Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Síða 3
mánudagur 15. nóvember 2010 fréttir 3
„Ég bjóst ekki við þessu. Ég hafði
unnið hjá þessu fyrirtæki í rúm sjö
ár, ég sótti mína vinnu og vann vel,“
segir Hasim Ægir Kahn sem stend-
ur nú í deilum við Hreinsibíla ehf.
vegna veikindalauna og annarra
vangoldinna launa. Mál hans er nú
í vinnslu hjá stéttarfélaginu Eflingu.
Litu svo á að hann hefði sagt
upp
Hasim var ættleiddur frá Indlandi
12 ára gamall. Hann hafði starfað
hjá Hreinsibílum í sjö ár og líkað vel.
Fljótlega eftir hrun var honum sagt
upp þar sem skera þurfti niður í fyr-
irtækinu en var svo ráðinn inn aftur
um það bil ári seinna. Í lok sumars
lenti hann í umferðaróhappi í vinn-
unni en bíll sem hann var farþegi í
lenti upp á vegkanti og við það kom
högg undir bílinn. Við það fékk Has-
im á sig högg sem leiddi til axlar-
og hálsmeiðsla. „Ég fann ekki fyr-
ir þessu til að byrja með en fór svo
að finna fyrir verkjum og hringdi og
tilkynnti mig veikan,“ útskýrir hann.
Mánuði síðar fékk hann bréf frá
Hreinsibílum þess efnis að þar sem
hann hefði ekki mætt í vinnu eða
látið vita af sér, litu þeir svo á að
hann hefði sagt upp starfinu. „Ég
varð skiljanlega mjög hissa og reiður
og reyndi að hafa samband við fyr-
irtækið en þeir svöruðu mér ekki,“
segir hann. Í kjölfarið leitaði hann
til Eflingar sem er með málið í sín-
um höndum. Hasim segir fyrirtæk-
inu hafa verið fullkunnugt um slysið
og veikindi hans þar sem hann hafi
framvísað öllum gögnum varðandi
slysið og læknisvottorði sem sýndu
fram á að hann væri óvinnufær. „Ég
sendi alla reikninga og læknisvott-
orð til Hreinsibíla en fékk aldrei svör.
Ég reyndi að hringja og fór jafnvel til
að hitta þá, en allt kom fyrir ekki,“
segir hann.
Efling hefur sent þrjár greiðslu-
áskoranir
Efling sendi bréf þar sem þess er
krafist að Hreinsibílar greiði hon-
um laun auk sjúkrakostnaðar vegna
slyssins. Tólf dögum síðar barst Efl-
ingu bréf frá fyrirtækinu þar sem
segir að því hafi loks borist gögn
Hasims og í ljósi þess muni fyrir-
tækið standa við skuldbindingar
sínar og greiða honum veikinda-
laun, auk kostnaðar í samræmi við
framlagðar kvittanir fyrir vottorð-
um og sjúkraþjálfun. Einnig að bú-
ist sé við að Hasim snúi til starfa sem
fyrst. Aldrei bárust þessar greiðslur
en Efling hefur sent þrjár greiðslu-
áskoranir til Hreinsibíla eftir þetta.
Blaðamaður er með afrit af bréfun-
um þessu til staðfestingar.
Hótanir sem ekki er hægt að
sanna
Hasim segir að sér hafi fyrir nokkru
borist símtal frá fyrrverandi sam-
starfsmanni þar sem hann var ein-
dregið hvattur til að draga málið til
baka. Sagði hann að yfirmennirnir
hefðu vitneskju um að Hasim hefði
unnið svart og ætluðu að nota það
gegn honum.
Gísli Jökull Gíslason, lögreglu-
maður og vinur Hasims, segir hann
heiðarlegan og vel gerðan. Hann
neiti því ekki að hafa unnið svart en
það komi þessu máli og bótarétti
hans ekki við. Kvöld eitt hafi birst
maður heima hjá Hasim og sagði
honum að draga málið til baka ann-
ars myndi hann og fjölskylda hans
hljóta verra af. Hasim getur ekki
sannað þetta og hefur því ekki kært
það til lögreglu.
Hasim viðurkennir að hafa á
stundum viljað gefast upp og senda
fyrirtækinu uppsagnarbréf. En bæði
Gísli Jökull og starfsmenn Eflingar
hafa ráðlagt honum frá því. Ef hann
segir sjálfur upp líða tveir mánuðir
þar til hann á rétt á atvinnuleysis-
bótum.
Á inni sjö mánaða laun
Orri Hlöðversson, framkvæmda-
stjóri Frumherja, vildi ekki tjá sig um
málið og sagði fyrirtækið ekki telja
það góða reglu að tala um málefni
einstakra starfsmanna í fjölmiðlum.
Hann sagði þó að þetta tiltekna mál
væri í eðlilegum farvegi, þeir væru í
samskiptum við verkalýðsfélagið og
lögmann Hasims. Þeir vonuðust til
að niðurstaða næðist sem fyrst.
Guðrún Óladóttir, hjá Eflingu,
telur réttinn vera Hasims megin
og ef ekki finnist lausn muni málið
enda í dómi. Eins og staðan sé nú
eigi Hasim inni sjö mánaða laun
sem Hreinsibílum beri að borga.
Hún segir mál hans því miður ekki
vera einsdæmi og að fólk sem lend-
ir í svipaðri stöðu geti lent í gati en á
meðan unnið sé í málinu á fólk ekki
rétt á bótum og fær ekki launin sín.
„Ég veit ekki hversu lengi ég
þarf að bíða“
„Ég bjóst ekki við að þetta yrði svona
flókið. Það er dýrt að fara til læknis
og sjúkraþjálfara en ég verð að gera
það. Það er bara erfitt þegar mað-
ur fær engin laun og engar bætur.
Ég veit ekki hversu lengi ég þarf að
bíða,“ segir Hasim sem á eiginkonu
og tvö börn. Hann hefur fengið lán
frá sveitarfélagi sínu til að greiða
húsaleigu þar sem hann hefur ekki
fengið laun síðan í ágúst og á ekki
rétt á bótum á meðan málið er í
vinnslu.
gunnHiLdur stEinarsdóttir
blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is
Lenti í slysi Hasim
ÆgirKhanásamt
fjölskyldusinni.
mynd sigtryggur ari
Starfsmaður Hreinsibíla, dótturfyrirtækis Frumherja, fær ekki greidd veikindalaun
eftir vinnuslys. Hann á ekki rétt á bótum á meðan mál hans er í vinnslu. Efling hef-
ur ítrekað sent fyrirtækinu greiðsluáskorun en málið gæti endað fyrir dómi. Fram-
kvæmdastjóri Frumherja vill ekki tjá sig um mál einstakra starfsmanna.
Berst
fyrir Bótum
Ég varð skiljanlega
mjög hissa og
reiður og reyndi að
hafa samband við
fyrirtækið en þeir
svöruðu mér ekki.
hugsanlegt er að verði höfðuð gegn
fyrri eigendum og stjórnendum Mil-
estone á næstunni.
óvíst hvað verður
Ef skiptastjóri Milestone fær Aurláka-
viðskiptunum rift fyrir dómi mun Lyf
og heilsa fara aftur inn í bú félags-
ins og væntanlega verða selt hæst-
bjóðanda. Ljóst er að ekki ætti að
vera mikið mál að selja Lyf og heilsu
enda bera rekstrartölurnar 2008 og
2009 það með sér að félagið er í fín-
um rekstri þrátt fyrir hrun og kreppu.
Þá gæti hins vegar tekið við skoð-
un á því hvernig Lyfjum og heilsu var
stýrt eftir að lyfjabúðirnar fóru inn í
Aurláka og þar til sölunni á Lyfjum
og heilsu inn í Aurláka var rift. Meðal
þess sem gæti hugsanlega komið til
skoðunar í kjölfarið eru arðgreiðslur
út úr félaginu til Aurláka eftir að sal-
an fór fram því ef salan á Lyfjum og
heilsu var ekki lögmæt þá hljóta þau
viðskipti Aurláka sem fram fóru eft-
ir söluna til félagsins einnig að vera
óréttlætanleg og jafnvel riftanleg.
Hugsanlegt er að kröfuhafar Miles-
tone muni þá gera kröfu um að arð-
greiðslan til Aurláka gangi einnig til
baka inn í bú Milestone.
fÉKK 389 miLLJóNA ArÐ
frÁ LyfJum OG HeiLsu
arðurinn til bankans
SamkvæmtþvísemKarl
Wernerssonsegirfór
arðurinnfráLyfjumog
heilsutilAurlákaogþaðan
uppískuldirfélagsinsvið
Íslandsbanka.Steingrímur
WernerssonáLyfogheilsu
meðbróðursínum.