Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Side 4
„Ég er fyrst og fremst alveg rosa-
lega hissa,“ segir Arnþrúður Karls-
dóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu.
Hún fletti yfir núýtkomna ævisögu
athafnakonunnar Jónínu Bene-
diktsdóttur og rak þar augun í
einkatölvupóst sem Jón Ásgeir Jó-
hannesson sendi henni árið 2003.
„Þetta er tölvupóstur sem Jón Ás-
geir sendi mér í tiltekna tölvu á
skrifstofuna mína á Útvarpi Sögu,“
segir Arnþrúður.
Tölvupósturinn er upphaflega
póstur sem Jónína Ben sjálf sendir
á Jóhannes í Bónus og fleiri aðila. Í
honum sakar hún Jóhannes meðal
annars um að hafa ruðst inn í líf sitt
og rústað því. Hún krefur hann um
70 milljónir og Audi-bíl af gerðinni
A6. Jón Ásgeir, sem greinilega hef-
ur haft aðgang að þessum pósti frá
einhverjum þeirra aðila sem Jónína
sendi hann á, sendi svo póstinn til
Arnþrúðar ásamt athugasemdum.
Það gerði hann vegna umræðu Út-
varps Sögu um Bónusfjölskylduna.
Gætti vel að bréfinu
Tölvupósturinn er birtur í heild
sinni á blaðsíðu 238 í bókinni um
Jónínu Ben sem Sölvi Tryggva-
son ritaði. Jónína segir í bókinni
að Arnþrúður hafi gleymt bréfinu
á víðavangi og að það hafi borist í
hendur hennar. „Ég skil ekki hvern-
ig þessi póstur er allt í einu kom-
inn inn í bók hjá Sölva Tryggva-
syni,“ segir Arnþrúður sem segist
hafa gætt bréfsins vel, enda taldi
hún það vera trúnaðarskjal sem
allra síst ætti heima í bók. „Það er
furðulegt að hún skuli segja að ég
hafi týnt þessu bréfi einhvers staðar
á víðavangi, það er alveg öðru nær.“
Innbrot hjá Útvarpi Sögu
Þann 10. október árið 2006 var
brotist inn á Útvarp Sögu og þar var
þessari tilteknu tölvu hennar Arn-
þrúðar stolið ásamt tveimur hörð-
um diskum sem höfðu að geyma
upptökur stöðvarinnar tvö ár aft-
ur í tímann. Hún segir augljóst að
einhver hafi viljað koma í veg fyrir
að hægt væri að endurflytja eldri
þætti, en þar hafði Jónínu oft bor-
ið á góma. Útvarp Saga er þó með
vörsluskyldu á efni og átti því afrit
af þessum diskum. „Það sem var
nú merkilegast við þetta var að við
vorum með nokkrar nýlegar tölv-
ur sem hefði verið fengur í að fá og
þær voru látnar í friði. Þess í stað
var brotist inn á mína skrifstofu og
minni tölvu var stolið sem var elsta
tölvan á staðnum og algjör garmur.“
Þurfa að gefa skýringu
Arnþrúður segir að tölvan hennar
og hörðu diskarnir hafi aldrei fund-
ist, en málið var kært til lögreglu
á sínum tíma. Arnþrúður segir að
hana hafi grunað að Jónína hefði
með einhverjum hætti komið að
málinu. „Lögreglan spurði hvort
ég hefði einhvern grunaðan sem
hefði hagsmuni af þessu og vissu-
lega sá ég að þetta var einhver sem
var bara að leita að minni tölvu og
þessum hörðu diskum. Á þeim tíma
höfðum við Jónína tekist á í ýmsum
ritdeilum og mér fannst það ekkert
ósennilegt að hún tengdist þessu
á einhvern hátt. Það voru þó eng-
ar sannanir, en núna þá bara blas-
ir þessi tölvupóstur við sem var í
þessari tölvu.“
Arnþrúður fer nú yfir hvað hún
hyggst gera í framhaldinu og segir
hún að öll gögn liggi fyrir hjá lög-
reglunni. „Ég mun að sjálfsögðu
benda rannsóknarlögreglunni á
þetta. Ég held að þau hljóti að þurfa
að gefa skýringu á því hvar þau
fengu þetta bréf. Nú er bara spurn-
ing hvað hann gerir þessi rann-
sóknarlögrelumaður sem er með
málið,“ segir Arnþrúður og bendir á
að öll gögn um málið liggi fyrir hjá
lögreglunni.
DV hafði samband við Jónínu
Ben sem vildi lítið tjá sig um málið.
„Ég fékk þennan póst uppi á Ríkis-
útvarpi. Hún gleymdi honum þar,“
sagði Jónína og kvaddi blaðamann
í flýti.
4 fréttir 15. nóvember 2010 mánudagur
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is
Slakaðu á heima
• Stillanlegt Shiatsu herða- og baknudd
• Djúpslökun með infrarauðum hita
• Sjálfvirkt og stillanlegt nudd
Verið velkomin í verslun okkar
prófið og sannfærist!
Úrval nuddsæta
Verð frá 29.750 kr.
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Kraftajötunn dæmdur fyrir stórfelld skattsvik:
90 milljónir í sekt
Kraftlyftingamaðurinn Guðmundur
Otri Sigurðsson hefur verið dæmd-
ur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að
greiða rúmlega 90 milljónir króna í
sekt fyrir fyrir meiriháttar brot gegn
skatta- og bókhaldslögum. Brotin
framdi Guðmundur í sjálfstæðri at-
vinnustarfsemi sinni en hann stóð
hvorki skil á virðisaukaskattskýrsl-
um né á virðisaukaskatti til ríkissjóðs
sem innheimtur var á árunum 2004
til 2008. Auk þess að þurfa að greiða
rúmar 90 milljónir króna hlaut Guð-
mundur níu mánaða skilorðsbundið
fangelsi til tveggja ára. Þá var honum
gert að greiða verjanda sínum 200
þúsund krónur í málsvarnarlaun.
Guðmundur játaði brot sín skýlaust.
Guðmundur Otri stofnaði til
keppninnar um Vestfjarðavíkinginn á
sínum tíma og hefur verið skipuleggj-
andi mótsins um áraráðir. Hann hef-
ur tekið þátt í ótal aflmótum í gegn-
um tíðina og hefur keppt fyrir hönd
Íslands í aflraunamótum erlendis.
Hann er þekktur í kraftlyftingaheim-
inum sem Otradalsgreifinn.
Samkvæmt Frjálsri verslun var
hann tekjuhæstur í flokki íþrótta-
manna og þjálfara árið 2009 með
tæplega tvær milljónir króna í laun á
mánuði.
Fyrirtæki Guðmundar Otra er
flokkað sem einkarekin öryggis-
þjónusta. Til þeirrar þjónustugrein-
ar teljast: vöktunar- og öryggisþjón-
usta, flutningur peninga eða annarra
verðmæta, þjónusta með brynvarða
bíla, lífvarðaþjónusta, þjónusta við
töku fingrafara og öryggisvarðaþjón-
usta.
hanna@dv.is
90 milljónir í sekt Guðmundur er
þekktur í kraftlyftingaheiminum sem
Otradalsgreifinn.
Ég held að þau hljóti að þurfa að
gefa skýringu á því hvar
þau fengu þetta bréf.
Arnþrúður sigAr
löggunni á Jónínu
Ýmislegt hefur komið fram í dagsljósið í nýútkominni ævisögu Jónínu Benedikts-
dóttur. Arnþrúður Karlsdóttir fann þar einkatölvupóst sem Jón Ásgeir Jóhannesson
sendi henni árið 2003. Hún segir póstinn hafa verið í tölvu sem stolið var af skrifstofu
hennar í innbroti hjá Útvarpi Sögu árið 2006.
SólrÚn lIlJA rAGnArSdóttIr
blaðamaður skrifar: solrun@dv.is
Krefst skýringa Arnþrúður var hissa að
sjá sinn einkatölvupóst í bók Jónínu Ben.
Veldur usla Jónína Ben birtir ýmislegt í bók sinni, þar á meðal einkatölvupósta
annarra. mynd SIGtryGGur ArI
samfylkingin
sló öðrum við
Samfylkingin rak dýrustu kosninga-
baráttuna fyrir sveitastjórnarkosn-
ingarnar á Akureyri í vor. Þar á eftir
kom L-listi, listi fólksins, sem fékk
hreinan meirihluta í kosningunum.
Kostnaður við framboð Samfylking-
arinnar nam rúmum 4,6 milljónum
króna, þar af var auglýsingakostnað-
ur 1.800 þúsund krónur. Kostnaður
L-listans nam 3,6 milljónum króna,
þar af var auglýsingakostnaður rúm
ein og hálf milljón. Að því er fram
kemur á vef Vikudags var kosninga-
baráttan ódýrust hjá Framsóknar-
flokknum en kostnaður vegna henn-
ar nam rúmri einni milljón króna.
samþykkja skipun
rannsóknarnefndar
Tillaga forsætisnefndar kirkjuþings
þess efnis að rannsóknarnefnd um
viðbrögð og starfshætti þjóðkirkj-
unnar vegna
ásakana á hendur
Ólafi Skúlasyni,
fyrrverandi bisk-
upi, var samþykkt
á kirkjuþingi
á sunnudag.
Róbert Spanó,
prófessor og for-
seti lagadeildar
Háskóla Íslands, verður formaður
nefndarinnar en auk hans munu
eiga sæti í nefndinni Berglind Guð-
mundssdóttir, dósent við sálfræði-
deild Háskóla Íslands og Þorgeir Ingi
Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms
Reykjaness. Tillagan var samþykkt
samhljóða og mun nefndin hefja
störf svo fljótt sem kostur er.
Reyndi að stinga
lögreglu af
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
greip til þess ráðs að aka utan í
fólksbíl eftir að ökumaður hennar
sinnti ekki merkjum lögreglu um
að stöðva bifreiðina. Atvikið átti
sér stað rétt fyrir klukkan átta á
sunnudagsmorgun en lögreglu
þótti ökulag mannsins heldur
undarlegt. Í stað þess að stöðva
bifreiðina gaf maðurinn í og ók
á ofsahraða vestur Hringbraut
og þaðan inn á Sæbraut. Hjól-
barði datt undan bifreiðinni en
maðurinn hélt för sinni engu að
síður áfram. Lögreglu tókst loks
að króa ökumanninn af eftir að
lögreglubifreið var ekið utan í bif-
reið hans. Maðurinn var vistaður
í fangageymslu lögreglu en hann
var í annarlegu ástandi.