Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Page 22
22 ÚTTEKT 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Samkvæmt tölfræðinni er 19 sinnum hættulegra að ferðast með bíl en flugvél. Samt sem áður en flughræðsla ein algengasta tegund fælni. Bæjarfulltrúinn Oddur Helgi Halldórsson hafði ekki stig- ið upp í flugvél frá árinu 1982 þegar hann tók á sig rögg og ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Oddur segist hafa gjörbreyst þegar hann náði að vinna bug á óttanum. Í dag hafi hann meira sjálftraust, þori að skella sér í tívolítæki og geti ferðast um heiminn. „Ég flaug annað slagið frá því ég var 14, 15 ára þar til ég varð tvítugur þar sem ég var í handboltanum og varð að fljúga á milli Akureyrar og Reykja- víkur. Ég var alltaf mjög hræddur og þegar ég fékk bílpróf hætti ég að fjúga,“ segir Oddur Helgi Halldórs- son, blikksmiður og bæjarfulltrúi á Akureyri, sem hafði ekki stigið upp í flugvél frá árinu 1982 þegar hann ákvað að gera eitthvað í sínum mál- um og leita sér hjálpar. Hélt í borð og stóla Oddur Helgi segir flughræðslu ekki eiga neitt skylt við skynsemi, frek- ar en önnur fælni. „Ég hef fengið að heyra það frá mönnum að þetta sé rugl í mér. Flugið sé öruggt og hættu- laust. Þessir sömu menn hoppa svo kannski sjálfir upp á borð þegar þeir sjá mús. Flughræðslan hefur nagað mig mjög og hamlað og ég ferðað- ist lengi vel ekki út fyrir landstein- ana vegna hennar. En sem betur fer er Ísland stórt og fallegt,“ segir Odd- ur og bætir við að sagan af því þegar hann snéri við í rananum á Keflavík- urflugvelli sé löngu orðin fræg. „Ég hélt mér í borð og stóla þegar menn ætluðu að draga mig um borð og fór ekki neitt.“ Róandi lyf virka ekki Um haustið 2004 fór Oddur á flug- hræðslunámskeið hjá Rúnari Guð- bjartssyni, sálfræðingi og flugstjóra, ásamt félaga sínum. „Rúnar hafði verið flugstjóri lengur en ég hafði lif- að. Flughræðslunámskeiðið reynd- ist ekki nóg og þess vegna kom hann norður einu sinni í viku og messaði yfir okkur í nokkrar vikur. Við sömd- um við flugfélagið og okkar fyrsta flug var farið í nóvember 2004. Þá tókum við á loft, fórum einn hring og lent- um aftur en flugið tók sex mínútur. Í febrúar tókum við svo á okkur rögg og flugum með Rúnari til Reykjavík- ur og þaðan til Kaupmannahafnar þar sem við dvöldum í klukkustund og flugum svo heim aftur.“ Oddur segist hafa reynt að takast á við óttann með brennivíni og ró- andi lyfjum. „Það virkar ekki – maður verður að takast á við fælni án deyf- ingar. Þetta er eins og með feimnina. Feimnir sem detta í það um helg- ar og eiga allan heiminn eru alltaf jafn feimnir á mánudögum. Þegar ég var farinn að slaka aðeins á í flug- inu prófaði ég að fá mér aðeins en vínið slævir mann. Þeir sem hræð- ast kóngulær eru vísir til að taka þær upp og leika með þær undir áhrifum en hafa ekkert lært af því þegar það rennur af þeim.“ Óttinn við að missa stjórn Oddur segir erfitt að útskýra flug- hræðsluna. „Ég finn ekki fyrir inni- lokunarkennd í vélinni en hef ára- tuga reynslu af því að telja mér trú um hvað þetta sé hættulegt. Ég held að mesta hræðslan hafi verið að missa vald á sjálfum mér. Að verða mér til skammar vegna hræðslu. Ég óttaðist allar hljóðbreytingar og hristing og að vélin færi að hoppa og djöflast í vondu veðri. Ég gat í fullri alvöru haft miklar áhyggjur af því að vængirnir myndu detta af eða hvar við ættum að lenda ef jörðin hyrfi undan okkur? Óttinn snýst líka um að þurfa að setja líf sitt í hend- ur annarra og maður fer í alls konar tölfræði. Hugsar sem svo að þar sem vélin sé búin að fara svona margar ferðir án þess að hrapa hljóti bara að vera komið að því. Mesta hræðsl- an var samt að missa vald á sjálf- um mér. Ég er lærður blikksmiður og stór og mikill maður og óttaðist að ef svo færi og ég ætlaði út myndi enginn geta stoppað mig. Ég myndi bara hoppa út. En ef maður hugs- ar þetta rökrétt og veltir fyrir sér hversu oft maður hafi klikkast og misst stjórnina þá er svarið hjá flest- um aldrei. Og það gerist ekki heldur þarna,“ segir hann. 40 ferðir yfir hafið Oddur segir nauðsynlegt að hafa smá húmor fyrir sjálfum sér og muna að smákvíði sé eðilegur. „Ég hef ver- ið duglegur að halda þessu við og hef varla stoppað og nýt þess að hafa jörðina undir. Við fyrstu ferðina mína skrifaði konan mín mér fallegt kort sem hefur fylgt mér síðan og á síð- ustu fimm árum hef ég farið 40 sinn- um yfir hafið. Heilinn er samt enn að kalla á kvíðann og ég lendi í því að spyrja sjálfan mig hvort það hljóti ekki að fara koma að einhverju fyrst ég sé búinn að fljúga svona oft,“ segir Oddur sem segir líf sitt hafa breyst til batnaðar síðan hann sigraðist á kvíð- anum. Allir geta komist yfir flughræðslu „Ég var búin að berjast svo lengi við þetta og var farinn að trúa því að flughræðslan væri undirrót alls ills í mínu lífi. Að sigrast á svona lög- uðu smitar út frá sér og hefur áhrif á sjálfstraust og annað. Ég, sem hef alla ævi verið frekar huglaus og hald- ið mig á hinni venjulegu braut í líf- inu, finn ekki lengur fyrir vott af bíl- hræðslu og þori að fara í tívolí og rennibrautir og ég elska að ferðast. Ég nýt þess að fljúga og þótt ég finni stundum fyrir kvíða held ég að mörg- um í vélinni líði verr en mér. Fyrst mér tókst að vinna bug á óttanum geta það allir.“ indiana@dv.is Ég er lærður blikksmiður og stór og mikill maður og óttaðist að ef svo færi og ég ætlaði út myndi enginn geta stopp- að mig. Ég myndi bara hoppa út. Flughræðsla á ekkert skylt við skynsemi Nýtur flugsins Oddur Helgi hafði ekki stigið upp í flugvél síðan 1982. Árið 2004 ákvað hann að gera eitthvað í sínum málum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.