Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Page 10
10 fréttir 15. nóvember 2010 mánudagur
ráðist á fórnarlamb nauðgara
„Ég er hrædd um að fá aldrei frið,“
sagði fórnarlamb nauðgara sem hef-
ur sætt svívirðingum, hótunum og
árásum af hálfu vina og vandamanna
manns sem dæmdur var í héraðs- og
Hæstarétti fyrir að nauðga henni.
Maðurinn er fyrrverandi eiginmaður
konununnar en leiðir þeirra skildu í
febrúar 2009 eftir sex ára hjónaband.
Síðar í sama mánuði fóru þau í öku-
ferð sem endaði með nauðgun. Mað-
urinn var dæmdur í tveggja og hálfs
árs fangelsi fyrir verknaðinn og var
gert að greiða konunni eina milljón
króna í skaðabætur.
Í kjölfarið reis fólk upp og lét
fjölda ærumeiðandi athugasemda
falla um konuna, sem var sögð sið-
blind, geðveik og annað þaðan af
verra. Því var ítrekað haldið fram að
nauðgunarkæran hefði verið bragð
konunnar í forræðisdeilu þeirra. All-
ir sem tóku þátt í rógburðinum komu
fram undir nafni og mynd en enginn
greindi frá tengslum sínum við ger-
andann. Við nánari eftirgrennslan
kom á daginn að fjölmargir tengdust
gerandanum fjölskyldu- eða vina-
böndum. Aðrir voru frá hans heima-
slóðum en ekki er vitað hvort allir
sem tjáði sig tengdust honum með
einum eða öðrum hætti. Sumir settu
fram athugasemd oftar en einu sinni
og mörg ummælin eru þess eðlis að
þau eru ekki prenthæf. Öllum at-
hugasemdum hefur verið eytt út af
netinu.
Vottuðu manninum samúð
Á meðal þeirra sem tjáðu sig um
málið var núverandi sambýliskona
mannsins, vinafólk hennar og allar
dætur mannsins úr fyrra sambandi
en þær eru þrjár. Eins tóku fimm
af átta systkinum hans til máls og
sömuleiðis fyrrverandi kærasti dótt-
ur hans.
Fjölmargir viðruðu þá skoðun
sína að dómurinn væri hneyksli í ís-
lensku réttarkerfi, dómararnir hefðu
ekki unnið vinnuna sína og réttar-
kerfið ætti ekki að virka svona. „Þetta
sýnir hvernig kona getur misnot-
að réttarkerfið á Íslandi.“ Ein dóttir-
in vildi mótmæla dómurunum „eða
bara réttarkerfinu á Íslandi.“ Bróðir
hans sagði að lögfræðingarnir ættu
að leita sér sálfræðings ef þeir væru
hreyknir af starfi sínu. Þá vildi hann
að kvennasamtök hugsuðu sinn
gang varðandi þá stefnu sem þau
hefðu tekið í baráttunni fyrir rétt-
indum fórnarlamba nauðgara, því í
þessu máli væri fórnarlambið mað-
urinn sem er nú á leið í fangelsi. Mál-
ið var sagt byggja á lygum og að sak-
lausum manni væri refsað. Í raun
væri það hann sem væri fórnarlamb-
ið en ekki konan, sem var kölluð öll-
um illum nöfnum.
Konunni var sagt að skammast
sín en manninum var vottuð samúð.
Var hann sagður „hjartahreinn“ og
„virkilega góður maður“. Þetta væri
„rangt, ljótt og hreint út sagt ótrú-
legt“ mál. Systir mannsins sagðist
vona að það væri til karma svo kon-
an fengi þetta margfalt til baka. Önn-
ur systir hans sagði það ótrúlegt hvað
mannskepnan gæti verið grimm.
„Mér er illt í hjartanu,“ sagði hún.
Nafngreindu konuna
Sumir töldu sig vita upp á hár hvað
fór á milli konunnar og mannsins
þegar nauðgunin átti sér stað, en
allir höfðu þeir talsvert aðrar hug-
myndir um málavexti en dómstólar.
Konan var sögð hafa táldregið mann-
inn. Nokkrir lýstu atburðarásinni
samkvæmt þeirra mati. Bæði syst-
ir mannsins og dóttir hans voru þar
á meðal. Hvatti dóttirin fólk áfram
og bað það að segja sína sögu af
konunni. Enda dundu ærumeið-
andi ummæli yfir konuna. Hún er
sjö barna móðir og var börnunum
gjarna blandað í málið. Nafn hennar
var birt í því skyni að „vara öll fram-
tíðarfórnarlömb við henni.“
Ein vitnaði í Aristóteles og Plat-
ón: „Samkvæmt Aristótelesi og Plat-
óni eru höfuðdyggðirnar fjórar:
viska, hugprýði, hófstilling og loks
örlæti. Það er alveg á hreinu í þessu
máli hver var hófsami maðurinn.“
Síðan velti hún því upp hvort fólkið
sem hefði komið að málinu væri svo
siðlaust að það hefði ekki hugmynd
um það hvað mannleg góðmennska
væri. „Samkvæmt nytjastefnunni er
alltaf vísað til í afleiðingar og það eigi
ekki að meiða saklaust fólk.“
Harmi slegin fjölskylda
Blaðamaður DV hafði samband
við sumt af þessu fólki sem sagðist
standa við orð sín. Systir mannsins
sagði þetta ekki hafa verið saman-
tekin ráð fjölskyldunnar. Hún hafi
fyrst vitað af athugasemdunum þeg-
ar hún las fréttina. Þá hafi hún séð að
aðrir hefðu sett fram athugasemdir
og hún gert það líka. „Ég vil meina
það að það sem þarna kom fram sé
meira og minna allt rökrétt. Það er
verið að dæma saklausan mann og
maður veit í rauninni ekki hvað mað-
ur á að gera. Þetta er stór fjölskylda
og við erum sár yfir þessum dómi.
Við erum harmi slegin og öll búin að
vera í sjokki síðan dómur féll. Hvað
er hægt að gera þegar Hæstaréttar-
dómur fellur?“
Síðan taldi hún upp nokkrar
ástæður fyrir því að málið stæðist
ekki að hennar mati og sagði svo:
„Hann hefði ekki logið að mér. En
hann hefur ekki mikil tök á því að
verja sig og ég hef ekki mikla trú á
þessum lögfræðingi sem hann var
með.“
Önnur systir hans segir konuna
hafa farið mjög illa með manninn í
gegnum tíðina. „Við systkinin erum
öll mjög reið gagnvart henni.“
Gæti hafa kallað þetta yfir sig
Hún segir leiðinlegt að málið hafi
farið í þennan farveg. „Ég hef enga
trú á því að hann hafi verið svona
vondur við hana. Það má vel vera að
það hafi gerst, en hann hefur alltaf
verið góða sálin í hópnum. Auðvit-
að er ég ekki hlutlaus, hann er bróðir
minn og mér þykir rosalega vænt um
hann. En það er alveg ljóst að í þessu
máli var forsagan ekki skoðuð. Hún
sagði oft að hún elskaði hann. Mér er
spurn hvernig það sé hægt að kæra
mann fyrir nauðgun ef þú elskar
hann? Jafnvel þótt hann hefði nauðg-
að henni myndi konan ekki kæra ef
hún elskaði hann í raun. Ég myndi
ekki gera það.
Hún var búin að svíkja hann.
Kannski fékk hann bara ógeð. Það
réttlætir auðvitað ekkert svona
Nýlega sakfelldi hæstiréttur mann fyrir nauðgun á fyrrverandi
eiginkonu sinni. Ættfólk mannsins reis upp gegn konunni og
svívirti hana opinberlega. Systir hans segir fjölskylduna harmi
slegna og ráðalausa. Konan flúði bæjarfélagið. Hún segist hafa
fengið fjölda ógeðfelldra skilaboða og sakar frænku mannsins um
líkamsárás. Hún hefur miklar áhyggjur af börnunum sem hafi
þurft að kljást við alvarlegar afleiðingar vegna málsins. Málið
minnir um margt á það þegar ung stúlka þurfti að flýja Húsavík
eftir nauðgun því íbúar tóku afstöðu með nauðgaranum.
iNGibjörG döGG kjartaNsdóttir
blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is
Aldrei hvarflaði það að mér þeg-
ar ég kærði manninn
að það yrði ég sem tæki
út refsingu, og hvað þá
börnin mín. Þetta er
mannorðsmorð.
Grimmd þjóðfélagsins Konansegiraðhún
hefðialdreikærtnauðgunefhúnhefðivitað
hvernigmáliðmyndisnúastgegnhennimeð
hörmulegumafleiðingumfyrirbörninhennar.
Húnsegirgrimmdþjóðfélagsinsótrúlegaog
miskunnarleysiðalgjörtgagnvartsaklausufólki.
MyNd róbert reyNissoN
Flúði frá Ísafirði MaðurinnerfráÍsafirðienkonansegisthafaþurftaðflýjaþaðan.
Enþótthafikomistburtsitjifjölskyldanenneftirískítnumogþurfiaðþolarógburð
ogsvívirðingar.Móðurhennarleiðsvoillaaðátímabiliþorðihúnekkiútúrhúsi.