Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Ólafur Stefánsson handboltamaður segist telja að yfirgnæfandi líkur séu á því að starfsemi fjárfestingafélagsins Arðvís sé rugl. Í þessu felst að hluthaf- arnir muni tapa þeim peningum sem þeir leggja til félagsins. Aðstandend- ur Arðvíss hafa notað nafn Ólafs til að selja almenningi hlutabréf í félaginu en hann fjárfesti í því sjálfur. Ólafur er einn dáðasti íþróttamaður þjóðar- innar og er líklegt að mörgum þyki að- koma hans að félaginu vera trúðverð- ugleikamerki. DV greindi frá því á mánudaginn að rúmlega 140 Íslendingar hefðu lof- að að leggja meira en 360 milljónir króna til verkefnis Arðvíss og að þar af hefði Ólafur lagt fram tæpar 10 millj- ónir. Arðvís gengur út að stofnuð verði heimasíða á netinu, Corpus Vitalis, sem hluthafarnir kaupi vörur og þjón- ustu í gegnum. Við þetta á að skapast mikill hagnaður sem á að skipta á milli hluthafanna. Hugmyndin er kynnt þannig að einnig eigi að nota hluta af hagnaðinum til að útrýma fátækt í heiminum. Helsti hugmyndafræðingur Arð- víss, Bjarni Þór Júlíusson, sagði í sam- tali við DV á sunnudaginn, aðspurður hvort félagið hefði tryggt sér samn- inga við einhverja íslenska birgja eða fyrirtæki sem ættu að leggja til vörur, að aðstandendur Arðvíss þyrftu ekki að hugsa um slík „formlegheit“. Lítið virðist því hafa verið gert í því að koma hugmyndinni um Corpus Vitalis á koppinn. Ólafur: 99 prósenta líkur á að Arðvís sé rugl DV hafði samband við Ólaf í Þýska- landi á mánudaginn til að spyrja hann út í af hverju hann hefði fjárfest í Arð- vísum, þrátt fyrir að hugmyndirnar á bak við félagið virðist vera algerlega óraunhæfar. Þá sagði Ólafur að hann teldi miklar líkur á því að verkefnið væri rugl. „Það eru 99 prósenta líkur á að þetta sé rugl,“ sagði Ólafur. Hand- boltamaðurinn segir að hann hafi allt- af verið meðvitaður um að hann gæti tapað þessum peningum sem hann hefur lagt í verkefnið vegna þess að hugmyndirnar á bak við Arðvísan séu mikið „brjálæði“. „Ég hef litlar áhyggj- ur af þessu,“ segir Ólafur aðspurður um það hvort hann sjái ekki eftir pen- ingunum sem hann lagði í verkefnið. Segja má að hann hafi litið á þetta sem áhættufjárfestingu sem langlíklegast myndi tapast. Af þessum orðum Ólafs að dæma finnur hann ekki mikið fyrir því að leggja tæpar tíu milljónir í verkefn- ið. Líkt og flestir vita þá hefur Ólaf- ur verið einn besti handboltamaður heims í áraraðir og hefur verið ágæt- lega launaður hjá þeim liðum sem hann hefur leikið með. Ætla má að Ól- afur hafi metið fjárfestinguna í Arðvís- um þannig að hugmyndafræðin á bak við verkefnið sé falleg og góð og að hann hafi þess vegna viljað leggja því lið, jafnvel þó að hann hafi vitað það á sama tíma að líklega væri féð tapað. Hins vegar má ætla að margir aðrir af þeim sem fjárfestu í Arðvísum séu ekki í eins góðri stöðu og Ólafur og muni sjá verulega á eftir þeim pening- um sem þeir lögðu í félagið. Hefur einkenni píramídasvindls Róbert Helgason, sérfræðingur á fjár- málamarkaði sem hefur tjáð sig um píramídasvindl og annað slíkt í fjöl- miðlum, segir að hann telji að Arð- vís hafi mörg einkenni píramída- svindls. „Það sem mér finnst vera hvað ámælis verðast við þetta er að þú átt að borga fyrir það að nota þjónust- una, Corpus Vitalis, borga fyrir að vera með. Þetta er klassískt fyrir það sem kallast „multilevel marketing“-pír- amídaviðskipti. Svo endurheimtir þú ekki peninginn þinn fyrr en þú selur öðrum þjónustuna. Þú borgar inn og færð svo borgað út þegar þú selur öðr- um. Hvar annars staðar borgar þú ein- hverjum fyrir að fá að kaupa vörur af einhverjum?“ segir Róbert. Hann segir að arðgreiðslurnar sem hluthafar eigi að fá séu einnig hræði- lega óraunhæfar og sömuleiðis áætl- aður notendafjöldi á vefsíðunni Corp- us Vitalis. Í gögnum um Arðvísan sem kynnt eru fyrir mögulegum fjárfestum segir að menn sem kaupi 1 prósent í Arðvísum geti átt von á að fá 20 millj- arða í arð á mánuði eftir eitt ár og að 500 milljónir manna muni nota Corp- us Vitalis innan fjögurra ára. „Þetta mun springa á nákvæmlega sama hátt og önnur svona viðskipti: þegar ekki finnast fleiri til að taka þátt í þessu.“ Aðspurður hvort hann telji að Arð- vís sé píramída- eða ponzi-svindl seg- ir Róbert að taka þurfi tillit til þess hvort aðstandendur Arðvíss, með- al annars Bjarni, líti á viðskiptin sem svindl eða ekki. „Það er mögulega munur á svindli og ömurlegri hug- mynd sem ekki mun ganga upp. Þessi munur skilgreinir hvort þetta er svindl eða ekki. Kannski er þetta bara öm- urleg hugmynd sem er dæmd til að mistakast,“ segir Róbert en samkvæmt þessari skilgreiningu hans þá skiptir hugarfar aðstandenda félagsins máli þegar kemur að því að meta hvort um svindl sé að ræða eða ekki. Sama hvort er rétt þá er nánast al- veg ljóst – 99 prósent ljóst að mati Ól- afs – að þeir sem leggja Arðvísum til fé muni ekki fá peningana sína tilbaka. Heimildir DV herma að aðstand- endur Arðvíss haldi áfram að selja hlutabréf í félaginu. Ólafs Stefánsson handboltamaður segist hafa verið meðvitaður um hættuna fylgjandi því að fjárfesta í Arðvís og að hann telji að miklar líkur séu á því að starfsemi Arðvís gangi ekki upp. Sérfræðingur á fjármálamarkaði segir Arðvís hafa einkenni píramída- svindls. Aðstandendur Arðvís halda áfram að selja hlutabréf í félaginu. ÓLAFUR SEGIR ARÐVÍS LÍKLEGA VERA RUGL INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Það eru 99 pró-senta líkur á því að þetta sé rugl. Ólafur telur fjárfestinguna rugl Ólafur Stefánsson segist 99 prósent viss um að fjárfestingin í Arðvís muni ekki borga sig. Hins vegar fannst honum hugmyndin góð og þess vegna lagði hann félaginu til fé jafnvel þó hann hafi vitað að hann gæti tapað þeim fjármunum. Trúarfélög fái inni í grunnskóla „Aðstandendur undirskriftasöfn- unarinnar vilja minna á að kristni er hluti af menningar arfi okkar og boðskapur Krists þarfur á þessum umbrotatímum,“ segir í tilkynningu frá hópi sem hrundið hefur af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að tillögur mannréttinda- ráðs Reykjavíkur um að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi innan skóla borgarinnar verði endurskoðaðar. Telja aðstandendur undirskrifta- söfnunarinnar að tillögurnar fari meðal annars á svig við aðalnám- skrá grunnskólanna. Þjóðfundurinn kostaði 92 milljónir Kostnaðurinn við þjóðfundinn sem haldinn var á laugardag nam 91,7 milljónum króna. Þetta var upplýst á fundi allsherjarnefndar Alþingis á mánudag en Sigurður Kári Kristjáns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, vakti athygli á þessu á Alþingi á þriðjudag. Sigurður sagði að hann væri ekki að gagnrýna það starf sem unnið hefði verið á fundinum. Hann hefði þó aldrei gert sér það í hugar- lund að kostnaður við fundinn, sem stóð í einn dag, myndi nema tæpum hundrað milljónum króna. Fjölskylduhjálpin safnar fé Landssöfnun er nú hafin á vegum Fjölskylduhjálpar Íslands og segir Ásgerður Jóna Flosdóttir, formað- ur hjálparsamtakanna, að hringt sé inn á öll heimili á landinu og til allra fyrirtækja vegna þessa. Borið hefur á því að einstaklingar hringi á skrifstofu Fjölskylduhjálparinnar til að fá þetta staðfest af ótta við svika- hrappa. En landssöfnunin er hafin og verið er að safna áheitum í gegn- um síma. Skiptameðferð þrotabús Þorgils Óttars Mathiesen lokið: 600 milljónir afskrifaðar Íslandsbanki hefur afskrifað tæp- lega 600 milljóna króna kúlulán sem Þorgils Óttar Mathiesen, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og for- stjóri tryggingarfélagsins Sjóvár, fékk til hlutabréfakaupa þegar hann lét af störfum hjá Sjóvá árið 2005. Skiptameðferð þrotabús einka- hlutafélagsins C22 í eigu Þorgils Ótt- ars er nú formlega lokið. Aðeins náðist að borga tæplega tvær milljónir upp í tæplega 600 milljóna króna kröfu á hendur félaginu en stærsti kröfuhaf- inn var Íslandsbanki. Þorgils Óttar var meðal annars for- stjóri Sjóvár á árunum 2004 til 2005. Eins og greint var frá í DV fékk hann tæplega 600 milljóna króna kúlulán frá Íslandsbanka til hlutabréfakaupa þegar hann lét af störfum hjá félaginu í árslok 2005. Lánið frá Íslandsbanka notaði Þorgils til að kaupa 40 pró- senta hlut í fasteignafélaginu Klasa af Íslandsbanka og Sjóvá. Skilyrðin fyr- ir láninu voru að Þorgils myndi nota féð til að kaupa hlutabréfin í Klasa en hann varð jafnframt forstjóri félags- ins í kjölfar starfsloka sinna hjá Sjó- vá. Í rammasamkomulagi á milli Ís- landbanka, Sjóvár og Þorgils Óttars í tengslum við starfslokin kom jafn- framt fram að eina veðið fyrir láninu væri hlutabréfin í Klasa. Því var um að ræða hefðbundið kúlulán með veði í bréfunum sjálfum. Heildarkaupverðið á hlutabréfun- um sem Þorgils Óttar keypti nam 680 milljónum króna og veittu Íslands- banki og Sjóvá Þorgils Óttari þriggja ára frest til að greiða eftirstöðvar skuldarinnar, um 100 milljónir króna. Fullyrða má að Þorgils hafi ekki greitt þessa 100 milljóna skuld þar sem hún var á gjalddaga eftir bankahrunið árið 2008. Það ár tapaði félag Þorgils Ótt- ars, sem hélt utan um hlutabréfaeign- ina í Klasa, 1.700 milljónum króna. Líklegt verður því að teljast að Þorgils hafi ekki greitt neitt af skuldinni sem hann stofnaði til þegar hann keypti hlutabréfin í Klasa. hanna@dv.is Afskrifað Þorgils notaði lánið frá Íslandsbanka til að kaupa hlut í fasteigna- félaginu Klasa. Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Grensásvegi 8 - 108 Reykjavík - 517-2040 LAGERSALA Loðfóðruð barnastígvél www.xena.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.