Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Síða 2
2 fréttir 15. nóvember 2010 mánudagur Karl Wernersson, fyrrverandi eigandi Milestone og eigandi Lyfja og heilsu, hefur greitt móðurfélagi Lyfja og heilsu, Aurláka, rúmlega 389 millj- óna króna arð út úr lyfjabúðunum síðastliðin tvö ár. Þetta kemur fram í óbirtum reikningum Lyfja og heilsu sem DV hefur undir höndum. Eig- endur Lyfja og heilsu hafa ekki skil- að ársreikningi síðan árið 2007. Karl segir aðspurður að arðurinn hafi ver- ið notaður til að greiða afborganir af milljarða króna skuldum Aurláka við Íslandsbanka. Heimild var til staðar hjá Lyfj- um og heilsu til að greiða út arðinn en rekstrarhagnaður var góður bæði árin, tæpar 600 og 300 milljónir. Rekstrartekjurnar voru 6,6 milljarð- ar króna árið 2009. Rekstrarhæfi fé- lagsins er sömuleiðis gott og er ljóst af tölunum að Lyf og heilsa er öfl- ugt fyrirtæki þó skuldirnar séu háar, rúmlega 1.700 milljónir árið 2009. Aurláki er einnig afar skuldsettur. Lyf og heilsa er í eigu eignarhalds- félagsins Aurláka, sem aftur er í eigu þeirra Karls og Steingríms Werners- sona. Aurláki keypti Lyf og heilsu af öðru félagi í eigu þeirra bræðra, L&H Eignarhaldsfélagi, í lok mars 2008 fyrir rúma 3,4 milljarða króna. Skiptastjóri þrotabús Milestone, Grímur Sigurðsson, hefur verið með til skoðunar hvort hægt sé að rifta sölunni á hlutabréfum L&H Eign- arhaldsfélags til Aurláka á þeim for- sendum að félagið hafi ekki verið gjaldfært á þeim tíma sem viðskipt- in áttu sér stað og hvort salan hafi snúist um að koma eignum und- an búinu. L&H Eignarhaldsfélag var dótturfélag Milestone og því til- heyrðu lyfjaverslanirnar Milestone. Lyf og heilsa er eina stóra eign- in sem eftir er í viðskiptaveldi þeirra Wernerssona en meðal þess sem þeir hafa misst frá bankahruninu 2008 er Sjóvá, Askar, Avant og eignarhlutur í Glitni. Arðurinn til Íslandsbanka segir Karl Karl Wernersson, sem í dag er for- stjóri Lyfja og heilsu, staðfestir að arðurinn hafi verið greiddur út. Hann segir að Aurláki hafi notað arð- inn til að greiða afborganir af skuld- um félagsins við Íslandsbanka. „Aur- láki lét bankann hafa hann... Er það mjög vont?“ segir Karl. „Eins og hjá öllum fyrirtækjum og heimilum í landinu fer hver aukakróna sem til er til bankanna í dag... Hefði það ekki verið meira krassandi ef ég hefði get- að tekið peningana út og gert eitt- hvað við þá? Það hefði verið meiri frétt,“ segir Karl. Hann segir að þeir bræður hafi ekki tekið neinn arð per- sónulega út úr Aurláka frá því félag- ið eignaðist Lyf og heilsu. „Þú tekur þessu svo bara eins og hverju öðru hundsbiti,“ segir forstjórinn. Árs- reikningum Aurláka fyrir árin 2008 og 2009 hefur heldur ekki verið skil- að til ársreikningaskrár. Steingrímur Wernersson, hinn eigandi Aurláka, vildi ekki tjá sig við DV þegar hann var spurður út í arð- greiðslurnar: „Ég ætla ekki að tjá mig neitt um slíkt. Þakka þér bara fyrir að hringja,“ sagði Steingrímur í samtali frá London þar sem hann er búsett- ur. Óljóst er hvort, og þá hversu mik- ið, Steingrímur kemur að starfsemi Lyfja og heilsu í dag en greint hefur verið frá því í DV að þátttaka hans í starfsemi Milestone hafi verið mjög takmörkuð. Átti að greiðast við fyrsta hentugleika Aurláki greiddi ekkert beint til Mil- estone fyrir Lyf og heilsu árið 2008 heldur tók félagið yfir 2,5 millj- arða skuld L&H Eignarhaldsfélags við Glitni, sem í dag heitir Íslands- banki, auk þess sem 900 milljón- ir voru greiddar með skuldajöfnun með viðskiptakröfum sem keyptar voru í skattaskjólinu Seychelles-eyj- um. Í kaupsamningnum á milli L&H Eignarhaldsfélags og Aurláka kom fram að fyrrnefnda félagið veitti því síðarnefnda seljendalán sem greið- ast skyldi „við fyrsta hentugleika“. Þessi upphæð var svo greidd með áðurnefndri skuldajöfnun. Reikna má með að skuldir Aurláka hafi tvö- faldast frá því viðskiptin með Lyf og heilsu áttu sér stað. Bræðurnir komust að sam- komulagi við Íslandsbanka í mars 2009 um að bankinn tæki hluta- bréf þeirra í lyfjaverslunum að veði vegna útistandandi skuldar þeirra við bankann sem stofnað var til árið 2004. Arðgreiðslan frá Lyfjum og heilsu hefur væntanlega verið notuð til að greiða af þessum skuldum. Vændir um lögbrot í Aurláka- viðskiptunum Í skýrslu Ernst og Young, sem unnin var fyrir þrotabú Milestone, eru eig- endur Milestone vændir um lögbrot í viðskiptum Aurláka með hlutabréf í Lyfjum og heilsu. Í skýrslunni segir að tæpur millj- arður af greiðslu Aurláka fyrir Lyf og heilsu hafi verið greiddur ári eftir að viðskiptin áttu sér stað í lok mars 2008. Í skýrslunni segir: „Það virð- ist því sem viðskiptin með kröfuna á Aurláka ehf., hafi í raun átt sér stað í febrúar 2009, en hafi hinsvegar ver- ið dagsett aftur í tímann og færð á dagsetninguna 31. mars 2008. Ef það er raunin, er hér um að ræða brot á lögum um bókhald.“ Viðskiptin með kröfuna sem notuð var til að greiða þann hluta viðskiptanna sem ekki var yfirtaka skulda virðist því hafa átt sér stað löngu eftir að viðskiptin áttu sér stað. Aurlákaviðskiptin eru eitt af rúmlega 20 riftunarmálum sem Eins og hjá öllum fyrirtækjum og heimilum í landinu fer hver aukakróna sem til er til bankanna í dag. FÉKK 389 MILLJÓNA ARÐ FRÁ LYFJUM OG HEILSU Nærri 400 milljóna arður eignarhalds- félagsins Aurláka, móðurfélags Lyfja og heilsu, rann til Íslandsbanka samkvæmt Karli Wernerssyni, eiganda og forstjóra lyfjabúðanna. Arðurinn kemur fram í óbirtum reikningum frá Lyfjum og heilsu sem DV hefur undir höndum. Karl gæti misst Lyf og heilsu ef þrotabú Milestone fær sölunni á Lyfjum og heilsu rift. Karl segir hverja aukakrónu frá Lyfjum og heilsu fara upp í skuldir. ingi f. VilhjÁlmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Öflugt fyrirtæki RekstrarhæfiLyfjaogheilsu ergottogerljóstaðmargirmunirennahýru augatilfyrirtækisinsefþaðverðurtekiðaf KarliogSteingrímiogselthæstbjóðanda. Félagiðerhinsvegarafarskuldsett.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.