Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Side 24
HEIMSÆKJA ÓSIGRAÐA AKUREYRINGA Nýliða Selfoss bíður erfitt verkefni í sjöttu umferð N1-deildar karla í handbolta sem hefst á fimmtudaginn með þremur leikjum. Sel- fyssingar heimsækja Akureyri sem hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa. Leikurinn hefst klukkan 19.00 í Höllinni á Akureyri. Hinir nýlið- arnir, Afturelding, heimsækja Fram í Safamýrina en slæm tíðindi bár- ust úr Mosfellsbænum í vikunni þar sem fyrirliði liðsins og lykilmað- ur þess í vörn, Ásgeir Jónsson, verður frá næsta mánuðinn. Sá leikur hefst klukkan 19.30 eins og viðureign HK og Hauka í Digranesi. TOPPSLAGUR Í GRINDAVÍK Sjötta umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta hefst á fimmtudaginn með stórleik í Stykkishólmi. Þar taka Íslands- og bikarmeistarar Snæfells á móti toppliði Grindavíkur. Fjöln- ir og Keflavík eigast einnig við í Dalhúsum og þá mætast Haukar og ÍR í Hafnarfirðinum. Á föstudaginn eru svo tveir leikir en þá tekur Stjarnan á móti Tindastóli sem á enn eftir að vinna leik í deildinni og spútniklið Hamars tekur á móti nýliðum KFÍ. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. MOLAR NÁMUMAÐUR KLÁRAÐI MARAÞON n Síleski námumaðurinn Edison Pena, einn þeirra þrjátíu og þriggja námuverkamanna sem öðluðust heimsfrægð í sumar, tók sig til og hljóp New York-maraþonið á dögunum. Pena stytti sér stundirnar þegar hann var fastur í göngunum með því að hlaupa mikið og komst hann í ágætis form enda voru mennirnir fastir í sextíu og níu daga. Pena hljóp maraþonið á fimm klukkustundum og fimmtíu mínútum. „Ég átti erfitt með mig í hlaupinu. Ég þurfti að komast yfir mikinn sársaukaþröskuld en ég gerði það og komst í mark,“ sagði námu- verkamaðurinn kátur eftir hlaupið. ÞJÁLFARI KÚREKANNA REKINN n Bandaríska ruðningsliðið Dallas Cowboys hefur rekið aðalþjálfara liðsins, Wade Phillips, og leyst stöðu hans með sóknarþjálfar- anum Jason Garrett. Jerry Jones, eigandi Kúrekanna, gafst endanlega upp eftir 45–7 tap liðs- ins gegn Green Bay Packers á sunnudagskvöldið. Það var fimmta tap liðsins í röð en eftir fyrstu átta leikina hafa Dallas-menn aðeins unnið einn. Þetta er versta byrjun Dallas á tímabili síðan árið 1989 en þessi árangur er ekkert framhald af tímabilinu í fyrra þar sem liðið vann sína deild og einn leik í úrslitakeppn- inni. KRANJCAR GÆTI FARIÐ TIL LIVERPOOL n Króatíski miðjumaðurinn Niko Kranjcar hefur lítið fengið að spila með Tottenham og hugsar sér nú til hreyfings ef staða hans hjá liðinu breytist ekki. Faðir Nikos, Zlatko, hefur ætíð verið duglegur að tjá sig við fjölmiðla og sagði hann við Daily Mail að Niko gæti vel hugsað sér að spila með Liverpool. „Niko myndi helst vilja vera áfram í London en hann væri einnig til í að spila á Ítalíu. Liverpool er samt lið sem hann hefur mikinn áhuga á að spila með,“ segir pabbinn en Niko segir sjálfur fyrsta kost að vera áfram hjá Tottenham sé það möguleiki. EVRA VILL TIL REAL n Patrice Evra, vinstri bakvörður Manchester United, vonast nú eftir að komast til Real Madrid í sumar en Frakkinn er ósáttur í Manchester eftir farsann í kringum Rooney. „Evra var reiðastur allra þegar Rooney gagnrýndi gæði liðsins og sagðist vilja fara. Eins og hver annar leikmaður vill hann það sem er best fyrir sig og fjölskyldu sína og sér hann Madrid sem fullkominn stað fyrir sig og sína,“ er haft eftir heimildarmanni nánum Evra á vefmiðlinum Goal. com. Mourinho hefur lengi verið hrifinn af Patrice Evra og myndi honum eflaust hugnast vel að kaupa Frakkann sé það í boði. 24 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti í gær að kempan Ole Gunnar Solskjær væri að yfirgefa félagið og taka við FK Molde í norsku úrvalsdeildinni. Ferguson keypti Ole Gunnar einmitt frá Molde á sínum tíma fyrir 1.5 millj- ónir punda. Norðmaðurinn, sem var alltaf kallaður „launmorðinginn með barnsandlitið“, varð á árum sínum hjá United algjört uppáhald stuðn- ingsmanna liðsins. „Ole hefur tekið stöðunni sem þjálfari Molde og yfirgefur okkur í góðu. Hann hefur þjónað félaginu vel og undir það síðasta gefið mikið af sér til ungu leikmannanna,“ seg- ir Sir Alex á heimasíðu Manchest- er United en eftir að ferlinum lauk vegna þrátlátra meiðsla árið 2007 tók Ole Gunnar við stöðu aðalþjálfara varaliðs félagsins. „Á sínum ferli var Ole Gunnar fullkominn atvinnumaður og það gefur honum mikið í þjálfarastarf- inu. Hann hefur unnið frábært starf með varaliðið og nú held ég að tím- inn sé réttur fyrir hann að taka við sínu fyrsta aðalliði. Ole mun standa sig vel hjá Molde og ég óska honum alls hins besta,“ segir Ferguson. Ole Gunnar Solskjær lék ellefu tímabil með Manchester United frá árinu 1996–2007. Hann skoraði 126 mörk á sínum ferli, það eftirminni- legasta að sjálfsögðu markið sem tryggði Manchester United Evrópu- bikarinn í Barcelona árið 1999. Ole stýrði varaliðinu í tvö ár en á þeim tíma vann hann deildina einu sinni og hirti bæði Lancashire-bikar- inn og Manchester Senior Cup-bik- arinn, í eitt skipti hvorn. tomas@dv.is Ole Gunnar Solskjær yfirgefur Manchester United og tekur við Molde: „Hefur þjónað félaginu vel“ Góðir félagar Sir Alex kveður Ole Gunnar með söknuði. ÖLLU TJALDAÐ TIL Í DANMÖRKU Dregið var í riðla fyrir lokamót Evrópu- keppni landsliða U21 árs í Álaborg í gær. Ísland lenti í A-riðli með gestgjöfum Danmerkur og Hvíta-Rússlandi og Sviss. B-riðillinn samanstendur af Tékklandi, Spáni, Englandi og Úkraínu og á að heita sterkari á pappírunum. „Hvenær hafa pappírarnir unnið eitthvað,“ sagði Stuart Pearce, þjálfari U21 árs liðs Englands, við íslensku sendinefndina í gær. Öll lið mæta með virkilega sterka hópa til leiks. „Það er ekkert nema jákvætt um þennan riðil að segja,“  segir Tóm- as Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í fótbolta, um riðil Íslands á lokamóti Evrópu- keppninnar sem fram fer í Dan- mörku í júní á næsta ári. Dreg- ið var í Álaborg í gær en Ísland lenti í A-riðli með heimamönnum frá Danmörku, Hvíta-Rússlandi og Sviss. B-riðillinn þykir heldur sterkari en þar leika Tékkland, sem náði bestum árangri allra í undan- keppninni, Úkraína, Spánn og Eng- land. „Við sátum við hliðina á Stu- art Pearce, þjálfara Englands, og sögðum við hann að þeirra riðill væri sterkari á pappírnum. Hann spurði okkur þá bara á móti hve- nær pappírinn hefði unnið eitt- hvað. Hann var alveg með þetta,“ segir Tómas Ingi. Gaman að mæta Dönum „Við vildum vera með Dönum í riðli því það verður stemningarleikur enda mikið af Íslendingum hér á svæðinu,“ segir Tómas Ingi en leik- ið verður í fjórum borgum, Árósum, Álaborg, Viborg og Herning. „Við vorum líka sáttir að fá Hvíta-Rúss- land. Við erum búnir að sjá aðeins til þeirra og teljum okkur vera með svipað lið. Sviss var svo eitt af þess- um þremur liðum sem eftir voru í pottinum,“ segir Tómas sem þekk- ir vel til danska boltans eftir að hafa spilað þar lengi. En hvað með Hvíta-Rússland og Sviss? „Hvíta-Rússland spilar ekki al- veg þennan týpíska léttleikandi Austur-Evrópubolta. Þeir eru lík- amlega sterkir líka og nýta sér það. Sviss er með einhverja bestu upp- byggingu í Evrópu í yngri landslið- um. Þeir tóku Svíana á útivelli, 5–1, og það segir okkur allt um styrk- leika þeirra. Við eigum möguleika gegn öllum liðum á mótinu. Þetta er bara spurning um dagsformið og hvernig menn mæta stemmdir til leiks. Ekki má gleyma að við erum með mjög gott lið sem hræðist ekk- ert og förum við því í alla leiki til þess að vinna þá,“ segir Tómas Ingi. Öllu tjaldað til Á næsta ári er hvorki HM né EM í fótbolta og geta öll lið því mætt með sín allra sterkustu lið til leiks. Tómas Ingi og íslenska sendinefnd- in, sem innihélt meðal annars for- mann knattspyrnusambandsins Geir Þorsteinsson, fékk þær fregn- ir að Danir ætli til dæmis að mæta með allt sem þeir eiga. „Það verða bara allir að tjalda hérna,“ segir Tómas Ingi og hlær. „Við vorum að heyra það að Si- mon Kjær, Christian Erikson og Nicklas Bendtner verði með danska liðinu. England ætlar líka að tjalda öllu sínu til. Það ætla einfaldlega allir að mæta með sitt allra besta U21 árs landslið. Það er jákvætt og gaman að því að Danir ætli sér svona stóra hluti á heimavelli,“ seg- ir Tómas. Simon Kjær og Nicklas Bendtner eru fyrir löngu orðn- ir fastamenn í byrjunarliði danska A-landsliðsins. Kjær leikur með Palermo á Ítalíu og Bendtner með Arsenal á Englandi. Christian Erik- sen er átján ára gamalt undrabarn sem er einnig orðinn fastamaður í A-landsliðinu. Hann leikur með Ajax og er jafnan kallaður hinn nýi Michael Laudrup. Það ætla ein-faldlega allir að mæta með sitt allra besta U21 árs landslið. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is A-RIÐILL Danmörk Sviss Hvíta-Rússland Ísland B-RIÐILL Tékkland Úkraína Spánn England RIÐLARNIR Í góðum riðli Aron Einar, Jóhann Berg og félagar í U21 árs landsliðinu voru nokkuð heppnir með dráttinn. Þjálfarinn Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi fara nú í að leikgreina Dani, Hvít-Rússa og Svisslendinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.