Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2010, Page 26
Leikstjórinn Gestur Valur Svansson lærði af deilunum vegna Næturvaktarinnar: KOLSVARTUR HÚMOR Í TRÍÓI 26 FÓLKIÐ 10. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR LALLI JOHNS: Jón með konu Jóns Ævisaga athafnakonunnar Jónínu Ben kemur í verslanir á föstudaginn en hana ritar fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason. Kaflar úr bókinni eru farnir að birtast og birti Pressan kafla úr einum í gær. Þar segir Jónína frá símtali sem hún átti við Jón Gerald Sullenberger en hann var þá öskuillur út í viðskiptafélaga sinn, Jón Ásgeir Jóhannesson. „Hann reyndi að fara upp á konuna mína. Ég geng frá honum,“ sagði Jón Gerald. „Ég hafði aldrei á ævinni talað við svona reiðan mann. Hann var gjörsamlega sturlaður,“ segir Jónína um símtalið en viðurkennir að hún hafi þá verið orðin það dofin að henni hafi fundist þetta nánast eðlilegt. Veröld Völu Hin margumtalaða Vala Grand hefur fengið sinn eigin þátt í netsjórnvarpi mbl.is. Þátturinn heitir Veröld Völu Grand og var fyrsti þáttur frumsýndur á föstudaginn. Í þættinum talaði Vala opinskátt um sambandsslit sín við Baldvin Vigfússon og þær erjur sem fylgdu í kjölfarið. Þátturinn byrjar á orðunum: „Ég skil ekki af hverju fyrrverandi lætur mig ekki bara vera.“ Því næst fór Vala út á lífið og hitti meðal annars Haffa Haff en þau skiptust á kossum. „Danski leikarinn Casper Christiansen á stór- an þátt í að þetta er að verða að veruleika. Eins og ástandið hefur verið í samfélaginu hélt ég að enginn væri tilbúinn að fara út í þetta en þýddi einn þátt yfir á dönsku og sýndi Casper sem mælti eindregið með því að ég myndi láta á reyna,“ segir Gestur Valur Svansson sem leikstýrir gamanþáttunum Tríó sem sýnd- ir verða á RÚV í byrjun næsta árs, en Gestur Valur skrifaði einnig handritið. Samkvæmt Gesti Val er um gamanþætti í anda Klovn og Office að ræða. „Þetta verð- ur kolvsvört kómedía en ég er snöggur að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu og er með mik- ið af slíku efni. Þegar þessu lýkur ætla ég að halda áfram með að vinna að Hollywood- mynd í sama anda sem ég stefni á að klára fyrir árið 2012. Hugmyndin að þáttunum er tveggja ára gömul og ég hafði alltaf ákveðna leikara í huga enda skiptir öllu máli að vera með góða leikara,“ segir Gestur Valur, en í aðal hlutverkum verða þau Steinn Ármann Magnússon, Tinna Hrafnsdóttir, Þórhallur Sverrisson, Sveinn Geirsson og Bergur Þór Ingólfsson. Gestur Valur, sem átti um tíma í deilum við Ragnar Bragason leikstjóra vegna hug- myndasmíði Næturvaktarinnar, vill ekki dvelja við fortíðina. „Við náðum samkomu- lagi en þessi reynsla efldi mig og fékk mig til að læra kvikmyndagerð svo nú get ég sjálfur komið hugmyndum mínum í handrit,“ segir Gestur sem er bjartsýnn á að Tríó gangi vel. „Þættirnir verða sýndir á laugardagskvöld- um á besta tíma svo Sigrún Stefánsdóttir hjá RÚV hefur trú á þessu. Ég skrifaði þetta þannig að endirinn býður upp á framhald og ég bind miklar vonir við að það gangi eft- ir.“ indiana@dv.is „Nú fer ég ekki í jólaköttinn,“ sagði Lalli Johns himinlifandi þegar DV færði honum forláta handsaumað- an leðurjakka að gjöf frá velunnara hans. Lalli er þjóðþekktur en hann hefur í gegnum tíðina barist við vímuefnavanda og verið inn og út af meðferðarheimilum. Upphaf neyslu hans má rekja til þess að hann var í Breiðavík og á fleiri barnaheimilum þar sem á stundum var illa var farið með hann og aðra. Velgjörðarmaður Lalla, sem ekki vill láta nafns síns getið, rakst á jakkann þegar hann var á ferð í London nýverið. Strax skaut nið- ur þeirri hugsun að jakkinn væri eins og hannaður fyrir Lalla sem hann hafði reyndar áður gefið leð- urjakka. Við heimkomuna hafði maðurinn samband við DV og bað um að blaðið hefði um það milli- göngu að færa Lalla flíkina. Við eft- irgrennslan kom í ljós að Lalli var á meðferðarheimilinu Hlaðgerð- arkoti í Mosfellsbæ. Þegar DV bar að garði stóð Lalli á hlaðinu. Glað- beittur sagðist hann vera búinn að vera edrú í átta vikur. „Mér líð- ur afskaplega vel hér í Hlaðgerðar- koti. Hér er vel hugsað um kallinn,“ sagði Lalli. Hann handfjatlaði leð- urjakkann með sýnilegri velþókn- un og bað um að skila yrði kærri kveðju til huldumannsins. Guð- rún M. Einarsdóttir, dagskrár- stjóri í Hlaðgerðarkoti, sagði það vera undarlega tilviljun að jakk- ann skyldi reka á fjörur Lalla núna því öráfáum mínútum áður en DV hringdi hafi Lalli verið að tala um að hann ætti bæði skyrtu og buxur til jólanna en vantaði góðan jakka. „Það var rétt eins og hann hefði verið bænheyrður,“ segir Guðrún. Lalli tekur undir með henni. „Já, nú er þetta allt komið. Þúsund þakkir til aðdáanda míns,“ segir hann og brosir sínu breiðasta. Guðrún dagskrárstjóri bað DV um að koma því á framfæri að þegar fólk kæmi til dvalar í Hlaðgerðarkoti væri það gjarnan allslaust. Það væri því alltaf þörf fyrir fatnað. „Það kemur sér mjög vel ef fólk vill gefa okkur föt sem það er hætt að nota. Það má koma með þau í Stangarhyl 3A. Við erum afskaplega þakklát fyrir það sem fólk vill láta af hendi rakna,“ segir hún. Lalli Johns er himin- lifandi eftir að ónafn- greindur velgjörðar- maður sendi honum forláta handsaum- aðan leðurjakka. Lalli dvelur í Hlað gerðarkoti og hefur verið edrú í átta vikur. Hann var sem bænheyrð- ur. Nú fer ég ekki í jóla- kött- inn Þúsund þakkir til aðdáanda míns. Lalli ánægður Lalli Johns er þessa dagana í Hlaðgerðarkoti og ræktar edrúmennsku sína. Hann fékk forláta leðurjakka fyrir jólin. MYND RÓBERT R Bjartsýnn Danska leikaranum úr Klovn, Casper Christiansen, leist svo vel á hugmyndina að hann vill fá að framleiða þættina í Danmörku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.