Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Side 10
10 fréttir 10. nóvember 2010 miðvikudagur Þrír hæfustu umsækjendurnir um stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalána- sjóðs hafa allir óskað eftir skrifleg- um rökstuðningi með vali stjórnar- innar í embættið í síðustu viku. Tveir þeirra íhuga að bera málið upp við umboðsmann Alþingis. Auk þess býr Elín Sigrún Jónsdóttir, eina konan í umræddum hópi, sig undir að bera málið upp við kærunefnd jafnréttis- mála. Sigurður Erlingsson, umsækjand- inn sem valinn var af meirihluta stjórnar Íbúðalánasjóðs, var ekki í hópi þeirra sem hæfastir voru taldir, hvorki í fyrri né síðari umferð þegar málið var komið í hnút og starfið var auglýst aftur laust til umsóknar síð- astliðið sumar. Ný stjórn skipuð innan tíðar Ráðning í stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs hefur staðið í um sjö mánuði. Umsækjendur í fyrri at- rennu voru vel á þriðja tug. Fimm manna stjórn sjóðsins hefur síðasta orðið um það hver valinn er í emb- ættið. Hún var skipuð um áramótin 2006/2007 af Magnúsi Stefánssyni, þáverandi félagsmálaráðherra, og rennur umboð hennar út um ára- mótin. Stjórnin er skipuð tveimur fulltrúum Framsóknarflokksins, tveimur fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins og einum fulltrúa Samfylking- arinnar. Það kemur í hlut Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðis- og félags- málaráðherra, að skipa nýja stjórn Íbúðalánasjóðs um áramótin. Skyndileg kúvending Af ráðningarferlinu öllu að dæma fór stjórnin ítrekað á svig við þær grundvallarreglur sem reifaðar eru í áfangaskýrslu nefndar sem forsætis- ráðherra fól að leggja fram tillögur um breytingar á stjórnarráðinu. Á endanum var hvorki fylgt grundvall- arreglu um að velja þann hæfasta samkvæmt faglegu mati né verklagi sem hvílir á því að gerð séu skörp skil milli pólitískra og faglegra sjón- armiða. Þá er ekki að sjá að stjórnvöld hafi á samkvæman hátt fylgt reglu um að skipa valnefnd til að fara sérstaklega yfir umsóknir þeirra hæfustu. Eftir að valnefnd, skipuð af Árna Páli Árna- syni þáverandi félagsmálaráðherra, ákvað að mæla ekki með neinum umsækjanda var staðan auglýst aftur. Þá sóttu 26 manns um stöðuna. Hag- vangur valdi 12 af 21 umsækjanda til að fjalla nánar um og skilaði stjórn Íbúðalánasjóðs loks lista með nöfn- um Yngva Arnar Kristinssonar, Vil- hjálms Bjarnasonar, Elínar Sigrúnar Jónsdóttur og Böðvars Þórissonar. Að þessu sinni var engin óháð val- nefnd fengin til að meta umsækjend- ur sérstaklega. Á stjórnarfundi í lok október ákváðu fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að styðja Böðv- ar Þórisson og var hann kallaður til fundar við stjórnina. Hann afþakkaði hins vegar starfið á síðustu stundu af ókunnum ástæðum. Málið fyrir umboðsmann og kærunefnd Stjórn Íbúðalánasjóðs stóð nú frammi fyrir því að velja milli þeirra þriggja sem eftir voru meðal þeirra sem metnir voru hæfastir. Í stað þess að velja framkvæmdastjóra úr þeim hópi var ákveðið að ráða Sigurð Er- lingsson með atkvæðum Hákonar Hákonarsonar, Gunnars S. Björns- sonar, Elínar R. Líndal og Jóhanns Ársælssonar. Kristján Pálsson studdi Elínu Sigrúnu Jónsdóttur. Eins og áður segir var Sigurður Er- lingsson ekki í hópi þeirra fjögurra, sem valið stóð um, hvorki í fyrri né síðari atrennu. Engu að síður fengu hinir þrír bréf frá Hagvangi í byrjun mánaðarins þar sem greint var frá því að sá hæfasti hefði verið skipað- ur. Þetta stangast á við að Sigurður Erlingsson var ekki í hópi fjórmenn- inganna sem hæfastir þóttu, hvorki að mati Capacent í fyrra skiptið né að mati Hagvangs þegar starfið hafði verið auglýst laust til umsóknar í síð- ara skiptið. Yngvi Örn, Vilhjálmur og Elín Sigrún hafa öll beðið stjórn Íbúða- lánasjóðs um skriflegan rökstuðning með ráðningunni. Þau íhuga einnig að fara með málið til umboðsmanns Alþingis og Elín Sigrún kannar nú möguleika á að bera málið undir kærunefnd jafnréttismála. Verðleikar og pólitík Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur áformar að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarráðinu. Þær eiga að miða að aukinni skilvirkni, fag- legri vinnubrögðum, sveigjanleika milli ráðuneyta, gagnsæi og loks skarpari skilningi, getu og vinnu- brögðum. Með þessu er ætlunin að auka traust almennings til stjórnar- ráðsins. Með þetta að markmiði hefur for- sætisráðherra sett á fót nefnd sér- fræðinga sem hefur verið falið að móta tillögur til umbóta. Nefndin skilaði áfangaskýrslu í júní síðast- liðnum, en síðari hluti skýrslunnar er væntanlegur í þessum mánuði. Nefndin telur að skýra þurfi mörk pólitískra og faglegra ráðninga starfsfólks innan stjórnarráðsins, en það á hæglega við um Íbúðalána- sjóð. Nefndin álítur að hefja þurfi yfir allan vafa að fastir starfsmenn stjórnsýslunnar séu ráðnir á fagleg- um, gagnsæjum, sanngjörnum og samræmdum forsendum. Nefndin telur að óvissa um ráðningu og fram- gang fagfólks og sérfræðinga vegna pólitískra inngripa dragi úr trúverð- ugleika stjórnarráðsins, trausti milli starfsmanna og aðdráttarafli þess sem starfsvettvangs. Á sama tíma þurfi einnig að mæta þörf ráðherra fyrir pólitíska ráðgjöf og aðstoð, án þess að farið sé í kringum lög eða reglur. Vinnubrögð gamla Íslands? „Stjórnarráð Íslands og stjórnsýslan í heild glíma við trúverðugleikavanda sem endurspeglast ekki síst í umræðu um ófaglegar og jafnvel spilltar ráðn- ingar. Því er haldið fram að fólk sé oft ráðið á grundvelli pólitískra tengsla og fyrirgreiðslu frekar en faglegra sjón- armiða – flokksskírteini hafi meira að segja við ráðningu og skipun í emb- ætti en menntun, hæfni og reynsla. Þótt erfitt sé að sanna eða afsanna að slíkt eigi sér raunverulega stoð er ljóst að minnsti grunur um tilvist þeirra grefur undan trausti og trú á stjórn- sýslunni, umboði hennar og ákvörð- unum,“ segir orðrétt í skýrslunni. Besta aðferðin til þess að auka trúverðugleika ráðninga er að mati skýrsluhöfunda að auka gagnsæi og samræmi í verklagi og innleiða að- gerðir sem fela í sér skarpari skil milli hins pólitíska hluta stjórnsýslunnar og þess faglega. Þrír umsækjendur, sem metnir voru hæfastir til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, hafa óskað eftir skriflegum rökstuðningi með óvæntri skipun Sigurðar Erlingssonar í embættið. Hvorki Capa- cent né Hagvangur töldu hann meðal hæfustu umsækjendanna. Nafn hans skaut upp kollinum á síðustu stundu þegar stjórn sjóðsins var búin að ráða Böðvar Þórisson. Hann afþakkaði starfið á síðustu stundu. Stjórnin sniðgekk engu að síður hina þrjá sem metnir höfðu verið hæfastir. Nefndin telur að óvissa um ráðningu og framgang fagfólks og sérfræð- inga vegna pólitískra inngripa dragi úr trú- verðugleika stjórnar- ráðsins, trausti milli starfsmanna og að- dráttarafli þess sem starfsvettvangs. Óska rökstuðnings og íhuga kærur jóhaNN haukSSoN blaðamaður skrifar: johannh@dv.is ElÍN SigrúN jóNSdóttir – SóttieinnigumstöðuframkvæmdastjóraÍbúða- lánasjóðafyrir12árumþegarGuðmundurBjarnason,fyrrverandiráðherrafyrir Framsóknarflokkinn,varskipaðuríembættið.Húnerlögfræðinguraðmennt.  VilhjálMur BjarNaSoN–LektorviðviðskiptafræðideildHáskólaÍslands.Hann hefurlátiðtilsíntakavarðandihagsmunamálalmennrafjárfestaoghefurfjallaðum málefniÍbúðalánasjóðs. YNgVi ÖrN kriStiNSSoN–HagfræðingurogfyrrverandiyfirmaðuríSeðlabanka Íslands,Landsbankanumogvíðar.Árið1982varhannfenginntilaðgerarekstrar- áætlanirfyrirHúsnæðisstofnunríkisinsvegnabreytingaáhúsnæðislánakerfinusem þávoruádöfinni.Yngvivannaðþvíaðkomahúsbréfakerfinuáfótárið1989.Ífjögur árvarhannstjórnarformaðurHúsnæðisstofnunarríkisins,undanfaraÍbúðalánasjóðs. Þau biðja um rökstuðning og kæra: Núverandi stjórn Íbúðalánasjóðs: nHákonHákonarsonformaður (Framsóknarflokkur) nElínR.Líndal(Framsóknarflokkur) nGunnarS,Björnsson(Sjálfstæðis- flokkur) nKristjánPálsson(Sjálfstæðisflokkur) nJóhannÁrsælsson(Samfylkingin) stjÓrnin Vandasamur málaflokkur Ríkisstjórninhefur íhöndumáfangaskýrslusemfjallarítarlega umþaðhvernigekkieigiaðskipaíopinberar stöður.Ásamatímastefniríkærurvegna skipunarframkvæmdastjóraÍbúðalánasjóðs. Í hópi hinna hæfustu YngvarÖrnKristinssonvartalinnhæfasturífyrriatrennuen hannhefurhaftafíbúðalánakerfinuaðsegjasíðan1982. Í hópi hinna hæfustu ElínSigrúnJóns- dóttirsóttieinnigumþegarGuðmundur Bjarnason,fyrrverandiframsóknarráð- herra,fékkstarfið. Í hópi hinna hæfustu VilhjálmurBjarnason, lektorviðHáskólaÍslands, hugsarsinngang,en hannvareinnigíhópi þeirrasemhæfastirþóttu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.