Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Side 8
8 FRÉTTIR 15. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Einkaneysla glæðist Kreditkortanotkun landsmanna í október nam 24,9 milljörðum króna sem er 7,5 prósent meiri velta í krón- um talið en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðlabankanum en svo virðist sem einkaneysla hafi heldur rétt úr kútn- um á haustmánuðum miðað við sama tímabil í fyrra. Munar þar mest um er- lenda kortaveltu sem jókst um 40 pró- sent á milli ára að raungildi en inn- lend kreditkortavelta jókst aðeins um ríflega eitt prósent. Önnur þróun varð á debetkortaveltu en hún nam 17,9 milljörðum króna í innlendum versl- unum og dróst saman um tæplega þrjú prósent frá sama mánuði í fyrra. Jólabjórinn væntanlegur Jólabjórinn kemur í Vínbúðir næst- komandi fimmtudag, 18. nóvem- ber, en í fyrra seldist hann allur upp nokkru fyrir sjálfa jólahátíðina. Þá komu Jóla Kaldi og danski bjór- inn Royal X-Mas best út í sérstakri bragðsmökkun DV á jólabjór fyrir síðustu jól. Þar sem jólabjórinn seldist upp í fyrra, en þá seldust hátt í 300 þúsund lítrar af bjór, hafa forráðamenn Vínbúðanna gert ráð fyrir meira magni í verslunum fyrir þessi jól en allt í allt er von á tæplega tuttugu tegundum. Alls voru ellefu tegundir til smökkunar í könnun DV en jólabjór í flösku frá Viking þótti lakastur, að mati fjögurra manna dómnefndar. Síbrotamaður dæmdur í fangelsi Héraðsdómur Reykjaness hef- ur dæmt 21 árs síbrotamann í níu mánaða fangelsi fyrir margs konar brot. Var maðurinn meðal annars sakfelldur fyrir að taka leigubílstjóra hálstaki í september árið 2008 með þeim afleiðingum að hann hlaut eymsli á hálsi og tanngómur í munni hans brotnaði. Þá var hann sakfelld- ur fyrir líkamsárás á skemmtistaðn- um Hverfisbarnum þegar hann sló annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut heilahristing. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að aka í fjögur skipti án ökuréttinda. Sjö mánuðir dóms- ins eru skilorðsbundnir. „Þetta er búið að éta mig svo að inn- an að það er ekki spurning að maður fer með þetta alla leið,“ segir athafna- maðurinn og knattspyrnuþjálfarinn Tómas Ingi Tómasson. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki höfðað mál hér á landi gegn forsvarsmönnum Choose Holding A/S, handhöfum rekstrarleyfis Build- A-Bear-verslanakeðjunnar á Norður- löndum. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að sömu niður- stöðu. DV greindi frá því nýlega að Tóm- as Ingi hefði tapað rúmum níu millj- ónum króna þegar forsvarsmenn fyrirtækisins ákváðu skyndilega að hætta við að opna útibú hér á landi árið 2008. Þá var Tómas búinn að taka á leigu verslunarrými í Smára- lind og sækja námskeið í rekstri verslunarinnar til Danmerkur. Build- A-Bear er þekkt bandarísk leikfanga- keðja sem sérhæfir sig í sölu á böngs- um. Tómas Ingi og eiginkona hans, Helga Lund, ákváðu að stefna fyrir- tækinu hér á landi til að fá til baka þá upphæð, samtals níu millj- ónir króna, sem þau höfðu lagt í undir búning opnun verslunarinn- ar. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að stefna Choose Holding hér á landi og staðfesti þannig úrskurð héraðs- dóms. Ætli Tómas og eiginkona hans að fá tjón sitt bætt þurfa þau að sækja málið í Danmörku með tilheyrandi kostnaði. Tómas Ingi segist vera miður sín yfir niðurstöðu dómstóla hér á landi enda hafi mikill kostnaður og ómældur tími farið í verkefnið. Hann lætur þó engan bilbug á sér finna og segist ætla með málið alla leið. „Ég er mjög skúffaður yfir þessari niður- stöðu eins og allir verða þegar hlut- irnir ganga ekki upp. Við ætlum bara að halda áfram,“ segir Tómas og bæt- ir við að langur tími geti liðið þar til niðurstaða fáist í málinu í Dan- mörku. einar@dv.is Tómas Ingi Tómasson tapar máli vegna bangsaverslunar: „Búið að éta mig að innan“ Alla leið Tómas Ingi ætlar að sækja málið til Danmerkur til að fá greitt það sem hann lagði í verkefnið. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR Kindur á köldum klaka „Já, það fóru þrjá kindur hjá okkur undir snjó. Það fenndi hreinlega yfir þær en þær voru á lífi þegar við fundum þær,“ segir Hörður Guðmundsson, bóndi á Svertingsstöðum í Eyjafirði. Litlu mátti muna að þrjár kind- ur dræpust í ofankomunni sem var á Norðurlandi um helgina. Kindurnar lentu undir snjóþunga og komust hvergi. „Þetta veldur okkur bændum smáóþægindum þessa dagana, það er ósköp lítið að gera fyrir okkur á meðan þetta er svona. Þetta tilheyrir bara Íslandi og þessum árstíma, við gátum búist við þessu og verðum bara að lifa við þetta,“ sagði Hörð- ur í samtali við DV. KEYPTU NÝLEGA BÍLA FYRIR STARFSMENN Vegagerðin keypti nýlega fjölda bíla fyrir starfsmenn sína sem þeim er gert að nota í er- indum sínum fyrir stofnunina. Áður notuðust þeir við einkabíla og fengu greitt kílómetra- gjald. „Gert í hagræðingarskyni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vega- gerðarinnar um kaupin. „Getur ekki borgað sig,“ segir starfsmaður sem undrast kaupin. „Starfsmenn hafa árum saman ekið á eigin bílum í vinnu en þeim hefur nú verið gert að aka nýkeyptum bíl- um Vegagerðarinnar. Þarna er ver- ið að eyða dýrmætum gjaldeyri án þess að sérstök þörf sé á því þar sem þessir starfsmenn eru tilbúnir að nota sína eigin bíla eins og þeir hafa gert í tugi ára,“ segir starfsmaður Vegagerðarinnar, sem vill ekki láta nafn síns getið, sem undrast kaup stofnunarinnar á nýjum bílum fyrir starfsmenn. Hagkvæmara en kílómetragjald Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa áður notast við einkabíla í störfum sínum og fengið greitt sérstakt kíló- metragjald fyrir aksturinn. „Þetta var gert í hagræðingar- og sparnaðarskyni,“ segir G. Pét- ur Matthíasson upplýsingafulltrúi aðspurður um kaupin á bílunum. Aðspurður sagðist hann ekki getað sagt til um fjölda bílanna því kaup- in hafi gerst jafnt og þétt yfir ákveð- inn tíma. G. Pétur segir það rétt að starfs- menn hafi áður notast við einkabíla en stofnunin hafi tekið þá ákvörðun að ef starfsmenn keyri yfir ákveðinn fjölda kílómetra á ári, þá eigi þeir að nota merkta bíla Vegagerðarinnar. „Það er hagkvæmara en að við séum að greiða þeim kílómetragjald fyrir sína eigin bíla,“ segir hann. Einnig sé þetta gert í öryggisskyni fyrir þá sem keyra mikið vinnu sinnar vegna. Kaupa notaða bíla Daníel Árnason, forstöðumaður rekstrardeildar, segir þetta ekki vera marga bíla og að Vegagerðin endurnýi bíla sína reglulega. Aðspurður hvort farið hafi verið eftir lögum um opinber útboð vegna kaupanna sagði Davíð að í venjulegu árferði hafi Vegagerðin keypt nýja bíla og þá hafi þeir verið boðnir út. „Ríkis- kaup hefur að öllu jöfnu boðið út bíla fyrir okkur. Eftir að kreppan skall á höf- um við keypt notaða bíla,“ segir hann og bætir við að leitað hafi verið eftir hagstæðustu kaupunum á bílasölum og bílaumboðum. Fékk glænýjan bíl „Það er ekki nokkur leið að reikna þetta þannig út. Það er alveg sama hvernig þetta er sett upp, það getur ekki borg- að sig að að kaupa bíla í stað þess að borga kílómetragjald,“ segir fyrrnefnd- ur starfsmaður sem segist hafa fengið upplýsingar um að kostnaðurinn við kaupin sé líklega um það bil 40 millj- ónir. Hann segir einnig að starfsmenn fái greitt eftir ríkistaxta sem er 99 krón- ur á kílómetra fyrstu tíu þúsund kíló- metrana. Eftir það lækkar upphæðin í 89,10 krónur. Sjálfur fékk hann nýjan bíl sem hafði verið ekið innan við 100 kílómetra. Einnig hafi hann heyrt að fyrir Norðvesturland hafi verið fengn- ir tíu nýjir bíla á einu bretti. Hann gaf lítið fyrir að nýju bílarnir hefðu örygg- isbúnað: „Við erum nú með sér ljós á okkar einkabílum sem eru laus og við setjum upp þegar á þarf að halda.“ GUNNHILDUR STEINARSDÓTTIR blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is Það er ekki nokk-ur leið að reikna þetta þannig út. Það er alveg sama hvernig þetta er sett upp, það getur ekki borgað sig að kaupa bíla í stað þess að borga kílómetragjald. Vegagerðin Ekki fengust upplýsingar um hve marga bíla Vegagerðin hefur keypt. Hagræðing G. Pétur Matthíasson segir að hagræðing náist með kaupunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.