Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 15. nóvember 2010 mánudagur í vonlausri stöðu. Ekki gat ég heldur leitað aðstoðar hjá félagsmálastofn- un fyrir vestan. Þar var forstöðu- maðurinn góðkunningi hans. Hún kom reyndar vel fram við mig á með- an ég bjó þarna en þegar nauðgun- armálið kom upp studdi hún hann og mætti með honum í yfirheyrslur.“ Grimmd og miskunarleysi Eftir nauðgunina leitaði konan til bráðamóttökunnar. Þar var vel tek- ið á móti henni og hún fékk bæði stuðning og hlýju. Í kjölfarið ákvað konan að kæra. „Það hjálpaði mér mikið að þar tók yndislegt fólk á móti mér. Reyndar hafa allir sem komu að málinu komið vel fram við mig, að lögfræðingnum hans und- anskildum. Fyrst var ég of hrædd til að kæra. Ég ætlaði ekki að gera það en mað- urinn minn sá til þess. Hann vildi gera það og ég ákvað að láta slag standa því ég hafði verið í ofbeldis- sambandi áður og fannst nóg kom- ið. Eins treysti ég því sem mér var sagt um það hvernig hlutirnir yrðu ef ég myndi kæra. Aldrei hvarflaði það að mér að málið myndi snúast gegn mér og bitna meira á mér en gerand- anum. Ég hefði aldrei gert þetta ef ég hefði vitað hvaða afleiðingar það ætti eftir að hafa fyrir börnin mín, hversu mikil grimmd er til í þjóð- félaginu og miskunarleysi gagnvart saklausu fólki. Börnin mín sem hafa aldrei gert neinum neitt verða mar- keruð af þessu fyrir lífstíð.“ Lagðist þungt á börnin Öll börnin hafa farið illa út úr þessu, en hvert á sinn hátt. Tvíburarnir voru báðir mjög vel stæðir félagslega fyrir vestan. „Núna fer annar þeirra varla út úr húsi. Hann á enga vini af því að hann vill það ekki. Hann vill bara vera heima hjá mömmu. Tví- burarnir eru báðir svo hræddir um mig að ég má ekki hósta án þess að þeir komi hlaupandi. Ef núverandi sambýlismaðurinn minn hækkar röddina þegar hann er að kalla á mig koma þeir hlaupandi til að verja mig. Þeir eru alltaf viðbúnir því að ein- hver ætli í mig.“ Einn strákurinn er ellefu ára gamall. „Hann er líka stöðugt á varð- bergi.“ Bæði hann og níu ára gömul systir hans hafa upplifað mikla höfn- un. „Hún var ekki nema sex mán- aða gömul þegar ég tók saman við manninn. Hún þekkir ekkert annað en að hann sé pabbi sinn. En eftir að við skildum hefur hann ekki litið við henni og heilsar ekki einu sinni þeg- ar hann kemur að ná í dætur sínar. Hún skilur þetta ekki. Bróður hennar hefur líka þótt sárt að upplifa þessa höfnun. Þau hafa bæði farið illa út úr þessu öllu saman. Þau sem voru alltaf ósköp venjuleg börn í útliti og öðru eru nú að kljást við þyngdar- vandamál. Þetta lagðist þungt á þau og þau sóttu huggun í mat.“ Ráðist gegn börnunum Konan á einnig þrjár dætur með manninum. Sú yngsta er fjögurra ára, miðdóttir þeirra er sex ára og sú elsta er að verða átta ára gömul. „Sú yngsta man ekki neitt, enda var hún bara tveggja ára þegar við skild- um. Sú sem er næst henni í aldri er mjög meðvirk með föður sínum og trúði því að hún ætti það skilið þegar hann rassskellti hana. Hún er upp- full af reiði. Sú elsta vill ekki fara til hans. Hún er orðin rosalega lokuð. Þær hafa líka upplifað mikla höfnun. Fyrst eftir að við skildum tilkynnti hann mér það að hann ætlaði aldrei að tala við þessi börn aftur og gerði það ekki lengi vel. Hann hefur tekið þær þrisvar til sín á tveimur árum. Enn þann dag í dag hringir hann aldrei í þær því að hann segist ekki hafa efni á því. Þetta hefur reynst þeim mjög erfitt. Sama hvað fólki finnst um mig er ljótt að ráðast að börnunum. Með því að nafngreina mig í þessum um- mælum er verið að ráðast að þeim. Þau hafa þurft að ganga í gegnum nóg. Á sinni stuttu ævi hafa þau þurft að þola meira en flestir þurfa að þola á sinni lífstíð.“ Svívirðilegar ávirðingar Hún segir ummælin ekki bara meið- andi heldur líka röng. „Ég get ekki skilið hvernig málið hefði átt að komast í gegnum allt kerfið ef það væri ekki rétt. Heldur þetta fólk að það séu hálvitar í Hæstarétti? Þarna er fullt af kjaftæði. Það er til dæmis spurt hvernig hægt sé að vippa 100 kílóa konu yfir bekk í WV- rúgbrauði. Maðurinn er 110 kíló en ég er 50 kíló og 158 sentímetrar á hæð. Þar að auki var þetta ekki rúg- brauð heldur Toyota Hiace og það var ekki bekkur í bílnum heldur tvö sæti. Það er líka spurt að því af hverju það hafi ekki séð á mér. Það stórsá á mér. Ég var með ljóta áverka. Eins er því haldið fram að ég hafi veitt mér áverkana sjálf en ég var með áverka sem voru þannig staðsettir að ég hefði ekki getað gert það. Eins er því haldið fram að ég sé klikkuð. Ég hef aldrei verið í óreglu og er ekki klikkaðri en svo að ég hef fullt forræði yfir öllum mínum börn- um. Einhver hlyti að hafa tekið eftir því ef ég væri óhæf. Þetta er svívirði- legt. Þá er verið að reyna að snúa nauðgunarmálinu upp á forræðis- deilu. Mér er spurn, ef maður er í forræðisdeilu er þá í lagi að koma svona fram við mann? Það sem hann gerði mér kemur forræðisdeilu ekk- ert við.“ Dró kæruna til baka Forræðisdeilan hafði reyndar áhrif á málið þegar maðurinn bauð kon- unni fullt forræði yfir börnunum gegn því skilyrði að hún myndi draga kæruna til baka. „Ég gerði það fyrir börnin. Ég hefði gert allt til þess að fá forræðið yfir börnunum mín- um. Þetta var hans krafa þegar hann féllst á að veita mér skilnað. Eftir að hann hafði skrifað undir skilnaðar- pappírana á skrifstofu sýslumanns lét ég hann fá bréf sem ég hafði skrifað honum til varnar. Hann ætl- aði að leggja bréfið fyrir Hæstarétt en gat síðan ekkert notað það. En þótt ég hafi ætlað að draga kæruna til baka var málið talið það alvarlegt að lögreglan ákvað að ljúka rannsókn málsins og ríkissak- sóknari gaf út ákæru. Völdin voru tekin af mér. Ég sagði lögreglunni líka hreint út af hverju ég ætlaði að draga kæruna til baka. Eins og ég sagði honum þá myndi ég aldrei ljúga fyrir hann. En honum tókst að kúga mig til þess að gera þetta og hefur notað það gegn mér. Hann hefur notað allt sem hann getur gegn mér.“ Móðir mín er saklaus Þegar dómur féll í Hæstarétti hélt konan að málinu væri loksins lokið. „En svo var ég að komast að því að það var bara hálfleikur. Þegar ég las það sem sagt var um mig var úr mér allur vindur. Fyrst hélt ég að ég hefði ekki kraft í meira en ég hef nú geng- ið í gegnum annað eins og get þetta líka. Ég er fílefld í dag og er að skoða rétt minn með aðstoð lögfræðings. Ég mun ekki gefa þetta eftir. En ég finn til með svona fólki sem hefur ekkert annað að gera en að velta sér upp úr óförum annarra. Þetta fólk getur ekki verið hamingjusamt.“ Sem betur fer stendur fjölskyld- an með henni. Þorri hennar býr þó enn í bæjarfélaginu þar sem nauðg- unin átti sér stað. „Fjölskyldan mín hefur þurft að þola margt og sitja undir alls kyns áróðri. Þótt ég hafi komist burt situr fjölskyldan mín eftir með skítinn. Sumt af því sem við fengum að heyra er eitthvað sem ég gæti ekki hugsað mér að endurtaka. Það er komið nóg. Full- orðin móðir mín hefur ekki einu sinni fengið að vera í friði. Hún er orðin 75 ára gömul og fær að heyra þetta allt saman, bæði alls kyns við- bjóð um mig og eins óhróður sem borinn er út um hana. Hvað sem sagt er um mig þá er það ekki henni að kenna. Hún er saklaus. Á tímabili leið henni svo illa að hún vildi ekki fara út úr húsi. Henni var ekki líft. Svona er hreinlega hægt að ganga frá fólki, kæfa það með kjaftagangi. Og ég get ekki einu sinni heimsótt hana því kjaftagangurinn hefur smitast út í allt bæjarfélagið þannig að ég get aldrei snúið aftur.“ Eftir sakfellingu Héraðsdóms tók ung kona sig til og safnaði undir- skriftum manninum til stuðnings. Af 2.429 íbúum í bænum skrifuðu 113 undir stuðningsyfirlýsingu sem birt var í bæjarblaðinu undir fyrirsögn- inni Trúum og treystum því að rétt- lætið sigri að lokum þar sem sagði meðal annars: „mæður eiga líka syni“. Blaðið lá frammi á vinnustöðvum og verslunum í nær allri sýslunni. Þegar listinn var skoðaður kom í ljós að umtalsverð fjölskyldutengsl voru á milli margra smáhópa á listanum. Heilu fjölskyldurnar skrifuðu undir listann, sem tengdust með ýmsum hætti, bæði í gegnum atvinnu- og ættartengsl. Hnífsstunga í bakið Hæstiréttur staðfesti dóm héraðs- dóm og hækkaði miskabætur til stúlkunnar þar sem „framangreint brot hefur valdið henni óvenjumikilli félagslegri röskun.“ Í kjölfarið skrif- uðu foreldrar stúlkunnar opið bréf til bæjarbúa sem birtist í sama blaði og stuðningsyfirlýsingin. Sögðu þau að á listanum væru nöfn frændfólks þeirra, fyrrverandi vinnuveitanda, kaupmannsins á horninu og vinnu- félaga. Listinn hefði verið eins og hnífsstunga í bakið á þeim. Búið væri að eyðileggja mannorð dóttur þeirra. Stúlkan sagði engum frá því sem gerst hafði nema bestu vinkonu sinni. Engu að síður fréttu bæjar- búar af málinu og fljótlega varð hún vör við umtal um sig. „Mér brá. Ég bjóst ekki við því að mér yrði ekki trúað. Eftir þetta vissi ég ekki hvern- ig ég átti að treysta,“ sagði hún í við- tali við Ísafold árið 2007. Þar sagði hún einnig að líklega hefðu bæjar- búar átt auðveldara með að takast á við það að hún væri lygari en að hann væri nauðgari. Hann hefði líka talað opinskátt um málið á meðan hún þagði. Listinn jafn slæmur og nauðgunin Hún flúði bæjarfélagið og fór í framhaldsskóla í Reykjavík en kom heim um hátíðirnar. Á áramóta- balli lenti hún í miður skemmti- legri uppákomu þegar stúlka sendi henni illt augnaráð og sagði „oj“ þegar hún gekk framhjá. And- rúmsloftið í bænum var þannig að hún ákvað að fara ekki aftur heim. Á átján ára afmæli sínu frétti hún fyrst af listanum þegar prest- urinn í bænum hringdi í hana. „Listinn var alveg jafn slæmur og nauðgunin sjálf,“ sagði hún. „Líð- an mín versnaði um helming. Ekki síst þegar blöðin fóru í málið. Ég brotnaði alveg saman. Mamma og pabbi uðru reið en ég varð mátt- laus.“ Sagður öndvegissála Ítarlega var fjallað um málið í DV á sínum tíma. Leitað var svara hjá nokkrum Húsvíkingum sem settu nafn sitt á listann og eins var rætt við konuna sem var hvatamað- ur að honum. Svörin voru á ýmsa vegu og meðal annars þessi: „Strákurinn hefði eins geta kært nauðgun sjálfur ef hann hefði orðið á undan.“ „Þetta var vörn hjá stelpunni vegna þess að kærasti hennar kom þarna að.“ „Þegar búið er að kæra nauðg- un þá ráða menn ekkert við það. Málið bara æðir áfram í kerfinu.“ „Það vissu allir að málið var ekki svona. Það urðu allir brjálaðir þegar dómurinn kom og fólk for- dæmdi stelpuna almennt í bæn- um.“ „Almennt viðhorf í bænum er að málið hafi ekki verið svona.“ „Það litla sem ég vissi af þess- um strák var að hann gerði ekki svona, þetta var bara eitthvað á milli unglinga.“ „Ég þekki strákinn sem er ekki þannig. Hún hefur aftur á móti sýnt takta í þá veru.“ „Ég vissi auðvitað ekkert meira en mér var sagt. Þessi drengur var starfsmaður hjá mér og ég þekki hann mjög vel. Þetta er þvílík önd- vegissála.“ „Við sem skrifuðum undir vit- um að hann nauðgaði ekki stelp- unni. Ég þekki hann og ég veit upp á hár að hann myndi aldrei gera neitt þessu líkt." „Ekki í dómarasæti“ Konan sem stóð fyrir undirskrifta- söfnuninni sagði að dómurinn hefði verið áfall. „Við vildum að hann sæi að hann ætti stuðning margra í þessu máli og gæti gengið hér um göturnar og borið höfuðið hátt. Ég tel að það hafi tekist.“ Hún sagði að ekki hafi verið gengið í hús heldur haft samband við þá sem líklegir væru til að styðja málsstaðinn. Síðan hefðu margir haft samband og óskað eft- ir því að komast á listann. Eftir að listinn var birtur komu víst fleiri að máli við hana og aðra til þess að lýsa stuðningi sínum við mann- inn. Samkvæmt konunni sagði fólk að það hefði viljað vera á list- anum ef það hefði haft færi á því. Þá sagði hún að fjölskylda manns- ins hefði vitað af fyrirhugaðri birt- ingu og verið samþykk henni. Að lokum endurtók hún það að listanum hafi fyrst og fremst verið ætlað að veita manninum stuðn- ing. „Við vorum ekki að setja okkur í dómarasæti og sættum okkur við niðurstöðu Hæstaréttar og erum ánægð yfir því að hann skuli ekki þurfa að fara í fangelsi. Við vild- um ekki að þetta yrði fjölmiðla- matur og ætluðumst aldrei til þess að þetta beindist með einhverjum hætti gegn fórnarlambinu.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kona hefur þurft að flýja bæj- arfélagið sitt eftir nauðgun. Fyrir tíu árum risu bæjarbúar á Húsavík upp gegn ungri stúlku sem var nauðgað. Vildu að hann gæti borið höfuðið hátt Þá er verið að reyna að snúa nauðgunarmálinu upp á forræðisdeilu. Mér er spurn, ef maður er í for- ræðisdeilu er þá í lagi að koma svona fram við mann? Hrökklaðist frá Húsavík Fyrir tíu árum skrifuðu 113 Húsvíkingar undir stuðnings- yfirlýsingu með dæmdum nauðgara. Stúlkan hrökklaðist frá bænum. Bæjarbúar gáfu ýmsar skýringar á framferði sínu og töldu ótrúlegt að stákurinn hefði gert þetta. Óttast að fá aldrei frið Konan er sjö barna móðir og segir að öll börnin þurfi að kljást við erfiðar afleiðingar vegna málsins, en hvert á sinn hátt. MynD SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.