Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2010 ÚTTEKT 23 101 gæðastund suðrænir smáréttir – allir drykkir á hálfvirði frá kl. 17.00 til 19.00 alla daga hverfisgata 10 sími. 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is Flughræðsla á ekkert skylt við skynsemi Vert að hafa í huga: Forðastu millilendingar Flest flugslys eiga sér stað við flugtak, við klifur, lækkun eða lendingu svo auðveldasta leiðin til að minnka líkur á að lenda í slysi er að fljúga sjaldnar. Ef þú getur ættirðu að reyna að forðast millilendingar. Veldu stærri flugvél Tölur sýna að líkur á að lifa af flugslys eru meiri ef um stórar vélar er um að ræða. Þekktu öryggið Þótt þér finnist þú kunna ræðu flugþjónanna um öryggismál vélarinnar utan að skaltu samt hlusta. Vertu viss um hvar næsti neyðarútgangur er staðsettur. Ekki geyma þunga hluti uppi í farangursrýminu Ef þú átt í erfiðleikum með að lyfta hlutum upp í farangursrýmið skaltu geyma þá annars staðar. Ef til hristings kemur getur geymslan opnast. Hafðu beltið spennt Passaðu að beltið sé alltaf spennt þegar þú situr, til að forðast slys af völdum hristings. Hlustaðu á flugþjónana Helsta ástæðan fyrir veru flugþjóna um borð hefur með öryggi farþega að gera. Ef flugþjónn biður þig um að setjast og festa á þig belti skaltu hlýða möglunar- laust. Ekki taka hættuleg efni um borð Listinn yfir hættuleg efni sem ekki mega vera um borð er langur. Notaðu heilbrigða skynsemi og spurðu ef þú ert í vafa. Láttu flugþjón hella heitum vökva Flugþjónar eru þjálfaðir til að meðhöndla heita drykki á þröngum göngum flugvélarinnar. Leyfðu þeim að vinna vinnuna sína. Ekki drekka of mikið Þú finnur meira á þér í mikilli hæð. Stilltu áfengisdrykkju í hóf. Haltu athyglinni skarpri Ef svo ólíklega vill til að þú lendir í óhappi í flugi skaltu fara eftir fyrirmælum flugþjóna eða flugstjórans og yfirgefa vélina eins fljótt og auðið er. Flugslys og tölfræði * Samkvæmt rannsókn Massachusetts Institute of Technology er 19 sinnum öruggara að ferðast með flugvél en bíl. Banvæn flugslys eru undantekningin á reglunni en fréttir af þeim rata alltaf í fjölmiðla. Árið 1990 (valið af handahófi) ferðuðust meira en 500 milljón farþegar með flugvél. Af þeim létust 39 í flugslys- um. * Líkur á að deyja af völdum.. ... flugslyss:1 á móti 7 milljónum. ... flugnabits: 1 á móti 5,5 milljónum. ... eldingu: 1 á móti 1,9 milljónum. ... reykingum (eftir þrítugt): 1 á móti 600. ... hjartasjúkdómum: 1 á móti 2. * Ef þú flýgur á hverjum degi líða að meðaltali 19 þúsund ár áður en þú deyrð í flugslysi. 19 þúsund ár! Árleg banaslys og orsök þeirra (bandarískar tölur): 100 látast í flugslysum. 850 látast vegna raflosts. 1.000 látast í hjólaslysum. 1.452 látast vegna voðaskots. 3.000 látast vegna læknamistaka. 5.000 látast í eldsvoða. 5.000 drukkna. 5.300 látast vegna eitrunar. 8.000 fótgangandi einstaklingar láta lífið í umferðinni. 11 þúsund látast í vinnuslysum. 12 þúsund látast vegna falls. 22.500 látast heima við. 46 þúsund látast í bílslysum. Þjáistu af flughræðslu? Finnst þér óþægilegt að vera inni í lokuðum eða mannmörgum rýmum? Finnst þér óþægilegt að vera innan um ókunnuga? Finnst þér óþægilegt að þurfa að treysta öðrum eða tækninni fyrir öryggi þínu? Finnst þér óþægilegt þegar aðrir segja þér hvað þú átt að gera og hvað þú mátt ekki gera? Ertu lofthrædd/ur? Finnst þér óþægilegt að vita af hafinu undir þér? Finnurðu fyrir höfuðverk, ógleði, spennu, svima og öðrum líkamskvillum þegar þú stígur upp í flugvél eða hugsar um að fljúga? Ertu myrkfælin/n? Finnst þér tilhugsunin um skoðun í tollinum óþægileg? Hugsarðu mikið um flugslys, flugrán og hryðjuverk tengd flugi? Finnst þér erfitt að vera aðgerðarlaus í langan tíma? Hefurðu fundið fyrir miklum kvíða þegar þú flýgur eða ert um það bil að stíga um borð í flugvél? Reynirðu að takmarka flug eftir bestu getu eða forðastu allt flug? Reiðistu auðveldlega þegar þú ert í flugvél? Hræðistu hljóð og aðgerðir sem eiga sér stað um borð? Hefurðu áhyggjur af hristingi vélarinnar og veðri? Óttastu hið ókunna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.