Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2010, Qupperneq 15
Honda vann Polo Honda CR-Z var valinn bíll ársins í Japan að þessu sinni af þarlendum bílablaða- mönnum, að því er segir á FÍB-vefnum. Nefnd 60 blaða- manna sá um valið. Í lokaatkvæðagreiðslu varð Honda CR-Z hlutskarpastur. Hann skaut Volkswagen Polo naum- lega ref fyrir rass. „Venjulega eru það japanskir bílar sem nánast einoka val á bíl ársins í Japan. En VW Polo náði að þessu sinni óvenju hátt og aldrei áður hefur erlendur bíll náð jafn langt og að þessu sinni.“ Möndlur gegn offitu Í International Journal of Obesity, alþjóðlegu tímariti um offitu, segir frá rannsókn sem leiddi í ljós að þeir sem borða átta til níu grömm á dag af möndlum lækka líkamsmassastuðull sinn, BMI, um heil 18%. Stuðull þeirra sem ekki fékk möndlur, lækkaði um 11%. Möndlur, eins og hnetur, eru stútfullar af næringarefnum á borð við E-vítamín, fólínsýru, magn- esíum, kopar og trefjar og innihalda töluvert af hollri fitu. Fjölmarg- ar rannsóknir benda til þess að neysla á hnetum eða möndlum geti dregið úr líkum á hjartasjúkdómum og átt þátt í að lækka blóðfitu. Seljendum ber að upplýSa kaupanda um fjölmörg atriði: Pottþétt Pakkaferð? Neytendastofa bendir neytendum á að kynna sér ítarlega allt sem við kemur svokölluðum pakkaferðum, áður en þær eru keyptar. Alferðir eða pakkaferðir eru fyrir fram ákveðin samsetning tveggja eða fleiri þátta sem seldir eru saman á einu verði. Þar er til dæmis átt við þegar greitt er fyrir flug og gistingu eða hesta- ferð og rútuferð samtímis. Seljendur slíkra ferða verða að upplýsa neyt- endur um eftirfarandi þætti: – Ef verð sem sett er fram í samn- ingi getur hækkað eða lækkað, s.s. vegna gengisbreytinga, verður það að koma fram og jafnframt þarf að tilgreina nákvæmlega hvernig breytt verð sé reiknað út. Síðustu tuttugu daga fyrir brottför má þó ekki hækka verð. – Skilmála sem gilda um afpant- anir, en seljandi hefur heimild til að krefjast þóknunar þegar neytandi afpantar ferð. – Möguleika til að tryggja neyt- endur gegn fjárhagslegu tjóni ef hætta þarf við ferðina. – Þegar seljendur alferða auglýsa verð á ferðum sínum skal verðið miðast við einstakling og verður það að koma fram þótt önnur tilboð komi fram í auglýsingunni. Verðið verður einnig að miðast við einstak- ling í tveggja manna herbergi ef gist- ing er innifalin í verði. – Öll gjöld og skattar sem neyt- andi verður að greiða skulu vera innifalin. – Ef alferð stenst ekki væntingar er hægt að kvarta við ferðaskrifstof- una sem fyrst eftir heimkomu. Náist ekki sættir við ferðaskrifstofu sem er í Samtökum ferðaþjónustunnar er hægt að snúa sér til úrskurðar- nefndar Samtaka ferðaþjónustunn- ar og Neytendasamtakanna. ferðatrygging- ar ekki inni- faldar Ferðatryggingar fylgja yfirleitt ekki almennum kreditkortum og heldur ekki silfurkortum án fríðinda. Þær fylgja hins vegar silfurkortum með fríðindum, gullkortum og platin- umkortum. Þegar ferðatrygging fylgir kreditkorti er oft skilyrði að að minnsta kosti 50 prósent ferða- kostnaðar séu greidd með kortinu. Forfallatrygging er líka innifalin í sumum fjölskyldutryggingum, en það er ekki algengt að því er fram kemur á vef Neytendasam- takanna. Þar er enn fremur bent á að forfallatrygging er ekki þáttur í svonefndum ferðatryggingum sem tryggingafélögin bjóða upp á. Þó sé hægt að kaupa sérstakar forfalla-/ farseðlatryggingar hjá tryggingafé- lögunum. mánudagur 15. nóvember 2010 neytendur 15 hindrar heilaskaða en ekki alzheimer Rannsókn sem birt var í Journal of the American Medical Association leiðir í ljós að ekkert bendi til þess að neysla á lýsi hægi á framvindu Alzheimer-sjúkdómsins, eins og áður hefur verið haldið fram. Rannsóknin var framkvæmd á 402 sjúklingum sem þjáðust af Alzheimer-sjúkdómnum á byrjunar- stigi og miðstigi. Einn hópurinn tók lýsi sem innihélt ómega-3 fitusýrur í formi fæðubótar. Hinn hópurinn tók lyfleysu. Hvorugur hópurinn sýndi nokkrar framfarir. Hópurinn sem tók lýsið sýndi enn fremur engin merki þess að hægst hefði á hrörnuninni. Markmiðið var að hægja á framvindu sjúkdómsins en það náðist ekki. Fjöl- margir háskólar í Bandaríkjunum komu að rannsókninni. Sextíu pró- sent sjúklinganna fengu lýsi en fjöru- tíu prósent fengu lyfleysu. Í niðurstöðunum velta aðstand- endur rannsóknarinnar því fyrir sér hvort verið geti að þeir sem taki ómega-3 fitusýrur fyrr á lífsleiðinni fái síður sjúkdóminn eða seinna en ella. Þeirri spurningu er ósvarað en ómega-3 fitusýrur eru taldar geta haft jákvæð áhrif gegn ýmsum kvill- um, allt frá gigt til hjarta- og æða- sjúkdóma. lýsi gegn heilaskaða Bólgueyðandi eiginleikar lýsis geta komið í veg fyrir heilaskaða í kjölfar heilablóðfalls. Þetta leiðir ný rann- sókn í ljós sem framkvæmd var inn- an heilbrigðisvísindasviðs Louisiana State-háskólans. DHA-fitusýrur í lýsi (e. docosa- hexaenoic acid) hafa öflugan lækn- ingarmátt sem geta hjálpað þeim sem fær heilablóðfall að ná sér. Þetta er háð því að lýsið sé tekið innan fimm klukku- tíma frá því heilablóðfallið varð. Þessar sýrur, ásamt fleiri efnum sem finnast í lýsi og öðrum afurðum sem innihalda ómega-3 fitusýrur, verja heilann fyrir heilaskaða af völdum blóðtappa og hrörnun æða. „Við erum fyrst núna að átta okkur á því hvaða áhrif ómega-3 fitusýrur geta raunverulega haft á þá sem fá heilablóðföll,“ útskýrði doktor Nicol- as Bazan, sem stýrði rannsókninni. Hann sagði enn fremur að uppgötv- unin væri liður í því að fyrirbyggja sjúkdóma á borð við heilablóðföll. leysir upp fyrirstöðu Örlítil fyrirstaða í æð sem liggur upp í heilann getur orsakað varanlegan skaða á heilanum, sérstaklega ef kökkurinn er ekki fjarlægður strax. Jafn- vel þó hann finnist strax geta nær- liggjandi svæðið í kringum stífluna bólgnað upp og frumur drepist. Til einföldunar má segja að DHA dragi úr þessum bólgum og hjálpi frum- unum við að ná upp fyrri virkni. Þeir sem að rannsókninni stóðu segja að lýsið virki betur en flest efni sem not- uð séu til að leysa upp blóðtappa. Lýsið sé auk þess auðveldara að gefa og meðfærilegra. Rottur voru notaðar til tilraun- ar í þessari rannsókn. Þeim var gef- ið DHA ýmist þremur, fjórum, fimm eða sex klukkustundum eftir heila- blóðfall. Þær rottur sem fyrr fengu efnið náðu sér betur en hinar sem fengu það síðast eða fengu það alls ekki. „Niðurstöður rannsóknarinnar gætu valdið straumhvörfum í með- höndlun á heilablóðföllum,“ sagði Nicolas. Fram kemur að hundrað og fimmtíu þúsund Bandaríkjamenn láti árlega lífið af völdum heilablóð- falla. Rannsóknin var birt í Trans- lational Stroke Research. Nýleg rannsókn bendir til þess að áhrif lýsis á Alzheimer-sjúkdóminn séu stórlega ofmetin. Önnur rannsókn bendir aftur á móti til að lýsi geti fyrirbyggt heilaskaða eftir heilablóðfall. Bólgueyðandi eiginleikar lýsis geta komið í veg fyrir heila- skaða í kjölfar heilablóðfalls. baldur guðmundSSon blaðamaður skrifar: baldur@dv.is n Ómega-3 fitusýrur gegna margvíslegu hlutverki í líkamanum. Líkaminn notar fitusýrurnar meðal annars í uppbygg- ingu frumuhimna og til myndunar efna sem hafa áhrif á þætti eins og blóðþrýstingsstjórnun, blóðstorknun og bólgu- og ónæmissvörun líkamans. Erlendar rannsóknir benda til að þeir, sem borða tvær til þrjár fiskmáltíðir í hverri viku, fái mun síður hjartaáfall en þeir sem borða lítinn eða engan fisk. Lýsi veitir stærstan hluta langra ómega-3 fitusýra í fæði Íslendinga en magnið er einnig talsvert í feitum fiski. - Lýðheilsustöð Hvað gerir ómega-3? færð síður hjartaáfall Rannsóknir benda til að þeir sem neyti ómega-3 reglulega fái síður hjartaáfall, að sögn Lýðheilsustöðvar. getur hindrað heilaskaða Lýsi getur haft jákvæð áhrif á fjölda kvilla. Það virðist þó ekki seinka framvindu Alzheimer-sjúk- dómsins. photoS.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.