Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Side 15
Point.is en ekki Points.is Punktakerfi ehf. má ekki nota lénið points.is þar sem áfrýjunarnefnd neyt- endamála þykir hætta á að fólk geti ruglast á point.is. Point.is er í eigu Point Transaction Systems á Íslandi ehf. og lénið var skráð áður en points.is kom til skjalanna. Í úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála segir að nefndin telji orðin í lénunum svo almenn og lýsandi fyrir starfsemi fyrirtækjanna að ekki sé unnt að veita öðru þeirra einkarétt á orðinu. Því fellir nefndin fyrri úrskurð Neytendastofu úr gildi. Dufthúðun of almennt Áfrýjunar- nefnd neytendamála hefur ekki setið auðum höndum. Í öðrum úrskurði staðfesti áfrýjunarnefndin úrskurð Neyt- endastofu. Í úrskurðinum félst að Pólýhúðun ehf. mætti ekki nota lénin dufthudun.is og dufthúðun.is. Neytenda- stofu og áfrýjunarnefndinni þykir orðið „dufthúðun“ svo almennt að Dufthúðun ehf. geti ekki notið einkaréttar á því. Nánar má lesa um úrskurði áfrýjunarnefndar á vef Neyt- endastofu, neytendastofa.is. miðvikudagur 10. nóvember 2010 neytenDur 15 11. Við tjörnina Templarasundi 3, Reykjavík Verð fyrir aðalrétt: 4.000 – 6.000 kr. Einkunn: 88% mæla með staðnum (af 15 álitsgjöfum) „Svolítið dýrt en þú kynnist íslenskri matargerð.“ „Staður sem maður gleymir ekki – fínn matur.“ „Frábær gamaldags íslenskur matur. Sanngjarnt verð.“ 12. Caruso Þingholtsstræti 1, Reykjavík Verð fyrir aðalrétt: 2.000 – 5.000 kr. Einkunn: 94% mæla með staðnum (af 46 álitsgjöfum) „Mætið snemma til að forðast langa bið. Er þó biðarinnar virði.“ „Fyrsta flokks þjónusta – frábær matur.“ „Besta humarsúpan í Reykjavík.“ 13. Sægreifinn Geirsgötu 8, Reykjavík Verð fyrir aðalrétt: 1.500 - 2.500 kr. Einkunn: 90% mæla með staðnum (af 88 álitsgjöfum) „Himnesk humarsúpa“ „Frábær og ódýr matur.“ „Ágætur matur í framandi umhverfi.“ 14. Lækjarbrekka Bankastræti 2 Reykajvík Verð fyrir aðalrétt: 4.500 – 7.500 kr. Einkunn: 88% mæla með staðnum (af 31 álitsgjafa) „Frábær matur í rómantísku umhverfi – fullkominn Valentínusardagur.“ „Æðislegur staður fyrir æðislegan íslenskan fisk.“ „Eftirminnilegt kvöld.“ 15. Tapas barinn Vesturgötu 3b, Reykjavík Verð fyrir aðalrétt: 4.000 – 6.000 kr. Einkunn: 91% mæla með staðnum (af 59 álitsgjöfum) „Frábær staður til að prófa sitt lítið af hverju.“ „Stórkostlegur matur en dimmir salir.“ „Skemmtilegt andrúmsloft og fjölbreyttur matur.“ 16. Geysir Aðalstræti 2, Reykjavík Verð fyrir aðalrétt: 2.500 – 4.500 kr. Einkunn: Allir mæla með staðnum (af 17 álitsgjöfum) „Góður matur – góð þjónusta.“ „Ef þú kannt að meta hvalborgara.“ „Indæll veitingastaður – ágætt verð.“ 17. Fjöruborðið Eyrarbraut 3, Stokkseyri Verð fyrir aðalrétt: 3.500 – 5.000 kr. Einkunn: Allir mæla með staðnum (8 álitsgjafar) „Aksturinn frá Reykjavík er vel þess virði.“ „Besta humarsúpa og besti humar sem ég hef á ævinni smakkað.“ „Ein besta máltíð sem ég hef fengið.“ 18. Eldsmiðjan Bragagötu 38, Reykjavík Algengt verð fyrir stóra pítsu: 2.600 kr. Einkunn: Allir mæla með staðnum (10 álitsgjafar) „Frábær eldbökuð pizza.“ „Uppáhalds pizzastaðurinn minn í öllum heiminum.“ „Hefðbundin pizza.“ 19. Bæjarins bestu Tryggvagötu 10, Reykjavík Verð fyrir pylsu og kók: 450 kr. Einkunn: Allir mæla með staðnum (3 álitsgjafar) „Bestu pylsur í heiminum.“ „Ég hélt ég vissi hvað pylsa var áður en ég heimsótti Ísland.“ „Þú kemur alltaf aftur.“ 20. Fiskmarkaðurinn Aðalstræti 12, Reykjavík Verð fyrir aðalrétt: 2.500 – 3.500 kr. Einkunn: 84% mæla með staðnum (39 álitsgjafar) „Besti sjávarréttastaðurinn í Reykjavík.“ „Hágæða veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur.“ „Góður fyrir þá sem kunna að meta asíska matargerð.“ Athugið að verðin eru fengin af heimasíðum veitingastaðanna, af tripadvisor eða eftir símtöl til viðkomandi veitingastaða. Þau eru birt með fyrirvara. Athugið einnig að á bak við suma veitingastaði eru fáir álitsgjafar. Myndir eru yfirleitt af heimasíðum veitingastað- anna og eru í þeirra eigu. bestu veitingastaðirnir 8. 3 Frakkar Baldursgötu 14, Reykjavík verð fyrir aðalrétt: 3.000 – 4.000 kr. Einkunn: 94% mæla með staðnum (af 59 álitsgjöfum) „Svo gott að við fórum tvö kvöld í röð.“ „Vinalegt andrúmsloft.“ „Besti staðurinn ef þú vilt framandi mat eins og lunda eða hval.“ 9. Humarhúsið Amtmannsstíg 1, Reykjavík verð fyrir aðalrétt: 4.000 – 6.000 kr. Einkunn: 96% mæla með staðnum (af 42 álitsgjöfum) „Einstök máltíð í frábæru umhverfi.“ „Þjónustustúlkan var afar vingjarnleg og glaðleg. Hún talaði óaðfinnanlega ensku.“ „Matur í þessum gæðum er hvergi ódýr.“ 10. Á næstu grösum Suðurlandsbraut 52, Reykjavík verð fyrir rétt dagsins: 1.490 kr. Einkunn: 94% mæla með staðnum (af 27 álitsgjöfum) „Gómsætir grænmetisréttir á góðu verði.“ „Vinalegt starfsfólk og góð verð.“ „Fyrir 1.500 krónur geturðu fengið fullan disk af gómsætum mat.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.