- tion unit“, eins og tíðkast í nánast öllum ríkjum þar sem Bandaríkin hafa sendiráð. Hún segir jafnframt að hvorki sé um njósnastarfsemi að ræða né sé starfsemin leynileg. Hún segir starfsemina vera hluta af varnarsamstarfi við gistiríkin og henni sé ekki beint gegn gistiríkjun- um á neinn hátt né þegnum þeirra. Tilgangurinn sé einungis að fylgjast með grunsamlegri starfsemi í kring- um sendiráðin. Í utanríkisráðu- neytinu finnast þó engin gögn um slíkt varnarsamstarf á milli Íslands og Bandaríkjanna. Áætlunin mun vera 10 ára gömul en var þó stórefld eftir 11. september 2001. Í Noregi komst það nýlega upp að lögreglumenn á eftirlaunum væru í vinnu hjá bandaríska sendi- ráðinu við að njósna um samlanda sína á grundvelli sama kerfis og fengu í einhverjum tilfellum jafn- vel greitt undir borðið. Samkvæmt heimildum norsku fréttastofunn- ar TV2 hafa hundruð Norðmanna verið skráð í hryðjuverkagagna- grunn Bandaríkjamanna, Security Incident Managament Analysis System (SIMAS), og því er líklegt að einhverjir Íslendingar hafi einnig verið skráðir í þann gagnagrunn, þó það hafi ekki verið staðfest. Í gagna- grunninn eru meðal annars skráð nöfn einstaklinga, kennitölur, hár- litur, augnlitur, húðlitur, nöfn for- eldra, hæð og þyngd, símanúmer og fleira. Ögmundur Jónasson, dóms- mála- og mannréttindaráðherra, hefur farið þess á leit við ríkislög- reglustjóra að kanna þetta mál og hvort leyfi hafi fengist fyrir slíkri upplýsingasöfnun um íslenska borgara. Þá hefur hann einnig ósk- að eftir upplýsingum frá ráðuneyt- inu um sama mál. Forðast skal öll lykilorð Jón Baldvin segir Bandaríkin vera hernaðarbrjálað stórveldi sem reki gervihnattakerfi sem þeir noti kerf- isbundið til njósna. Bandaríkin geti til dæmis haft eftirlit með öll- um tölvupóstsamskiptum sem fara fram í heiminum. Sjálfur var Jón Baldvin sendiherra Íslands í Banda- ríkjunum á árunum 1998–2002 og telur sig því vita um hvað hann er að tala. „Við sendiherrarnir í Washing- ton bárum oft saman bækur okkar og spurðum hver annan um það hvaða ráð væru höfð til þess að verj- ast ameríska njósnakerfinu og einn sendiherra til dæmis sagði að það væri nú fátt til varnar annað en að forðast öll lykilorð sem njósnakerf- ið nemur. Þú nefnir ekki orðið Bush, þú nefnir ekki orðið secu rity, þú nefnir ekki United States. Þú kem- ur þér upp ákveðinni kóðun. Þetta eru nú ekki mikil vísindi og var ekki mjög nákvæmt en þetta byggði á því að það var opinberlega vitað að njósnakerfið er tölvustýrt og það staldrar við ef það koma einhver lykilorð, þá nemur það upplýsingar og kemur þeim inn í njósnamaskín- urnar.“ „Þær eru löngum stjórnlausar“ Jón Baldvin veit ekki hvað Banda- ríkjamenn geti haft upp úr því að njósna um Íslendinga. „Ísland er ekki hernaðarlega mikilvægt fyr- ir Bandaríkjamenn lengur og þess vegna eru þeir farnir. Ísland er nátt- úrlega bara kotríki og ræður engu í veröldinni og ætti þess vegna að fá að vera í friði. Stofnanir eins og CIA eru meira og minna bilaðar á geði. Þær eru löngum stjórnlausar og eru „paranoid“ samkvæmt skilgrein- ingu. Þær sjá óvini í öllum hornum og blása upp ímyndaða hættu og í mörgum tilfellum er þetta gert í eig- inhagsmunaskyni til að þenja þess- ar stofnanir út.“ Jón Baldvin bendir á að Banda- ríkjamenn hafi farið gjörsamlega á taugum eftir hryðjuverkin 11. sept- ember 2001 og að stofnanir og öll löggjöf í njósnamálum taki orðið langt út yfir allan þjófabálk. „Þeir eru njósnandi um ömmu sína af hræðslu um allan heim.“ Jón Baldvin segir Bandaríkja- menn fara sínu fram á heimsvísu eins og þeim þóknist og beita til þess ofturtækni. Þá virðist þeir í mörgum tilfellum ekki þurfa sam- þykki viðkomandi stjórnvalda en í sumum tilfellum séu njósnir stund- aðar í samstarfi við leyniþjónust- ur landanna. Í tilfelli Íslands væri það ríkislögreglustjóri, ráðherra og ráðuneytisstjóri dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. Bandaríkjamenn starfrækja eftirlitssveitir í tengslum við sendi- ráð sín. Þeim er gert að fylgjast með umhverfi sendiráðanna. Fyrrverandi sendiherra segir Bandaríkin vera hernaðarbrjál- að stórveldi sem fari sínu fram og oft án samþykkis landanna. „Njósnandi um ömmu sína“ Sólrún lilja ragnarSdóttir blaðamaður skrifar: solrun@dv.is njósnir á Íslandi Staðfesthefur veriðaðbandarískasendiráðiðhérá landistarfrækireftirlitssveitsemfylg- istmeðumferðíkringumsendiráðið ogskráirupplýsingarígagnagrunn. „Meira og minna bilaðar á geði“ JónBaldvinsegirlöggjöfumnjósna- starfsemiíBandaríkjunumtakaútyfir allanþjófabálk. BÁÐU ÚTRÁSARMENN UM RÁÐ UM EINKAVÆÐINGU Margir aðrir tölvupóstar frá Þór- halli til Guðmundar staðfesta þessa túlkun. Þórhallur virðist hafa leitað mikið til Guðmundar og Þórs þeg- ar kom að því að breyta ríkisrekstrin- um og öðru slíku. Annar tölvupóstur sem fór á milli fjármálaráðuneytisins og Guðmundar og Þórs bar yfirskrift- ina „Umbætur í ríkisrekstri“ og aðrir póstar eru persónulegir þar sem slegið er á létta strengi. Meðal annars stakk Þórhallur upp á því í gríni í tölvupósti árið 2005 að Milestone keypti gömlu Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg undir starfsemi sína: „Gleymdi að benda þér á að gamla Heilsuverndar- stöðin yrðu glæææææsiegar höfuð- stöðvar fyirir Milestone samstæðuna. Þú gætir meira að segja leigt Baugi kjallarann,“ en Heilsuverndarstöð- in var til sölu hjá íslenska ríkinu og Reykjavíkurborg á þessum tíma. óskýr skil á milli stjórnmála og viðskiptalífs Þessi samskipti skrifstofustjórans og stjórnenda Baugs, Milestone og Sjó- vár renna stoðum undir þá ályktun sem dregin er um samspil stjórnmála og viðskiptalífs í einum viðaukanum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar er fyrst rætt um einkavæðingu og síðan um það hvaða áhrif þessi einka- væðing hafði á stjórnmál og stjórn- sýslu í landinu. Þar segir: „Eitt af markmiðum einkavæðingar er að færa völd frá stjórnmálamönnum til einkaaðila. Með einkavæðingu banka, sjóða og margra fyrirtækja á síðasta áratug dró ríkisvaldið sig út úr margvíslegri starfsemi og völd stjórnmálamanna minnkuðu að sama skapi. Á sama tíma og ríkisvaldið veiktist sóttist viðskipta- lífið æ meir eftir afskiptum af stefnu- mótun og lagasetningu sem um það er sett. Eins og víða hefur gerst beittu fyr- irtæki hagsmunasamtökum til að hafa afskipti af reglusetningu og lagasetn- ingu. Hættan er sú að þetta lami jafn- framt lýðræðislegt ákvörðunarferli.“ Afleiðingin af þessari einkavæð- ingu varð svo sú að skilin á milli stjórn- mála og viðskiptalífsins urðu óljósari. „Þegar þannig er komið verða mörk- in milli viðskiptalífsins og stjórnmála verulega óskýr. Hagsmunaaðilar taka ákvarðanir í stað stjórnvalda sem aft- ur kemur í veg fyrir lýðræðislega um- ræðu um efnið. Hérlendis reyndu tvö hagsmunasamtök viðskiptalífsins, Viðskiptaráð og Samtök fjármálafyrir- tækja, eftir mætti að hafa áhrif á laga- setningu og þá umgjörð sem fjármála- fyrirtækjum var búin. Ekki er hægt að segja annað en að þeim hafi orð- ið vel ágengt. Þau lögðu áherslu á að lagaumgjörð viðskiptalífsins væri ekki mjög íþyngjandi, stjórnsýslan væri einföld og skattar lækkaðir. En það getur verið fín lína milli þess að búa atvinnugreinum hagstæð skilyrði og þess að þjónusta viðskiptageirann.“ Í því tilfelli sem hér um ræðir virð- ist hvatinn að samkrulli hins opin- bera annars vegar og viðskiptalífsins hins vegar hafa komið frá ráðuneytinu sjálfu sem leitaði til aðila í viðskipta- lífinu eftir aðstoð við stefnumótun í mikil vægu máli. óljós skil ÍskýrslurannsóknarnefndarAlþingiserfjallaðumhvernigskilinámillistjórn- málaogviðskiptalífsurðuóljósarimeðaukinnieinkavæðinguáárunumfyrirhruniðog viðskiptalífiðsóttistíauknummælieftirafskiptumaflagasetninguogstefnumótun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.