Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Síða 25
FÆR SIG EKKI LAUSAN Framherjinn Guðjón Bald-
vinsson, sem lék með KR í sumar á láni frá sænska félaginu GAIS,
fær sig ekki lausan frá félaginu en þetta kom fram í Fréttablaðinu.
„Ég vildi losna þar sem ég á ekki von á því að mín staða hjá liðinu
muni breytast,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið. Guðjón á enn þrjú
ár eftir af samningi sínum við félagið en hann hefur ekki enn spil-
að leik með því vegna meiðsla. „Ég hef líka ekki áhuga á að vera
hjá liði sem vill bara halda sér í deildinni á hverju ári,“ segir Guð-
jón sem skoraði tíu mörk í þrettán leikjum með KR í sumar.
GRÉTAR FÆR MIKIÐ LOF Landsliðsmanninum
Grétari Rafni Steinssyni er mikið hampað af enskum fótboltapenn-
um fyrir frammistöðu sína gegn Tottenham og þá sérstaklega
hvernig hann tók á Gareth Bale, kantmanninum magnaða í liði Tot-
tenham. „Grétar Rafn stjarnan í sigri Bolton,“ er skrifað á vefmiðilinn
metro.co.uk og eru margir miðlar með sömu fyrirsögnina: „Grétar
stöðvaði Tottenham.“ Siglfirðingurinn knái fór á kostum í leiknum
og skoraði annað mark liðsins í 4–2 sigri. Hann var fyrir frammistöð-
una valinn í lið vikunnar á soccernet.com og hjá Sky Sports.
MOLAR
BALLIÐ BYRJAR Í
SAO PAULO
n Opnunarhátíð heimsmeistara-
mótsins í fótbolta árið 2014 og
upphafsleikur mótsins fara að
öllum líkindum
fram í Sao Paulo
en Brasilíu
heldur keppnina
eftir fjögur ár.
Ricardo Texeira,
forseti HM-
nefndar Brasilíu,
hitti yfirmenn
borgarinnar
á mánudaginn og í framhaldi af
því mælti hann með því við FIFA
að fyrsti dagurinn skildi haldinn í
Sao Paulo. Þar á þó eftir að byggja
nýjan og glæsilegan völl en það fer
auðvitað eftir framkvæmdum þar
hvort af verði. Yfirvöld Sao Paulo-
borgar láta þetta tækifæri þó án efa
ekki renna sér úr greipum þar sem
fótbolti er auðvitað trúarbrögð í
Brasilíu.
COLE ÍHUGAÐI AÐ FARA
n Ashley Cole, vinstri bakvörður
Englandsmeistara Chelsea, íhugaði
að yfirgefa félagið í sumar en knatt-
spyrnustjórinn,
Carlo Ancelotti,
fékk hann af
því. Cole hefur
átt í miklum
vandræðum í
einkalífinu eftir
framhjáhald og
skilnað við hina
vel liðnu Cheryl
Cole og vildi hann flýja vandamál
sín með því að yfirgefa London
og England. „Ég settist niður með
stjóranum og hann sagði mér
einfaldlega að ég væri ekki að fara
neitt. Sem betur fer segi ég bara því
ég þarf ekkert að yfirgefa England.
Ég var bara svolítið dapur í sumar
vegna þess sem er að gerast í mínu
einkalífi,“ segir Cole.
ENGINN MCILROY Í
AMERÍKU
n Ungstirnið Rory McIlroy hefur
ákveðið að keppa ekki á PGA-móta-
röðinni í golfi á næsta ári sem þýðir
að líklega verða
þrír kylfingar af
þeim tíu efstu á
heimslistanum
ekki á sterkustu
mótaröðinni.
Norður-Írinn
ungi sagði bresk-
um fjölmiðlum
að hann vildi
ekki spila í Ameríku á næsta ári en
hann vill alls ekki keppa í FedEx-
bikarnum þegar öll stórmótin eru
búin. Á fyrsta ári sínu á PGA-móta-
röðinni vann McIlroy lokamótið á
Quail Hollow-vellinum og varð á
meðal þriggja efstu manna á opna
breska og PGA-meistaramótinu.
VINNUR VONANDI MEÐ
MEIRA EN SJÖ
n Mikil umræða er innan Formúlu
1 hvort Fernando Alonso verði
verðugur heimsmeistari takist
honum að landa titlinum í Abu
Dhabi næsta sunnudag. Alonso fékk
sigurinn gefins frá Ferrari-liðinu í
Þýskalandi í sumar þegar Massa var
sagt að víkja fyrir honum en fyrir
það var Ferrari sektað um 100.000
dollara. „Fernando er stórkostlegur
ökumaður en margir eru óánægðir
með það sem gerðist í Þýskalandi og
spyrja sig hvort hann eigi heims-
meistaratitilinn skilinn. Vonandi
vinnur hann bara með meira en sjö
stigum,“ segir Button en stigin sjö
eru það sem hann græddi á svindli
Ferrari-manna.
MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2010 SPORT 25
„Ég vonast til að getað byrjað aftur
í þessari viku eða næstu,“ segir Sig-
mundur Páll Lárusson, sjónvarps-
stjóri netsjónvarpsstöðvarinnar
Sport TV, sem hefur sýnt beint frá
íþróttaviðburðum á netinu und-
anfarin tvö ár án endurgjalds. Hef-
ur Sport TV tekið N1-deildirnar í
handbolta föstum tökum en síð-
asta vetur var einnig sýnt mikið frá
körfunni sem og lýsingar hafa verið
frá fimleikum, blaki, Tae Kwon Do
og fleiru.
Um miðjan október féll niður
bein lýsing á leik Fylkis og Fram í
N1-deild kvenna sem og karlaleikur
á milli FH og Selfoss tveimur dög-
um síðar. Hefur síðan ekki spurst
til stöðvarinnar meir en ástæðan er
einfaldlega sú að fjármagn skortir til
að halda áfram.
„Það er unnið að endurfjár-
mögnun,“ segir Sigmundur sjón-
varpstjóri. „Það gekk bara ekkert
að fá peninga frá fyrirtækjum. Það
var bara eins og allt væri frosið. Við
vorum með nokkra fasta samninga
og svo höfðum við oft fengið góða
menn til að hjálpa okkur sem voru
tilbúnir að gera það án greiðslu. En
það þarf alltaf að kaupa eitthvað og
gera og það kostar peninga. Þá var
ég að borga úr mínum eigin vasa
eða taka lán. Þetta hefur auðvit-
að verið gaman en þetta gekk ekki
svona lengur,“ segir Sigmundur sem
vonast til að geta haldið áfram sem
fyrst.
„Við höfum fengið frábær við-
brögð við þessu framtaki frá byrj-
un. Eftir að við duttum niður höfum
við verið að fá símtöl meðal annars
utan úr heimi frá Íslendingum sem
búa erlendis en vilja sjá liðin sín
spila. Þetta kemur samt verst niður
á landsbyggðinni myndi ég halda,“
segir Sigmundur en stuðnings-
menn efsta liðs N1-deildarinnar,
Akureyrar, hafa jafnan horft saman
á útsendingar Sport TV á einhverri
knæpu norðan heiða.
„Ég ætla aftur í loftið þegar ég
er kominn með átta samninga. Mig
vantar enn tvo upp á það,“ segir Sig-
mundur Páll Lárusson.
tomas@dv.is
Netsjónvarpsstöðin Sport TV hefur ekki verið lögð niður:
Vantar tvo auglýsingasamninga
ÖLLU TJALDAÐ TIL Í DANMÖRKU
Íslandi hrósað fyrir spila-
mennskuna
„Það kom auðvitað mörgum á óvart
að við komumst á lokamótið,“ svar-
ar Tómas aðspurður um samtöl
þeirra við forsvarsmenn hinna þjóð-
anna. „Það eru samt margir sem
segja að það sé ánægjulegt að sjá Ís-
land hérna. Það eru auðvitað marg-
ir búnir að sjá leiki okkar og hrós-
að okkur fyrir spilamennskuna. Við
erum auðvitað það lið sem skorar
mest í Evrópu. Við erum að spila
skemmtilegan bolta og af því eru
menn hrifnir,“ segir Tómas en hvað
með framhaldið, verður nú farið í að
skipuleggja æfingaleiki?
„Það á eftir að ganga endanlega
frá öllu svoleiðis en ég býst við að við
fáum einn til tvo æfingaleiki. Þetta
verður samt allt að vinnast saman
með A-landsliðinu. Ef það er hægt
að koma þessu fyrir á dögum sem
það er ekki að spila væri það besti
kosturinn. Eitt veit ég og það er að
við munum núna liggja yfir mynd-
upptökum fram að fyrsta leik en það
er svo sem það sem við erum bún-
ir að vera að gera. Ég veit ekki hvort
það sé hægt að gera það mikið bet-
ur,“ segir Tómas Ingi Tómasson, að-
stoðarþjálfari U21 árs landsliðsins.